Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 15
Þórunn Siguróardóttir skrifar frá Spáni íslendinga almennt dálítið seinvakin, er sannarlega annað uppá teningnum þegar nautaat er annars vegar. Niðurlæging þeirra örsnauðu milljóna sem búa í Marokkó og áttu eitt merkasta menningarsamfélag heims, þar til kristnir menn eyddu því, vekur ekki líkt því sömu viðbrögð og samúð og nautið fær þegar því er sleppt inn í hringinn. Þá vaknar réttlætiskenndin heldur betur. Og flestir vilja alls ekki horfa á nautaat. Og það breytir litlu þótt maður reyni að útskýra, að naut- ið hlýtur betra atlæti og umönnun en flest dýr önnur, allt frá þeirri stundu er það sem kálfur er valið úr fjölda dýra til að vera nauta- atsdýr. Og það er ekki tilgangur nautaatsins að kvelja dýrið. Banderillurnar (spjótin) eru auðvitað til óþæginda fyrir dýrið, þegar þeim er skotið í það, en sársaukinn á ekki að vera meiri en eins og þegar við fáum sprautu í handlegginn. Nautin eru gífur- lega blóðríkar skepnur, en nauta- bani, sem lætur skepnunni blæða mikið eða kvelur hana er fyrir- litinn bæði af sjálfum sér og áhor- fendum. Hins vegar skal ég fúslega viðurkenna að nautaat er eitt sérkennilegasta fyrirbæri, sem mannskepnan hefur fundið upp, - þróað í gegnum söguna og við- haldið, sjálfri sér til dægrarstytt- ingar. Hvort það er í raun rétt- lætanlegt að drepa skepnu svona meðvitað fyrir framan þúsundir manna, etja fullfrískum karl- manni út í þá lífshættu sem nauta- atið vissulega er - það er siðfræði- leg og heimspekileg spurning sem verður ekki svarað hér á þessum síðum. Fyrir mér er nautaatið ekki bara fegurð, fullkomin tækni og ótrúleg spenna, heldur sérkennileg krufning á leyndum þáttum í mannlegu eðli, ein- kennilegum og frumstæðum sið- venjum, sem hafa þróast með trúarbrögðum í þennan dauða- leik, sem á sér ekki sinn líka. Kvalafýsn mannsins og úrkynjun sést hins vegar miklu ljósar í þró- uðum, markaðssetum skemmtanaiðnaði Vesturlanda, en í þessari frumstæðu alþýðu- skemmtun. Og einmitt þetta eiga íslendingar oft erfitt með að skilja. Manni dettur í hug það sem Laxness lætur Örn Ulfar segja um hinn kærleiksríka mann í Heimsljósi. Auðvitað breyta menn oftast um skoðun á nauta- ati ef þeir kynnast því af raun og þess vegna setur maður sig ekki úr færi að kynna íslendingum gott nautaat þegar það gefst. Og það gafst heldur betur núna í júlí. Þrír bestu banar Spánar í hringn- um í Malaga, þar sem þeir Odón- ez og Dominguín háðu einvígi sitt árið 1959 og Hemmingway'lýsir svo frábærlega í einni bestu bók um nautaat sem skrifuð hefur verið. „The Dangerous Summer“. Hið fullkomna lokaaugnablik Fjórtán þúsund manns mættu til að horfa á þá Nino De La Cap- ea, Ojeda og Espartaco, sem er þeirra frægastur. Því miður verður þó að segja HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 að þetta nautaat olli dálitlum vonbrigðum, ekki vegna þess að nautabanarnir væru ekki glæsi- legir og hugrakkir, heldur vegna þess að í aðeins eitt skipti af sex tókst lokaauknablikið fullkom- lega. Því hversu vel sem nauta- baninn temur nautið og hversu fullkomið samræmi sem er í sam- spili dýrs og manns, þá er loka- augnablikið þó þýðingarmest. Það sýnir hinn raunverulega styrkleika og tækni nautabanans. Og ekki bara það. Það sýnir líka hinn raunverulega kærleika hans. Því aðeins að nautabaninn þoli að láta skepnunar þjást, mun hann hafa þá hugrökku ró og ein- beitingu sem þarf til að hitta ná- kvæmlega hinn peningsstóra blett milli herðablaðanna og drepa nautið í einni stungu. Óg það var ekki töffarinn Esp- artaco sem átti þennan dag, þótt hann fleygði sér á hnén frammi fyrir nautinu, til að sníkja vin- sældir hjá áhorfendum. Það var heldur ekki hinn klassíski, yfir- vegaði Ojeda, sem