Þjóðviljinn - 16.08.1988, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.08.1988, Síða 2
_____________FRÉTTIR___ Flugmál „NATO-varaflugvöllur ónauðsynlegur“ Pétur Einarsson, flugmálastjóri: íslenskir flugvellir fullnœgja þörfinni r Iumræðu þeirri sem verið hefur um væntanlega „varaflugvöll“ hefur Pétur Einarsson, flugmála- stjóri bent á að þeir varaflugvellir sem nauðsynlegir eru fyrir allt al- mennt flug innanlands og milli- landa, miðað við núverandi þarf- ir og fyrirhuguð flugvélakaup ís- lenskra flugfélaga séu þegar fyrir hendi eða verði það nú á næst- unni. Talið er nauðsynlegt að varafl- ugvellirnir séu a.m.k. 2000 metra langir og fullnægja Akureyrarflu- gvöllur og Sauðárkróksvöllur þeim skilyrðum þegar í dag, unn- ið er að lengingu Egilstaðaflu- gvallar í 2000 metra og Húsavík- urflugvöllur er í 1500 metra. „Það er ýmist búið að fullnægja eða er verið að fullnægja þörfinni fyrir íslenska varaflugvelli. Reyndar er Flugmálastjórn íslenskum at- vinnuflugmönnum sammála um kosti þess að Egilsstaðavöllur yrði hafður 2400 metra langur. Hvað byggingu 3000 metra flu- gvallar varðar, sem NATÓ tæki þátt í, þá er það alfarið pólitísk ákvörðun á vegum stjórnvalda. í þeirri skýrslu sem hópur sérfræð- inga vann á vegum Flugmálast- jórnar og skilaði til samgöngu- ráðherra er engin afstaða tekin til hugsanlegs NATÓ-vallar, heldur er þetta eingöngu hlutlaus staðr- eyndaupptalning," sagði Pétur Einarsson. -PHH Loðna Vertíðin hafin Hólmaborgin S U landar 1200 tonnum í heimahöfn í dag Fyrsta loðnufarminum á þess- ari loðnuvertíð verður Iandað í dag á Eskiflrði þegar Hólmaborg- in SU kemur inn til heimahafnar með 1200 tonn af stórri og feitri loðnu sem skipið fékk á loðnum- iðunum út við miðlínu á milli Grænlands og íslands. Að sögn Aðalsteins Jónssonar útgerðarmanns á Eskifirði ber Hólmaborgin um 1400 tonn af loðnu en varð frá að hverfa vegna bilunar áður en skipið gat fyllt sig. Aðalsteinn sagði að loðnan þarna úti væri dreifð og stæði frekar djúpt. Um miðja vikuna fer Jón Kjartansson SU á miðin og um næstu helgi er búist við að Börkur NK verði tilbúinn í slaginn. -grh Flugumferð Ferðamennska háð hemum Islensk flugmálayflrvöld hafa löngum notfært sér ratsjár- stöðvar í eigu NATÓ til að stjórna flugumferð um og yfir landið. Eftir því sem ratsjárstöðvum sem teknar verða í notkun fjölgar, er það ætlun íslenskra stjórnvalda og flugmálayfirvalda að efla eftir- lit og stjórnun í íslenskri lofthelgi og á flugumsjónarsvæði því sem íslenskum flugmáiayfirvöldum er úthlutað með aðstoð þessara nýju stöðva. Pétur Einarson flugmála- stjóri sagði í viðtali við Þjóðvilj- ann að miðað við þá auknu flugumferð sem hér hefur orðið, í sumar fóru um 400 flugvélar yfir á dag, gætu íslensk flugmálayfir- völd ekki annað umferðinni án r atsj árstöð vanna. Það væri að vísu hægt að stýra flugumferð án ratsjárstöðvar, en það væri ekki nútímatækni. „Þetta er hliðstætt því að jafnvel þó menn hefðu ekki bfla, að þá komast þeir leiðar sinnar á reiðhjólum. „Ratsjárstöðvarnar þýddu aukið öryggi og að hægt væri að anna fleiri vélum á sama tíma. Það eru geysimiklir fjár- munir fólgnir í þessum ratsjár- stöðvum, það er alla vega það dýrt að við höfum ekki hugsað út i í það að byggja svona stöðvar sjálfir,“ sagði Pétur. Þessi orð flugmálastjóra þýða einfaldlega að öll framtíðar- aukning í farþegaflugi sem og öðru flugi hingað til lands, er háð áframhaldandi veru bandaríska hersins hér á landi. Án ratsjár- stöðva bandaríska hersins er t.d. sú mikla aukning í ferðamanna- iðnaði sem ýmsa hefur dreymt um, ómöguleg. Nema að ferða- menn yrðu fluttir hingað sjó- leiðina. Meðan að íslensk stjórnvöld og flugmálayfirvöld hafa ekki gert aðrar ráðstafanir til að tryggja þennan þátt flugsamgangna við landið, verður að álykta með hliðsjón af yfirlýsingum um nauðsyn uppbyggingar ferðam- annaiðanaðar og flugsamgangna almennt til og frá landinu, að sömu yfirvöld gangi út frá því sem vísu að bandarískur her verði hér til staðar um ókomna framtíð til að veita þessa þjónustu. phh < Q sterkir skákmenn teflanúumheiðurstitilinn„Skákmeistariíslands“,þar£ __________ ______ I £ meistarar. Keppnin fer fram í Hafnarborg í Hafnarfirði og hófst í tyrradag. Til mikils er að vinna pví auk nafnbótarinnar góðu hreppir sigurvegarinn 130.000 krónur. Sá sem lendir í öðru sæti fær 90.000 krónur í sárabætur. Jafnvel