Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 13
ryigyyiiwi'iwiwwmn^gr' trwt*r%mrT*-*mjw*i**.'«***^ -• Ogþetta líka... Linford Christie sem varð í þriðja sæti í hlaupi aldar- innar en hlaut silfrið vegna lyfja- neyslu Ben Johnsons, var sjálfur sak- aður um lyfjanotkun eftir þátttöku í 200 m hlaupi. Þar varð hann í 4. sæti en þegar öll kurl komu til grafar var hann sýknaður af öllum ásökunum. Hann heldur því silfurpening sínum, ærunni og keppnisrétti sínum. Carl Lewis nær ekki að vinna fjögur gull vegna árangurs upp á aðeins 2. sæti í 200 m hlaupinu, en nú er komið í Ijós að hann nær ekki einu sinni fernum verðlaunum. Bandaríska sveitin í 4x100 m boðhlaupi var dæmd úr leik þegar hún sigraði auðveldlega í undanrásunum í gær en sú grein var talin öruggasta gull Lewis fyrir leikana. Þeim mistókst skipting í hlaupinu en Lewis var ekki með held- ur sparaður fyrir úrslitahlaupið. Menn voru farnir að spá nýju heimsmeti í greininni en Bandaríkjamenn hafa jafnan mikla yfirburði í boðhlaupum. Sovétmenn sigruðu Júgóslava í úrslitum körfu- boltakeppninnar í Seoul. Þeir höfðu áður unnið Bandaríkjamenn í undan- úrslitum en töpuðu hins vegar fyrir Júgóslövum í riðlakeppninni. Um tíma leit út fyrir annan sigur Júgó- slava en þeir höfðu náð forystu 24-12 í fyrri hálfleik. Sovétmenn gáfust ekki upp og komust yfir fyrir leikhlé, 31-28. í síðari hálfleik réðu þeir síðan gangi leiksins og sigruðu örugglega, 76-63. í kvennaflokki töpuðu Júgóslavar einnig í úrslitum, en þar urðu Banda- ríkjastúlkur sigurvegarar. Bogdan Kowalczyck hættir nú sem þjálfari íslendinga. Óvíst er hver tekur við af honum en ýmis nöfn hafa komið upp, s.s. Mar- es, þjálfari Tékka, Tiedemann hjá A- Þjóðverjum, Svíinn Roger Karlson eða jafnvel Bambir kvennalands- liðsþjálfari. Hér heima virðist þó vera vinsælast að fá Jóhann Inga til starf- ans og skal engan undra það. IÞROTTIR Seoul-handbolti Karfa Riðlakeppni ogsexföld umferð Nú þegar Ólympíuleikunum lýkur fara vetraríþróttirnar af stað að krafti og byrjar íslands- mótið í körfuknattleik á sunnu- dag. Það verður með breyttu sniði en nú er deildinni skipt í tvo riðla og mun fleiri leikir á hvert lið. 10 félög koma til meö að berj- ast um íslandsmeistaratitilinn og verður þeim skipt í tvo fimm liða riðla. Liðin leika fjórfalda um- ferð innan riðlanna en tvöföld umferð verður einnig leikinn á milli riðla. Með þessu móti leikur hvert lið 26 leiki auk úrslita- keppninnar sem verður með svip- uðu sniði og áður. í úrslitakeppnina komast tvö efstu liðin úr hvorum riðli en nokkuð jafnt er skipt í riðla. UMFN, Valur, UMFG, Þór og ÍS eru í öðrum riðlinum en Haukar, ÍBK, KR, ÍR og UMFT í hinum. Þessi mikli leikj afj öldi gerir það að verkum að liðin leika tvo leiki að jafnaði í hverri viku. Það er því ljóst að mikið álag verður á körfuknattleiks- mönnum okkar í vetur, sérstak- Iega þeim sem æfa og leika með landsliðinu. Fjórir fyrstu leikirnir verða á sunnudag og leika þá UMFG og Þór í Grindavík, KR og ÍR í Hagaskóla. Valur og ÍS að Hlíð- arenda og ÍBK og UMFT í Kefla- vík. -þóm Jafnara gat það ekki veríð Besti handboltaleikur Ólympíuleikanna þegar ísland ogA- Pýskaland skildu alltað þvíjöfn ! Úrslit réðust í vítakeppni eftir tvœr framlengingar Ja, hérna. Svona nokkuð hélt ég að gerðist ekki nema í körfuboltan- um. Leikur íslendinga ug A-Þjóðverja var sá jafnasti af öllu því sem undirritaður hefur séð í faginu. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma og var þá gripið til fratnlengingar. Aftur var jafnt og því önnur framlenging. Þegar liðin voru enn jöfn að henni lokinni var Ijóst að svona gæti þetta ekki haldið áfram. Úrslitin urðu því að ráðast í vítakeppni og var þá farið að líkja íþróttinni við fótboltann. Loks í vítakeppninni náðu A-Þjóðverjar að knýja fram sigur en aðeins einum íslenskum leikmanni tókst að skora og fjórum mistókst. Spenna og aftur spenna Varla er hægt að hugsa sér meiri spennu í handboltaleik, og þó víðar væri leitað innan íþrótt- anna. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en ís- lendingar höfðu frumkvæðið lengst af. Forystan var eitt mark í leikhléi, 13-12, ogsíðan skildu 1- 2 mörk liðin að undir lok leiksins. Þegar 5 mínútur voru til leiks- loka skoraði Geir Sveinsson af línunni, 23-21. íslendingar voru síðan tveimur fleiri í næstu sókn, áttu því alla möguleika á að ná þriggja marka forystu og tryggja sér sigur. Þeir misstu boltann klaufalega og A-Þjóðverjar minnkuðu muninn, auk þess sem Guðmundi Guðmundssyni og Borchardt var vikið af veíli. Þeg- ar aðeins 40 sekúndur voru til leiksloka komst Sigurður Gunn- arsson í dauðafæri á línunni en Hofmann varði frá honum. Karl Þráinsson fékk brottvísun þegar þrjár sekúndur voru eftir og A- Þjóðverjum tókst að nýta tímann til að fiska vítakast og jafna, 23- 23. Framlengingar Nú var framlengt og ekki minnkaði spennan hér á íslandi þegar gervihnattasambandið rofnaði og nú var aðeins hægt að hlusta á atburðarásina. A- Þjóðverjarnir skoruðu fyrstu tvö mörkin en íslendingum tókst að jafna, 25-25. Á síðari fimm mín- útunum var síðan ekkert mark skorað og því framlengt á nýjan leik. Nú voru það íslendingarnir sem skoruðu tvö mörk í röð en Borchardt skoraði á síðustu sek- úndunni, 27-26. A-Þjóðverjun- um tókst síðan enn að jafna 28-28 og markverðirnir Einar Þorvarð- arson og Wieland Schmidt vörðu til skiptis úr dauðafærum. Eftir þetta var ljóst að liðin voru ein- faldlega jafn góð og vítakeppni varð að ráða úrslitum. Fimm leikmcnn skyldu taka vítin í hvoru liði, líkt og í fótbolt- anum og byrjaði Alfreð á að skjóta í þverslána. Wahl skorði og Kristján gerði það einnig. Síð- an varði Einar frá Fiedler og Schmidt varði frá Karli. Hauck skoraði 1-2 og Atla mistókst að vippa boltanum yfir Schmidt. Einar gaf vonarglætu með að verja frá Borchardt en Schmidt varði frá Sigurði Gunnarssyni og sigur A-Þjóðverja í höfn. Góður leikur Þessi leikur hlýtur að vera ein- hver sá erfiðasti sem strákarnir hafa leikið á ferlinum. Allar taugar og vöðvar þandir til ýtr- asta og mega menn hafa verið þreyttir að leikslokum. Bæði Hð léku mjög vel og var þetta lang besti leikur íslands á leikunum. A-Þjóðverjar eru að margra mati með eitt af þremur bestu liðum keppninnar en lánið hefur ekki leikið við þá. Þeir áttu því varla skilið að falla níður í B-flokk en eins og íslenska liðið lék á það varla slíkt skilið heldur. Einar Þorvarðarson varði mjög vel í þessum leik, jafnvel betur en kumpánarnir Schmidt og Hofmann. Þeir gátu hins vegar skipst á að verja markið og þá skipti það sköpum að Schmidt tókst að verja þrjú vítaköst í lok- in. Kristján skoraði manna mest og átti góðan leik, eins og reyndar allt liðið, og var sérstak- Einar Þorvarðarson varði vel gegn A-Þjóðverjum, þar af tvö vítaköst í lokin, og verður varla sakaður um ósigurinn. lega skemmtilegt að sjá samvinnu Sigurðar Gunnarssonar og Þor- gils Óttars á línunni. Það háði lið- inu eflaust að Alfreð gat ekki leikið í sókninni vegna meiðsla en Atli lék ágætlega í sömu stöðu, en lætur of oft dæma á sig ruðning. Nú tekur við nýr undirbúning- ur hjá mannskapnum og þýðir ekkert nema að stefna að sigri í B-keppninni. Vonandi fæst góð- ur þjálfari þar sem Bogdan er hættur en það virðist nauðsynlegt að fá einhvern sem kemur sál- fræðilega þættinum í lag. Mörk Islands: Kristján 9/4, Þorgils Óttar 8, Atli 4, Guð- mundur 4, Sigurður G. 2, Alfreð 1 og Geir 1. Einar varði 20 skot, þar af tvö vítaköst, og Brynjar Kvaran varði eitt víti. -þóm Ráðhús Reykjavíkur Málmgluggar, forhliðar og gler Forval Ákveðið hefur verið að bjóða út málmglugga, forhliðar og gler í lokuðu útboði. Bjóðendur þuría að framkvæma hönnun að hluta til og að geta sýnt fram á að tæknilegum kröfum sé fullnægt. Útboðsgögnin miðast við að sami framleiðandi leggi til glugga og gler, en réttur verður áskilinn til að taka tilboðum í annað hvort, og því einnig heimilt að gera tilboð á sama hátt, en athygli er vakin á því að útfærslu framleiðenda þarf þá að samræma. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í lokuðu útboði í þetta verk, geta sótt upplýsingar um verkefnið á skrifstofu borgarverkfræðings Skúlatúni 2, 3. hæð. Verkefnisstjórn Ráðhúss Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.