Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Skoðanakannanir Ríkisstjómin í meðbyr 65% styðja ríkisstjórn Steingríms. Stjórnarflokkarnir aukaallirfylgisitt. Enginn stuðnings manna Alþýðubandalagsgegn stjórninni. 46% af kvennalistanum styður stjórnina n úmlega 65% landsmanna eru gríms Hermannssonar sam- kvæmt skoðanakönnun sem birt- ist í DV í fyrradag. Um þriðjung- ur þess fylgis kemiir frá kjósend- um sem styðja aðra flokka en þá sem standa að stjórninni. í gær og fyrradag birtust niður- stööur skoðanakönnunar um fylgi flokkanna og stuðning við ríkisstjórnina í DV. Niðurstöður könnunarinnar eru um margt at- hyglisverðar, einkum hvað varð- ar fylgið við ríkisstjórnina. Fylgi einstakra flokka hefur breyst töluvert bæði miðað við síðustu kannanir að ekki sé talað um ef miðað er við kosningar. A-flokkarnir bæta örlítið við sig miðað við síðustu kannanir en hafa ekki náð því fylgi sem þeir höfðu í kosningunum. Alþýðu- bandalagið er nú lítið eitt stærra en Alþýðuflokkurinn, með 10,7% en kratar með 10,4%. Kvennalistinn tapar fylgi miðað við síðustu könnun en er þó enn sá flokkur sem hefur bætt mestu við sig frá kosningunum, er með 25,5%. Framsókn er enn á upp- leið með 21,9% en Sjálfstæðis- flokkurinn er með minna fylgi en í síðustu kosningum 26,7%. í gær birtist í DV niðurstaða skoðanakönnunarinnar um fylgi ríkisstjórnarinnar innan ein- stakra flokka. Það kemur á óvart að enginn Alþýðubandalagsmað- ur reyndist á móti stjórninni en 7,4% voru óákveðnir. Andstað- an við ríkisstjórnarþátttöku virð- ist mest innan Alþýðuflokksins því 5,4% krata eru á móti stjórn- inni en tæp 25% óákveðnir. í Framsókn eru 3,8% andvígir stjórninni og 7,6% óákveðnir. Ríkisstjórnin nýtur mikils fylg- is hjá Kvennalistakonum, eða 46,2%, en andvígir eru 22,6%. Jafnvel innan Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks nýtur stjórnin talsverðs fylgis, rúm 9% hjá íhaldi og rúm 11% hjá Borgur- um. -Sáf Gjaldþrot Stofnun ikX-I „Ég lenti sjálfur í því að verða gjaldþrota og tel mig hafa lent í merkilegri reynslu, þetta gengur öðruvísi fyrir sig en ég hélt," sagði Grétar Kristjánsson í sam- tali við Þjóðviljann, en hann hyggst stofna landssamtök gjald- þrota einstaklinga. Grétar sagðist telja að tölu- verðs misskilnings gætti hjá fólki varðandi afleiðingar gjaldþrots. Pað stæðu margir í þeirri meiningu að eftir gjaldþrot mættu menn ekki eiga neitt í 3 til 5 ár. Staðreyndin væri hins vegar sú að eftir gjaldþrot mættu ein- staklingar ekki eiga neitt í 10 ár og ef einhver gerði árangurslaust fjárnám hjá sama aðila fram- lengdist tíminn um önnur 10 ár. Raufarhafnarhreppur hefur fest kaup á nýjum slökkvibíl, og er hér um að ræða eina af fullkomnustu bifreiðum sinnar tegundar á landinu. Gripurinn er vestur-þýskur M.A.N. og fylgir honum mikill búnaður, en hingað kominn kostar bíllinn um 5,5 miljónir. Myndin var tekin við Slökkvistöðina í Reykjavík í gær er Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps, afhenti bílinn slökkviliðsstjóranum á staðnum, Helga 01- afssyni. Hjá þeim standa reykvískir brunaverðir og starfsmenn Brunamálastofnunar, en þeir voru norðan- mönnum innan handar við kaupin. Mynd: Jim Smart. Sjómenn Orlofshús Dagsbrán fær