Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF í nýjustu útgáfu Lögreglu- samþykktar Reykjavíkur frá 22. desember 1987 segir svo í 4. gr.: „Lögreglustjóri getur bannað notkun hátalara, hljómflutnings- tækja, hljóðfæra eða annars þess háttar á eða við almannafæri, ef ástæða er til að ætla að hún valdi ónæði eða truflun“. En í 2. gr. segir: „Með almannafæri er í samþykktinni átt við götur og svæði, ætluð til almenningsnota. Ákvæðin um almannafæri gilda einnig eftir því sem við á um aðra staði, sem opnir eru almenningi, verslanir, veitingastaði, bifreiða- stöðvar, biðskýli, söfn o.fl.“ Af þessu dregur heilbrigð skynsemi þá ályktun að strætis- vagnar, reknir af hinu opinbera og ætlaðir almenningi, hljóti að teljast „almannafæri“; heyra m.ö.o. undir það sem nefnt er „o.fl.“ í 2. gr. enda er getið um „bifreiðastöðvar" og „biðskýli“ rétt á undan. Lögreglusaga Fimmtudaginn 15. september klukkan að verða fjögur gekk ég inn á Lögreglustöðina í Reykja- vík. Ég ætlaði með skírskotun til ofangreindra ákvæða að leggja fram kæru á Strætisvagna Reykjavíkur fyrir meint brot á þessari fjórðu grein. Þegar ég kom í bygginguna varð mér ljóst að ég hafði gleymt Lögreglusam- þykktinni heima. En til þess að fara ekki erindisleysu hafði ég samband við afgreiðsiuna er vís- aði mér til Þrastar Eyvinds. Hann væri í svona málum og myndi geta flett upp í samþykktinni fyrir mig. Og ég gekk á fund Þrastar Eyvinds á annarri hæðinni. - Huh. Það getur nú ekki verið að það valdi nokkru ónæði. Það er ekki svo mörg desíbel. - En slíkt getur valdið umtals- verðum óþægindum þó það valdi ekki líkamlegum skaða, svaraði ég og virti aldeilis stromphissa fyrir mér þennan Þröst Eyvinds sérfræðing í desíbelum hjá lög- reglunni í Reykjavík. - Þetta er ekki lögreglumál. - Hvers vegna ekki? Það er ein- mitt ákvæði í Lögreglusamþykkt- inni sem á við um þetta. Ég bara gleymdi henni en var sagt að þú værir með hana. - Ég er ekkert með hana, sagði Þröstur Eyvinds á Lögreglustöð- inni í Reykjavík líkt og hann segði alveg satt. - Hvað starfar þú? spurði hann svo eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. - Hvað kemur það málinu við? Ég get ekki séð hvað það kemur málinu við að svo stöddu. Þetta sagði ég eins rólega og kurteislega og ég gat. - Þá höfum við ekkert saman að tala. Og viltu ganga út! Og Þröstur Eyvinds bandaði sinni hendi. - Ég sætti mig ekki við þessa málsmeðferð. - Þá skaltu góði kæra mig fyrir yfirlögregluþjóninum þarna frammi á ganginum. - Þakka þér fyrir. Og ég gekki fyrir yfirlögreglu- þjóninn frammi á ganginum. Dyrnar voru í hálfa gátt og sá ég eícki betur en maðurinn væri í símanum. En rétt í sömu svifum lagði hann á tólið. - Góðan daginn! Mætti ég ónáða? - Vertu snöggur! skipaði Frið- rik Gunnarsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn svo ég hrökk í kút. Ég læddist þó inn í skrifstof- una. Ég minntist ekki á neina kæru, en sagði að hann Þröstur Eyvinds hefði eiginlega vísað er- indi mínu áfram, en ég vildi kæra Strætisvagna Reykjavíkur fyrir Lögguhasar Sigurður Þ. Guðjónsson skrifar truflun af völdum útvarpstækja. Aðstoðaryfirlögregluþj