Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Talið að ríkisstjórnir verði stöðugri r Italska þingið samþykkti á fímmtudag að leynilcgar at- kvæðagreiðslur skyidu afnumdar á því þingi. Hingað til hafa at- kvæðagreiðslur þess þings sem sé verið leynilegar, þannig að þing- menn hafa getað greitt atkvæði með eða móti hinum og þessum frumvörpum án þess að þurfa að láta nokkuð uppi um afstöðu sfna. Frumvarpið var samþykkt eftir mikið þjark, sem stóð yfir í marga daga, og er samþykkt þess talin mikill sigur fyrir Ciriaco de Mita, forsætisráðherra Ítalíu, sem mjög beitti sér fyrir því. Aðalstuðn- ingsmaður de Mita í máli þessu var Bettino Craxi, leiðtogi Sósíal- istaflokksins, en þeir de Mita eru annars harðir keppinautar í stjórnmálum. Leynilegar atkvæðagreiðslur ítalska þingsins hafa ásamt með öðru valdið því, að ríkisstjórnir þar hafa jafnan verið óstöðugar og skammlífar. Þingmenn í stuðningsflokkum ríkisstjórna hafa getað greitt atkvæði gegn stjórnunum, ef þeim hefur sýnst Júgóslavía Heiréttur dæmir Slóvena Æðsti herréttur Júgóslavíu staðfesti í gær dóm undirherrétt- ar yfir fjórum Slóvenum og tvö- faldaði i ofanálag refsingu eins þeirra. Þrír hinna dæmdu eru blaðamenn, sá fjórði liðsforingi. Einn hinna dæmdu blaða- manna, David Tasic við vikuritið Mladina, hafði haldið því fram í blaðinu að hugsanlegt væri að júgóslavneska hernum yrði beitt til að bæla niður frjálslyndis- hreyfingar í Slóveníu. í undirrétt- inum var hann dæmdur til fimm ára fangelsisvistar, en yfirréttur- inn þyngdi dóminn upp í tíu mán- aða refsivist. Dómamir yfir hin- um þremur, upp á fjögurra ára fangelsisvist yfir einum þeirra og 18 mánuði yfir hinum tveimur, voru staðfestir í yfirherrétti. Allir mennirnir fjórir vora ákærðir fyrir að hafa ljóstrað upp her- leyndarmálum. Undirréttur dæmdi þá fjóra í júh' s.l. eftir réttarhöld fyrir lukt- um dyrum. Réttarhöldin vöktu almenna gremju og mótmæli í Slóveníu og kom í því sambandi til harðra orðaskipta milli slóv- enskra forustumanna og júgó- slavneska hersins. Slóvenía er eitt sex lýðvelda, er Júgóslavía samanstendur af, og stjórnarfar þar frjálslegra en í hinum lýðveldunum og lífskjörin þau bestu í landinu. Tungumál Slóvena er að vísu slavneskt, en frábrugðið nokkuð serbókróat- ísku, aðaltungumáli landsins sem tvær stærstu þjóðir þess, Serbar og Króatar, tala. Frá því um miðjar miðaldir heyrði Slóvenía til Austurríki og stendur í menn- ingarefnum á ýmsan hátt nær því landi en öðrum Júgóslövum, þrátt fyrir sitt slavneska mál. Undanfarið hafa slóvenskir ráða- menn látið í ljós áhyggjur út af vaxandi þjóðernishyggju meðal Serba. Reuter/-dþ. svo af einni eða annarri ástæðu, án þess að upp um þá kæmist. Líklegt er talið að hvað mest hafi verið um þetta meðal þingmanna kristilegra demókrata. Hjá þeim hefur jafnan mikið verið um klíkuskap og deilur innbyrðis og ósjaldan komið fyrir, að hinir og þessir flokksbroddar hafi notað leynilegar atkvæðagreiðslur á þingi til að fella stjórn fyrir keppi- nautum sínum innan flokksins. Þetta hefur oft leitt af sér mikla óreiðu