Þjóðviljinn - 18.08.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Side 9
VIÐEY Viðey, perla Reykjavíkur. Iðnaðarmenn að störfum við Viðeyjarstofu Mynd Ari í allt sumar hafa fornleifagrafarar farið fyrir stórvirkum vinnuvélum með sköfur og skeiðar í leit að ummerkjum liðinna tíma. Fyrir miðri mynd er Margrét Hallgrímsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjómað hefur uppgreftrinum í sumar. Mynd Ari Kirkja og Stofa i notkun Opnunarhátíðfyrir boðsgesti í dag á 202 ára afmœli í dag verða Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa teknar í notkun á ný með viðhöfn. Frá því borgin fékk byggingarnar og meðfylgj- andi Iand að gjöf frá ríkisstjórn íslands á 200 ára afmælinu, hafa farið fram miklar viðgerðir á húsunum, og á 202 ára afmælis- deginum er boðið til opnunarhát- íðar í Viðey. Hátíðin hefst með messu í Við- eyjarkirkju, þar sem Pétur Sig- urgeirsson biskup vígir nýtt fjög- Reykjavíkurborgar urra radda pípuorgel og blessar þær viðgerðir er unnar hafa ver- ið. Fyrsta almenna messan í Við- ey verður 21. ágúst og síðdegis sama dag verða þar orgeltón- leikar. Opnunarhátíð Stofunnar verð- ur síðan á Viðeyjarhlaði og mun Hjörleifur B. Kvaran, formaður Viðeyjamefndar afhenda borg- arstjóra mannvirkin. Um kvöldið gefst almenningi tækifæri á að fylgjast með hátíðinni í sjón- varpi. í Viðeyjarstofu verður veit- ingarekstur og aðstaða til ráð- stefnuhalds og verður opið þar klukkan 14-18, frá mánudegi til fimmtudags. Um helgar verður opið til 23:30. Til að koma ekki að luktum dyrum er betra að kynna sér hvort lokað sé vegna einkasamkvæma áður en haldið er út í Viðey. Kirkjan er einnig opin almenningi alla daga, nema þegar verið er að gifta eða skíra. -mj Flmmtudagur 18. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.