Þjóðviljinn - 03.09.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 03.09.1988, Side 9
______________________SKÓLAMÁL_________________________ Tillögur fjölskyldunefndar Minnst 6 tíma skóla- dagur fyrir alla Komið verði á samfelldum skóladegi skólaárið 1989-1990. Öllfor- skólabörn njóti sama kennslustundafjölda. Foreldrar eigifulltrúa í skólaráði, er starfi við hvern grunnskóla Stefnt skal aö því að auka áhrif foreldra á skólastarfið, en skólarnir hafa í auknum mæli komið inn í uppeldishlutverkið. Samstarfsnefnd ráðuneyta um Qölskyldumál skilaði í ágústlok áfangaskýrslu um skóla- og dag- vistarmál. í þeim hluta sem fjall- ar um skólamálin segir að tiilögur nefndarinnar miði við að sam- ræma enn betur skólastarfið og þarfir fjölskyldunnar, en langur vinnudagur beggja foreldra utan heimilis hefur gert hlutvcrk skólanna sífellt þýðingarmeira. Krafan um að nemendur hér á landi fái menntun til jafns við jafnaldra sína í nágrannalöndun- um býr einnig að baki tillögum um iengingu skóladagsins og að skólaárið hjá öllum grunn- skólanemendum sé a.m.k. 9 mán- uðir. í því sambandi er vísað í skýrslu OECD um menntastefnu á Islandi, sem út kom á síðasta ári. Nefndin leggur auk þess áherslu á „að nauðsynlegur þátt- ur í fjölskyldustefnu er að skólar taki í starfi sínu mið af jöfnum rétti og jafnri ábyrgð kynjanna. Börnum sé kennt allt frá fyrstu tíð um ábyrgð og skyldur fjölskyldu- lífs og að forcldrar bera jafna ábyrgð á börnum sínum. Brýnt er að nemendur fái sams konar kennslu hvort sem um er að ræða drengi eða stúlkur. Benda má á að efling heimilisfræðslu er þýð- ingarmikill þáttur í þessu sam- bandi.“ Brýnt að lengja skóladaginn Talið er mjög brýnt að lengja skóladaginn, einkum hjá yngri börnunum. - Þó að viðvera í skólum (skólaathvörfum) sé nauðsynlegur og gagnlegur þátt- ur, þá hlýtur það að vera keppi- kefli jafnt foreldra sem skólayfir- valda að tími sá sem börnin dvelj- ast í skólanum sé nýttur eins og kostur er í sambandi við nám þeirra.“ í dag er hámarkskennslu- stundafjöldi samkvæmt grunn- skólalögunum aðeins 22 stundir á viku fyrir 1. bekk, en er ofar dregur lengist hann smám saman og nær 36-37 stundum í 9. bekk. f skýrslu OECD er lenging skóladagsins talið eitt brýnasta verkefnið á grunnskólastigi og í skýrslu fjölkskyldunefndarinnar er bent á að stuttur skóladagur yngstu bekkja grunnskólans, þ.e. 7 og 8 ára barna og forskóla- barna, hafi víða leitt til erfiðleika fyrir útivinnandi foreldra. Lítil áhersla á uppbyggingu skóladag- heimila fyrir 6-10 ára börn er hluti af þessum vanda. í Reykja- vík hafa 5,6 % barna á þeim aldri aðgang að skóladagheimili og er það hæsta hlutfall á landinu. Varla er pláss fyrir fleiri en börn einstæðra foreldra og þeir sem ekki geta útvegað gæslu í heima- húsum eiga fárra annarra kosta völ en láta börnin sjá um sig sjálf. Hefur það í för með sér mikið öryggisleysi og vandamál bæði fyrir börn og fullorðna. Hér fyrir neðan eru tíundaðar tillögur um lengingu skóladagsins á næstu 4 árum, en þar til þær koma til framkvæmda er lagt til að innan fræðsluumdæmanna verði komið á skólaathvörfum fyrir þá sem á þurfa að halda. Lenging í 4 áföngum Nefndin setur fram áætlun um hvernig ná megi því markmiði að allir grunnskólanemar njóti skóladvalar a.m.k. 6 klukku- stundir á dag, skólaárið 1992- 1993 og er henni skipt í 4 áfanga: 1. Fyrir næstu áramót verði grunnskólalögunum breytt þann- ig að skóladagur 1. og 2. bekkjar lengist um 4 kennslustundir á viku og verði alls 26 stundir á næsta sKÓlaári. 2. Forskóla 6 ára barna verði breytt í bekkjafyrirkomulag þannig að allir njóti sama kennslustundafjölda, óháð fjölda barna. Nú eru reglurnar þær að stundafjöldinn miðast við fjölda barna í forskóladeild og er áætluð 1 vikustund á barn. Ef börnin eru 18 verða því stundirnar 18 á viku, en þar sem t.d. eru aðeins 4 börn verða þær 4. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi skólaárið 1990- 1991. 3. Skóladagur í öllum bekkjar- deildum verði lengdur skólaárið 1991- 1992 og verði 28 stundir hjá 1.-3. bekk og fari í 36 kennslu- stundir hjá 7.-9.bekk. Breytingar í þessum áfanga kalla á aukið skólahúsnæði, þar sem þörf verð- ur á einsetningu. í Reykjavík einni mun þurfa að bæta við al- mennum kennslustofum fyrir rúmlega 200 bekkjadeildir, sem nú eru síðdegis. Samkvæmt áætl- unum Skólaskrifstofu Reykjavík- ur er áætlaður stofnkostnaður vegna einsetningar um 1.250 miljónir króna. 