Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 23
Hugvekja um mynt Hughrif í rútu Hvenœr og hvar hafa hug- myndirnar að þeim myndum sem þú ert að sýna hér orðið til? - Ég þurfti að fara til Akur- eyrar, í febrúar minnir mig, og í stað þess að fljúga þá ákvað ég að taka rútu fyrst færð var góð og kannski ekki síður vegna þess að það var orðið langt síðan ég hafði séð hreina íslandsnáttúru í klaka- böndum. - Kyrrðin var mikil og frostið tuttugu gráður. Mér fannst það vera svo mikil viðbrigði fyrir mig að koma frá henni gráu París í tæra náttúruna. Áhrifin voru mjög sterk, næstum yfirþyrmandi og því erfitt að finna lýsingarorð nógu sterk til að lýsa þeim. - Rútan stoppaði oft á leiðinni og ég fór alltaf út til að komast í nálægð við iandið og náttúruna. Þegar rútan hélt áfram og ég sat í mínu sæti hrönnuðust upp minn- ingar frá gömlum og nýjum tím- um. Þetta sést í þeim myndum sem ég kalla eiginlega Akur- eyrarmyndirnar, svona fyrir sjálfa mig, því þar eru kaldir og djúpir bláir litir, klakaböndin og tært loftið, en innanum eitthvert órökrænt minningaflökt og rugl- uð form. Kannski allt í einu burstabær, brýr, bátar eða eitthvað slíkt. - Inn á milli eru svo allt í einu hestar, en það hafði mikil áhrif á mig að sjá harðneskjuna sem ís- lenski hesturinn verður að þola. Þú sýnir það ekki hlutbundið (fígúratíft)? - Nei, þá væri það ekki eins áhrifaríkt. Ef það væri hlutbund- ið þá væri það bara klippt og skorið. Ég reyni að ná fram hug- hrifum, tilfinningum kannski líkt og í ljóði, gef hugmyndaflugi og túlkun lausan tauminn. Táknmál og letur er nú eitt aukaáhugamál mitt. Ég er hrifin af egypska letrinu. Þar er ekkert nema myndmál og hvert tákn er sjálfstæð mynd sem getur sagt mismunandi sögu, allt eftir sam- henginu. Þannig finnst mér oft að málverk eigi að vera. Óvænt áhrif Hvað um litameðferð? Það virðist einsog þú sért ekki á sömu litabylgjulengd og kannski heima- vönustu málararnir okkar. Hvað veldur? - Já, heldurðu það? Það má vel vera. Það er kannski það að ég fer svo sjaldan útí náttúruna að áhrifin verða svo mikil og kannski miklu óvæntari en hjá þeim sem hafa tæra náttúruna næstum inná gafli hjá sér. Það eru ekki endilega ný áhrif sem ég tjái í myndunum, ég er kannski að grafa aftur i tímann um mánuði eða ár, og því er það ekki endi- lega bara íslensk náttúra, frönsk vor, snjóþungir Alparnir, sem ég sé fyrir mér í þessum myndum, heldur einnig regnskógar Afríku eða jafnvel eyðimerkur hennar. Myndirnar á sýningunni eru allar málaðar á þeim tíma þegar þú varst annaðhvort kasólétt eða nýorðin móðir. Finnst þér þess gœta í myndunum? - Þó myndirnar séu málaðar í óléttunni og með barnið í fanginu svo að segja þá held ég að áhrifa þess gæti ekki endilega. Kannski rifjast frekar upp fyrir mér minn- ingar úr barnæskunni minni, eða ekki, það er svo óljóst. - Börnin mín alast upp við að ég sé að vinna að einhverju af ákafa og mér finnst þau skilja það. Mér finnst þau átta sig á því að það er ekki að ástæðulausu sem ég fer á vinnustofuna mína, þau finna að það er mér mikils virði í hvað tíminn fer og þau skilja það og virða mjög vel. Þau læra að alast upp við sjálfsaga og ég held það sé gott. -Eg vil skipuleggja tímann vel. Ég fer á ákveðnum tímum uppí 11. hverfi, þar sem ég hef vinnustofuna mína, og mála. Er ekkert að hlífa mér við því að vinna. Ég held að manni verði ekkert úr verki ef maður bíður þess endalaust að andinn komi yfir mann. Maður þarf bara að drífa sig áfram. Þetta er ævistarf- ið og því verður maður að vinna það vel. Gott eða vont Hvernig er að sýna hér? Öðru- vísi en annarsstaðar? - Já, það er öðruvísi að sýna hér en annarsstaðar. Ég vil ekk- ert vera að leggja einhvern dóm á það hvar er gott að sýna og hvar vont, það er afstætt, en mér finnst íslendingar sýna mikinn áhuga. Það