Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 14
ogmyrkurtónn blóðsins
Lokaaugnablikið er þýðingarmest. Það sýnir hinn raunverulega styrkleika og tækni nautabanans. Og ekki bara það. Það sýnir líka hinn
raunverulega kærleika hans.
í dag er 35 stiga hiti á Sólar-
ströndinni. Ég er búin að fara
þrisvar í sundlaugina, en það
dugir ekki til að skerpa heila-
sellurnar almennilega, ekki
einu sinni þótt ég haldi
hausnum í kafi. Kannski
vegna þess að seint í gær-
kvöldi kom ég úr tveggja daga
Afríkuferð og það er nú einu
sinni þannig með sálina að
hún fer ekki hraðar en hún fer.
Eftir þessa Marokkóferðir er
hún alltaf dálítinn tíma að
„vinda ofan af sér“ og margt
sem fyrir augun ber venst
aldrei. Sem betur fer. „Þetta
fer allt í bankann, “ segjum við
fararstjórarnir gjarnan við
ferðamennina, semfinnstþeir
ekki geta meltþetta allt í einu.
Og það er satt.
Af og til'skjóta þessar myndir
upp kollinum við ólíklegustu tæk-
ifæri. Brosandi lítilþæg börn sitj-
andi á hörðu steingólfi með hand-
avinnuna sína, leður, útsaum eða
tréskurð. Húsnæðið eins og
skúffa á okkar mælikvarða. Og
þama er unnið, lifað, sofið og
dáið. Og ekki einu sinni vatn. Ég
skil aldrei hvað þetta fólk getur
verið að brosa framan í mann.
Það er eitthvað annað en Berba-
konumar með grænmetið sitt og
vefnaðinn. Þær eru nú ekki að
spandera brosum á þessa ferða-
menn. Þær em stoltar og harðar,
horfa fast og stingandi framan í
mann. Mig langar alltaf til að
kynnast þeim, enda eru þær
komnar af Keltum eins og ég. En
þær gefa mér ekkert færi á sér.
Og ég er komin frá Afríku enn
einu sinni, ofan í sundlaugina, en
sálin er ekki komin alveg alla
leið. f útvarpinu syngur Cohen
„I’m your man“ og lýgur þar
hvergi. Hafi ég einhverntímann
verið aðdáandi hans, þá söng
hann sig aftur fyrir hjartaræturn-
ar í beinni útsendingu hér í sjón-
varpinu aðeins nokkmm dögum
eftir að hann var á íslandi. Með
allan sársauka heimsins og ein-
manaleika í þessari djúpu rödd
sinni.
Læðumst með
veggjum
í dag er rólegt hjá fararstjórum
á Costa del Sol og við útlending-
arnir læðumst með veggjum. Það
er nefnilega verkfall hjá öllum
spænskum fararstjórum til að
mótmæla innrás atvinnuleyfis-
lausra fararstjóra. Sjálf hef ég
skilað inn sex litmyndum af sjálfri
mér fyrir aðskiljanleg yfirvöld
svo ég megi teljast „lögleg". En
skriffinnskan hér í landi er eitt
allsherjar manana, bankakerfið,
póstur og sími og önnur opinber
þjónusta þjálfa mjög þolinmæð-
ina og er það helsta jákvæða hlið-
in á þeim stofnunum. Nóg um
það.
í stjómmálunum er hins vegar
ýmislegt að gerast. Conzales hef-
ur skipt út í ráðherraembættun-
um og m.a. gert tvær konur að
ráðherrum í fyrsta skipti í sögu
Spánar. Skoðanakannanir sýna
að þær njóta stuðnings 76% þjóð-
arinnar og er talið að þetta hafi
verið mjög skynsamlegt hjá for-
sætisráðherranum og líklegt til að
auka vinsældir hans.
Atvinnuleysið er helsta þjóð-
arböl Spánar. Þrátt fyrir marg-
háttaðar aðgerðir stjórnarinnar
til að reyna að draga úr því, er
það enn yfir 20% og óttast menn
nú að Spánverjar muni taka upp
sömu aðgerðir og ítalir, sem hafa
hert mjög eftirlit með erlendu
vinnuafli í landinu.
Og launin eru hér lág á okkar
mælikvarða hjá öllum þorra
manna. Forseti Comisiones
Obreras, sem er eiginlega Al-
þýðusamband Spánar, hinn 37
ára gamli eðlisfræðingur og klar-
inettuleikari Antonio Gutiérrez,
skammtar sér launin sín sjálfur.
Þau eru 80.000,- pesetar eða um
30.000.- íslenskar krónur á mán-
uði. Og margir hafa enn minna.
