Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 18
Ef eitthvað er ástríða þá þarf ekki hugrekki Jakobína Sigurðardóttir rithöfundur horfir yfir farinn veg og spyr áleitinna spurninga um stöðu okkar í dag. Er framtíðarsýn hennar úr Snörunni að rætast? „Sonur minn var í barnaskóla þegar Snaran kom út. Skömmu eftir að bókin kom út sagði hann mér að strákarnir í skólanum hefðu sagt sér að það væri komin út ný skáidsaga eftir mig og að á fyrstu tíu síðunum væri hægt að læra helling af nýjum blótsyrð- um. Ég lánaði stráknum bókina og hann las fyrstu síðurnar, henti henni svo frá sér og sagði: Iss, þetta er ekkert.“ Nú eru tuttugu ár síðan Snaran kom út og Kári, en svo hcitir pilt- urinn, sem varð ekkert yfir sig hrifinn af orðkynnginni í Snö- runni, hefur tekið við búinu í Garði. Hann vísaði mér upp á efri hæð, þar sem Jakobína Sigurðar- dóttir rithöfundur tók á móti mér í vinnuherberginu sínu. Hún situr í ruggustól sem börnin hennar gáfu henni í sjötugsafmælisgjöf fyrr í sumar. Við hlið hennar er skrifpúltið og allar hillur þess yf- irfullar af handskrifuðum handri- tum. Á veggjum fjölskyldumynd- ir, málverk, eftirprentun af maddonumynd og upphleyptur veggskjöldur með próffl annarrar skáldkonu, sem bjó í Garði fyrr á öldinni: Þuru í Garði. „Þura var ákaflega skemmtileg og vel gefin kona. Ég hafði kynnst henni áður en ég fluttist hingað að Garði. Hún bjó þá á Akureyri. Eftir að ég flutti hing- að átti ég svo eftir að hitta hana reglulega á hverju sumri, því hún kom árlega í heimsókn að Garði.“ Þráin eftir menntun Jakobína fæddist 8. júlí 1918 í Hælavík á Hornströndum, í Sléttuhreppi, „en þar er nú allt í eyði“. Faðir hennar var leiguliði og hún var elst þrettán systkina. „Okkur var velt út úr hreiðrinu eins fljótt og hægt var. Ég fór að vinna utan heimilisins strax eftir fermingu. Mér var boðin sumar- vinna á næsta bæ og ég átti að fá 50 krónur fyrir. Ég nauðaði í mömmu þar til hún lét undan. En svo veiktist hún og það var farið með hana á sjúkrahús á ísafirði. Þar hitti hún vinkonu sína, sem hafði stúlku í vist hálfan daginn en stúlkan sótti einnig kvöld- skóla. Þarna sá ég möguleika á að komast í skóla. Ég suðaði í mömmu, mér fannst það væn- legra tii árangurs en að reyna að tala um fyrir pabba, hann var ekki eins klár á veröldina og hún. Mömmu tókst að ráða mig í kaupavinnu norður í Blöndudal og fólkið þar sat uppi með mig allt sumarið. Þegar ég kom norður var búið að ráða þangað aðra stúlku þannig að mér var eiginlega ofaukið. Það varð þó úr að ég fengi að vera þarna um sumarið, því ég átti ekki fyrir far- inu aftur heim, en mamma hafði slegið lán til þess að koma mér í vinnuna. Um haustið fór ég til ísafjarð- ar, en vinkona mömmu hafði lofað að útvega mér vist hálfan daginn, svo ég gæti komist í kvöldskóla. Hún stóð ekki við það. Sjálf var ég úrræðalítil og sneri því aftur heim í Hælavík." Jakobína hafði aðeins sex mán- aða barnaskólanám að baki en hugurinn stefndi til náms. „Þá var ég enn svo bjartsýn að ég ætlaði að reyna að komast í Kennaraskólann. Ég ætlaði ekki að verða kennari, heldur hef ég alla tíð þráð að skrifa sögur. Ég var hinsvegar viss um að það námsefni sem var kennt í Kenn- araskólanum myndi henta mér þegar ég færi að fást af alvöru við skriftir. Þegar ég komst að því að konur voru kennarar þá ákvað ég að reyna þessa leið. Ég held að kennarastéttin hafi verið fyrsta stéttin hér á landi