Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 17
ERLENDAR FRÉTTIR Svæöisstjórn um málefni fatlaðra á Vestfjörðum auglýsir eftir þroskaþjálfum við þjónustumiðstöð- ina Bræðratungu ísafirði frá hausti eða eftir nán- arasamkomulagi. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar gefa forstöðumaður Bræðra- tungu, Erna Guðmundsdóttir í síma 94-3290 og framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar í síma 94- 3224. Umsóknir óskast sendar til sömu aðila. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM Þroskaþjálfar Tyrkland Barcaní flýr Irak Eru írakar að fremja þjóðarmorð í norðri? Tyrkneskir ráðamenn hafa samþykkt að veita Masoud Barzani, leiðtoga Kúrda í Irak, hæli í landinu. Þetta var haft eftir manni sem er handgenginn Túrg- út Ozal, forsætisráðherra. Skæruliðar Barzanís eiga nú undir högg að sækja í stríðinu við stjórnvöld í Bagdað og hafa kúrdskir flóttamenn haldið tug- þúsundum saman yfir til Tyrk- lands. í gær sögðu íranskir ráða- menn að þeir væru reiðubúnir að létta undir með Tyrkjum og veita hluta flóttamannanna hæli hjá sér. „Mir-Hossein Mousavi, for- sætisráðherra írans, fullvissaði mig um að allir kúrdskir flótta- menn í Tyrklandi sem óskuðu eftir því að fá að fara til frans væru hjartanlega velkomnir," sagði Nuzhet Kandemir, emb- ættismaður í utanríkisráðuneyt- inu í Ankara. Hann hefur ferðast ótt og títt á milli Tyrklands, íraks og írans vagna þessa máls í um- boði Ozals. Ofannefndur félagi Ozals hafði eftir forsætisráðherranum að Barzaní hefði sjálfur ritað tyrkn- eska sendiherranum í Teheran bréf og beiðst hælis í Tyrklandi. Kúrdaleiðtoginn fengi að dvelja um skeið í Tyrklandi svo fremi hann gerði ráðstafanir til þess að komast til þriðja lands. Að minnsta kosti 60.000 íraskir Kúrdar hafa haldið yfir landa- mærin til Tyrklands uppá síðkast- ið. Þar af eru um þúsund skæru- liðar úr Lýðræðisflokki Kúrda, hreyfingu Barzanís. Nú þegar hlé hefur orðið á bar- dögum Iraka og írana hyggst Saddam Hussein láta kné fylgja kviði í norðri og brjóta upp- reisnarhreyfingu Kúrda á bak aft- ur í eitt skipti fyrir öll. Það er kunnara en frá þurfi að segja að íraksher hefur ítrekað beitt efna- vopnum gegn Kúrdum. Þegar Kandemir var í Bagdað talaði hann máli Kúrda og reyndi að leiða valdsherrunum fyrir sjónir að þjóðarmorð á þeim yrði mikill álitshnekkir fyrir íraka og myndi leiða til einangrunar þeirra á alþjóðavettvangi. Hann virðist hafa talað fyrir daufum eyrum því kúrdskir flóttamenn sem nýkomnir eru yfir til Tyrklands segja ljótar sögur af efnavopnaárásum íraska stjórnarhersins. Málsvari Lýð- ræðisflokks Kúrda staðhæfði í gær að hermenn Saddams Huss- eins hefðu framið fjöldamorð á Dahuk svæðinu þann 28. fyrra mánaðar. Hefðu þeir myrt 1.300 manns, þar á meðal fjölda kvenna og barna. Reuter/-ks. Masoud Barzaní. Slysfarir í agúrkutíð ísraelskir karlmenn í hœttu R euter kallinn, sem bregður stundum á leik þrátt fyrir virðulegan aldur, sendi penna- vinum sínum nýlega cftirfarandi sögu: Konugarmur einn í Israel varð svo áköf í bardaga sínum við kakkalakka, sem gerði sig heimakominn í setustofunni, að hún lét sér ekki nægja að troða á honum, dansa stríðsdans á hon- um og kasta honum í salernis- skálina, heldur hellti á hann úr heilli dollu af skordýraeitri, þegar kakkalakkinn sýndi einhvern bil- bug í að hypja sig ad patres. Skömmu síðar kom eiginmaður konunnar þreyttur heim úr vinn- unni og fékk sér smók til að hressa sálina, en þegar hann kastaði síð- an stubbnum í salernið í granda- leysi, gaus þar upp eldstólpi mik- ill og óvæntur, sem sveið illyrmis- lega lostaliðinn. Kallað var á sjúkrabíl í ofboði, en þegar eigin- maðurinn var loks kominn á sjúkrabörurnar, varð konunni það á að segja sjúkraliðunum alla sólarsöguna, og setti þá að þeim þvílíkan hlátur að þeir misstu börurnar niður stiga. I fallinu rifbeins- og mjaðmarbrotnaði