Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 21
Kemur fortíðin okkur við? Nýlega var haldið í Reykjavík „málþing um kennslu og rann- sóknir í íslenskum fræðum“ sem Stofnun Sigurðar Nordals gekkst fyrir, og má segja að með því hafi stofnunin raunveru- lega hafið starfsemi sína eftir tæplega tveggja ára undirbúning. Samkvæmt reglugerð hennar virðist hlutverk hennar eiga að vera tvíþætt, þótt náin tengsl séu vitanlega milli beggja þátt- anna: á hún annars vegar að stuðla að því að kynna íslenska menningu erlendis með aðstoð við íslenskukennslu handa útlendingum og þýðingarstarfsemi af ýmsu tagi og hins vegar vera e.k. vettvangur fyrir samskipti þeirra sem fást við íslensk fræði hér og erlendis og til að kynna fyrir íslendingum það sem er að gerast í þeim fræðum um víða veröld. Lánshúsgögn í gímaldi Hlýtur það að vera öllum augljóst að þetta er stórt hlutverk og ef stofnunin á að geta sinnt því að gagni er þess vegna nauðsyn- legt að vel sé að henni búið þegar fyrstu sporin eru stigin. En mikið hefur þó skort á að svo sé. Henni hefur að vísu verið komið fyrir í merku húsi í Þingholtunum, sem var áður embættismannsbústað- ur og ríkið erfði með öllu innbúi, en það stendur nú tómt: kerfis- kallarnir brugðust nefnilega við skjótt þegar ríkið fékk arfinn, sem var 19. aldar heimili í upp- runalegri mynd eða því sem næst með öllum húsgögnum og dýr- mætu bókasafni, og seldu allt saman á uppboði fyrir lítið og dreifðu því þannig. í samræmi við þessi skýru skilaboð frá kerfinu um að engin menningarverðmæti skyldu vera óhult hvar sem í þau næðist hefur Stofnun Sigurðar Nordals ekki fengið neina fjár- veitingu að gagni til að koma sér fyrir í gímaldinu, eða leggja undirstöðuna að starfsemi sinni yfirleitt: mun hún verða að notast við lánshúsgögn úr Seðlabankan- um... Þrátt fyrir þessar nöturlegu að- stæður tókst málþingið hið besta, og var það ekki síst að þakka dugnaði stjórnar stofnunarinnar og formanns hennar Úlfars Bragasonar. Sóttu hana tíu gestir frá erlendum háskólum, sem allir voru norrænufræðingar og tengd- ir íslenskukennslu í heima- löndum sínum á einhvern hátt. Segja má að viðfangsefni mál- þingsins hafi verið tvíþætt eins og hlutverk Stofnunar Sigurðar Nordals: annars vegar staða ís- lenskukennslu í hinum ýmsu löndum og hins vegar rannsóknir í íslenskum fræðum og þau verk- efni fræðanna sem gestirnir voru að fást við hver um sig. Var fjall- að um íslenskukennsluna fyrsta daginn en síðari tvo dagana fluttu erlendu gestirnir og einnig inn- lendir fræðimenn ýmisleg erindi. „Eiga rit vor erindi um haf?“ En þessi tvö atriði voru þó ná- tengd, og væri kannske réttast að segja að málþingið hafi að veru- legu leyti snúist um þá spurningu, sem Jónas Kristjánsson forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnús- sonar orðaði svo í inngangserindi sínu: „Eiga rit vor erindi um haf?“ en kannske mætti orða á enn almennari hátt: Er nokkur ástæða til þess í lok tuttugustu aldar, þegar gríðarlegar og ó- stöðvandi framfarír kalla á starfs- kraftana, að styðja við rannsókn- ir á sviði íslenskra fræða erlendis og kynna íslenska menningu utan landssteinanna, þar sem þetta er allt saman fornaldararfur, - leifar frá þeim tímum þegar menn höfðu ekki einu sinni kúlupenna, hvað þá tölvur, og urðu að skrifa með fjöðrum á skinn? Væri ekki réttast að fara með þetta allt sam- an svipað og kerfiskallarnir fóru með innbúið í embættismanns- bústaðnum, þar sem Stofnun Sig- urðar Nordals er nú til húsa: flytja