er mjög uppörvandi að sýna hér. Stundum dettur mér í hug hvað það væri hræðilegt ef enginn kæmi. Það er áhugavert að finna hvað fólki finnst, hvort sem það er neikvætt eða jákvætt, því það örvar mann. Það er örvandi að finna viðbrögð við því sem maður er að gera. Eg get ekki ímyndað mér neitt verra en hlutleysi. Þá held ég að það væri betra að vera rakkaður niður í svaðið en að enginn veiti manni athygli. - Margir reyna að túlka hverja .mynd á sinn hátt og stundum kryfja hana til mergjar. Hver mynd er á endanum orðin að heilum ævintýraheimi þegar margir hafa sagt hver frá sinni túlkun og þeim áhrifum sem myndin hefur á þá. - Á Akureyri upplifði ég að einn ákveðinn maður sem kom á opnunina sá myndirnar fyrir sér sem járnbrautarslys, algjöra ring- ulreið, en síðan kom hann á hverjum degi og sá alltaf meira og meira í myndunum. Á endanum var honum farið að finnast sem allt væri komið á ið. Það var eins- og í upphafi hafi hann ekki skilið myndmálið en síðan var einsog hann skildi alltaf meira og meira. Hann endaði síðan á að kaupa eina myndina. „Hvaö er þetta?“ - Mér finnst gaman þegar börn koma. Þau verða kannski reið því þetta er ekki nógu skýrt og af- markað til að þau geti séð ein- hverja rökfestu í myndinni og spyrja: „Hvað er þetta?“ Þannig eru Áfríkanarnir líka. Ef myndin er ekki greinileg, ef það sem þau sjá er ekki skýrt og greinilegt, einsog á leiksviði, þá verða þau reið. Eg lenti jafnvel í því útí Áfr- íku að Afríkanarnir skrifuðu allt að því heil bréf í gestabókina til að tjá sig um myndirnar. Hér hefði tæplega nokkur íslendingur þorað að skrifa neitt sem næsti maður gæti lesið. íslendingar tjá sig frekar persónulega við mann heldur en að leyfa öðrum að vita af því sem þeir eru að hugsa. Nína, ertu orðin evrópsk eða alþjóðleg listakona frekar en að geta talist íslensk, einsog þú full- yrðir oftast að þú sért? -Ég er íslendingur, en sem listamaður veit ég satt að segja ekki hvar ég er stödd núna. Hvort ég sé frekar eitt en annað get ég ekki beinlínis dæmt um sjálf. Ég ætla að nefna þér dæmi. Það var samsýning nokkurra brasilískra málara fyrir nokkru síðan og ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að nú fengi ég að sjá eitthvað verulega sérstakt, eitthvað sem maður sæi ekki í Evrópu núna. En því miður varð ég fyrir tals- verðum vo'nbrigðum. Sýningin þeirra var ekki sláandi ólík því sem maður sér á öðrum sýningum í Evrópu. Það er orðið svo lítið um að málverkið sé eitthvað bundið við lönd, það er oft al- þjóðlegur blær af listsköpun í hverju landi. Þannig að ég held að svarið við spurningunni hvort ég sé orðin eitthvað annað en ís- lensk sé ekki til. TT Fyrir tæpu ári gerðist það í Frakklandi, sem var í sjálfu sér naumast í frásögur færandi, að sett var í umferð ný tíu franka mynt. Átti hún að koma mjög fljótt í stað þeirrar sem var í notk- un og þótti þung og óhentug, og því var slegið mikið magn af henni þegar í stað. En um leið og hún fór að ganga manna á meðal heyrðust miklar óánægjuraddir, sem bergmáluðust í fjölmiðlum: það vantaði svo sem ekki að hún var létt og íþyngdi ekki um of vösum manna, en gallinn var bara sá, að hún var alveg nauða- lík þeirri fimmtíu sentíma mynt, sem hafði þá lengi verið í umferð: stærðin var nánast sú sama og lit- urinn alveg eins og var munurinn sá einn, að tíu franka peningur- inn var eilítið þykkari og þyngri og svo var áletrunin að sjálfsögðu önnur. Reynslan leiddi í ljós að fáir voru þeir sem rugluðu mynt- unum ekki saman: unglingar sáu að vísu muninn en voru of hugs- unarlausir til að muna eftir hon- um þegar að því kom að borga brúsann, miðaldra menn þurftu að skoða myntirnar til að þekkja þær í sundur og villtust á þeim í amstri hversdagslífsins og gamalt fólk skildi hvorki upp né niður í neinu og hætti að þora í verslanir. Þessi