eiginmaðurinn. Eitthvað kom þessi saga vönum blaðamanni, sem hefur fylgst vel með dramatískum heimsviðburðum árum saman, kunnuglega fyrir sjónir. Eftir stutta leit í atriðisorðaskrám í minnisstöðvum heilans rifjaðist það upp fyrir honum að slíkar sögur hafa reyndar verið árviss atburður um nokkurt skeið, hafa þær jafnan gerst í ísrael og komið í kunningjabréfum Reuters um þetta leyti sumars, sem sé mitt í agúrkutíðinni. Fyrir tveimur eða þremur árum var sagan t.d. eitthvað á þessa leið: í sumarhitunum gerð- ist það einu sinni sem oftar í Tel Aviv að vaskur stíflaðist. Heimil- isfaðirinn brást þá við skjótt, kvaddi til pípulagningamann til að gera við vaskinn, en þurfti síð- an sjálfur að bregða sér frá. Pípu- lagningamaðurinn sem var harla léttklæddur og einungis í víðum stuttbuxum að neðan gerði sér lítið fyrir og skreið undir vaskinn. í því bili bar að húsmóðurina á heimilinu, en þar sem hún vissi ekki hvað gerst hafði hélt hún að það væri hennar eigin ektamaki sem lá þarna hálfur undir va- skinum. Við þessa sjón komst hún í skap til að spauga og greip snögglega í þann líkamshluta mannsins sem henni fannst að kæmi sér sérstaklega mikið við. Pípulagningamaðurinn sem var með allan hugann við stífluna og átti sér einskis ills von braust um á hæl og hnakka og varð það til þess að vaskurinn losnaði við fjörbrotin, datt ofan á manninn og rifbeinsbraut hann. Sögulokin voru svo eins og í fyrri sögunni: kallað var á sjúkraliða, og þegar konan játaði fyrir þeim málsatvik misstu þeir sjúkrabörurnar, þannig að pípulagningamaðurinn mjaðmarbrotnaði ofan á allt ann- að. Fleiri sögur af þessu tagi hafa borist, allar upprunnar á sama heimshorni, og hafa þær reyndar haft nokkur áhrif. í nokkuð sak- lausri mynd virðist ein þeirra meira að segja hafa slæðst inn í íslenska kvikmyndagerð. En hvaða lærdóm má svo af öllu þessu draga? Kannske þann að margt sé sér til gamans gert í ag- úrkutíðinni, en þrátt fyrir allt sitt hugmyndaflug komist blaða- menn ekki mjög langt frá agúrk- unni sjálfri og grípi til hennar þegar annað bregst. Eða þá þann, að þegar líður á sumar sé ísraelskum karlmönnum hollast að gæta leyndarlimsins vel. reuter/-e.m.j. ip Daggæsla *' á einkaheimilum Dagvist barna í Reykjavík tilkynnir að leyfisveit- ingar fyrir daggæslu á einkaheimilum standa nú yfir fram til 1. október 1988. Vakin er athygli á því, að sérstaklega skortir dag- mæður í eldri hverfi borgarinnar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Nánari upplýsingar gefa umsjónarfóstrur í síma 27277. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Utideild Við í Útideild erum að leita að félagsráðgjöfum eða fólki með sambærilega menntun til að starfa með okkur. Markmiðið með starfinu er fyrst og fremst að hjálpa unglingum til að koma í veg fyrir að þeir lendi í erfiðleikum og aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Lögð er rík áhersla á fyrirbyggjandi starf, frumgreiningu vandamála, stuðning við einstak- linga og hópstarf. Ef þú hefur áhuga á spennandi og skemmtilegu starfi með fámennum og nánum samstarfshóp, þar sem fagmenntun þín nýtist vel, leggðu inn umsókn til okkar. Vinnutíminn er sveigjanlegur. Nánari upplýsingar getur þú fengið í síma 621611 og 622760 á skrifstofutíma. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. REYKJKMIKURBORG ^Lauidn. Stötuvi Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Óskar eftir að ráða: Sjúkraliða: á næturvaktir í heimahjúkrun. 60% starf. Hjúkrunarfræðing: með Ijósmóðurmenntun við mæðradeild, til að annast foreldrafræðslu. 50% starf. Skólahjúkrunarfræðinga: m.a. í Fellaskóla, 100% starf, og Öskjuhlíðarskóla, 50% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstóri í síma 22400. Umsóknum skal skilatil skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 12. september 1988. Laugardagur 3. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.