4. I lokaáfanganum verði skóla- dagur yngri bekkjadeildanna lengdur um 2 stundir til viðbótar og verði það gert skólaárið 1992- 1993. Góð menntun er gulli betra, segir máltækið en bætt menntun kostar einnig fé. Miðað við verð- lag í janúar á þessu ári, er áætlað að tillögurnar hafi í för með sér tæplega 250 miljón króna aukinn rekstrarkostnað fyrir ríkissjóð á ári, er þær hafa að fullu komið til framkvæmda. Til samanburðar má nefna að samkvæmt fjár- lögum 1988 var rekstrarkostn- aður grunnskóla um 3,2 miljarð- ar. Áætlunin kallar einnig á veru- lega fjölgun kennara við grunn- skólana og þarf stöðugildum að fjölga um 300 á þessu 4 ára tíma- bili. Samfelldur skóladagur Samfelldur skóladagur er sett- ur á oddinn í áfangaskýrslunni og er lagt til að við hverja fræðslu- skrifstofu verði settur starfshóp- ur, sem vinni að því að koma á samfelldum skóladegi í öllum skólum fræðsluumdæmisins. Skal því verkefni vera lokið fyrir næsta skólaár, eftir því sem núverandi húsakostur skólanna býður uppá og eiga nemendur 1.-4. bekkjar að hafa forgang í þeirri vinnu. Á síðasta skólaári nutu tæp 75% nemenda á grunnskólaaldri Brýnt er talið að lengja skóladag yngstu barnanna, sem mörg hver neyðast til að sjá um sig sjálf frá því skóla lýkur og þangað til for- eldrar koma heim úr vinnu. í Reykjavík samfellds skóladags og 21% til viðbótar þurftu ekki að fara nema eina aukaferð á viku í skólann. Á Reykjanesi þurftu 28% nemenda að fara tvær ferðir eða fleiri á viku í skólann, en 60% nutu samfellds skóla- dags. Ekki liggja fyrir jafn ná- kvæmar upplýsingar um ástandið á landsbyggðinni, en unnið er að því að safna þeim saman. Annað sem er nokkuð breyti- legt eftir umdæmum og skólum er lengd skólaársins og telur nefnd- in ástæðu til að kanna rækilega hvað réttlæti styttra skólaár en 9 mánuði. Erfitt þykir t.d. að sjá réttmæt rök fyrir því að grunn- skólanemendur á Selfossi og Eg- ilsstöðum fái ekki jafn langan skólatíma og jafnaldrar þeirra á Sauðárkróki og ísafirði. Á síðasta skólaári var það ein- ungis í Reykjavík sem allir skólar störfuðu í 9 mánuði. Til saman- burðar þá voru 21% nemenda á Austurlandi í 9 mánaða skóla, en rúm 33% í skólum sem störfuðu í 8 mánuði. Aukin tengsl foreldra við skóla Á undanförnum árum hefur starfsemi foreldrafélaga við grunnskóla landsins farið vax- andi og starfa slík félög í flestum þéttbýlisstöðum landsins. En starfsemi foreldrafélaga er sögð mjög misjöfn eftir skólum og er helsta skýringin talin sú að for- eldrar hafa engin raunveruleg völd innan skólanna og þar af leiðandi takmörkuð áhrif. For- eldrar koma lítið inn í undirbún- ing skólastarfsins, kennslu- og starfsáætlanir og afleiðing lítilla áhrifa hljóti því að endurspeglast í áhugaleysi. Starfshópur sem fjallaði um tengsl heimila og skóla mælti ein- dregið með því að áhrif foreldra í stjórn skóla yrðu aukin með stofnun skólaráðs við alla grunn- skóla og tekur fjölskyldunefndin undir það. Lagt er til að inn í grunnskóla- lögin verði sett ákvæði um að skólaráð skuli starfa við grunn- skólana og vera stjórn skólans til. ráðuneytis um innri mál hans, - svo sem kennsluskipan, starfsá- ætlanir, skólatíma, slysavarnir og félagslíf í skólanum og fleira sem varðar daglega starfsemi skólans. í skólaráðinu skulu þrfr sitja. Einn tilnefndur af kennurum og öðrum starfsmönnum skólans, einn af foreldrafélaginu og einn af nemendaráði. Heimilt verður að sækja um undanþágu frá þessu ákvæði til menntamálaráðuneyt- is, en gildar ástæður verða að liggja fyrir undanþágu, s.s. smæð skóla. í yngri bekkjum grunnskólans hafa flestir foreldrar mest sam- skipti við skólana í gegnum um- sjónakennara. Starf umsjóna- kennara í 7.-9. bekk er ekki í eins föstum skorðum og virðist sam- band foreldra og skóla rofna tölu- vert er börnin eldast. - Nefndin telur nauðsynlegt að staða um- sjónarkennara við 7.-9. bekk verði styrkt. Þeim tilmælum er því beint til menntamáiaráðherra að mál þetta verði tekið til sér- stakrar umfjöllunar í samstarfi foreldra, kennara og fræðsluyfir- valda. mj Tillögur um lengingu skóladagsins krefjast aukins húsakosts. I Reykjavík einni þyrfti að bæta við almennum kennslustofum fyrir rúmlega 200 bekkjardeildir. ef skólar vrðu einsetnir. ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.