ruglingur var harla baga- legur, því að á myntunum var tví- tugfaldur verðmunur, og var þess alls staðar krafist, að nýja myntin yrði þegar í stað tekin úr umferð. Sumir vildu helst ekki taka við henni. Þeir tæknikratar sem báru ábyrgðina á hönnun peningsins svöruðu fullum hálsi, og sögðu þeir að menn væru sífellt óá- nægðir með allar nýjungar en myndu fljótt venjast nýju mynt- inni eins og öllum öðrum pening- um sem settir hefðu verið í um- ferð þrátt fyrir stundleg mótmæli. En þrátt fyrir digurbarkaleg orð tæknikratanna var ruglingurinn það slæmur og augljós, að eftir örstutta stund urðu stjórnmála- menn að hafa vit fyrir þeim og draga tíu franka myntina til baka. Tæknikratarnir urðu mjög beiskir við og eru það víst ennþá, og fannst þeim mjög lítið tillit tekið til sín. En um það leyti, sem tíu franka myntin nýja var að hverfa endanlega úr umferð, skaut óþekktur maður öllum tæknikrötunum ref fyrir rass með því að benda á það í bréfi til dag- blaðs hvernig hefði mátt leysa þetta vandamál á snjallan hátt, en það var lausn sem engum hag- fræðingi né fjármálasérfræðingi hafði dottið í hug þrátt fyrir allan sinn lærdóm, - og þótt hún væri reyndar mjög í anda slíkra fræð- inga. Hún var sem sé í því fólgin, að setja í umferð mynt sem væri fimmtíu sentímur öðru megin og tíu frankar hinu megin, og væri vandinn þá ekki annar en sá að gæta þess að snúa réttu hliðinni upp, þegar borgað er. Snjallar lausnir af þessu tagi, sem þjálfuðustu sérfræðingar detta ekki niður á, þótt þær virð- ist vera klipptar út úr þeirra fræðibókum, vekja til umhugs- unar um það hve margar leiðir væru færar til umbóta og hagræð- ingar á hagkerfinu ef menn að- eins vildu nota ímyndunaraflið í fræðunum. Oft þegar ég hef þurft að borga í verslunum eða á veitingahúsum og ekki átt nema stóran seðil og skiptimynt verið af skornum skammti, hefur mér t.d. dottið í hug, hve hentugt það gæti verið að hafa ekki aðeins þá peninga sem við höfum nú, held- ur og líka „neikvæða peninga“, og hve mjög það gæti flýtt fyrir öllum viðskiptum. Nú er kannske ekki nema von þó menn spyrji: „Neikvæðir peningar, hvað er nú það?“, og haldi jafnvel að þetta sé nýyrði búfræðinga fyrir mannýg naut eða eitthvað af því tagi. En þetta nýja hugtak er auðskýrt með einu litlu dæmi. Ef maður þarf t.d. að borga vöru sem kostar 90 kr. og hefur aðeins í veskinu hundrað krónu seðil, en afgreiðslustúlka getur ekki gefið til baka, gæti hann þannig ein- faldlega, ef slíkir peningar væru til, lagt á borðið seðilinn og svo við hliðina á honum mynt sem væri að verðgildi mínus tíu krón- ur. Er þá komin laukrétt upphæð á örstuttum tíma með lítilli fyrir- höfn. Menn þurfa ekki að velta þessu fyrir sér lengi til að sjá hve mikil hagræðing væri í því fólgin að hafa slíka neikvæða peninga. í daglega lífinu ber það ósjaldan við að menn þurfa beinlínis að hafa rétta upphæð til að geta borgað og fengið það sem þeir vilja og oft sparar það bæði tíma og fyrirhöfn. Ef til væru nei- kvæðir peningar með nokkuð fjölbreyttu verðgildi, yrði lífið því miklu liprara og þægilegra og menn myndu eignast tómstundir, sem þá hefði ekki áður órað fyrir. En þetta er þó ekki allt og sumt. Sýna má einnig fram á það með góðum og gildum hagfræði- legum rökum, að með því að taka í notkun neikvæða peninga væri einnig hægt að leysa ýmis vanda- mál sem íslenskt hagkerfi hefur átt við að stríða, og er hér á ferð- inni svo merkilegt mál, að nokk- ur dægradvöl er til þess gerandi að hugleiða það. Fyrir nokkrum árum hélt ég því fram að stöðva mætti hrun krónunnar með því að gera smá- vægilega breytingu á peninga- seðlunum og fara að prenta þá á sandpappír. Þar sem íslendingar eru alltaf að byggja er sandpappír nytsamlegur og nokkuð dýrmæt- ur hlutur, sem fellur ekki í verði og menn bera vissa virðingu