Það vill til að matur er hér mjög
ódýr. Enda neita Spánverjar sér
helst ekki um þann munað. Það
sýnist manni að minnsta kosti
ekki þegar maður horfir á þá í
þúsundkflóavís hér á ströndinni.
Og ekki virðist líkamsræktaræðið
hafa náð til Andalúsíu. Það eru
helst útlendingar eins og við sem
sjást hér skokkandi og finnst það
skylda sín að passa svolítið upp á
þessi hylli sem okkur voru fengin
til afnota utanum sálina og hitt
ruglið.
En Andalúsíumenn hafa
auðvitað Flamencóinn sinn. Og
þeir geta sko dansað. Þó þeir séu
rasssíðir margir. Að sjá kerling-
arnar taka sporið hér á strand-
börum við tannlausu karlana
sína. Það er nú eitthvað annað en
þetta náttúrulausa skandinavíska
jugg á diskótekunum.
Carmen
Hér á dögunum var að ljúka
mikilli listahátíð uppí Granada,
sem haldin var í hinum mikilfeng-
legu Generalife görðum við Al-
hambra. Þegar við fréttum að
lokaviðburðurinn væri sýning
spánska Þjóðarballettsins á
Carmen, var brugðið skjótt við.
Pantaðir miðar og rúta og síðan
haldið til móts við þennan róm-
aða listviðburð, sem m.a. var
uppistaðan í mynd Saura um
Carmen. Aðalhlutverkið dansaði
stjórnandi hópsins, Gades, sem
einnig lék aðalhlutverkið í mynd-
inni. Við fórum tvær Sögukonur
(þ.e. fararstjórar hjá Ferðaskrif-
stofunni Sögu) með hópnum og
ég fór eftir miðunum og meðan
hin fór með hópinn að skoða Al-
hambrahöllina. Ég þóttist hafa
himin höndum tekið þegar ég
hafði fengið hina eftirsóttu miða
og átti dálitla stund fyrir mig eina
og dagblöðin í almenningsgarði í
miðri Granadaborg. Blöðin voru
uppfull af fregnum af árás Banda-
ríkjamanna á írösnku farþega-
þotuna. Ekki hafði ég setið lengi
ein þegar kona vatt sér að mér og
bað um að fá að lesa ensku biöðin
sem ég var með. Hún sagðist vera
bandarískur háskólakennari frá
Kaliforníu á spönskunámskeiði í
Granada. Og trúði ekki því sem
hún hafði heyrt utan að sér. „Ég
held ég verði eftir hérna á Spáni,“
sagði hún. „Ég þori ekki heim.
Hvað eigum við að gera við Re-
agan?“
Ekki gat ég hjálpað konunni
sem situr enn uppi með Reagan,
en sagði henni frá íslensku forset-
akosningunum sem voru nýlega
afstaðnar. Og mér fannst ég
býsna lánsöm að vera íslending-
ur. Þrátt fyrir allt. Svo kvödd-
umst við eftir langt spjall, vitandi
að við sæjumst ekki aftur og
heimurinn varð allur aðeins
minni en þegar ég settist ein á
bekkinn með blöðin mín og mið-
ana dýrmætu í vasanum.
Svo skall myrkrið á á auga-
bragði með tindrandi stjörnum
og svalandi andvara. Hvert ein-
asta sæti í garðinum var setið.
Þrjú þúsund manns biðu í
andakt. Þegar tónlist Bizets
ómaði um hina fornu hallarveggi,
ljósin lýstu upp ilmandi furutrén
og stjörnubjartur himinninn
hvolfdist yfir okkur, var eins og
maður væri í beinni snertingu við
almættið. Saga Carmenar rifjað-
ist upp þegar hópurinn dansaði
Flamenco við frægustu aríurnar
úr óperunni og á milli tengdu at-
riðin söngvar og ljóð eftir Lorca
og þögul leikatriði. Gades sann-
aði fyrir manni þá kenningu að
bestu Flamencodansararnir eru
komnir af miðjum aldri. Þá fyrst
verður þeirra „duende“ (hinn
myrki tónn blóðsins)
sannfærandi og sjálfsprottinn.
Þetta kvöld var algerlega ó-
gleymanlegt. Á leiðinni heim
steinsofnaði ég í rútinni með
kastaníettusmellina í eyrunum,
en skelfilegar fyrirsagnirnar úr
blöðunum fyrir augunum. Og
heimurinn varð aftur risastór.
Nautaat
Eitt af því sem ég hef fallið ger-
samlega fyrir hér í Andalúsíu er
nautaat. Það er varla að ég þori
að segja frá þessu á prenti. Flest-
um Islendingum finnst nautaat
alger villimennska.
Finnist manni réttlætiskennd
14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINNr - NÝTT HELGARBLAÐ