Þjóðviljinn - 03.09.1988, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 03.09.1988, Qupperneq 8
VIÐHORF Ég þakka Guðmundi Helga Þórðarsyni heilsugæslulækni greinar hans tvær í Þjóðviljanum 16. og 18. ágúst sl. Báðar benda þær á hversu ytri skilyrði vega þungt, þegar leita skal leiða til að auka heilbrigði í samfélaginu. Langur vinnudagur og miklar tannskemmdir eru íslensk sér- kenni, sem ekki þykja hæfa sem ræðuefni, þegar útlendingum er kynnt hin merka þjóð í norðri. Staðreynd eigi að síður, sem við verðum að taka markvissar á en gert hefur verið. Ekki vegna út- lendinganna, heldur til þess að auka eigin velferð og minnka kostnað samfélagsins af „við- gerðarþjónustu“ heilbrigðiskerf- isins. Guðmundur Helgi vekur at- hygli á góðu fordæmi Norð- manna í viðleitninni við að minnka sælgætisát bama. Með samkomulagi heilbrigðisyfir- valda og verslunarfyrirtækja á- kváðu þeir 1974 að sælgæti skyldi ekki staðsett nærri greiðslu- kössum eða biðröðum viðskipta- vina. í þessi fótspor ættu íslensk heilbrigðis- og verslunaryfirvöld að feta og létta þannig erfiðum stundum freistingarinnar af börn- um okkar. Sjoppufreistni má minnka Fleiri ráð eru tiltæk til þess að hamla gegn ofneyslu óhollustu og vanda fæðuval barna og ung- linga. Freistingar í líki sjoppa em Betri tannheilsa Kristín Á. Ólafsdóttir skrifar einhverra hluta vegna víða í næsta nágrenni skólanna. Nem- endur em þar tíðir viðskiptavinir, en uppbyggileg neysluvara ekki að sama skapi fjölskrúðug á búð- arborðum. Það væri öllum til góðs, að sjoppufreistingunni væri aflétt af bömum og unglingum þá hugsun, að meta meir þrengstu eiginhagsmuni en al- menna velferð bama og unglinga þjóðarinnar. Ofneysla sælgætis á reyndar þátt í fleiri sjúkdómum en tannskemmdum, svo sem of- fitu og æðasjúkdómum, og svo má nefna reykingamar, sem ekki leyfa ekki slíka starfsemi nálægt skólum.“ í tillögu minni er ekki kveðið á um hversu mikil fjarlægðin frá skólunum skuli vera. Ofan- greindum embættismönnum heilbrigðisgeirans er falið að móta um það reglur. Ef sam- „Efsamþykkt verður að nýjar reglur um starfsleyfi söluturna taki gildi um næstu ára- mót er ekki þar með sagt að 1. janúar verði öllum sjoppum í næsta nágrenni grunnskóla lokað. Það má hugsa sérýmsar leiðir um að- lögunartíma. “ meðan á skólatíma stendur. Ég segi öllum, og hef þá ekki gleymt eigendum söluturnanna. Þeir eru skattgreiðendur eins og við hin, og gera sér auðvitað grein fyrir þeim gífurlega kostnaði sem rennur úr opinberum sjóðum í ár- legar tannviðgerðir. Auk þess ætla ég ekki eigendum sjoppanna GERPLA - FiMLEIKAR Æfingatöflur afhentar mánudaginn 5. septemb- er. Byrjendur kl. 16.00-18.00. Framhald kl. 18.00-20.00. Fimleikadeild Gerplu sími 74925 _Dale . Camegie þjálfun RÆÐUMENNSKA OG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. september kl. 20.30 á Sogavegi 69. Allirvelkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und- ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskraftí - heima og á vinnu- stað. ★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 0 STJÓRIMUIVIARSKÓLIIMIM % Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin* eru óþekkt fyrirbæri í „sjoppu- frímínútunum". Fyrir heilbrigðisráði Reykjavíkur liggur nú tillaga, sem undirrituð flutti fyrir nokkrum vikum. Hún hljóðar svo: „Heilbrigðisráð samþykkir þá stefnumótun, að sjoppur verði ekki starfrœktar nálœgt grunn- skólum borgarinnar. Borgar- lœkni, yfirskólatannlækni og