fyrir: með því að nota hann til prentun- ar peningaseðla væri fyrir það girt að krónan yrði nokkurn tíma að „verðlausum pappír": hversu mikil sem verðbólgan væri yrði verðmæti seðlanna aldrei minna en verðmæti sandpappírsins, og það fannst mér vera nokkuð góð- ur þröskuldur, eins og málum hefur verið háttað á íslandi. En hagfræðingar bentu mér fljótt á, að þessi lausn myndi ekki duga: „sandpappírslausnin" væri nefni- lega ekki annað en dálítið lævís- leg verðstöðvun, - því þegar krónan hefur hrapað það mikið að verðgildi seðilsins er jafn- mikið og kaupverð sandpappírs- ins sem hann er prentaður á myndi gengisfallið stöðvast, eins og komið hefði verið á kaup- og verðbindingu - og þar sem verð- bólgan er svar við ákveðinni þenslu í þjóðfélaginu myndi þessi ráðstöfun því fyrr eða síðar leiða til einhverrar sprengingar sem erfitt væri að sjá fyrir. Eftir þessa skörpu ábendingu hagfræðinganna leit sem sé út fyrir að íslenskt efnahagslíf væri statt í harðvítugri úlfakreppu, að- eins væri völ á tveim kostum, báðum jafnvondum, og um síðir kæmi í sama stað niður hvor þeirra væri valinn: annað hvort væri reynt að stöðva hrun krón- unnar með því að prenta seðlana á einhvern nytsaman pappír og endaði það í sprengingu, eða verðgildi hennar héldi áfram að rýrna uns hún yrði svo mjög að galtómu engu að ekki yrði einu sinni glottið eftir eins og varð þó eftir af glottandi kettinum sem hvarf. En þá myndi hrunið einnig stöðvast af sjálfu sér og hlyti það líka að enda með sprengingu. En þetta vandamál gætu nú nei- kvæðir peningar auðveldlega leyst: ef þeir væru í umferð, gæti krónan haldið áfram að rýrna í sífellu, orðið smám saman að engu, og síðan að minna en engu, án þess að nokkur þyrfti að hafa áhyggjur af því, - það væri sem sé bara „svissað yfir“ í neikvæðar krónur... Með þessu móti væri sveigjan- leiki íslenska efnahagslífsins tryggður til langframa, og engin þörf að grípa til grófra og óvin- sælla aðgerða eins og þeirra að halastífa gjaldmiðilinn með því að sarga af honum tvö núll eða fleiri. En vitanlega myndi líf manna breytast dálítið, þegar krónan væri komin niður fyrir núllpunktinn: menn myndu auðvitað vilja fá sem minnst af neikvæðu krónunum, leggja nið- ur vinnu til að krefjast kauplækk- ana og þar fram eftir götunum. Jákvæðar krónur yrðu hins vegar notaðar til frádráttar eins og hin- ar neikvæðu áður, - þær myndu sem sé verða eins konar nei- kvæðar krónur í hinu nýja kerfi. Gæti maður síðan hugsað sér að þróunin héldi áfram þangað til enn yrði „svissað yfir“, þannig að neikvæðu krónurnar sem einu sinni voru jákvæðar yrðu aftur já- kvæðar, og þannig koll af kolli. Er þá komin hringrás af því tagi sem heimspekingurinn Plató varð fyrstur til að lýsa í riti sínu um „Stjórnmálamanninn“. Samt er engin ástæða til að óttast að menn muni sundla: á þessu sviði er Mörlandinn nefnilega vanur hvaða ólgusjó sem er, og má því teljast fullvíst að menn muni laga sig að hinu nýja ástandi og kann- ske koma þeir þá auga á enn aðr- ar leiðir til að tryggja betur áfr- amhaldandi þróun. Hagfræðin er fögur kúnst og hefur upp á marga kosti að bjóða, eins og íslenska hagkerfið sýnir oss reyndar og sannar dag hvern. En menn mega ekki vera of íhaldssamir og hika við að færa sér þá í nyt. Er t.d. nokkur ástæða til þess, eins og ástatt er í efnahagslífi landsins, að gefa ein- ungis út seðla með einföldustu tölum, 100 kr., 500 kr., 1000 kr. og þar fram eftir götunum? Til þess að auka sveigjanleikann mætti taka í notkun fjölbreyttari verðgildi, og setja t.d. í umferð seðla þar sem verðgildið væri gef- ið til kynna með óræðum tölum, t.d. „pí-þúsund króna“ seðil. Myndi fjármálaráðherra þá ekki hafa miklu meira svigrúm til að útskýra stefnu sína og efnahags- aðgerðir? e.m.j. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.