Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 29
Eitur eitur, eitur... A1 Capone út, IBM inn... Fjölþjóðaveldi rómansk amer- ískra eiturbaróna gengur nú í gegnum breytingarskeið. Þetta sést glögglega á tvennu. Annars- vegar á aukinni samkeppni milli glæpahringa, einkum í Kólomb- íu, með hrannvígum og hrotta- skap a la A1 Capone. Hinsvegar á tæknibyltingu. Kókaín- barónarnir hafa hátækni og vís- indi í hávegum nú og ráða fleiri tölvufræðinga, grasafræðinga og löggilta endurskoðendur í þjón- ustusínaen vígamenn og vöðva- tröll. Það er alkunna að eiturhring- arnir velta miljörðum dollara á ári hverju og græða fjallháar summur á kókaín- og heróínsölu í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu. En „eigendur“ þessara arðbæru fyrirtækja, „guðfeðurn- ir“ eða „barónarnir" einsog þeir eru allajafna nefndir, mega muna fífil sinn fegurri. Innbyrðis samkeppni þeirra og aukin drift yfirvalda á heimaslóð- um og alþjóðlegrar eiturlögreglu hafa saumað all verulega að þeim undanfarna mánuði. Því eiga þeir ekki lengur kost á því að berast mikið á og hafa alla þræði rekst- ursins í eigin höndum heldur þurfa þeir að hrökklast úr einni felusvítunni í aðra, hundeltir. eftirlýstir, óttaslegnir miljarða- mæringar. Fyrir vikið sjá nú alls- kyns sérfræðingar og teknókratar um vöxt og viðgang eiturhring- anna. Ef marka má fregnir frá banda- rískri eiturlögreglu og rómön- skum uppljóstrurum þá hafa eiturhringarnir að undanförnu komið sér upp herjum af allavega sérfræðingum. Af handahófi má nefna menn með doktorspróf í al- þjóðlegu bankakei-fi, efna- og eðlisfræðinga, erfðatæknimenn, ratsjárfræðinga, sérfræðinga í hverskyns fjarskiptum, búnað- arkandídata og jarðræktarráðu- nauta að ógleymdum tölvufræð- ingum. Án nýjustu tölvutækni væru eiturhringarnir einsog fiskar á þurru landi. Tölvurnar rekja sigl- ingarleiðir eiturskipanna, stýra örum flutningi eiturfjárins af ein- um bankareikningi á annan út um gervalla heimsbyggðina og hafa auga með öllu starfsliði eitur- hringanna. Þær geyma jafnvel tryggilega í minni sér vaktaskýrsl- ur tollþjóna í fjölmörgum höfnum Bandaríkjanna. „Sú tíð er horfin að menn geti rekið öflug dópfyrirtæki með „götuleikni“, mútum, vináttu við stjórnmálamenn og ofbeldi," Kókaínbylur og engrar uppstyttu von. Að neðanverðu gefur að líta þá Pablo Escobar og Carlos Lehder, yst til vinstri og hægri. Milli andlita þeirra eru ásjónur tveggja framliðinna manna, fórnarlamba Escobars og Lehders. Rodrigo Lara, til vinstri, og Carlos Mauro Hoyo. segir ónefndur Kólombíumaður. „Nú er lausnarorðið ekki lengur A1 Capone heldur IBM.“ Af heimsins ríkasta glæpon Medellin í Kólombíu er talinn vera „heimshöfuðborg kókaín- verslunarinnar". Þar í borg ríkir barón barónanna ofar hverjum manni. Hann heitir Pablo Esco- bar og sögusagnir herma að hann sé ríkasti afbrotamaður í heimi, eigi fáeina miljarða dollara í handraðanum. Escobar kvað hafa „unnið sig upp“ í bransanum og gerþekkja allt ferli kókaínsins; úr grænu laufblaði í ekki síður grænan doll- araseðil, úr afskekktri sveit Kól- ombíu í undirheima Miami. Akk- ilesarhæll Escobars