Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 6
þjÓÐWIUIMM^a / 7 sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Siölaust skipunarvald Við stjórnarskipti setjast nýir menn í ráðherrastóla. Þeir, sem láta af embætti, taka til á skrifborðinu og hljóta að reyna eftir mætti að skilja eftir hreint borð. Auðvitað er Ijóst að áhrifa hvers ráðherra gætir töluverðan tíma eftir að hann er horfinn af vettvangi og nýr maður er tekinn við. Hjá því er tæpast unnt að komast að verkefni og áætlanir, sem settar haf a verið í gang að f rumkvæði eða með samþykki ráðherra, hafa ekki allar verið leiddar til lykta þegar nýr maður er sestur í ráðherrastólinn. Viðbúið er að meira sé í gangi af slíkum verkefnum þegar sá ráðherra, sem kveður, hefur þurft að hverfa af vettvangi án mikils fyrirvara, t.d. vegna þess að ríkisstjórn hrökklast frá völdum á miðju kjörtímabili, líkt og nú hefur gerst. Hitt þykir umhugsunarefni að ráðherra, sem veit að hann er að yfirgefa stólinn, keppist við að afgreiða sem flest mál, flýti eftir mætti að skipa menn í stöður og reyni af fremsta megni að ráðskast með málefni ráðuneytisins þótt Ijóst liggi fyrir að í raun og veru er hann í stöðu manns sem búið er að segja upp vinnunni. Þegar Birgir ísleifur Gunnarsson skilaði af sér lyklavöld- um í menntamálaráðuneytinu síðastliðinn miðvikudag, hafði honum um nokkurra daga skeið verið Ijóst að yfirgnæfandi líkur væru á því að völdum hans lyki þar með skjótum hætti. Engan þarf að undra þótt hann afturkallaði ekki allar fyrir- skipanir sínar, jafnvel þótt þær kynnu að leiða til niðurstöðu sem hugsanlega yrði nýjum menntamálaráðherra lítt að skapi. Þannig telja menn að í sjálfu sér sé ekki unnt að fjargviðrast út af því að nýr ráðherra skuli sitja uppi með nýprentað fréftabréf með efni sem er í litlu samræmi við hugmyndir hans í menntamálum. En það hefur aftur á móti vakið menn til umhugsunar að fráfarandi menntamálaráðherra kepptist við síðustu dagana sem hann sat að völdum að skipa menn í embætti. Og þegar athugað er hverjir það eru, sem hann var að skipa í embætti, vaknar sú spurning hvort hann var að nýta síðustu mínútum- ar til að tryggja pólitísk völd síns flokks sem best. Síðastliðið vor voru samþykkt á alþingi lög um framhalds- skóla en slík lög hafa verið í deiglunni um margra ára skeið. Samkvæmt þeim á að skipa fimm manna skólanefnd við hvern framhaldsskóla í landinu. Það er menntamálaráð- herra sem skipar nefndina og skulu fjórir menn í hverri nefnd tilnefndir af hlutaðeigandi sveítarfélagi eða sveitarfélögum ef fleiri en eitt sveitarfélag standa saman að rekstri skóla. En formann skólanefndanna skal ráðherra skipa án tilnefninga. Þar sem nýju lögin um framhaldsskóla tóku ekki gildi fyrr en 19. maí síðastliðinn, eru sveitarstjórnir ekki enn allar búnar að tilnefna menn í skólanefndir. Það kom því nokkuð á óvart að fráfarandi menntamálaráðherra skyldi láta það verða eitt af sínum síðustu verkum, áður en hann kvaddi starfslið ráðuneytisins og þakkaði fyrir samveruna, að skipa formenn í skólanefndir framhaldsskólanna. Enn þá meiri furðu vakti sú aðferð sem hann virðist hafa beitt við að velja menn í þessi embætti. Nær allir nýskipuðu formennirnir uppfylla það skilyrði að vera framámenn í Sjálf- stæðisflokknum. Formaður í skólanefnd Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki er bæjarfulltrúi íhaldsins. Sömu sögu er að segja um formann skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi. Til formennsku í skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík er valinn ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu og þekktur hug- myndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Svo mætti lengi telja. Hverra hagsmuna var ráðherra að gæta? ÓP KLIPPT OG SKORIÐ Margt er olympiubölio Það er margt ólympíubölið. Blaðalesendur hafa það fyrir satt að það sé þjóðarsorg í Kanada yfir lyfjahneykslinu hans Ben Jo- hnsons. Bandaríkjamenn eru af- skaplega miður sín vegna þess hve mjög þeir láta sér koma það á óvart, að það er miklu erfiðara að ná í gullverðlaun í Seúl en í Los Angeles fyrir fjórum árum, þegar iþróttastórveldin Sovétríkin og DDR sátu heima. Og íslendingar leita ákaft að skýringu á því hvers vegna handboltaliðið komst ekki ofar en raun ber vitni: Sumir segja að þjóðin liggi eins og mara ofan á handknattleiksmönnum með ofurást sinni og miklum væntingum og fái þeir ekki mark skorað fyrir þessu. Aðrir segja, að öllu mætti við bjarga ef við ættum nóg af íþróttasálfræðing- um, sem ku vera öllum hormón- alyfjum áhrifameiri til sigra. Andleg óráðsía Og svo heyrði Klippari það í fyrrakvöld í upphringingarþætti í útvarpinu, að góðir menn og mannúðlegir væru að efna í fé- lagsskap til að taka vel á móti handboltamönnum þegar þeir koma heim og láta þá vita að þjóðin standi með sínum mönnum, hvað sem hver segir. Ósköp eðlilegt reyndar að