yfirleitt hefur verið bestur í lokin. Nei, það var sá minnsti þeirra og nettasti, Capea, sem tókst snilldarlega við annað nautið sitt og hlaut að launum tvö eyru. Hann var ör- uggur, laus við alla stæla og yfir- borðsmennsku, hafði fullkomið vald á tempóinu í öllum hinum mismunandi hreyfingum sem nautabaninn þarf að framkvæma og lauk leiknum með hárná- kvæmri stungu... Honum var fagnað ákaft í lokin, en Espart- aco gekk inn grautfúll gott ef hann var ekki komin með hönd- ina í fatla, eftir að hafa fengið skeinu í viðureigninni við fyrra nautið, sem setti hann alveg út af laginu. Nautaat er einhver dá- samlegasti skortur á málamiðlun sem til er, fullkomin og algjör einbeiting, fegurð og hugrekki. Þess vegna mun ég fara á öll góð nautaöt svo lengi sem ég er á Spáni. Til að kynnast betur þess- ari þjóð, mannkyninu - og sjálfri mér. Nú er Cohen þagnaður í út- varpinu og myrkrið skollið á þessa iðandi, litríku kös, sem heitir Torremolinos. Það er eins og hlemmur hafi lagst yfir borg- ina, uppí fjöllunum hér í kring eru karlarnir að reka geiturnar sínar heim fullkomlega ósnortnir af þessum túrisma. Og fiski- mennirnir gera klárt til að fara út eldsnemma í fyrramálið, löngur áður en ég verð vöknuð, Og næsta sunnudag verður ekkert nautaat sem vit er í. Þá ætla ég að leita mér að einskismanns strönd og leggjast þar með Völsunga- sögu og Rachmaninov. Hvar sú strönd er segi ég auðvitað engum En segi í staðinn: Hasta la vista. AH CYLINDA ASEA BROWN BOVERI STORLÆKKAÐ VERÐ ABB CYLINDA er hluti stórfyrirtækisins ABB (Asea Brown Boveri), sem er heimsþekkt fyrir tækniiðn- að í hæsta qæðaflokki. ABB CYLINDA sérhæfir sig í framleiðslu þvottavéla, tauþurrkara og upp- þvottavéla. Takmark ABB CYLINDA er einfalt: „Aðeins það besta er nógu gott." Árangurinn er vélar, sem hafa hlotið frábæra dóma í neytenda- prófunum á kröfuhörðustu mörkuðum Evrópu. Við bjóðum vélar við hvers manns hæfi - og nú á STÓRLÆKKUÐU VERÐI. Vegna hagstæðra magn- innkaupa lækkum við nú verðið um 10%. Við bjóðum líka góð greiðslukjör: 5% aukaafsláttur gegn staðgreiðslu, afborgunarkjör, VISA-rað- greiðslur, EURO-kredit (engin útborgun). ABB CYLINDA 1400 uppþvottavél 14-manna, 3-falt lekaöryggi, barnaöryggislæsing, lyktar/ hljóð- og gufugildra. Þær gerast ekki hljoðlátari (44 dB). Verð nú: 56.040 (53.238) ABB CYLINDA 11000 Þvottavél, framhlaðin frjálst kerfisval, frjálst hitaval, kerfi f/ull og viðkvæmt, E-hag kvæmnisrofí, sparnaðarrofi, áfangavinding, mesti vindu- hraði 1200 sn/mín. Einnig: 1300: 49.930 (47.434) 1500: 62.170 (59.062) ABB CYLINDA 16000 Þvottavél, topphlaðin margir velja topphlaðna þvottavél frekar en fram- nlaðna. Hafa alla sömu eig- inleika og þær framhlöðnu, en spara gólfpláss, og þú þarft ekki að bogra við þvottinn. Verð nú: 56.530 (53.704) Verð nú: 57.300 (54.435) Einnig: 9500: 54.495 (51.770) 12000: 62.415 (59.294) ABB CYLINDA 7000 tauþurrkari 114 Itr. tautunna úr ryðfríu stáli, tvö hitastig, rakaskynj- ari (sjálfvirk þurrkkerfi), kalt loft eingöngu (til að viðra fatnað), má standa ofan á þvottavél. Verð nú: 44.290 (42.076) FRESCO FS-403 tauþurrkari Bjóðum einnig margar gerð- ir FRESCO þurrkara, t.d. FS- 403 með 92 Itr. tautunnu. 25 ára frábær reynsla hér- lendis. Getur staðið ofaná þvottavél, borði eða hangið á vegg. Verð nú: 23.980 (22.781) Sjón er sögu ríkari. Komdu því í heimsókn til okkar og skyggnstu undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir; trausta byggingu og tækni í hæsta gæðaflokki. Einnig: 13000: 49.930 (47.434) Einnig: Fleiri gerðir fást, t.d. FS-501C, sem ekki þarf út- blástursbarka. Hin mm. VfSA mmamm ASB Traust þjónusta ^onix ASEA BROWN BOVERI ■ S Hátúni 6A Sími (91) 24420 EBNÝRDAGUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.