þar sem konur og karlar fengu sömu laun. Ég hugsaði um skáldskap alveg frá barnsaldri. Það var mikið les- ið heima. í sveitinni hafði verið stofnað lestrarfélag og var því skipt í deildir, vegna þess hversu erfitt var að komast á milli bæja. Árlega átti að skipta um bækur í deildunum, en ég er ekki viss um að það hafi verið gert, því ég minnist þess að sömu bækurnar hafi verið heima í mörg ár. Þetta voru næstum eingöngu góðar bækur. Ég var að vísu alæta á bækur. Ég man að það var mikið af ljóðabókum heima. Um þetta leyti var Davíð Stefánsson ákaf- lega vinsæll. Ég man líka eftir ljóðabókum Stefáns frá Hvíta- dal, Stefáns Ólafssonar, Jónasar Hallgrímssonar, Matthíasar Jochumssonar og Hallgríms Péturssonar. Eitthvað var líka af skáldsögum. Fornbók- menntirnar gengu á milli bæja og sömu sögu var að segja um bækur Jóns Trausta. Þær voru bókstaf- lega lesnar upp til agna. Af guðs- orðabókunum eru mér minnis- stæðar Vídalínspostilla, Hall- grímur og Biblían. Veturinn sem ég hafði átt að vera í vist á ísafirði kynntist ég stúlku sem kenndi á Horni. Hún var gagnfræðingur að mennt. Hún hjálpaði mér og fleiri stúlk- um að læra dönsku og íslensku, en ég hafði mikinn áhuga á að læra eitt erlent tungumál. Hún sendi mér dönsk vikublöð og með hjálp orðabókar tókst mér að lesa þessi blöð og verða sæmilega læs á einfalda dönsku. Sódóman Reykjavík Haustið 1935 fluttist ég svo til Reykjavíkur og fór í vist hálfan daginn. Ég hafði heyrt mikið tal- að um þessa Sódómu og hafði einnig lesið margt um Reykjavík. Það einkennilega var að ég varð fyrir vonbrigðum með Reykja- vík. Ég hafði komið áður til ísa- fjarðar og að Blönduósi, en mér fannst Reykjavík ekkert mikið merkilegri en þessir tveir staðir. Hún var svo lítil. Ég hafði búist við einhverju á borð við París. Það var ekki um margt að ræða annað en vistir fyrir ungar stúlkur á þessum árum. Þá voru ekki komin þessi heimilistæki, sem seinna leystu vinnukonurnar af hólmi. Ég lenti ekki í vist hjá ríku fólki. Þetta var fátæk fjölskylda en húsmóðirin var sjúk og fékk opinberan styrk til þess að hafa stúlku til að aðstoða sig við heimilisstörfin. Ég kom til Reykjavíkur í miðri kreppunni og fjöldi ungra manna gekk atvinnulaus. Vinnukonurn- ar höfðu ekkert stéttarfélag og launin voru mjög lág. Fram að hernámi höfðu þær um 35-40 krónur á mánuði yfir veturinn en örlítið hærri laun yfir sumarmán- uðina, því þá gátu stúlkurnar komist í kaupavinnu í sveit og haft 20-25 krónur á viku. Fæði og húsnæði fylgdi í báðum tilvikum. Vinnutíminn til sveita var reglu- bundnari en í vist, frá átta á mor- gnana til níu á kvöldin, og kaupakonur þurftu ekki að vinna á helgidögum nema þær vildu. í vistinni áttum við frí eftir hádegi einn dag í viku. Stelpur einsog ég skömmuðust sín fyrir að taka frí á miðviku- dögum. Á miðvikudögum var vinnukonufrídagur og þá fóru strákarnir að veiða stelpur. Ég tók því frí einhvern annan dag. Auk þess áttum við frí eftir há- degi annan hvern sunnudag. Það má segja að vinnukonu- stéttin hafi dáið út með hernám- inu, en það hefur verið furðu hljótt um hana. Yfirleitt stopp- uðu stúlkur stutt við sem vinnuk- onur. Á þessum tímum áttu stúlkur að giftast og komast á framfæri karla sem höfðu helm- ingi hærra kaup en þær. Einu stúlkurnar sem héldu áfram sem vinnukonur voru þær sem tókst ekki að krækja sér í mann. Fyrsta veturinn minn í Reyka- vík var ég í vist hálfan daginn og var