ónninn leit aldrei á mig en fletti einhverj- um blöðum og pappírum. Það var eins og hann gengi í svefni eða væri í öðrum heimi. Hann var svo háleitur. En ég reyndi að hugga sjálfan mig með þvt að það væri ekkert persónulegt. Hann er bara svona, hugsaði ég. - Þetta er ekki lögreglumál. - En það er ákvæði í Lögreglu- samþykktinni þar sem... En þá var aðstoðaryfirlög- regluþjóninn komin að dyrunum og lýsti þessu blákalt yfir: - Þetta er ekki lögreglumál og svo hef ég ekki meira um það að ræða. Og nú sté aðstoðaryfirlög- regluþjónninn út í ganginn. Ég fer fast á eftir og horfi upp hefði e.t.v. gegnt öðru máli. En jafnvel þó slík spuming þætti mikilvæg ætti embættismaður að hafa þá starfsreynslu og dóm- greind til að bera, er hann merkti hik, varúð eða kvíða í viðmæl- anda, að leiða honum fyrir sjónir á rólegan og skiljanlegan hátt hvers vegna nauðsynlegt væri að spyrja þannig. Ég vek sérstaka athygli á því að þegar borgari leitar til lögregl- unnar sem skrifstofu- eða þjónustustofnunar, eru tengsl þessara aðila allt önnur en þegar hann stendur andspænis lögregl- uþjóni sem í lögregluaðgerðum heldur uppi aga og reglu. Þess vegna er ekki hægt að túlka dæm- ið hér að framan sem „óhlýðni, andstöðu eða ókurteisi við lög- kært sig fyrir yfirmanni þegar sá hefur engan tíma til að sinna kær- unni eða yfirleitt einu né neinu? Þarna hefði eðlileg framkoma auðvitað verið sú að gefa eins mikinn tfma og erindið krafðist. Slíkt vinnulag er svo sjálfsagt að það er meiri háttar raun að neyðast til að taka það fram. Op- inber embættismaður sem hleypur út úr skrifstofu sinni í miðjum klíðum sýnir viðmæl- anda aftaka dónaskap og gerir hann hreinlega að fífli. í þessu sambandi skiptir tilefni kærunnar engu máli. (Það er hins vegar íhugunarefni út af fyrir sig að SVR og Reykjavíkurborg skuli líða síbylju í strætisvögnum, sem líkur benda ekki aðeins til að stangist á við Lögreglusamþykkt til hans. Og kem því út úr mér á hlaupunum að Þröstur Eyvinds hafi rekið mig burt fyrir það eitt að neita að segja til starfs og hvort það sé nú allt í lagi; mismæli mig og segi „nafn“ en ekki „starf“; vefst mjög tunga um tönn, stama og hósta, leiðrétti og tek andköf. Á meðan göngum við stigann niður á jarðhæðina. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn stikar þegjandi inn í álmuna þar sem óbreyttir lögreglumennirnir hafast við. En ég stansa við þröskuldinn. Og segi: - Ég mótmæli þessari af- greiðslu á erindi mínu. Og Friðrik Gunnarsson að- stoðaryfirlögregluþjónn gaf and- svar: - Það máttu alveg. Hverfur hann svo umkringdur svartstökkum sínum en ég geng út. Borgararnir auðmýktir „Það kemur ekki til nokkurra mála að opin- berar stofnanir, ogþá ekki heldur lögreglan, geti leyft sér að spyrjafólk er til þeirra leitar persónulegra spurninga, sem standa íengu samhengi við það semframfer að öðru leyti. Því um síður nœr það nokkurri átt að þœr vísi mönnum á dyrþó þeirneiti kurteislega og blátt áfram að svara slíkum spurningum“ Þessi saga talar í rauninni sínu máli. Eigi að síður vil ég leggja dálítið út af henni. Það kemur ekki til nokkurra mála að opinberar stofnanir, og þá