Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRETTIR Samtök óháðra ríkja Hafa misst tittru Hefurmistekist að verða trúverðugt þriðja afl íheimsstjórnmálum og að sœtta stríðandi aðila innan eigin raða Herbúðir Polisario á Vestur-Sahara - getuleysi Samtaka óháðra ríkja til að sætta stríðandi aðildarríki hafa orðið samtökunum mikill álitshnekkir. r Ifyrrihluta þessa mánaðar fór fram í Nikosíu á Kýpur ráð- stefna utanríkisráðherra Sam- taka óháðra ríkja. Á ráðstefn- unni kom fram mikil óánægja með starfsemi samtakanna. Var því haldið fram, að sem afl í al- þjóðastjórnmálum væru samtök- in orðin lítils megandi og ekki sparaðar hvatningar til úrbóta á því ástandi. Litlar líkur virðast á að það takist. Fyrir það fyrsta hafa samtök þessi alltaf verið harla sundurleit og má raunar um það deila, hvort þau hafi nokk- urntíma risið undir því að kallast samtök. Engu að síður nutu þau á bernskuskeiði sínu verulegrar virðingar, er meðal frumkvöla um starfsemi þeirra voru menn eins og Tito, Nehru og Nasser, leiðtogar sem voru í miklu áliti á alþjóðavettvangi og gátu haft veruleg áhrif á gang mála þar. Tilraun til myndunar þriðja afls Aðalástæðan að baki stofnun- ar samtakanna var að mörgum ríkjum þriðja heimsins var þvert um geð að láta dragast inn í kald- astríðsdeilur risaveldanna. Hug- myndin var sú, að samtökin yrðu þriðja meginafl heimsstjórnmál- anna, afl sem haft gæti í fullu tré við risaveldablakkirnar og varið hagsmuni þriðja heimsins fyrir þeim. Jafnframt skyldu samtökin vinna að því að þau lönd, sem enn voru nýlendur, yrðu sjálfstæð, og leitast við að draga úr efnahags- legum ítökum Vesturlanda í þriðja heiminum. Þetta gerði að verkum að geir samtakanna beindist ívið meira gegn Vesturlöndum en Sovét- blökkinni. Það eitt út af fyrir sig olli fljótlega í þeim óróa og klofn- ingi. í samtökunum eru ríki eins og Kúba, sem er undir stjórn kommúnista og nátengt Sovét- blökkinni. Hjá þeim hefur gætt viðleitni til að færa stefnu sam- takanna í alþjóðamálum nær stefnu Sovétríkjanna. Sú við- leitni mætti harðri andstöðu ann- arra ríkja, sem annaðhvort höll- uðust fremur að vesturveldunum í alþjóðamálum eða lögðu áherslu á algert hlutleysi samtak- anna í deilum risaveldanna. Önnur ekki síður mikilvæg ástæða til sundrungar innan sam- takanna er það hversu sundurleit þau eru innbyrðis. í þeim er fjöldi ríkja í Asíu, Afríku, Rómönsku Ameriku og jafnvel Evrópu (Júgóslavía) með samtals um 2 miljarða íbúa og hvað menningu og hagsmunum viðvíkur er miklu meira innan þeirra sem sundrar en sameinar. Það helsta sam sam- einar hefur verið viljinn til að standa utan risaveldablakkanna, og meira að segja sá vilji er harla veikur hjá sumum aðildarríkjum. Haiti Heldur þjófræðið velli? Nýtt valdarán vekur vonir um hið gagnstœða - en í veikara lagi Ifjölmörgum ríkjum þriðja heimsins liggur öruggasta leiðin til frama í stjórnmálum í gegnum herinn. Hann hefur vopnin, og í þeim heimshlutum eru það oftast þau, sem endanlega skera úr, ef í kekki kastast. Ekki svo að skilja að herforingjar eigi alltaf áhyggjulitla daga á valda- stólum, sem þeir hafa hafist á með