Þjóðviljinn - 16.08.1988, Page 10
ÍÞRÓTTIR
1. deild
Oruggur Valssigur
í leioinlegum leik
Slakir Völsungar sluppu með aðeins tveggja marka tap, 3-1
Valsmenn áttu ekki i nokkrum
vandræðum með slaka Völsunga
sem heimsóttu þá á Hiíðarenda á
sunnudag. Sigurinn var aldrei í
hættu og hefði með réttu átt að
verða miklu stærri. Valsmenn
voru með boltann um 80%
leiksins og skoruðu meira að
segja tvisvar í fyrri hálfleik, en
leiknum lauk með aðeins tveggja
marka sigri heimamanna, 3-1.
Strax í upphafi leiks var ljóst
hvert stefndi. Valsmenn léku
mjög yfirvegaðan bolta en Völs-
ungar fengu lítið ráðrúm til að
athafna sig. Fyrsta markið kom
síðan á 10. mínútu en það er
framur sjaldgæft að Vals-
mönnum takist að skora svona
snemma. Þá áttu þeir laglega
sókn upp vinstri kant sem endaði
á því að Valur Valsson gaf fyrir
markið á Sigurjón Kristjánsson
sem skoraði örugglega framhjá
Þorfinni Hjaltasyni í markinu.
Hliöarendi, 14. ágúst 1988
Valur-Völsungur...........3-1 (2-0)
1- OSigurjónKristjánsson....10.mfn.
2- OSigurjónKristjánsson....37.mfn.
3- OTryggviGunnarsson.......54.mfn.
3-1 Ásmundur Arnarsson.......85.mfn.
Llð Vals: Guömundur Baidursson, Þor-
grímur Þráinsson (Tryggvi Gunnarsson
46.), Sigurjón Kristjánsson, Magni Blöndal
Pétursson (Einar Páll Tómasson 61.), Atli
Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Guðni
Bergsson, Hilmar Sighvatsson, Valur
Valsson, Ingvar Guðmundsson, Guð-
mundur Baldursson.
Lið Völsungs: Þorfinnur Hjaltason, Helgi
Helgason, Skarphóðinn (varsson, Sveinn
Freysson, Eiríkur Björgvinsson, Theodór
Jóhannsson, Grétar Jónasson, Guðmund-
ur Guðmundsson (Björn Olgeirsson 41.),
Stefán Viðarsson (Ásmundur Arnarson
61.), Jónas Hallgrímsson, Snævar Hreins-
son.
Dómari: Þorvarður Björnsson.
Maður leiksins: Sigurjón Kristjánsson,
Val.
Valsmenn sóttu áfram án afláts
og mátti reikna með 5-6 marka
sigri þeirra miðað við gang
leiksins. Þeir náðu þó ekki að
binda endahnútinn á sóknarlotur
sínar fyrr á 37. mínútu að Sigur-
jón skoraði öðru sinni. Þá urðu
einhver varnarmistök í vörn
Völsunga og Þorfinnur náði ekki
boltanum þegar misskilningur
varð á milli hans og varnarinnar.
Það gerði hins vegar Sigurjón
Kristjánsson og skoraði úr erfiðri
aðstöðu í tómt markið. 2-0 og
ekki vottur af spennu á Hlíðar-
enda.
Síðari hálfleikur hófst sem
eðlilegt framhald af þeim fyrri og
skoruðu Valsmenn þriðja mark
sitt á 54. mínútu. Þá komst Sigur-
jón inn fyrir vörn Völsunga og
skaut föstu skoti að marki þannig
að Þorfinnur missti boltann langt
frá sér. Tryggvi Gunnarsson refs-
aði honum illilega fyrir það og
afgreiddi boltann örugglega í net-
ið. Það var reyndar sterk rang-
stöðulykt af markinu því Sigur-
jón virtist rangstæður þegar hann
fékk boltann inn fyrir vörnina.
Um 15 mínútum síðar skoraði
Sigurjón síðan sitt þriðja mark en
þá var hann dæmdur rangstæður
enda þótt áhorfendur væru ekki á
sama máli og Geir Þorsteinsson
línuvörður. Utkoman varð því sú
að Tryggvi skoraði mark í stað
þess að Sigurjón næði að skora
„hat-trick“.
Það sem eftir lifði leiks var al-
gjörlega baráttulaus leikur þar
sem úrslitin voru ráðin. Vals-
menn hefðu gjarnan getað bætt
við mörkum en hægðu hins vegar
ferðina vegna lítillar mótstöðu.
Völsungar náðu síðan öllum á
óvart að minnka muninn á 85.
mínútu eftir slæm mistök Hilmars
Sighvatssonar. Þá ætlaði hann að
gefa boltann aftur á Guðmund
Baldursson markvörð, en send-
ingin var ónákvæm og Ásmundur
Arnarson náði boltanum og lék í
rólegheitum að markinu og
skoraði. Litlu munaði að Ás-
mundur næði að skora annað
mark aðeins mínútu síðar en þá
var hann skyndilega dauðafrír í
vítateig Valsmanna en Guð-
mundur varði skot hans vel.