timburhúsið upp í Árbæ eða í Lystigarðinn á Akureyri, reisa tölvuháskóla á lóðinni og setja íslensk fræði og allt sem þeim viðkemur hér og erlendis á guð og gaddinn? Mikill áhugi víöa Gestir málstefnunnar gáfu þó nokkuð sem hægt væri að kalla „bráðabirgðasvar" við þessari spurningu: íslensk fræði eru stunduð og kennd við háskóla víða um heim, og þar er fyrir hendi talsverður ánugi á ýmsum þáttum íslenskrar menningar bæði gamallar og nýrrar. Úlfar Bragason sagði frá því að nútím- aíslenska væri kennd við 45 er- lenda háskóla og fornmál senni- lega talsvert víðar. Erindi þau sem erlendu gestirnir fluttu sýndu einnig að mjög fjölbreyttar rannsóknir eru stundaðar víða: Frédéric Durand frá háskólanum í Caen í Frakklandi sagði frá rannsóknum sínum á Kormáks sögu, Rudolf Simek frá háskólan- um í Vín bar Hauksbók saman við evrópskar alfræðibækur frá miðöldum, og Carol J. Clover frá Berkeley-háskóla í Kaliforníu fjallaði um gagnsemi aðferða mannfræðinnar við rannsóknir á fornsögum svo þrjú dæmi séu nefnd. Ekki var kvartað um áhugaleysi, heldur um hitt hvað íslenskar bækur væru dýrar fyrir fátæka stúdenta, og hvað torvelt gæti orðið fyrir þá að finna sér vinnu á íslenskum sveitabæjum. Þegar svo er í pottinn búið er augljóst, hvað sem öðru líður, að það er skylda íslendinga að styðja við þessa starfsemi er- lendis eftir megni og koma á ein- hverjum vettvangi fyrir sam- skipti. Stofnun Sigurðar Nordals á því fullan tilverurétt sem slík og ekki einungis sem láns-skrifborð með nokkrum skúffum frá Seðla- bankanum. „Dauöir, hvítir evrópskir karlmenn“ En þrátt fyrir þetta var líka talsverður svartsýnistónn í ræðum erlendu gestanna og þeirra sem tóku til máls á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals. Mjög víða virtist vera þrengt að íslenskukennslu og norrænum fræðum í háskólum og þau vera á undanhaldi: höfðu yfirvöld gjarnan mikla tilhneigingu til að draga úr kennslu í þeim til að rýma fyrir einhverju öðru eða rýra kost þeirra sem mest. Nefnd voru ýmis dæmi um það að íslenskukennsla hefði verið lögð niður með eins konar valdboði í háskólum, m.a. breskum, þar sem norræn fræði hefðu staðið með blóma um langt skeið, og prófessorsstöður afnumdar, þeg- ar sá sem þeim hafði gegnt fór á eftirlaun. Var staðan þá gjarnan flutt til einhverrar annarrar hásk- óladeildar. Reyndar var greini- legt að þessi stefna var þáttur í mjög almennri tilhneigingu til að gera hlut allra „húmanískra“ fræða og flestra tungumála sem minnstan í skólakerfinu, og var stundum vikið að þessu víðtæka samhengi á málþinginu. Jónas Kristjánsson sagði t.d. í inngangsræðu sinni: „Nú ríkja raunvísindi sem leggja rækt við þau verðmæti sem mölur og ryð fá grandað“, og síðar sagði hann að einkurn hefði verið dregið úr íslenskukennslu í þeim háskólum erlendis, þar sem menn vildu ekki líta aftur til fortíðarinnar. Carol Clover benti á að á Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna þætti ýmsum það mikill óþarfi að vera að rannsaka „dauða, hvíta, evr- ópska karlmenn" („dead, white, European males“). Nú er það engin ný bóla að menn vilji hlúa að öllu því sem verður í askana látið og það jafnvel á kostnað annarra verð- mæta, og þröngsýni af því tagi sem Carol Clover vék að hefur líka löngum verið útbreidd, en þetta tvennt hefur þó ekki alltaf komið í veg fyrir að „húmanísk" fræði af margvíslegasta tagi gætu staðið með blóma. Mönnum hef- ur líka oft skilist að allt er þetta nátengt: „húmanísk" fræði geta komið að gagni í lífsbaráttunni og