landið Það gleður mig að Jón Helga- son skyldi fella þetta ákvæði úr jarðalögum. Hann hefur vafa- laust séð að þetta var alveg úti hött að ætla að koma í veg fyrir að við gætum eignast þetta land, sagði Halldór Björnsson hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún, eftir að |jóst varð að ákvæði í jarðalögum sem komu í veg að Dagsbrú fengi landið var fellt úr gildi. I sumar festi Dagsbrú kaup a rúmlega 17 hekturum lands í landi Hvamms í Skorradal. Ætl- unin var að reisa þar 8-10 orlofs- hús. Þegar koma átti til þess að hreppsnefnd Skorradalshrepps staðfesti kaupin, neitaði hún að gera það á þeim forsendum að í jarðalögum stæði; að ekkí mæti selja hlut úr jörð nema til skyld- menna. Einnig beitti hreppsnefn- din því fyrir sig að verið væri að taka jörðina úr nyt. Nú hafa þessi ákvæði verið felld úr jarðalögum, þannig að fátt eitt getur komið í veg fyrir að Dagsbrún eignist landi. - Allt þetta mál er hið furðul- egasta, afstaða hreppsnefndar- innar finnst mér lýsa ótrúlegum fjandskap í okkar garð. Það eru sumarbústaðir víða í Skorradaln- um og ma. hinum megin við girð- inguna að okkar landi. Þannig að við skiljum ekki hvers vegna hreppsnefndin leggur slíkt ofurk- app á að koma í veg fyrir að við getum reist þarna orlofshús fyrir okkar fólk, sagði Halldór, og bætti við að vegna hótana um að allt yrði gert af hálfu hreppsnefn- dar til að koma í veg fyrir að Dagsbrún gæti nýtt sér landið væri allt í óvissu um hvert fram- haldið verður. -sg- Framtíðin er afar ótrygg Þunglega horfir íatvinnu- og kjaramálum sjómanna. Fiskverðfrystog mönnum meinað að semja um betri kjör. Boðaður er samdráttur í þorskveiðum og uppvaxtarskilyrðin í sjónum hafa versnað að mun Þunglega horfir í atvinnu- og kjaramálum sjómannastétt- arinnar á næstu misserum og fer lítið fyrir bjartsýni í röðum sjó- manna. Fiskverð og þar á meðal laun sjómanna eru fryst fram til Stálvík Kraftaverk gerast enn Beiðni um smíði 10 togarafyrir Marokkó og 14fyrir írani. Fram- kvœmdastjóri Stálvíkur: Verkefnifyrir skipasmíðaiðnaðinn íheild sinni. Marokkódœmið upp á 2,2 miljarða. Áhugi í ríkisstjórninni Ohætt er að fullyrða að krafta- verk gerist enn hér á landi. Skipasmfðastöðin Slálvík í Garð- abæ hefur fengið beiðni frá Mar- okkó um smíði 10 togara og aðilar eru á leiðinni frá íran hingað til lands að gera samninga um smfði 14 togara. Að sögn Jóns Gauta Jónssonar framkvæmdastjóra Stálvíkur eru þessi komandi viðskipti við út- gerðarmenn í Marokkó og í íran afleiðing af víðtækri og mikilli markaðssetningu erlendis í sam- vinnu við fyrirtæki í Danmörku, Svíþjóð og í Bretlandi. Hér er um að ræða 300-350 tonna frysti- og skuttogara sem eru 41 metri að lengd og 10 metra breiðir. Ekki er aðeins verið að tala um smíð- ina eingöngu heldur líka allan vinnslubúnað um borð og veiðarfæri. Fjárhagsdæmið fyrir Marokkóbúa hljóðar uppá 2,2 miljarða að sögn framkvæmda- stjóra Stálvíkur. „Hér erum við að tala um að flytja út þekkingu okkar og tækni í skipasmíðum, vinnslubúnaði og veiðarfærum. Þetta er einstætt tækifæri fyrir íslenskt efnahagslíf og skipasmíðaiðnaðinn í heild sinni. Ekki bara hér á höfuðborg- arsvæðinu heldur síðast en ekki síst fyrir stöðvarnar og íbúa vítt og