byssustingjum. Undirtyllur öf- unda þá af völdum og velsæld og ekki síst í Afríkuríkjum hefur það borið við að stjórnarbyltingar hafa jafnframt verið byltingar innan hersins, sem sé að undirfor- ingjar hafi velt hærra settum for- ingjum af valdastólum og sest á þá sjálfir í staðinn. Þannig kann því að vera farið með stjórnarbyltingu sem laust eftir miðjan s.l. mánuð var gerð á Haiti, einu fátækasta ríki Vestur- álfu. Ókyrrð hefur verið ærin í stjórnmálum ríkis þessa frá því að það var stofnað kringum alda- mótin 1800, svo að líklega hefur flestum landsmönnum lítt brugð- ið í brún við þessa nýj ustu atburði og ekki er heldur sennilegt að þeir vænti sér allir mikils af þeim. Haitimenn búa flestir við sára fá- tækt og skort á heilbrigðisþjón- ustu og menntun. Efnahagsmál ríkisins eru í óreiðu og spilling ríður húsum. Svo hefur ástandið löngum verið í sögu ríkis þessa og ekki fer það batnandi. Veldur því ásamt með öðru ör fólksfjölgun og uppblástur lands. Valdhafar koma og fara - þjófræðið stendur Svo gagnger er spillingin þar- lendis að fréttaskýrendur hafa fundið upp á því að kalla stjórn- arfarið þar þjófræði, kleptókratí á útlensku. Þeir Duvalierfeðgar, sem voru einvaldar landsins í nærri þrjá áratugi, voru ekki barnanna bestir í því, en því er haldið fram að þeir, sem setið hafa þar á valdastólum frá því að Baby Doc var steypt, hafi reynst litlu eða engu betri. Henri Namp- hy hershófðingi, sem síðan hefur verið helsti ráðamaður þarlendis, þjónaði raunar Duvalierfeðgum á þeirra tíð. Á hans valdatíma hefur ekki borið á öðru meira en kosningasvikum og hryðjuverk- um, ekki síst af hálfu fyrrverandi liðsmanna í Tonton Macoutes, hryðjuverkasveitum sem Duvali- erfeðgar höfðu á sínum snærum. f stjórnarbyltingunni nú um daginn höfðu undirforingjar í hernum forustuna og það fór ekki á milli mála að þeir hafa fylgi óbreyttra hermanna. Oddviti þeirra er þó hershöfðingi, Prosp- er Avril að nafni, en óljóst er enn að hve miklu leyti hann stjórnar undirforingjum og óbreyttum liðsmönnum eða þeir honum. Hann hefur lofað frjálsum kosn- ingum, en það hafa aðrir valds- menn þarlendir gert áður, án þess að standa við það, þar á meðal Namphy. Liðsmenn Avrils hafa lagt fyrir hann kröfulista í 19 greinum, þar sem þeir krefjast Siðferðislegur misbrestur Grunnurinn að Samtökum óháðra ríkja var lagður á ráð- stefnunni í Bandung í Indónesíu 1955, þegar kalda stríðið var enn í algleymingi, en formlega voru samtökin stofnuð 1960. Erjur Kína og Indlands út af landamær- um og áhrifum í Asíu spilltu fyrir samtökunum frá byrjun, og síðan hefur fleira komið til. Það segir sig næstum sjálft að þróuð ríki eins og Singapore og auðug ríki eins og olíuríkin eiga ekki sömu hagsmuna að gæta og bláfátæk ríki á gjaldþrotsbarmi. Undan- farið hefur getuleysi samtakanna til að greiða úr illdeilum milli að- ildarríkja orðið þeim hvað mest- ur álitshnekkir. Iran og írak háðu þannig sitt stríð í átta ár án þess að samtökin fengju nokkuð að gert og hið sama er að segja um stríðið á Vestur-Sahara milli Marokkó og þarlendrar sjálf- stæðishreyfingar, Polisario, sem nýtur stuðnings