Einhver öruggasti sigur Vals-
manna í sumar var þá að bryggju
kominn og halda þeir því öðru
sætinu í deildinni. Völsungar fær-
ast hins vegar nær 2. deild með
hverjum leik og þurfa miklar
breytingar að verða á liðinu ætli
þeim að takast að hanga uppi.
-þóm
'yÁ“ ’
j 1
Sigurjón Kristjánsson átti góöan leik gegn Völsungi og skoraði tvö
marka Vals í leiknum.
Frjálsar
Landsliðið til Luxemborg
íslenska karlalandsliðið í
frjálsum íþróttum heldur til Lux-
emborgar til að taka þátt í keppni
3.-4. september. Auk íslendinga
taka landslið Luxemborgar, lið
frá Lorraine í Frakklandi og lið
frá Romagna á Ítalíu þátt í keppn-
inni. Luxemborgarar komu ein-
mitt með lið sitt hingað í fyrra og
sigruðu íslendingar þá með 109
stigum gegn 92, en búist er við
jafnari keppni nú vegna þess að
lið Luxemborgar er mun sterkara
nú.
íslenska liðið hefur verið valið
og er hópurinn skipaður eftir-
töldum:
Jón Arnar Magnússon
100m, 200m, 4x100m, langst.
Jóhann Jóhannsson.....100m,4x100m
Oddur Sigurðsson 200m, 400m, 4x400m
GunnarGuðmundsson.....400m,4x400m
Hannes Hrafnkelsson...800m, 1500m
Steinn Jóhannsson.............800m
Bessi Jóhannesson............1500m
Frímann Hreinsson............5000m
MárHermannsson...............5000m
DanfelS. Guðmundsson......3000m h.
Jóhann Ingibergsson, 3000m h.
Hjörtur Gíslason, I10mg., 400m g.,
4x1 OOm, 4x400m
Stefán Þór Stefánsson 110m g., 4x1 OOm
Egill Eiðsson .......400m g., 4x400m
ÓlafurGuðmundsson............langst.
GunnlaugurGrettisson...........hást.
UnnarVilhjálmsson..............hást.
Ólafur Þórarinsson............þríst.
FriðrikÞórÓskarsson...........þrist.
SigurðurT.Sigurðsson......stangarst.
Kristján Gissurarson......stangarst.
PéturGuðmundsson ...........kúluvarp
Vésteinn Hafsteinsson.....kúla, kringla
EggertBogason................kringla
GuðmundurKarlsson ...........sleggja
JónSigurjónsson..............sleggja
EinarVilhjálmsson..............spjót
SigurðurEinarsson..............spjót
-þóm
4. deild
Skotfélag, Hveragerði og Bl í úrslit
Kormákur hefurþegar tryggtsér sigur íD-riðli. Austri og Leiknir jöfn fyrir lokaumferðina
A-riðill
Ernir-Skotfélag...........2-9
Ernimir áttu aldrei möguleika
í leiknum enda ekkert í húfi fyrir
þá. Skotfélagið vann hins vegar
riðilinn með þessum auðvelda
sigri í sólskininu á grasinu á Sel-
fossi á laugardaginn. Snorri Már
Skúlason skoraði 3, Magnús
Magnússon 2, og þeir Guðmund-
ur Helgason, Hrafn Loftsson,
Jens Ormslev og Örn 1 mark
hver.
Ægir-Snæfell..............1-2
Snæfell var eina liðið sem átti
möguleika í riðlinum utan Skot-
félagsins en þá urðu byssumenn-
irnir líka að tapa sínum leik. Rafn
Rafnsson og Gunnar Ragnarsson
skoruðu fyrir Snæfell en
Sveinbjörn Ásgrímsson fyrir
heimamenn sem enduðu í neðsta
sæti riðilsins.
Árvakur-Haukar............6-2
Haukar misstu markatölu sína
í mínus við þetta tap en þeir hafa
haldið þokkalegri markatölu í
sumar. Ólafur H. Ólafsson
skoraði 3, Árni Guðmundsson 2
og Guðmundur Jóhannsson 1
fyrir Árvakur en Björn Svavars-
son og Valdimar Sveinbjörnsson
fyrir Hauka.
Lokastaða
Skotfélag........ 12 10 0 2 35-20 30
Snæfell .........12 9 0 3 36-17 27
Augnablik.......12 8 1 3 42-29 25
Árvakur......... 12 8 0 4 46-29 24
Haukar...........12 2 2 8 35-39 8
Ernir........... 12 0 5 7 20-46 5
Ægir............ 12 0 2 10 18-52 2
B-riðill
Fyrirtak-Hvatberar........0-7
Stórsigur Hvatbera í þessum
leik tveggja misjafnra liða.
Ólafur Sigmundsson og Þór
Ómar Jónsson skoruðu 2 mörk
hvor, og Gunnar I. Halldórsson,
Hafþór Aðalsteinsson og Sig-
tryggur Pétursson skoruðu 1
hver.
