Þjóðviljinn - 03.09.1988, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 03.09.1988, Qupperneq 5
FRETTIR Rœkja Ovenjumikil birgöasöfnun Félag rœkju-og hörpudiskframleiðenda: Allt að helmingi meiri en eðlilegt má teljast. Erfið rekstrarstaða vegna minni sölu og kostnaðarhœkkana innanlands. Yfirborganir heimskulegar og heimatilbúið vandamál Birgðasöfnun hjá rækjuverk- smiðjum er allt að helmingi meiri nú en oft áður. í júlí og ágúst hef- ur verið lítið um afskipanir og sala á rækjuafurðum erlendis hefur verið í járnum. í dag er tal- ið að á landinu séu um 2 þúsund tonn af rækjuafurðum í geymsl- um en í eðlilegu árferði eru birgð- ir innan við þúsund tonn. Að sögn Jóns Alfreðssonar formanns Félags rækju-og hörpu- diskframleiðenda er rekstur margra rækjuverksmiðja afar erf- iður um þessar mundir og stefnir í taprekstur annað árið í röð. Verðfall hefur orðið á rækjuaf- urðum erlendis, gengisþróun hef- ur verið óhagstæð, en meirihluti afurðanna er seldur í sterlings- pundum. Taldi Jón ekki ólíklegt að söluverð afurðanna hafi lækk- að í ár miðað við sama tíma í fyrra um 5-10%. „Okkar vandi er hinn sami og er hjá öðrum greinum sjávarútvegs. Sífelldar kostnað- arhækkanir hér innanlands sam- fara lækkun á afurðaverði er- lendis. Að öllu óbreyttu er tapið í ár og í fyrra nálægt því að vera það sem við teljum okkur eiga inni í Verðjöfnunarsjóði eða um 500 miljónir króna“, sagði Jón Alfreðsson. Formaður rækjuverksmiðja telur þó að þrátt fyrir barlóminn í dag megi allt eins búast við að rækjuverð hækki eitthvað sökum minni framleiðslu hjá Norð- mönnum en oft áður. Að hluta til er ástæðan fyrir erfiðum rekstri rækjuverksmiðja nú og í fyrra vegna yfirborgana á hráefni og sagði Jón að vissulega væri sá hluti heimatilbúið vanda- mál og afar heimskulegt að yfir- borga hráefnið. „Eina afsökunin er að það er mjög erfitt fyrir verk- smiðju að neita yfirborgun þegar sú við hliðina gerir það. Að sjálf- sögðu verða þær verksmiðjur sem hafa reist sér hurðarás um öxl í yfirborgunum að taka afleið- ingum gerða sinna“, sagði Jón Alfreðsson. Vegna lélegra gæfta og afla- bragða í sumar er talið afar ólík- legt að rækjuveiðiskipum takist að klára kvótana sína að þessu sinni. Og líkurnar á því minnka sífellt þegar haustveðrin byrja og mun erfiðara verður fyrir minni bátana að sækja á miðin. f árs- byrjun var þó nokkuð af kvóta tekið frá smærri bátunum og fært yfir á loðnuskipin til að auka verkefni þeirra á milli loðnuver- tíða. Mörg þeirra eru með frysti- tæki um borð og heilfrysta rækj- una fyrir Japansmarkað. Það hef- ur hinsvegar leitt til þess að mun minna af rækju hefur komið til vinnslu í landi en oft áður. Konungskoma Ólafur Noregs- konungur í heimsókn Kemur á mánudag. Skoðar skógrœkt, Reykholt, Þingvelli og Viðey Ólafur V Noregskonungur kemur í opinbera heimsókn til ís- lands á mánudag í boði Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Ölafur dvelur hér og ferðast víða um fram á fimmtudag. Á mánudag ætlar Olafur, sem varð áttræður fyrr í sumar, að taka á móti löndum sínum og þiggja matarboð hjá forseta á Bessastöðum. Á þriðjudag mun Ólafur kon- ungur ferðast víða um, skoða rannsóknarstöð Skógræktar rík- isins að Mógilsá, fara til Þingvalla og þaðan með þyrlu til Reykholts þar sem forseti fslands leggur hornstein að Snorrastofu sem nú er í byggingu m.a. fyrir þjóðhát- íðargjöf Norðmanna. Ýmis söfn og stofnanir í höfuð- borginni verða skoðuð á mið- vikudeginum og farið í ferð til Viðeyjar en Ólafur heldur heim- leiðis á fimmtudagsmorgun. -•g- -grh Heimshlaupið Flestir vilja ganga Hefst kl. 15 á sama tíma um allan heim sunnudaginn 11. septembernk. Tveir unglingar valdir til að hlaupafyrir ísland í New Heimshlaupið “88 sem