Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 2
Einar Oddur
„Við erum á leiðinni út á há-
skólalóð í umræður um konur og
völd, en Alþýðubandalagskonur
eru með framsögu um það í dag.
Þessi umræða hefur verið í gangi
undanfarna daga hjá okkur og
systraflokkum okkar á hinum
Norðurlöndunum og þær hafa
verið mjög gagnlegar og
skemmtilegar,“ sagði Alfheiður
Ingadóttir þegar við höfðum sam-
band við hana í Osló laust fyrir
hádegi í gær.
Álfheiður sagði að atriðin á
Kvennaþinginu skiptu þúsundum
og því væri hræðilega erfitt að
velja og hafna. Síðdegis í gær var
hanastélsboð á vegum sendiherr-
ans fyrir íslensku þátttakendurna
á þinginu og þurfti Laugar-
dalshöll þeirra Norðmanna sem
samkomustað fyrir konurnar.
„Þetta verður eina tækifærið
okkar til þess að hittast allar sam-
an í hóp. Hinsvegar höfum við
Alþýðubandalagskonurnar hist.
Við fórum saman út að borða á
þriðjudagskvöldið, en um 50 Al-
þýðubandalagskonur sækja þing-
ið.“
Herkonurnar
Það er ekki auðvelt að gera upp
á milli atriða þegar svona mikið
er í boði, en hinsvegar átti Álf-
heiður ekki í neinum erfiðleikum
með að ákveða hvað henni finnst
ómerkilegast á þinginu, en það
eru herkonurnar svokölluðu,
sem krefjast þess í nafni jafnréttis
og friðar að konur verði skyldað-
ar í herinn.
„Þær hafa umsnúið friðar- og
jafnréttishugsjón kvenna. Þær
ganga hér um í herklæðum og
virðast hafa mikla fjármuni á bak
við sig, því bæklingar þeirra eru
litprentaðir og þær eru með
stærsta kynningarbásinn á svæð-
inu. Þær nota ýms tákn kven-
leikans í dag, einsog t.d. vara-
litinn. Þær hafa búið til tákn úr
varalitnum, sem er einsog
sprengja, og prentað það á vegg-
spjöld og í áróðursbækling.
Auðvitað vöktu þessar herkonur
athygli fjölmiðlanna og það
fyrsta sem sagt var frá þinginu í
norskum sjónvarpsfréttum var
frétt af þessum konum og vakti
það mikla reiði á þinginu.“
\ Blendnar
tilfinningar
Én ef við snúum okkur að
framlagi íslensku kvennanna?
„Það að vera íslendingur hér
vekur mjög blendnar tilfinning-
ar; eina mínútuna er maður mjög
hreykinn en þá næstu skammast
maðuf sín. Tvö atriði hafa vakið
athyglí allra. Annarsvegar er það
söngleikur BSRB-kvenna, sem
er saminn og fluttur af þeim. Þar
er saga íslenskra kvenna rakin frá
upphlutnum, í gegnum herinn,
rauðsokkur, hippa og fram til
dagsins í dag. Þessi söngleikur
hefur verið fluttur hvað eftir ann-
að og allir skemmt sér konung-
lega.
Hitt atriðið er stórkostlega fal-
leg sýning 14 íbúa í Bjarkarási,
sem Signður Eyþórsdóttir stjórn-
ar. Á sýningunni er Síðasta blóm-
ið, eftir James Turner, í þýðingu
Magnúsar Ásgeirssonar, m.a.
flutt í tónum, tali og leik. Á sýn-
ingunni táruðust allir viðstaddir.
Svo skammast maður sín þegar
maður þarf að útskýra fyrir öðr-
um að íslenskir foreldrar verða
að vinna samanlagt 118 vinnu-
stundir á viku og einnig þegar tal-
ið berst að dagvistunarmálum,
sem eru í algjörum ólestri á ís-
landi miðað við hin Norður-
löndin. Ég tók þátt í pallborðs-
umræðum um hversdagslífið á
Norðurlöndum. Á vegum
Norðurlandaráðs hefur verið
starfandi rannsóknarnefnd um
þessi mál, en íslendingar eru ekki
með í henni. Mönnum brá mjög í
brún þegar þeir heyrðu þetta.
Það atriði sem hefur vakið lang
mesta athygli hér á þinginu er
fyrirlestur ástralska læknisins
Helen Caldicott sl. sunnudag.
Þar komust helmingi færri að en
vildu og t.d. þurftu margar af ís-
lensku konunum frá að hverfa og
þar á meðal ég. Helen hefur ferð-
ast um heiminn og barist fyrir af-
vopnun. Hún þykir stórkostlegur
fyrirlesari og við höfum rætt við
hana um að koma til íslands og
halda fyrirlestur og hún hefur-
tekið vel í það, en það á eftir að
finna stað og stund.
Það er yndislegt að finna þann
kraft sem er í konum hér. Þetta er
vítamínsprauta sem á eftir að
breiðast til fleiri en þessara 800
kvenna sem sækja þingið frá ís-
landi.“
Ekki allar
systur
Hvernig er aðbúnaðurinn?