breitt um land allt," sagði Jón Gauti Jónsson. Ljóst er að þessi skipasmíða- verkefni kalla á samvinnu stærstu skipasmíðastöðva landsins og sagði Jón Gauti að þeir færu allir út í þetta ef af yrði. Nauðsynlegt væri að fá ríkisábyrgð fyrir þess- um verkefnum og í raun stuðning frá allri þjóðinni. Málið var kynnt á ríkisstjórnarfundi í fyrradag og í gær hafði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra sam- band við Stálvík þar sem hann lýsti yfir áhuga sínum á að þessar smíðar yrðu að veruleika. Mikill áhugi er fyrir þessum verkefnum bæði hjá iðnaðar- mönnum sem og forráða- mönnum annarra skipasmíða- stöðva. Þó er ljóst að ef ekki fæst nægilegt vinnuafl til smíðanna innanlands verður að leita að- stoðar erlendis til. En vegna verkefnaleysis og afskiptaleysis stjórnvalda sem útgerðarmanna hefur hagur skipasmíðastöðva farið síversnandi og hafa stöðv- arnar orðið fyrir miklum atgerv- isflótta vegna ótryggs atvínnuást- ands á síðustu árum. En vonandi eru þessi skipasmíðaverkefni vendipunkturinn á þeirri þróun. -grh 15. febrúar 1989 og samningsrétt- urinn er úti í mýri. Spáð er sam- drætti í þorskveiðum og lífsskil- yrðin í sjónum norðan og austan hafa versnað að mun vegna kulda. í umræðum um atvinnu- og kjaramál á 16. þingi Sjómanna- sambandsins sem lýkur í dag hafa þingfulltrúar mikið rætt um þann samdrátt sem boðaður hefur ver- ið í þorskveiðum auk versnandi uppvaxtarskilyrða í sjónum sam- kvæmt mælingum Hafrann- sóknastofnunarinnar. Stofnunin hefur lagt til að í stað 360 þúsund tonna þorskafla í ár verði aðeins leyft að veiða sem hámark á næsta ári um 300 þúsund tonn. Einnig að sókn í karfastofninn verði minnkuð úr 90 þúsund tonnum í 75 þúsund. Glætan í sjósókninni beinist einkum að loðnu- og síldarvertíðinni en af- urðaverð á loðnu er hátt um þess- ar mundir og hefur hækkað frá síðustu vertíð um 100%; lýsi- sverðið og mjöl um 50%. J?rátt fyrir það treysta innlendar verks- miðjur sér aðeins að greiða svip- að verð og á vertíðinni í fyrra eða rúmlega 3 þúsund krónur fyrir tonnið. Þá benda stofnmælingar Haf- rannsóknastofnunar til þess að yngstu þorskárgangarnir séu þeir lélegustu í áraraðir sem bendir til enn meiri aflasamdráttar á næstu árum. Vertíðin bæði sunnan og vestan brást alveg síðast og eru menn afar svartsýnir á komandi vertíð og sumir segja að hefð- bundin bátavertíð sé liðin tíð. í ár hefur afli dregist saman og í sumar var kvóti settur á útflutn- ing á þorski og ýsu auk þess sem margir togarar eru langt komnir með kvótana sína og tilhneiging hjá útgerðarmönnum að bæta úr því með því að setja togara og skip í slipp á haustmánuðum með tilheyrandi tekjutapi fyrir sjó- manninn. -«rh Laugardagur 1. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Húsaleiga Obreytt til aramota Húsaleiga skal haldast óbreytt í október, nóvember og des- ember, frá því sem hún er í sept- cmber 1988, segir í tilkynningu frá Hagstofunni nú í vikunni. Hér er hvorttveggja átt við íbúðarhúsnæði og atvinnuhús- næði, sem samkvæmt samningum fylgja vísitölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, og vísar Hagstofan til lagasetningar þar að lútandi frá árinu 1984. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.