Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 1
Gosdrykkir Tveir miljarðar í gosdrykki Yfir 150 ólíkar umbúðir með drykkjarvörum á markaðnum. Von á minnstþremur í viðbót á nœstunni. Tekur markaðurinn endalaust við? Þetta er komiö út í algera vit- leysu, það er ekki spurning, að eitthvað af þessum tegundum hlýtur að detta út af markaðinum fljótlega. Þetta sagði einn fram- leiðandi gosdrykkja við blaðið, þegar hann var spurður hvort gosdrykkjamarkaðurinn tæki endalaust við. En eins og lands- menn hafa orðið varir við kemur á markaðinn í þessari viku enn einn nýr gosdrykkur. - Við tökum ekki nærri allar þær tegundir af gosdrykkjum sem boðið er upp á og framleiðendur reyna að troða inn á okkur, samt höfum við til sölu hér um 100 ólíkar gerðir af gosdrykkjum, sagði sjoppueigandi sem blaðið ræddi við. Hann sagði að fram- leiðendur reyndu allt sem þeir gætu til að koma sem mestu af sinni framleiðslu í sjoppurnar. Árið 1986 voru framleiddir hér á landi tæplega 26 miljónir lítra af Atvinna Vantar í 500 ¦ ¦ fc Mikill samdráttur á vinnumarkaði. Fœkk- un starfsfólks íversl- un og veitingum Veruleg umskipti hafa orðið á vinnumarkaði frá því í vor sam- kvæmt nýrri úttekt Þjóðhags- stofnunar. Nú er áætlað að um 500 stöður séu ófylltar, en á sama tíma í fyrra voru ófylltar stöður 3250 og um 2900 sl. vor. Þá hefur atvinnuleysi aukist verulega mið- að við sama tíma í fyrra. Nokkuð er um að fyrirtæki ætli að fækka starfsfólki, einkum í verslun, veitingarekstri og sam- göngufyrirtækjum. Nokkur skortur er aftur á móti á starfs- fólki til fiskverkunar á lands- byggðinni, en starfsmannafjöldi í fiskvinnslu hefur dregist verulega saman á síðustu mánaðum. Einnig er töluverður skortur á sérhæfðu fólki, einkum á sjúkra- stofnunum, en töluvert hefur borið á því að ófaglært fólk hafi verið ráðið til að fylla í þau störf. Þjóðhagsstofnun spáir því að starfsfólki á vinnumarkaði muni fækka um 2% í vetur miðað við starfsmannafjölda í sl. mánuði. gosdrykkjum, óáfengu öli og ávaxtasafa, samkvæmt upplýs- ingum úr Hagtíðindum. Miðað við verðlag í dag og að þjóðin hafi ekki aukið neysluna síðan, eyðum við rúmlega tveimur milj- örðum króna í drykkjarvöru. Það er 700 miljón króna hærri upp- hæð en talað var um að fisk- vinnslan í landinu þyrfti til að standa á núlli. Þó engin treysti sé til að segja nákvæmlega um hvað margar tegundir af gosdrykkjum og öli væru hér á markaðnum, er ljóst að það nálgast 150. Þá er átt við tegundir umbúða. Þannig þarf sjoppueigandi sem vill þjóna við- skiptavininum að bjóða upp á allt að sjö gerðir umbúða með sama drykknum. Verksmiðjan Vífilfell tappar á 43 ólíkar umbúðir. Sanitas tappar á rúmlega fjörtíu, Ölgerðin sem nú í vikunni bætti RC cola í sína framleiðslu, býður nú rúmlega 30 mismunandi gerðir og umbúðir. Yngsta fyrirtækið á markaðinum, Sól, býður nú mönnum að velja milli 14 ólíkar umbúðir, fyrir utan þá ávaxtadrykki sem þeir setja á litlar fernur. Von mun vera á þremur nýjum merkjum frá Sól á næstunni. Ekki er eins gott að fá uppgefið nákvæmlega hvað margar teg- undir af drykkjum eru fluttar beint inn til landsins. Þær eru þó nokkrar. Sérstaklega virðist inn- flutningur á óáfengu öli blóm- stra. -*g Andri og Ágúst með aðeins smá hluta af því úrvali sem er til sölu af drykkjarvörum í sjoppum. Mynd Jim Smart. Stjórnmálin Rógur og níðskældni Þorsteinn Pálsson svarar ríkisstjórnaruppgjörijóns Baldvins. Ætlast til að sjálfstœðismenn virði mitt umboð „Matarskatturinn er það eina sem stendur eftir sem sérstakt frumkvæði Alþýðuflokksins," segir Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins í ein- kunnagjöf sinni um þennnan fyrrum samstarfsflokk sinn. Þor- steinn er ómyrkur í máli og telur að eftir að „Framsókn og Al- þýðuflokkur hafi sagt sig ríkis- stjórninni" hafi pólitísk umræða færst yfir á plan persónulegrar níðskældni og rógs. Þar hafi Jón Baldvin farið fyrir flokki, en slík ummæli Jóns sem megi flokka undir níðskældni og róg, segi meira um Jón Baldvin sjálfan sig. Þorsteinn segir að Jón Baldvin hafi verið „ósmekklegur" í palla- dómum sínum um fyrrverandi samráðherra sína og að ástæðan fyrir stjórnarslitunum hafi verið að Alþýðuflokkurinn hafi horfið gjörsamlega frá grundvallar- stefnu sinni í efnahagsmálum. „Við vorum ekki tilbúnir að fylgja Alþýðuflokknum í þessum hringsnúningi", enda fórni Sjálf- stæðisflokkurinn ekki grundvall- arstefnu sinni fyrir ráðherrastóla. Um stöðu sína innan Sjálfstæð- isflokksins segir Þorsteinn að hann hafi umboð landsfundar til að gegna þeirri stöðu og hann „ætlist auðvitað til að Sjálfstæðis- menn virði þá ákvörðun". Hann viðurkennir að hafa orðið fyrir mjög harðri gangrýni innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, þeg- ar hann hafi lýst því yfir að hann væri tilbúinn að stíga úr sæti sínu, mætti það verða til að koma ríkis- stjórn á koppinn. \ Þá talar formaður Sjálfstæðis- flokksins í fyrsta sinn um „klofti- ing" þegar rætt er um tilvist Borg- araflokksins og segir þann klofn- ing hafa verið mjög alvarlegan. Flokkurinn ætli hins vegar að endurheimta fyrra fylgi sitt áður en kjörtímabilið er úti. Sjá síðu 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.