„Hann er misjafn því hópurinn
býr á mismunandi stöðum; sumir
á hótelum, aðrir hjá vinum og
kunningjum, enn aðrir á einka-
heimilum og þannig mætti lengi
upp telja. Eftir því sem ég veit
best hefur ekkert slys eða neitt
slæmt komið upp á hjá konunum.
Það eina sem var erfitt var næt-
urflugið sem 250 konur lentu í.
Laugardagurinn varð því mörg-
um mjög erfiður.“
Gott veður?"
„Veðrið hefur verið yndislegt,
við erum nánast á stuttbuxum
upp á hvern einasta dag. Þá hefur
allur undirbúningur þingsins ver-
ið til fyrirmyndar."
Láta karlarnir ekkert sjá sig á
þinginu?
„Jú, það var áberandi í gær að
þá kom töluverður fjöldi karla á
þingið til þess að fylgjast með,
þeir hafa hinsvegar ekki tekið
þátt í umræðunum."
Nú eru konur úr öllum áttum og
öllum stjórnmálaflokkum á þing-
inu. Eruð þið allar systur?
„Við erum auðvitað ekki allar
systur hér. Það verður bara að
viðurkennast einsog það er. Við
konurnar í Alþýðubandalaginu
vitum að við eigum ekki samleið
með öllum konum, það sýna
herkonurnar okkur. Eg á enga
samleið með þeim. Það hefur
verið í gangi umræða um að úti-
loka herkonurnar, en sú umræða
hefur ekki verið mjög gefandi. Ef
útiloka á einn hóp vegna skoðana
hans þá er það spumingin hvar
eigi að draga mörkin og ef við
dauðhreinsum þingið þá verður
það fölsuð mynd af raunveruleik-
anum. Thatcher er kona en ekki
systir. Við getum lært margt af
því að kynnast þessum viðhorf-
um.“
En saknið þið ekki karlanna?
„Nei.“
fyrir Einar K.?
Það hefur vakið athygli
manna að meðan sól Bolvík-
ingsins Einars K. Guðfinns-
sonar varaþingmanns Sjálf-
stæðisflokksins hnígur á
Vestfjörðum eykst sífellt veg-
ur Einars Odds Kristjáns-
sonar á Flateyri. Einar Oddur
var skipaður í stefnuskrár-
nefndina sem Davíð Oddsson
er formaður í og á að fleyta
flokknum frammyfir alda-
mótin, það er talað við Einar
Odd um stöðu fiskvinnslunnar
og nýjar gengisfellingar á
virðulegum stöðum í Morgun-
blaðinu, og nú síðast var Ein-
ar Oddur gerður fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og formaöur í
forstjóranefndinni. Einar K.
sést hinsvegar lítið. Þetta er
auðvitað sagt vera í beinu
samhengi við gengi fyrirtækj-
anna sem kapparnir reka,
-EG á Bolungarvík á ekki fyrir
skuldum, en Hjálmur er enn
sæmilega stöndugur. Er síð-
an spáð útfrá þessu í spilin á
framboðslistanum, að maður
tali ekki um ef það yrði kosið í
haust.
________Síðasti
stofukomminn
Össur Skarphéðinsson, fé-
lagi í Alþýðubandalaginu viðr-
aði skoðanir sínar á uppá-
haldshugðarefnum sínum,
fiskeldi og Alþýðubandalag-
inu í fyrsta eintakinu af Nýja
Helgarblaðinu. Síðan hefur
mönnum orðið nokkuð tíðrætt
um mynd þá sem birtist af
össuri þar sem hann lá mak-
indalega uppi í sófa. í þá daga
sem til voru „alvöru" sósíalist-
ar voru auðvitað til „plat“ sósí-
alistar og var þeim gjarnan
gefið skammarheitið „stofu-
kommar" eða þá „sófakom-
mar“. Spurningin er því sú
hvort félagi Össur hafi viljandi
viljað ögra „sönnunrT sósial-
istum með vali á tökustað eða
hvort að hann sé bara svona
mikill „sófakommi" í sér...B
Gjaldmælar
í sturtuklefa
Heyrst hefur að borgaryfir-
völd ætli sér ekki að láta stað-
ar numið í að plokka krónurn-
ar af þeim sem ánægju og
yndi hafa af því að sækja
sundlaugar borgarinnar. Ný-
lega hækkuðu þau aðgangs-
eyrinn um lítil 33% og kostar
nú 80 krónur að fá sér
sundsprett og annað eins ef
viðkomandi aetlar að renna
sér í vatnsrennibrautinni í
Laugardalnum. Það nýjasta
úr herbúðum Davíðs er sú
hugmynd að setja upp gjald-
mæla í alla sturtuklefa
lauganna. Ef fólk ætlar sér að
vera lengur í sturtu en sem
nemur 30 sekúndum verður
það að borga aukagjald í
sturtuna.B
-Sáf
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