svo í Ingimarsskóla á kvöldin. Til þess að fá inngöngu í fyrsta bekk Kennaraskólans þurftum við að hafa lesið ensku, dönsku og íslenska málfræði. Blessaðar konurnar í minni heimabyggð gátu ekki skilið að þetta ætti eftir að koma mér að neinu gagni, þar sem ég ætti eftir að giftast og sjá um heimili. Þær sögðu mér að láta Guð stjórna. Og Guð stjórnaði. Það voru ágætir kennarar í Ingimarsskóla og námið talsvert erfitt. Um vor- ið geisaði mannskæð inflúensa, þannig að það varð að Ioka skól- anum og prófin féllu niður. Ég gafst eiginlega upp eftir þetta og réð mig í kaupavinnu austur í Holt í Rangárvallasýslu. Kjallara- hræöslan Ég flæktist svo til og frá fram að hernámi. Var í vist og kaupa- vinnu og alltaf hélt ég áfram til- raunum mínum við skriftirnar. Ég reyndi að skrifa sögur og reyndi að yrkja kvæði. Éghef les- ið ljóð eftir ungt fólk frá þessum tímum. Það orti um ástina, lífið og dauðann. Ég var engin undan- tekning þar á. Ég orti mjög mikið um dauðann þótt ekki væri búið að kasta sprengjunni. En ég hafði alltaf mestan áhuga á að skrifa sögu. , Þú spyrð hvort það hafi ekki þurft hugrekki fyrir fátæka, ó- menntaða alþýðustúlku að ætla inn á þessa braut. Ef eitthvað er ástríða hjá fólki þá þarf það ekki hugrekki. Það fólk sem ég umgekkst á þessum árum þurfti að berjast fyrir því að eiga nóg að borða og húsaskjól. Ólafur Jóhann Sig- urðsson rithöfundur lýsir þessu fólki vel í skáldsögunni Gang- virki. Þar fjallar hann m.a. um óttann við kjallaraholur. Það versta sem gat hent fólk var að búa í kjallara. Fátækasta fólkið tróð sér frekar saman í lítilli risí- búð heldur en að búa í kjallara. Þessi kjallarahræðsla sat mjög fast í fólki af minni kynslóð. Þeg- ar systir mín fluttist til Reykjavík- ur bauðst henni kjallaraíbúð sem henni leist mjög vel á. Ég bjó þá hjá föðursystrum mínum og þær afréðu henni að taka íbúðina á leigu. Það að lenda í kjallara var einsog að fara í gröfina. Þetta við- horf hefur nú horfið enda held ég að það komi ekki til að búið sé í slíkum kjallaraíbúðum einsog þá tíðkuðust. Svo kom hernámið yfir okkur og þessi mikla bylting sem varð á öllum möguleikum til atvinnu. Þótt sumir haldi að kvenfólk hafi ekki fengið aðra atvinnu en að stunda herinn, þá er það mikill misskilningur. Það spratt upp atvinna um allt land.“ Átökin viö Alþingishúsiö Jakobína talar hægt. Hugsar hverja setningu til enda áður en varirnar móta hana í orð. Rær fram í gráðið í ruggustólnum. Reykir sígarettur, sýpur á kaffi. Fylgist grannt með því sem gerist í kringum hana. Að utan heyrist barnsgrátur og hún gengur að glugganum og gægist út. „Eg fluttist hingað að Garði vorið 1949 eftir þessa frægu inngöngu í NATO. Ég var fyrir framan Alþingishúsið þegar við fórum fram á að fá þjóðarat- kvæðagreiðslu um það hvort við ættum að ganga í NATO. Þeir sem voru sama sinnis og ég gleyma þeim degi aldrei. Sjálf varð ég ekki fyrir neinu hnjaski. Ég held að við sem óskuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta og héldum fundi og reyndum að koma í veg fyrir aðildina höfum ekki trúað því að Rússarnir, sem voru óspart notaðir sem grýla, væru það sterkir að þeir gætu hernumið ísland, þar sem við vorum umkringd þessum vina- þjóðum. Það að sjá hlutina úr hæfilegri fjarlægð gerir þá skýrari. Ég hlusta stundum á þætti sem sagnfræðinemar eru með í útvarpinu, Úr söguskjóð- 18 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.