Alsírs. Siðferðislega séð er risið ekki heldur hátt á Samtökum óháðra ríkja. Á ráðstefnunni í Nikosíu gagnrýndi Kishore Mahbubani, utanríkisráðherra Singapore, samtökin harðlega fyrir að hliðra sér hjá að gagnrýna þau aðildar- ríki sín, sem brjóta meginreglur Sameinuðu þjóðanna og alþjóð- lega samninga. Á ráðstefnum samtakanna hefur verið vaninn að sniðganga slík mál, af ótta við að umræður um þau myndu vekja enn meiri sundrung innan sam- takanna. Nikosíuráðstefnan var engu betri en hinar í því efni. I lokaályktun ráðstefnunnar voru Suður-Afríka, fsrael og Banda- ríkin gagnrýnd fyrir apartheid, meðferðina á Palestínu-Aröbum o.fl., en ekki var minnst þar einu orði á eiturgashernað íraks gegn kúrdneska þjóðernisminnihlut- anum þar. dþ. Avril hershöfðingi (til vinstri) - fögur loforð ekki spöruð frekar en fyrri daginn. Frá stjórnarbyltingunni - drepinn liðsmaður úr sveitum Tonton Maco- utes dreginn um götu. meðal annars að stjórnarskrá ríkisins sé virt. Þeir krefjast einn- ig kjarabóta sjálfum sér til handa, enda eru kjör óbreyttra her- manna hin aumustu, þótt foringj- arnir hafi hingað til tekið nógu mikið til sín af takmörkuðum af- rakstri landsgæða til að geta lifað í vellystingum. Ráðist gegn Tonton Macoutes Eitt af því fyrsta, sem bylting- arhermennirnir gerðu, var að ráðast gegn Tonton Macoutes, sem undanfarið höfðu framið mörg hryðjuverk, og stóð að sögn á bakvið þann lýð borgarstjórinn í Port-au-Prince, höfuðborg landsins, Franck Romain að nafni, gamall Duvaliersinni. Byltingarmenn létu sér ekki held- ur nægja að skipta um stjórn, heldur tóku þeir sig til og settu af flesta háttsetta herforingja og fangelsuðu suma þeirra. Þetta eru talsverð umskipti á haitískan mælikvarða, því að haft hefur verið fyrir satt að eina stofnunin, sem sé sæmilega skipulögð og nokkurnveginn starfhæf þar í Iandi, sé herinn. Sumra hald er að 27 ára gamall liðþjálfi, Joseph Hebreux að nafni, sé nú einn valdamesti maður landsins í raun, en þeir Avril koma yfirleitt fram saman opinberlega. Þeir sem efast um að stjórnar- byltingin breyti miklu um spill- inguna benda á að einn fárra hátt- settra herforingja, sem hermenn- irnir settu ekki af, er ofursti að nafni Jean-Claude Paul, sem er vínsæll meðal hermanna sinna vegna þess hve annt hann hefur látið sér um þá og meira að segja borgað þeim úr eigin vasa. En hann liggur undir ákærum um fíkniefnasmygl til Bandaríkj- anna. Sumir Haitimenn telja að byltingarhermennirnir séu fyrst og fremst verkfæri í hendi Avrils, og muni hann losa sig við forustu- mennina í þeirra hópi þegar hann sjálfur sé orðinn sæmilega örugg- ur í valdasessi. Síðan muni allt halda áfram eins og áður. Avril er raunar sjálfur síður en svo án tengsla við þjófræðið, því að hann á að baki langan starfsferil í þjónustu Duvalierfeðga og eftir- manna þeirra. Og í svo sárfátæku landi sem Haiti væri þar á ofan fullerfitt að koma á umbótum svo að um munaði, jafnvel þótt allra besti vilji af hálfu ráðamanna væri fyrir hendi. dþ. 18 SÍDA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 1. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.