hefst II. september nk. verður nú með öðru sniði en upphaflega var gert ráð fyrir. Ætlunin var að þátttak- endur mundu hlaupa 3 kflómetra en þess í stað gefst fólki kostur á að ganga, skokka eða hlaupa þessa vegalengd. Breytingin er tilkomin vegna niðurstaðna sem komu í ljós úr skoðanakönnun sem efnt var til á vegum Rauða krossins vegna Heimshlaupsins. Um 200 manns voru spurðir um þátttöku þess í almennum hlaupum, ástæður fyrir þátttökunni og hvaða vega- lengd hentaði þeim best. Helm- ingur aðspurðra eða 100 manns lýstu mestum áhuga á að ganga fremur en að hlaupa og af þeim York sökum var þessi breyting ákveð- in. Tvær fulltrúar íslands hafa ver- ið valdir til að hlaupa fyrir íslands hönd þegar heimshlaupið hefst fyrir framan byggingu Samein- uðu þjóðanna 11. september nk. og voru þeir valdir úr hópi ung- menna. Hin heppnu voru þau Karl Guðmundsson frá Hafnar- firði og Sólveig Þráinsdóttir frá Akureyri. Samkvæmt fréttatilkynningu frá skipuleggjendum Heims- hlaupsins “88 er mikill áhugi á hlaupinu hérlendis og hafa þegar 20 staðir á landsbyggðinni til- kynnt þátttöku en hlaupið hefst klukkan 15 á sama tíma um allan heim, sunnudaginn 11. septemb- er nk. -grh Þau Karl Guömundsson frá Hafnarfirði og Sólveig Þráinsdóttir frá Akureyri voru valin úr hópi unglinga til að hlaupa í Heimshlaupinu 1988 fyrir íslands hönd þegar hlaupið verður ræst kl. 15 fyrir framan bygg- ingu SÞ í New York 11. september nk. Mynd: Jim. með ættamafn. Þegar tímar I? lögðu þessar margcfldu fj skyldur undir sig Latínuskólan _ Reykjavík og þar lærðu meni ýmislegt annað en að græða pen- inga. Þar lærðu menn að verða embættismenn og stjórnmála-;v mcnn á danska vísu og tryggja'. þar með viðgang ætta sinna og HvCMtSórí?l t*g"\8- ntatp^adÓIt1 « '.n _. Wfjiar.WClá^a-*ogá íjálfu Gtt^t jp,. ‘ÓAÍjfAffgi. Ogtafarlaustætti Ólafur cnn Ragnar að gera ættfræði að aöal- tyeiríWt grcin við kennslu í stjórnmála- fræðum við Háskóla íslands. Þá kynnu menn að fara að nálgast svaríð við spurningunni: Hvcrjir eiga ísland? Þetta fólk á ísland cins og það leggur sig. Þvf eignarhaldi lýkur ckki fyrr en menn horfast f augu við þá staðrcynd. Þctta fólk hcfur svfnbeygt vcrkalýðsforystuna og Ultt fja* . «>ivci\fR'ins. Þangað til ;!!<{*.! Serour komið fyrir. Og litlu ríku strákarnir scm gættu au- ranna cru kannski ckkcrt ríkir lengur, eða ckki lcngur cn ætta- vcldinu sýnist. Frcmur cn ýmsir aðrir scm ættimar ákváðu aö setja á hausinn. Ef Kókakóla- fólkið lcyfir ekki Sólkóla, fcr Sólkóla á hausinn. Maður stopp- ar bara erlend lán til þeirra. Búið mál. Einu sinni var Albcrt Guð- mundsson fjármálaráðhcrra. Þá var ég að vona að hann skildi loksins af hverju hann fckk aldrci NÝTT HELQARBLAD - ÞJÓOVILJINN - SfOA 13 Gudrún Heigadóttír auðs á öllum sviðum þjóðfélags- skemmra er sfðan hitaveitustjór- ins. Dætumar vom dubbaðar inn í Reykjavík (af ættinni Zo- upp á árshátfð scolae Reicjavic- éga, með z-u þrátt fyrir stafsctn- ensis til að verða sér úti um eigin- ingarlög) lét Reykvíkinga greiða mann meðal þcssara óskabarna bróðurbömum konu sinnar (af þjóðarinnar. Það var ekki fyrr cn Engeyjarætt) 60 miljónir fyrir seinna að þær lærðu aö draga til holt og móa ofan við sumarhús samvinnuhreyfinguna, vcgna inngöngu f ættavcldið. Að hann þess að cnginn vill viðurkcnna að skildi loksins að skilyrði fyrir hann eigi sig ekki sjálfur. Allra inngöngu cr að hafa ekki unnið síst litlir framagjarnir strákar scm fyrir auði sínum sjálfur, hcldur að cygja ekkert annað líf fyrir þessa ráða yfir aflafé annarra. Að í þjóð en það líf scm byggt cr á klúbbnum þcim vinna mcnn ekki forsendum hefðbundins og lög- fyrir peningum, hcldur pcningar gróins vana. Nægir að ncfna að fyrir mönnum. Er nokkur von til