er sá, fullyrð- ir „ólyginn", að hann hafi ekki enn áttað sig á þvf að A1 Capone er út en IBM inn. Lengi vel hafði enginn áhuga á því að hafa hendur í hári Pablos Escobars. Hann naut virðingar sem athafnamaður og „vinur litla mannsins“ í Medellin. Hann var varamaður í bæjarstjórn og hafði forgöngu um smíði ódýrra íbúða fyrir láglaunafólk. Hann opnaði dýragarð rétt fyrir utan borgar- hliðið. Við inngang hans stendur minjagripur, gömul flugvél, rell- an sem flutti fýrsta eiturfarm hins unga Escobars á markað. Það orð fer af Escobar að hon- um sé laus höndin og að hann veigri sér ekki við því að láta fremja fjöldamorð. Örlæti og tæplega 2 þúsund öryggisverðir tryggðu að hann gat æ um frjálst höfuð strokið þangað til fyrir skemmstu. Nú eru her og lög- regla Kólombíu á hælunum á honum að ekki sé minnst á leigumorðingja keppinautanna í Calíborg. Árið 1988 mun seint líða Esco- bar úr minni, endist honum líf fram yfir áramót. Útsendarar frá Calí hafa í tvígang reynt að ráða honum bana. Stjórnvöld í Bóg- ótu hafa gefið út formlegar ákær- ur á hendur honum fyrir hlutdeild í morði ýmissa erkifjenda eitur- barónanna. Escobar ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því að á meðal fórnarlamba hans eru dómsmálaráðherrann Ro- drigo Lara og ríkissaksóknarinn Carlos Mauro Hoyo. Einn af nánustu samverka- mönnum Escobars baróns var til skamms tíma Carlos nokkur Leh- der, barón. Lehder var þekktur fyrir flottræfilshátt og saurlifnað þar til hann gekk í greipar lög- reglunni í fyrra. Hann var snimm- hendis framseldur til Flórídafylk- is í Bandaríkjunum og þar var hann dæmdur til ævilangrar fang- elsisvistar og 135 ára dýflissu- dvalar að auki!! Það vakti athygli við réttar- höldin í máli Lehders þegar sak- sóknarinn greip til líkingamáls og kallaði hann „Henry Ford kókaín dreifingarinnar". Orð þessi túlka menn á tvo vegu. Annars vegar lýsi þau veldi Medellin hringsins og gífurlegum umsvifum. Hins- vegar ýi ákærandinn að því að eiturbarónarnir, A1 Caponar nú- tímans, verði brátt veldi sem var. Eiturhringarnir séu að verða sjálfseignarstofnanir eða hlutafé- lög sem sérfræðingar og teknókr- atar reki einsog fram kemur í fyr- ri hluta pistils þessa. -ks. Bylgjan í niðursveiflii FJÓLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Fyrir skömmu var frá því greint í fréttum að starfsfólki Bylgjunn- ar hefði verið sagt upp störfum. Flestir voru að vísu endurráðnir en þó var um nokkurn niður- skurð að ræða, einkum á frétt- astofunni. Þessi tíðindi þurftu ekki að koma fólki á óvart. íslenska út- varpsfélagið sem rekur Bylgjuna hefur átt í nokkrum erfiðleikum eins og sást þegar Ljósvakinn var lagður niður í vor. Um svipað leyti var hrókerað á toppi Bylgj- unnar og skömmu síðar lét fyrr- verandi útvarpsstjóri, Einar Sig- urðsson, af störfum hjá fyrirtæk- inu. Ástæðuna fyrir þessum erfið- leikum hefur mátt lesa af línurit- um sem öðru hvoru birtast í fjöl- miðlum og ganga undir heitinu hlustendakannanir. Þar hefur kúrvan stefnt nokkuð ákveðið niður á við hjá Bylgjunni á sama tíma og helsti keppinauturinn, Stjaman, hefur blómstrað. Þess- ar