ekki heldur lögreglan, geti leyft sér að spyrja fólk er til þeirra leitar persónulegra spurninga, sem standa í engu samhengi við það sem fram fer að öðru leyti. Því um síður nær það nokkurri átt að þær vísi mönnum á dyr þó þeir neiti kurteislega og blátt áfram að svara slíkum spurning- um. Þetta er alveg á hreinu. Það verða opinberar stofnanir á ís- landi að skilja. Hefði ég t.d. verið prófessor í miðaldasögu eða kjarnorkueðlisfræðingur og svar- að eftir því, hvaða máli hefði það varpað á eitt eða neitt? En spurn- ingin er lítilsvirðandi af því að hún gefur í skyn að ekki sé sama hvar í stétt og stöðu borgararnir standa þegar þeir leita réttar síns. Það er t.d. næsta ólíklegt að mað- ursem héti t.d. Baldvin Hannibal Jónsson og hefði mikil völd eða Ólafur B. Guðjónsson og ætti mikla peninga hefði verið spurð- ur svona og örugglega ekki varp- að á dyr þó hann kurteislega neitaði að svara. Ef kæran hefði aftur á móti verið afgreidd og tekið niður nafn og þess háttar reglu“ á sama hátt og t.d. mót- þróa við handtöku. Af öllu þessu gengur fram af mér að háttsettur embættismaður lögreglunnar misskilji jafn hrapallega hlutverk sitt og allar kringumstæður. Og þetta látum við nægja um þátt Þrastar Eyvinds. Fólk haft að fíflum En ekki er hlutur Friðriks Gunnarssonar hótinu skárri. Lít- um á! Maður drepur á dyr hjá aðstoðaryfirlögregluþjóni og bið- ur um áheyrn. Lögreglumaður- inn veit ekki hvað honum er á höndum. Kannski er erindið sér- staklega flókið og vandasamt. En lögreglan sýnir aðkomandi ekki meiri virðingu en svo að taka á móti honum með þessum orðum: „Vertu snöggur“! Auðvitað kærir enginn lögregluþjón fyrir yfir- manni undir slíkum hraðatak- mörkunum. En hver veit nema Þröstur karlinn Eyvinds hafi gert Friðriki viðvart um að nú væru vandræði í vændum og hann þess vegna sett sig í stellingar. Og þá verða vinnubrögð lögreglunnar enn þá vítaverðari. Til hvers er t.d. lögreglumaður að kunngera borgara þann möguleika að geta borgarinnar, heldur veldur einn- ig sálrænu og jafnvel líkamlegu tjóni samkvæmt læknisfræði- legum rannsóknum. Sjá um það t.d.: Rudiger Lietke: Die Vert- reibung der Stille. Wie uns das Leben unter der akustischen Glocke um unsere Sinne bringt. Deutscher Taschenbuch Verlag 1988. Ritfregn um þessa bók kom í Morgunblaðinu 28. ágúst.) Hins vegar væri það auðvitað ámælis- verð vanræksla, ef lögreglan vísar frá erindi sem henni ber að sinna, eins og ég færði að rök í upphafi greinarinnar. En það skiptir hér þó ekki meginmáli. Aðalatriðið er sú niðurlæging sem lögreglan sýnir borgara sem reynir að ná fram rétti sínum í þjóðfélaginu fyrir milligöngu hennar. Og hér eiga ekki í hlut neinir viðvaning- ar. Það eru háttsettir lögreglu- menn sem að verki standa. Og hroki þeirra og ósvífni fer langt út yfir þau takmörk sem hægt er að þola og kerfið getur vogað sér að bjóða fólki. Valkostir hinna niðurlægðu Sá sem verður fyrir auðmýk- ingu af þessu tagi á um þrjár leiðir að velja. í fyrsta lagi að láta gott heita og vera þá ekki maður fyrir sér. í öðru lagi getur hann reynt að kæra. En í ljósi sögu minnar og hvemig þeim hefur vegnað sem kært