bryddað sé upp á slíku. Þegar ís- lendingar ganga til alþjóðlegrar keppni, sama í hverju er, fyllist þjóðin undarlegri andlegri óráðsíu. Fyrst fljúga væntingar firnahátt með stórkarlalegum yf- irlýsingum. Næst slær mönnum niður með miklum vonbrigðum og fýlu í garð þeirra sem ekki stóðu sig sem skyldi. í þriðja skrefi skammast menn sín niður í tær fyrir að hafa ætlast til of mik- ils. Þetta mynstur endurtekur sig hvað eftir annað. Úthaldsleysi og þjóðarsálin En það er líka til, að menn velti fyrir sér því úthaldsleysi, sem oft grípur íslenska keppnismenn eins og herfjötur og verður til þess að þeir vinna ekki sín bestu afrek þegar mest liggur við heldur eins og öllum að óvörum. Menn vita ekki hvernig á þessu stendur en vísa á þjóðarsálina. Og þegar þjóðarsálin blessuð er komin upp á borð, þá er eins gott að fletta upp í bókmenntunum. I Sölku Völku Halldórs Lax- ness eru þau einu sinni sem oftar að ræ'ða stórmálin Arnaldur og Salka Valka. Og Arnaldur segir um íslendinga þessi eftirminni- legu orð hér: „Engin þjóð er jafnömurlega skygn á fánýti sigurs og ósigurs." Hann prýðir þessa staðhæfingu nokkrum dæmum og Salka Valka spyr: Bíðum við íslendingar þá alltaf ósigur? Arnaldur svarar: „Nei, sagði hann, það er ekki þarmeð sagt. Hitt er sönnu nær að við bíðum aldrei neina veru- lega ósigra, af því við nenntum aldrei að fylgja unnum sigri eftir." Það er nefnilega það. Vill ein- hver spinna þennan þráð áfram? Svo voru það peningarnir Inn í ólympíudæmið koma að sjálfsögðu vangaveltur um pen- inga. Sumir segja: við verðum að horfast í augu við ástandið eins og það er og fjárfesta meir í framúr- skarandi íþróttamönnum. Aðrir segja sem svo: stjörnusportið er svo feiknarlega dýrt orðið að það verða einmitt peningarnir (eða peningaskorturinn) sem hljóta að reka smáþjóðamenn út í horn. Svo mikið er víst, að afreks- menn í Seúl eru þangað komnir ekki síst til að hækka sitt marks- verð í atvinnumennsku og auglýs- ingaheimi. Og glíman milli þeirra verður grimmari og harðari með hverjum ólympíuleikum sem sjónvörpin fiska á sína skjái. Áuglýsingafé framleiðenda í- þróttavarnings og stórfyrirtækja annarra hefur að vísu lekið inn á íþróttaleikvanga í auknum mæli hin síðari árin. En fyrirtækin eru þá meir gefin fyrir að koma nafni sínu fyrir nálægt stórmótum sem slíkum en að þau vilji fjárfesta í tilteknum íþróttamönnum, því þar með er of mikil áhætta tekin. „Hver getur alltaf sigrað?" eins og einn fjárfestingaraðilinn kemst að orði. Færri menn verða ríkari íþróttastjörnurnar reka sig aft- ur á móti sem sjálfstæð fyrirtæki: einhver tiltekinn kappi fjárfestir til dæmis fimm miljónir í gullmedálíu og ætlar sér að upp- skera tuttugu miljónir eða fimmtíu miljónir eða hundrað. Og þótt fyrirtækin séu tregari en áður til að fjárfesta í einstak- lingum, þá er það samt alltaf gert þegar um „algjöra toppmenn" er að ræða. í þessu dæmi endur- tekur sig með nýjum hætti það gamla mynstur að „þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátæk- ari". Með öðrum orðum: þær stórstjörnur sem nú þegar hafa gert samninga upp á margar milj- ónir fá enn glæsilegri samninga en áður - um leið og þeim fækkar sem slíkrar fjárhagslegrar vel- gengni njóta, og brautin inn í þann hóp verður þrengri og bratt- ari. Og fallið út úr hópnum nátt- úrlega herfilegra og meir niður- brjótandi. Eða eins og hagyrðingurinn sagði: Það er erfitt þetta líf og þettta er vondur heimur. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Úlgelandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.. Rltstjórar: Arni Bergmann, Mörður Árnason, Órtar Proppé. Fréttastjbri: Lúðvik Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjðrleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gislason, Páll Hannesson, Sigurður A. Friðþiófsson, Sævar Guðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrfta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. ÚtlHstelknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur 0. Pétursson Framkvæmdastiórl: Hallur PállJónsson. Skrifstofustjórl: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. AuglýsingastjórhOlgaClausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdðttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdðttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbrelðslu- og afgreiðslust|óri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halia Pálsdðttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumaður: Katrin Bárðardðttir. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavfk, simar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Siðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvil|ans I if. Prentun: Blaðaprent hf. Verðllausasölu:70kr. NýtthelgarblaS:100kr. ÁskriftarverA á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJiNN Laugardagur 1. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.