Skallagrímur-Hafnir......2-0
Skallagrímur sigraði Hafnir
sem hafa Ieikið ágætlega að und-
anförnu og skoruðu Guðlaugur
Þórðarson og Valdimar Hall-
dórsson mörk leiksins.
Víkingur Ól.-Ármann......2-0
Ármenningar skutust í fyrsta
sætið með þessum sigri, en aðeins
í einn dag, þar til Hveragerði lék
við Létti. Ármann ætlar sér
reyndar að komast í úrslitin og
hafa þeir í hyggju að kæra Hver-
gerðinga fyrir að nota ólöglegan
leikmann. Gústaf Alfreðsson og
Ingólfur Daníelsson skoruðu
fyrir Armenninga í leiknum á
laugardaginn.
Léttir-Hveragerði........0-4
Hveragerði tryggði sér sigur í
riðlinum með auðveldum sigri á
Létti og fara því í úrslitin nema
þeir tapi fyrrnefndu kærumáli.
Arnar Gestsson, Jóhannes
Björnsson, Kristján Theodórs-
son og Ólafur Vignisson skoruðu
fyrir Hveragerði.
Lokastaða
Hveragerði......14 10 2 2 42-11 32
Ármann.......... 14 9 4 1 35-12 31
Hafnir...........14 7 3 4 26-17 24
Skallagrímur.... 14 7 1 6 19-19 22
VíkingurÓI...... 14 6 2 6 20-18 20
Hvatberar........14 5 2 7 21-28 17
Fyrirtak ........14 2 2 10 13-39 8
Léttir...........14 1 2 11 13-45 5
C-riðill
Lokastaða
Bl................6 6 0 0 46-3 18
Bolungarvík.........6 3 1 2 16-14 10
Geislinn ...........6 2 1 3 11-19 7
Höfrungur...........6 0 0 6 3-40 0
D-riðill
Kormákur-Æskan.........2-1
Kormákur vann sig upp í 3.
deild með þessum sigri því sigur-
lið úr riðlinum fer beint upp í
NA-riðil 3. deildar. Páll Leó
Jónsson, þjálfari Kormáks,
skoraði 1 mark og Grétar Egg-
ertsson annað úr víti, en Bragi
Egilsson skoraði mark
Æskunnar.
HSÞb-UMSEb..............1-1
HSÞ átti enn möguleika á sigri í
riðlinum fyrir þennan leik en náði
aðeins jafntefli við hitt „b-liðið“ í
riðlinum. Þröstur Guðmundsson
skoraði fyrir UMSE en Kristján
Yngvason, glímukappi, fyrir
Þingeyinga. Kristján þessi er að
ljúka sínu síðasta ári með liðinu
en hann hefur leikið með HSÞ í
aldarfjórðung!
íþr. Neisti-Efling......2-1
Neisti vann þarna Eflingu og
skoraði Birgir Þórðarson bæði
mörkin en Vilhjálmur Sigmunds-
son skoraði fyrir Eflingu.
Staðan
Kormákur........11 7 2 2 19-12 23
HSÞb..............12 4 6 2 26-18 18
fþr. Neisti.......11 4 4 3 19-17 16
Æskan..............9 3 2 4 19-19 11
UMSEb .............8 2 3 3 11-14 9
Vaskur.............9 2 3 4 13-18 9
Efling ...........10 2 2 6 10-19 8
E-riðill
Neisti D.-Leiknir F......1-5
Leiknir átti ekki í vandræðum
með Neistann og eru jafnir
Austra að stigum, en liðin mætast
einmitt í síðustu umferðinni.
Helgi Ingason skoraði 2 en 1
mark gerðu Ágúst Sigurðsson,
Jón Hauksson og Þröstur fyrrum
Víkverji og Framari en núver-
andi sveitarstjóri Sigurðsson.
Mark Neistans gerði Ómar Boga-
son.
Austri-KSH.................7-0
Enn auðveldara hjá Austra
sem hefur talsvert betri marka-
tölu en Leiknir, og nægir því jafn-
tefli á Fáskrúðsfirði á miðviku-
dag til að komast í 3. deild. Hjalti
Einarsson og Sigurjón Kristjáns-
son skoruðu 2 hvor, og Bergur
Stefánsson, Hilmir Ásbjörnsson
og Kristján Svavarsson skoruðu
allir 1 mark.
Staðan
AustriE.............9 6 0 3 28-16 18
Leiknir F............9 5 3 1 16-8 18
ValurRf..............8 4 1 3 23-14 13
KSH..................9 3 2 4 20-25 11
Hötlur...............8 3 1 4 22-20 10
NeistiD..............9 1 1 7 10-36 4
Markahæstir
22 Sigurður Halldórsson, Augnablik
17 Ólafur Jósefsson, Hveragerði
15 Rafn Rafnsson, Snæfell
11 Guðmundur Jóhannsson, Árvakri
11 Gústaf Alfreðsson, Ármanni
11 Jón Þórir Þórisson, Skallagrími
-þóm
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. ágúst 1988