hafa lögregluna er það ekki fýsilegur kostur. Þriðji mögu- leikinn er að bera hönd yfir höfuð sér í fjölmiðlum. Það er eina úr- ræðið sem mér og öðrum stendur til boða til að láta ekki traðka á sér. Lögreglan getur haldið uppi vörnum á sama vettvangi. En það skal hún vita að þá stoðar ekki að flytja lesendum þann boðskap að undirritaður hafi haft í frammi „móðganir, ókurteisi eða mót- þróa við lögregluna“. Slíkum á- sökunum er fyrirfram vísað á bug af því að þær eru ekki réttar. Sömuleiðis er það til einskis að herma það uppá mig að ég hafi „þrasað“ og „þruglað", þó ég geri ráð fyrir að ruglukollar eigi það til að þreyta lögregluna eins og aðrar stofnanir og einstaklinga. Eins og lesendur sjá er ég allra manna lengst frá því að fara með rugl. Mættu margir kerfistossar dauðöfunda mig af minni skýru og skörpu hugsun og minni kvikku og kláru framsetningu. Hins vegar má vera að hér hafi verið um einhvern misskilning að ræða eða hreint og beint slys, sem ávallt geta hent í mannlegum samskiptum þó allir vilji vanda sig. En atvikið er samt þess eðlis að ekki er hægt að þegja yfir því. Og gætu reyndar ýmsar aðrar stofnanir en lögreglan dregið af því lærdóma. Þess vegna hika ég ekki við að skýra frá reynslu minni opinberlega, þó kannski fari fyrir mér líkt og hinum fróma bónda, er kærði þjófinn sem stal af honum bestu mjólkurkúnni. Bóndinn var umsvifalaust hengd- ur en þjófurinn settist að í búi hans og sölsaði undir sig lönd hans og óðul. Er ekki eitthvað að lögreglunni? Það segir sig sjálft að samfé- lagið er illa á vegi statt ef alvar- legur trúnaðarbrestur verður milli borgaranna og jafn mikil- vægrar stofnunar og lögreglunn- ar. Hún hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið eins og allir vita. Hefur það gengið svo langt að stofnunin hefur kvartað yfir því að fjölmiðlar máli hana að ósekju eins og skrattinn á vegg- inn. Ég hef lesið þessi skrif eins og margir aðrir, þó ég hafi ekkert lagt til málanna, enda hef ég lítið haft af lögreglunni að segja. En það skyldi þó aldrei vera að gagnrýnendurnir hafi nokkuð til síns máls. Er það hreinasta tilvilj- un að borgarar, sem vilja lifa í sátt og samlyndi við allt og alla, séu auðmýktir og niðurlægðir er þeir freista þess í grandaleysi að leita réttar síns hjá lögreglunni? Hvernig í ósköpunum er þá tekið á þeim sem brjóta einhvem rétt og komast þess vegna í kast við þessa stofnun? Er ekki eitthvað að? Og hvað gæti þá verið að? Og er það ekki almannaheill og lög- reglunni sjálfri fyrir bestu að mál hennar verði rædd af einurð og hreinskilni fyrir opnum tjöldum, svo allir geti hjálpast að við að greina meinið og ráða bót á því? P.S. Ritstjórnarfulltrúi Morgun- blaðsins treysti sér ekki til að birta þessa grein og lagði hana undir dóm ritstjóra. Þegar komið var nokkuð á aðra viku án þess að þeir gerðu upp sinn hug tók greinarhöfundur sína grein, enda lét ritstjórnarfulltrúinn þess getið að það legðist þannig í sig að þeir vildu ekki birta hana. Af þessum sökum hefur það dregist að þessi sómagrein kæmi fyrir lesendur. S.Þ.G. Laugardagur 15. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.