Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 9
FOSIl JDAOSFRETTTR Intifada Uppreisnin ber ávöxt Leiðtogar Palestínumanna fagna ákvörðun Jórdaníukóngs. Shamir vill ekki innlima vesturbakkann Ungir uppreisnarmenn gegn drottnun ísraelsmanna á svæöinu vestan Jórdanar. Hin heimulega forystusveit uppreisnarmanna á herteknu svæðunum við ísrael fagnar þeirri ákvörðun Husseins Jór- daníukóngs að segja skiiið við svæðið vestan árinnar Jórdan. Er ákvörðun kóngs talin verulegur sigur fyrir Palestínumenn og fyrsti áþreifanlegi ávinningur uppreisnarinnar sem staðið hefur óslitið í 8 mánuði og kostað hálft þriðja hundrað heimamanna líflð. í yfirlýsingu frá leynifélagi leiðtoganna á herteknu svæðun- um, sem gefin var út í gær, eru Palestínumenn á Gaza og vestur- bakka Jórdanar ennfremur hvatt- ir til þess að mótmæla kröftug- lega slettirekuskap Bandaríkja- stjórnar. Aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Richard Murphy, er nú á ferð um Austur- lönd nær með enn einar „friðar- tillögur“ yfirboðara sinna. „Nýlegar ákvarðanir Jórdaní- ustjórnar um að hætta stjórnsýslu og skera á lögformleg tengsl við svæðið vestan Jórdanar eru stærsti ávinningur intifada (þ.e.a.s. uppreisnar Palestínu- manna) til þessa,“ stóð í yfirlýs- ingu forystumannanna. Einsog kunnugt er ákvað Hussein á sunnudaginn að hætta öllum afskiptum af svæðinu handan Jórdanar. Kvaðst hann með því slá tvær flugur í einu Ég hef gert mistök - en er ekki sek um samsæri, sagði Anna- Greta Leijon meðal annars um samskipti sín við bresku lcyni- þjónustuna í sex tíma yfirheyrslu þingnefndar um sérrannsókn hennar á Palme-morðinu þegar hún var dómsmálaráðherra. Leijon var neydd til að segja af sér í júní eftir að upp komst að hún hafði skipulagt sérstaka rannsókn framhjá lögreglunni, og er þetta nú orðið meiriháttar höggi, eyða óánægju heima- manna vegna afskipta Jórdana á svæðinu og greiða götu hug- mynda um að stofnsett verði sjálfstætt nki Palestínumanna á þessu landi. Ákvörðun kóngs kom forystu- mönnum Frelsissamtaka Palest- mál í slagnum fyrir kosningarnar í september. Næstur á eftir Leijon til að vitna fyrir þingnefndinni var forsætisráðherrann Ingvar Carlsson, og var nokkuð hvass við þingmennina, sagði að ekkert óeðlilegt hefði gerst, og það væri gjörsamlega fráleitt og móðgandi að gefa í skyn að hann hefði eitthvað að fela. Þá sakaði hann nefndina um að gera uppskátt um ríkisleyndarmál. Leijon sagði í yfirheyrslunum, ínumanna (PLO) í opna skjöldu og sögðu þeir miður að ráðamenn í Amman skyldu ekki hafa haft sig með í ráðum. Hyggjast þeir senda hóp manna til Jórdaníu til þess að fá nánari skýringar á breytni Husseins. Þessar fréttir af viðbrögðum leiðtoga PLO benda sem er útvarpað og sjónvarpað beint um Svíaveldi, að hún væri sökuð um að hafa gert of mikið í málinu, sem væri þó betra en að hafa gert of lítið, - hinsvegar hafa sænsku blöðin undanfarið dregið upp mjög undarlega mynd af einskonar ríki í ríkinu, sem kem- ur sér illa fyrir jafnaðarmenn í valdastólunum. Hún sagði í gær að hinn sérlegi rannsóknarmaður sinn, bókaút- gefandinn Ebbe Carlsson, hafi til þess að þeir séu ekki alveg samstíga og sammála upp- reisnarforingjunum í Palestínu. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels og leiðtogi Líkúd- bandalags hægri- og miðflokka, vísaði í gær á bug kröfu ákafa- manna úr eigin röðum um að her- verið kominn á mikilvægt spor, og bentu upplýsingar hans til að annað morð væri hugsanlegt. Bókaútgefandinn vann eftir þeirri tilgátu að samtök Kúrda væru sek um Palme-morðið. Samkvæmt síðustu skoðana- könnunum hafa jafnaðarmenn enn yfirhöndina fyrir kosningarn- ar 18. september, en mjög litlu má muna að bandalag borgara- flokkanna þriggja vinni kosning- arnar. tekna svæðið vestan Jórdanar yrði innlimað í ísraelsríki. „Heittrúaðir“ gyðingar hafa ætíð staðið á því fastar en fótunum að spilda þessi væri ísraelsk og ekk- ert annað; hluti af hinni fornu Samaríu. Reuter/-ks. íranlírak Sækir í sama farið íranir hefja árásir á olíu- flutningaskip að nýju Iranir hófu á ný árásir á olíufl- utningaskip í gær og írakar gerðu harðar loftárásir á olíuvinnslu- stöðvar fjenda sinna. Hvorki gengur né rekur í friðarátt þótt æðstu menn Sameinuðu þjóð- anna sýni góða viðleitni. Fréttir frá Persaflóasvæðinu hermdu að íranskur hraðbátur hefði lagt til atlögu við norskt olí- uflutningaskip í gær og látið vél- byssuskothríð dynja á því. Hrós- uðu menn happi að enginn skip- verja skyldi láta ltfið í árásinni. Þetta er í fyrsta skipti að íranir láta ófriðlega á flóanum frá því þeir gerðu ársgamla ályktun Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna um frið að sinni. Stríðsherrar í Bagdað tjáðu þjóðum heims í gær að þotur þeirra hefðu gert loftárásir á olí- umannvirki Irana um 100 kfló- metrum austan landamæra fjand- ríkjanna. Þær hefðu gert mikinn usla. Þetta var í annað sinn á tveim dögum að íraskar sprengjuþotur voru gerðar út á olíuvinnslu- stöðvar írana. Stjómvöld í Te- heran staðfestu í gærkveldi að ír- ösku þoturnar hefðu gert þessar loftárásir og sögðu fjölmarga verkamenn hafa slasast í þeim. Reuter/-ks. Bandaríkin Hrikalegur ungbamadauði 40 þúsund ungbörn deyja á ári hverju í ríkasta landi heims Mikill ungbarnadauði er þjóðarsmán. Ungbarnadauði er mikill 1 Bandaríkjunum. Þau eru aðeins númer 19 í röð ríkja sem bestum árangri ná í baráttunni gegn þess- ari ömurlegu fátæktarfylgju. Brýna nauðsyn ber til þess að bæta mjög læknisþjónustu til handa barnshafandi konum og ungbarnaeftirlit. Ofantaldar upplýsingar og nið- urstöður eru úr skýrslu stjórn- skipaðrar nefndar sem falið var að gera úttekt á ungbarnadauða vestra. Plaggið var kynnt frétta- mönnum í gær. Þar stendur: „Barn sem fæðist í Japan, Finnlandi. Hong Kong, írska lýð- veldinu, Ástralíu, Kanada, Sing- apore eða í einhverju öðru af þeim 12 iðnríkjum sem ekki hafa verið talin upp, þetta bam á mun betri möguleika en hið banda- ríska á því að halda lífi í ár eða lengur.“ „Hlutskipti þeldökkra koma- barna er enn sorglegra en hvítra í ' Bandaríkjunum því lífslíkur þeirra eru helmingi minni.“ í skýrslunni kemur fram að um 40 þúsund ungbörn deyja árlega í Bandaríkjunum. „Við komumst að því að...fjölmargar mæður fá hvorki leiðsögn né læknisskoðun á meðgöngutímanum,“ sagði for- maður nefndarinnar, öldunga- deildarþingmaðurinn Lawton Chiles, er hann fylgdi skýrslunni úr hlaði. Skýrsluhöfundar klykkja út með því að benda á að verði ekki gripið í taumana og eftirlit lækna eflt með þunguðum konum og nýbumm þá munu 520 þúsund ungbörn deyja á þeim rúmu el- lefu ámm sem óliðin em af þess- ari öld. Það eru fleiri Bandaríkja- menn en féllu samtals í fjómm stórstríðum: heimsstyrjöldunum fyrri og síðari, Kóreustríðinu og feigðarflani Bandaríkjahers í Víetnam. Reuter/-ks. Svíþjóð Carlsson hækkar róminn - NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.