hjúkrunarforstjóra Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur erfalið að móta tillögur um reglurþar að lút- andi. Stefnt skal að því að nýju reglurnar taki gildi um nœstu ára- mót. “ Þessi tillaga er í takt við tilmæli Tannverndarráðs, sem starfar á vegum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins. Ráðið telur að „mikill fjöldi söluturna og óheppileg staðsetning þeirra sé ein af ástæðunum fyrir því hve fæðuval og matarvenjur okkar eru slæmar“ svo vitnað sé í erindi til heilbrigðisráðs borgarinnar. Þar segir einnig: „Við teljum nauðsynlegt að sveitarstjórnir beiti áhrifum sínum á þessu sviði meir en hingað til með því t.d. að þykkt verður að nýjar reglur um starfsleyfi söluturna taki gildi um næstu áramót, er ekki þar með sagt að 1. janúar verði öllum sjoppum í næsta nágrenni grunn- skóla lokað. Þá má hugsa sér ýmsar leiðir um aðlögunartíma. Á fundi heilbrigðisráðs í dag (föstudag) kemur í ljós hvort samstaða næst um þessa stefnu- mótun. Vernd í tæka tíð Á þeim fundi skýrist einnig, hvort heilbrigðisráð Reykjavíkur sameinast um áskorun til Álþing- is um að breyta þátttöku hins op- inbera í tannlæknakostnaði fyrir börn undir skólaaldri. Nú eru að- eins 75% kostnaðarins endur- greidd foreldrum, en í tillögu undirritaðrar er farið fram á fulla endurgreiðslu, eins og gildir um börn á skólaaldri. Breytingin ætti að stuðla að því að betur verði fylgst með tönnum bama frá upp- hafi og þar með unnið markvissar gegn tannskemmdum. Vissulega hefur tannskemmd- um í börnum og unglingum fækkað blessunarlega síðustu ár. í skólum Reykjavíkur hefur svo- nefnd DMGT-tala 12 ára barna minnkað úr 7.38 á skólaárinu 1980-1981 í 4.94 skólaárið 1986- 87. Þetta er meðaltal skemmdra + úrdreginna + fylltra fullorðin- stanna. Ástæður minnkandi tannskemmda em sjálfsagt nokkrar. Aukin fræðsla og áróður skilar sér í vaxandi að- gæslu barna og foreldra. Fullyrt er, að flúomotkun skipti sköpum um tannheilsu. Og svo er ekki ólíklegt að við fjölgun tannlækna og þar með færri munna á hvern, fari meira af tíma þeirra í „dútl“ við tennur, þ.e.a.s. hreinsun og því um líkt, en ekki eingöngu í viðgerðir á skemmdum. Þetta „dútl“ er mikilvægt forvarnar- starf, en spuming er, hvort ódýr- ari starfskraftur nýttist ekki til þess. Þótt þróunin sé í rétta átt, er núverandi ástand fjarri því að vera gott. Aðrar Norðurlanda- þjóðir sýna okkur, að tannskemmdum má ná langt nið- ur fyrir það sem hér tíðkast. Kostnaður samfélagsins og ein- staklinga af tannviðgerðum er gífurlegur hérlendis. Á síðasta ári kostaði t.d. tannþjónusta við ne- mendur gmnnskólanna tæplega 136,4 miljónir króna. Helmin- gurinn er greiddur beint úr borg- arsjóði, en hinn helmingurinn af Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Þegar leitað er leiða til þess að draga úr opinberum kostnaði vilja menn einblína á niðurskurð í starfsmannahaldi. Það sýna t.d. fréttir úr fjármálaráðuneyti síð- ustu daga. Hvað varðar heilbrigðisgeirann væri skynsam- legra að skoða möguleika á fyrirbyggjandi starfi og breyting- um ytri aðstæðna, sem brjóta nið- ur heilsu fólks. Þar er af mörgu að taka, svo sem miklu vinnuálagi, vaxtafjötmm íbúðakaupenda, af- leitum uppeldisaðstæðum fjölda bama og þannig mætti lengi upp telja. Varðandi aukið tann- heilbrigði hef ég hér bent á nokkrar færar leiðir og þær em eflaust fleiri. Stjórnmálamenn sem og aðrir þurfa að muna gamla spakmælið um að byrgja bmnninn áður en barnið dettur i hann. Kristín er borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. MINNING Jóhanna María Jóhannesdóttir Fœdd 17. febrúar 1911 - Dáin 29. ágúst 1988 Á morgun verður til moldar borin Jóhanna María Jóhannes- dóttir sem lést á Krabbameins- lækningadeild kvenna á Lands- pítalanum þ. 29. ágúst s.l. Jó- hanna fæddist á Oddsflöt í Grunnavík dóttir Margrétar Sig- mundsdóttur sem síðar bjó um áratuga skeið í Bolungavík og Jó- hannesar Jóhannesarsonar. Hún ólst upp hjá móðurforeldrum sín- um Elínu Arnórsdóttur og Sig- mundi Hagalínssyni. Það em áratugir síðan Gmnna- vík í Jökulfjörðum í Norður- ísafjarðarsýslu fór í eyði; með breyttum búskapar- og atvinnu- háttum í kjölfar lýðveldistökunn- ar týndu bæir þar tölunni einn af öðmm. Fólkið sem ólst þar upp bar sterkar taugar til sveitarinnar og þannig var um Jóhönnu, fyrir henni var Gmnnavík helgur stað- ur og til uppeldis síns þar sótti hún lífsspeki og lífstrú. Fólkið þar var alið upp við erfiðar að- stæður og oftast nokkra fátækt, en samheldnin og samhjálpin var í fyrirrúmi, auk bjartsýni og trúar á lífið og hið góða í samferða- manninum. Af þessum rótum mótaðist Jó- hanna þótt hún flyttist til ísa- fjarðar og síðan til Reykjavíkur, þar sem hún bjó lengst af ævinnar síðustu árin á Miklubraut 88 þar sem hún hélt heimili með syni sín- um Skúla Sigurjónssyni. Önnur börn hennar eru dæturnar Vig- fúsína og Sigrún, synirnir Karl og Sigmundur, en hann fórst með togaranum Júlí ásamt eigin- manni hennar Magnúsi Guðm- undssyni. Einnig ól hún upp son- arson sinn Finnboga Karlsson. Á Miklubraut, sem og öðram stöðum sem hún bjó á, hélt hún í heiðri siði og venjur frá æsku- stöðvunum. Þar var alltaf opið hús og svo gestkvæmt að oft var sofið í öllum homum, því ætti einhver ættingi, vinur eða fjar- skyldur frændi erindi til Reykja- víkur var Miklabrautin oftast fyrsti og síðasti áningarstaður. Óg þá notaði Jóhanna tækifærið til að kalla á ættingjana sem á höfuðborgarsvæðinu bjuggu í mat eða kaffi. Ef hún hefði ekki gert það er ömggt að margt af fólkinu hennar þekktist ekki. Öll böm og ungviði löðuðust að henni og þyrfti einhver að koma bami í pössun var ömggt pláss og mjög vinsælt á Miklubrautinni. Oft var þröng í búi hjá Jó- hönnu, en aldrei var þó svo þröngt að hún gæti ekki rétt bág- stöddum hjálparhönd eða lið- sinni. Væri afmæli, ferming eða ein- hver merkisdagur í ættinni gátum við gengið að því vísu að hún kæmi í heimsókn. Gæti hún það ekki vissi fólk að það myndi heyra frá henni, oftast hlýlegt símtal og ef ekki náðist þannig þá kom símskeyti. Væri einhver um lengri eða skemmri tíma á sjúkra- húsi kom hún ávallt með sína léttu lund, glaðværð og bjartsýni sem hafði hressandi og bætandi áhrif á líðan allra sem kynntust henni og umgengust hana. Og ekkert breyttist hún við að ganga í gegnum þann erfiða sjúk- dóm sem að lokum bar hana ofur- liði; lundin, bjartsýnin og kjark- urinn óbilaður allt til enda. Einn sið tók hún snemma upp en það var að gefa öllum barnabörnun- um sína fyrstu skeið, og finnst þeim hún sinn mesti dýrgripur. Eitt það síðasta sem hún gerði var að sjá svo til að það yngsta fengi sína skeið. Þegar við nú kveðjum hana í hinsta sinn koma upp í hugann þessar ljóðlínur eftir Éinar Bene- diktsson: Gengið er valt þar fé er falt, fagna skaltu í hljóði. Hitt verður alltaf hundraðfalt, sem hjartað galt úr sjóði. Dóttir, börn, barnabörn og barnabarnabarn á Akranesi 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. september 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.