kannanir eru skoðaðar grannt á auglýsingastofunum og í fyrir- tækjunum og auglýsingastreym- inu stjórnað út frá þeim. Þetta er víst það sem kallast eðlileg og heilbrigð samkeppni á frjálsum markaði og hvarflar ekki að mér að vefengja það. Þegar niðurskurðurinn á Bylgjunni hafði verið kunn- gerður var Hallgrímur Thor- steinsson fréttastjóri spurður að því með hvaða hætti hann myndi bitna á fréttaflutningi stöðvarinn- ar. Hallgrímur bar sig mannalega eins og honum bar skylda til og taldi að fækkun oní 3 fréttamenn myndi ekki draga umtalsvert úr gæðum fréttanna, þær myndu bara breytast. Of snemmt er að dæma um það hversu sannspár Hallgrímur reynist. Hins vegar tók ég eftir því að í staðinn fyrir fréttamagas- ínið sem Bylgjan bauð upp á milli kl. 18 og 19 á daginn var á mánu- daginn kominn þáttur sem heitir „Hvað finnst þér?“ eða eitthvað svoleiðis. í staðinn fyrir unnar fréttir hefur síminn verið opnað- ur og hlustendur (þeir sem eftir eru) geta tjáð sig og jafnvel deilt um það sem þá lystir í beinni út- sendingu. Þetta er í sjálfu sér ágæt hugmynd. í augum frétta- stofu Bylgjunnar er þó stærsti kostur hennar vafalaust sá að hún er afar ódýr í framkvæmd, miklu ódýrari en unnar fréttir. Og því sem er ódýrt hættir til að endast stutt. Hallgrímur neitaði því í áður- nefndu viðtali að ætlunin væri að fara inn á sömu braut og Stjarnan í fréttaflutningi, og er það vel. En hann bætti því við að í raun hefði Stjarnan farið inn á braut Bylgj- unnar (og reyndar allra almenni- legra fréttastofa í heiminum), þe. að reyna að spanna allt frétta- sviðið, jafnt innan lands sem utan, í stað þess að einskorða sig við slúðrið. Ég hef satt að segja ekki hlustað nógu mikið á Bæði Bylgjan og Stjarnan fylgja í raun sömu formúlunni, enda lúta þær stjórn manna, sem hafa farið nokkurn veginn samstíga í gegnum sitt faglega líf. Stjörnufréttir til að sannreyna þessa fullyrðingu sem vonandi er rétt. Ég heyri þó nógu mikið til þess að vita að Stjarnan telur það enn fréttnæmt að bæjarstjórar fari til sólarlanda, þekktir leikar- ar í megrun og fjölmiðlungar taki bflpróf (af hverju segja þeir ekki frekar frá frægu fólki sem missir það?). En þessi ummæli Hallgríms finnst mér benda til þess hversu þröngur stakkur þessum tveimur flaggskipum ljósvakafrelsisins er skorinn. Bæði Bylgjan og Stjarn- an fylgja í raun sömu formúlunni, enda lúta þær stjórn manna sem hafa farið nokkurn veginn sam- stíga í gegnum sitt faglega líf. Munurinn hefur fyrst og fremst verið fólginn í fréttunum. Að öðru leyti er enginn munur á stöðvunum tveimur. Og það verður eitthvað róttækt að gerast til þess að von sé einhverra breytinga á formúlunni. Þegar einokun Ríkisútvarpsins var afnumin fyrir hálfu þriðja ári renndu menn blint í sjóinn með það hversu margar útvarpsstöðv- ar væri raunhæft að reka í Reykjavík. Enn er svarið við þeirri spurningu ekki fengið. Hins vegar virðist ekki ýkja langt þangað til niðurstaða fæst um það hversu margar útvarpsstöðvar af tegund Stjörnunnar og Bylgjunn- ar er pláss fyrir í loftinu yfir höf- uðborginni. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.