frjór áhugi á „dauðum karl- mönnum“ annars vegar og lifandi fólki af ýmsum þjóðum hins veg- ar er ekki tvennt ólíkt og ósam- ræmanlegt, heldur getur þetta stutt hvort annað. Því hefði verið þörf á að líta betur á það hvers vegna ýmsir vilja nú reiða öxina að rótum „húmanískra fræða“ eins og þeir frekast megna. Sennilega hafði Jónas Kristjáns- son lög að mæla, þegar hann sagði að „húmanísk fræði“ ættu ekki upp á pallborðið hjá ýmsum nútímamönnum, af því að þeir vildu ekki líta aftur til fortíðar- innar. Svo virðist nefnilega sem árásir nútímans gegn „húmanísk- um fræðum" séu yfirleitt byggðar á þeirri bjargföstu og mjög svo útbreiddu trú, að mannlífið og hinar ýmsu hliðar þess komi okk- ur því minna við sem það er okk- ur fjarlægara í tímans rás. Menn hafa löngum haft gaman af bókmenntum, og menn hafa líka löngum haft gaman af sögu og mörgu fleira af því tagi, en af einhverjum ástæðum hafa þeir gjarnan átt í miklum brösum með að útskýra og réttlæta þennan áhuga. Hafa stundum verið bún- ar til kenningar til þess, sem eru oft harla yfirborðslegar og jafnvel fáránlegar, og mætti um það skrifa langt mál: það er t.d. fróðlegt að bera saman þann raunverulega áhuga sem er fyrir sagnfræði og þær einfeldnings- legu hugleiðingar um „notagildi sagnfræðinnar" sem sérfræðingar um söguheimspeki hafa stundum skrifað í bækur sínar. En fyrir bragðið hafa jafnvel sleipustu „húmanistar“ verið varnarlausir gagnvart alls kyns kenningum sem áttu að sýna fram á gagns- leysi og jafnvel skaðsemi „húm- anískra" fræða, - þó svo að kenn- ingarnar reyndust innihaldslitlar og jafnvel staðlausir stafir ef í þær var rýnt. Hafa menn á þennan hátt getað vegið að „húmanísk- um“ fræðum, þótt á bak við árás- ina byggju í reynd ýmsar annar- legar hvatir. Þörf á krufningu Eins og margar kenningar af þessu tagi er sú hugmynd, að mannlífið komi okkur því minna við sem það er fjarlægara okkur í tíma mjög svo fáránleg, og þarf reyndar ekki annað en setja hana beint fram og á einfaldan hátt til þess að það komi í Ijós. Hins veg- ar væri harla nauðsynlegt að fara rækilega í saumana á henni og sýna fram á það hvers vegna hún er fáránleg, og að hvaða leyti fortíðin getur komið nútíma- mönnum við. Þeir sem leitast við að verja „húmanísk fræði“ á lítt heimspekilegan hátt, benda gjarnan á að áhugi á fjarlægri fortíð, t.d. menningu Grikkja og Rómverja hinna fornu, sé mjög útbreiddur, eins og vinsældir kvikmynda á borð við „Quo va- dis“ sýndu vel á sínum tíma. Sams konar áhugi kom fram á málþing- inu, þótt á öðru sviði væri, enda var það óneitanlega skemmtilegt að hlýða t.d. á bollaleggingar Bjarna Guðnasonar um að Heiðarvíga saga væri kannske hálfri öld yngri en áður hefur ver- ið talið og samin sem „svar“ við hetjuhugsjón Laxdælu, enda skiptir þessi kenning talsverðu máli fyrir það hvaða hugmyndir menn geta gert sér um þróun ís- lendingasagnanna sem bók- menntagreinar. En þar sem íslensk fræði af hvaða tagi sem er og þá líka kennsla í íslensku fyrir útlend- inga standa raunverulega og falla með. öðrum „húmanískum fræðum“ væri það verðugt verk- efni fyrir málþing af þessu tagi að taka áðurnefnda kenningu til at- hugunar frá sem flestum sjónar- sviðum. Slíkt væri gagnlegt fyrir alla hugsandi menn, þótt kanns- ke þyrfti einhverjar slægari rök- semdir fyrir kerfiskalla. e.m.j. Nokkrir gestir á máíþingi um kennsiu og rannsóknir í íslenskum fræðum, sem Stofnun Sigurðar Nordals hélt í lok júlímánaðar. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.