samvinnuhreyfingin mcðhöndlar þcss að Jón Baldvin skilji þctta bændur landsins cins og þurfa- betur? Svo að hann geti á cnda- menn á sama hátt og útgcrðar- numáttsigsjálfurogsvaraðmjög valdið útdcildi gulum miðum f svo gáfulegri spurningu sinni stað launa hér á ámm áður og svona: Svar: Við cigum (sland. fomstumcnn Iffcyrissjóða laun- Mcð eld f augum. þega stunda okurlán eins og vei- GuBrún llclgadöttir Dylgjum svarað Guðnín, Pressan og Jón Bakhrin í helgarblaði Þjóðviljans í gær birtist ágæt grein Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns um það hvar peningarnir og völdin liggi í íslensku þjóðfélagi. Leggur þingmaðurinn út af slagorðinu „Hverjir eiga ísland?“, sem for- maður Alþýðuflokksins gerði frægt hér um árið. Tekur Guðrún Jón Baldvin hressilega á beinið, eins og henni einni er lagið, og ekkert nema gott um það að segja. Þjóðviljinn slær því upp að þetta sé palladómur um fjármála- ráðherra, sem Pressan hafi neitað að birta, og finnst henni eflaust heldur betur hafa komist í feitan bita þar. Nýja óháða vikublaðið bara á fullu að verja „foringj- ann“! Þær dylgjur eiga hins vegar ekki við nokkur rök að styðjast. Pressan leitaði vissulega til Guðrúnar Helgadóttur um miðj- an ágústmánuð og bað hana um að skrifa palladóm - nokkurs konar „próffl" í léttum dúr - um einhvern annan stjórnmála- mann. Eina skilyrðið var það, að hann væri ekki samflokksmaður hennar sjálfrar. Rúmum tveimur vikum síðar hafði þingmaðurinn samband við ritstjóra Pressunnar ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 og kvaðst tilbúinn með grein, en ekki vera viss um að hún félli inn í hinn umrædda palladóms- ramma. Þessu var undirrituð sammála, því eins og lesendur Þjóðviljans sáu í gær féll umfjöll- un Guðrúnar alls ekki undir þá „formúlu". Þetta voru vangavelt- ur um það hvar peningarnir og völdin lægju á íslandi. Slík grein hefði stungið álíka í stúf sem palladómur og íþrótta- og slysa- fréttir myndu gera í því plássi, sem ætlað er leiðara. Það var þess vegna einvörð- ungu af faglegum ástæðum - ekki pólitískum - að ég kannaði hvort þingmaðurinn hefði tök á að skrifa aðra grein fyrir blaðið; í þeim dúr sem upphaflega hafði verið rætt um. Guðrún kaus að gera það ekki, enda tíminn líka orðinn naumur þar sem skrif hennar bárust Pressunni einungis tveimur sólarhringum fyrir prent- un blaðsins. Niðurstaðan varð því sú, í sátt og samlyndi, að ekk- ert yrði af skrifum Guðrúnar Helgadóttur í fyrsta tölublaði Pressunnar. Þótti mér það raunar miður, því hún er aldeilis frábær penni og getur verið mikill húm- oristi. Það var jú einmitt af þeim sökum, sem leitað var fyrst til Guðrúnar Helgadóttur, þegar hugmyndin að palladómum Pressunnar fæddist! Reykjavík 2. sept. 1988 Jónína Leósdóttir, ritstjóri Pressunnar Svar Nýja helgarblaðsins Við þessa lofgjörð Jónínu Leós- dóttur, ritstjóra Pressunnar, helgar- blaðs Alþýðublaðsins, um Guðrúnu Helgadóttur, er engu að bæta. Hins- vegar sjáum við ekki hvaða dylgjum Jónína er að svara. Einsog fram kem- ur í svarinu var Guðrún Helgadóttir beðin að skrifa grein um einhvem stjórnmálamann og eina skilyrðið sem sett var, var að greinin fjallaði ekki um flokksbróður eða -systur hennar. Hún kaus að taka „Jón Bald- vin hressilega á beinið, eins og henni einni er lagið,“ einsog ritstjóri Pres- sunnar kemst að orði. Ritstjórinn kaus hinsvegar að birta ekki greinina einsog Nýja helgarblaðið sagði í gær. Við þetta er engu að bæta og hvetjum við þá sem ekki hafa lesið grein Guðr- únar til að gera það sem fyrst. Við bjóðum svo Pressuna velkomna í samkeppnina, enda engin pressa á okkur. Sigurður Á. Friðþjófsson, um- sjónarmaður Nýja helgarblaðs- ins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.