þriðja sætið er feitur biti eða ígildi 50.000 króna. Tveim umferðum er lokið. Úrslit fyrstu umferðar, sem tefld var á sunnudaginn, urðu þau að Hannes Hlífar Stefánsson lagði Ágúst Karlsson að velli, Jón L. Árnason bar hærra hlut úr viðureign þeirra Róberts Harðarsonar, Þröstur Þórhallsson sigraði Þráin Vigfússon, Karl Þorsteins kom Ásgeiri Þór Árnasyni á kné og Margeir Pétursson bar Benedikt Jónasson ofurliði. Vinningi deildu með sér Jóhannes Ágústsson og Davíð Ólafsson. önnur umferð var tefld í gærkveldi. Þá rúllaði Hannes Þráni upp, Róbert bar sigurorð af Ásgeiri og Jón L. gaf Jóhannesi engin grið. Um jafntefli sömdu Davíð og Þröstur, Benedikt og Karl Þorsteins. Skák Margeirs og Ágústar var ólokið þegar blaðið fór í prentun í nótt en að sögn sjónarvotta var staðan jafnteflisleg þótt stórmeistarinn hefði peði meira í endatafli. Eftir tvær umferðir er staðan þessi: q .7 Qavf5 og Róbert 1 v. 1.-2. Jón L. og Hannes: 2 v. s!-9! Jóhannes og Benedikt 0,5 v. 3.-4. Þröstur og Karl: 1,5 v. 10. Ágúst 0 v. (a.m.k.l) 5. Margeir 1 v. (a.m.k.) 11.-12. Ásgeir og Þráinn 0 v. Fjalakattarlóðin Atvinnuleysi Minna - samtmeira Skráðir atvinnuleysisdagar voru nokkru færri í síðasta mán- uði en í næstliðnum mánuði og hafa þeir reyndar ekki verið skráðir færri það sem liðið er af árinu. Hinsvegar voru atvinnu- leysisdagarnir f júli ríflega 2000 fleiri en á sama tíma í fyrra og hefur hlutfallslegt atvinnuleysi því aukist um 0,1% Alls voru skráðir atvinnu- leysisdagar í júli sl. 11.275, sem svarar til þess að 520 manns hafi að meðaltali mælt göturnar í mánuðinum, eða um 0,4% af áætluðum mannfjölda á vinnu- markaði. Sú huggun er þó harmi gegn að atvinnuleysisdagarnir voru ríflega 1000 færri í júli en í júní. Atvinnuleysisdögum fjölgaði þó lítillega í júlí frá næsta mánuði á undan á Vestfjörðum, Suður- landi og Suðurnesjum. -rk Landnýtingin orðin marklaus Ákvœði Kvosarskipulagsins um landnýtingu ígamla miðbœnum ekki gild lengur. Forstöðumaður Borgarskipulags með yfirlýsingar ínafni borgaryfirvalda. Tillaga um ógildingu byggingarleyfis felld í byggingarnefnd Fulltrúar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í byggingar- nefnd Reykjavíkur lögðu til á fundi nefndarinnar í síðustu viku að byggingaleyfi fyrir fram- kvæmdum á Ióð gamla Fjala- kattarsins við Aðalstræti 8 yrði fellt úr gildi. Fyrr í sumar kærðu íbúar Grjótaþorps til félagsmálaráð- herra veitingu byggingarleyfisins þar sem fyrirhuguð bygging á lóð- inni væri hvorki í samræmi við staðfest deiliskipulag Kvosarinn- ar né ákvæði reglugerða um fjar- lægðir milli húsa. Ráðherra hefur vísað kærunni til umsagnar bygg- ingarnefndar borgarinnar og Skipulagsstjórnar ríkisins. í tillögu þeirra Gissurar Símonarsonar og Gunnars H. Gunnarssonar á fundi bygging- arnefndar benda þeir m.a. á að útgefið byggingaleyfi fyrir Aðal- stræti 8 sé í hróplegu ósamræmi við þá landnýtingu sem Kvosar- skipulagið gerir ráð fyrir. Land- nýtingin gerir ráð fyrir að íbúðir séu á 4. og 5. hæð forhússins og á öllum hæðum bakhússins sem snýr upp að Bröttugötu. Nú er hins vegar aðeins gert ráð fyrir einni húsvarðaríbúð í öllu hús- ínu. - Það nýjasta og alvarlegasta sem skeð hefur í þessum landnýt- ingarmálum er svo bréf Þorvald- ar S. Þorvaldssonar, forstöðu- manns Borgarskipulags Reykja- víkur til Skipulagsstjórnar ríkis- ins 21. júlí sl. þar sem hann held- ur því fram í nafni „...borgaryfir- valda...“ að einungis hafi verið farið fram á staðfestingu á land- notkun Kvosarinnar í heild en ekki á landnotkun einstakra húsa! Á þá túlkun er engan veg- inn unnt að fallast, enda veiga- mikill þáttur í Kvosarskipulaginu þar með hruninn, segir í greinar- gerð þeirra Gissurar og Gunnars. Þeir spyrja einnig hvernig Þor- valdur geti skrifað bréf í nafni borgaryfirvalda þar sem þessi túlkun hans hafi ekki verið tekin fyrir í þar til kjörnum nefndum og ráðum borgarinnar og benda á að verði byggingarleyfið ekki fellt úr gildi standi lítið eftir af Kvosar- skipulaginu að undangengnu Ráðhússævintýrinu. Tillaga þeirra Gissurar og Gunnars var felld af Sjálfstæðis- mönnum sem samþykktu um- sögn til ráðherra þar sem segir að að engin rök hnígi að því að bygg- ingarleyfið fyrir Aðalstræti 8 brjóti gegn lögum, reglugerðum eða skipulagi. -•g 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 16. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.