í stjórnarfari, sem hefur svo aftur komið niður á efnahags- hfi landsins. Síðustu fjóra áratug- ina hefur Ítalía haft 48 ríkis- stjórnir. Margir þingmanna kristilegra demókrata beittu sér gegn frum- varpinu, eins og skiljanlegt er af framangreindu. Það gerðu einnig þingmenn Kommúnistaflokks- ins, annars stærsta flokks lands- ins. Honum hefur verið haldið utan ríkisstjórna frá því á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari, en vegna reglunnar um leynilegar atkvæðagreiðslur hefur hann oft haft betur í atkvæðagreiðslum gegn ríkisstjórnum með stuðn- ingi huldumanna úr öðrum flokk- um. Af þessari ástæðu hafa ríkis- stjómir oft orðið að leita meira eða minna samstarfs við Kommúnistaflokkinn. Talið er að þessir möguleikar kommún- ista muni hverfa að mestu með leynilegu atkvæðagreiðslunum og það leiði til aukinnar einangr- unar þeirra í stjórnmálum. Lík- legt er að Sósíalistaflokkurinn, sem reynt hefur eftir mætti að koma í veg fyrir samstarf tveggja stærstu flokka landsins, kristi- legra demókrata og kommúnista, muni græða á því. Reuter/-dþ. De Mita - þessi þingsigur hans er talinn geta markað tímamót í ítölskum stjórnmálum. Bandaríska kosningabaráttan Bush vann sjónvarpseinvígi Er fimm prósentum fyrir ofan Dukakis Stjórnmálasérfræðingar af ýmsu tagi, kosningaspámenn og skoðanakönnuðir í Bandaríkj- unum virðast nokkurn veginn sammála um, að Bush, varafor- seti og frambjóðandi repúblíkana til forsetaembættis, hafi unnið verulegan sigur á Dukakis ríkis- stjóra, frambjóðanda demó- krata, í sjónvarpseinvígi þeirra á fimmtudagsnótt. Niðurstöður skoðanakannana, sem gerðar voru í snarhasti eftir einvígið, sem stóð yfir í hálfan annan tíma, bentu til þess að Bush hefði tekist miklu betur til en andstæðingi sínum með að ganga í augu og eyru kjósenda. í niðurstöðum skoðanakannana um fylgi frambjóðenda er Bush nú að jafnaði fimm prósentum fyrir ofan Dukakis. Nú eftir sjón- varpseinvígið þykjast margir rep- úblíkanar geta leyft sér að vera vissir um sigur í forsetakosning- unum. Bush virtist rólegur og öruggur með sig allan tímann meðan á sjónvarpsviðræðunni stóð, en Dukakis aftur á móti frekar þreytulegur og stundum eins og uppgefinn. Hið virta biað Wa- hington Post segir hann hafa misst hvert tækifærið eftir annað til að snúa vöm upp í sókn í við- ræðunni. Reuter/-dþ. Dukakis - missti hvert tækifærið af öðru til að snúa vörn upp í sókn. Bush - nú er honum spáð sigri. Nýskipan Ceausescus Oddvitar í menningar- málum mótmæla Mþekktir menningarfrömuð- ir af ýmsum þjóðernum birtu I fyrradag I víðlesnu svissnesku dagblaði mótmæli gegn fyrirhugaðri nýskipan Ce- ausescus Rúmeníuleiðtoga, sem felast í því að þúsundir sveita- þorpa verða jöfnuð við jörðu og íbúunum safnað saman i stærri og færri búsetu- og framleiðslu- einingar, þar sem ætlast er til að bæði iandbúnaður og iðnaður sé stundaður. í opnu bréfi til blaðsins segja menningarfrömuðirnir, að þegar sé byrjað að jafna þorpin við jörðu samkvæmt téðri áætlun. Væri enginn vafi á því, að með eyðingu þorpanna myndu ómetanleg menningarverðmæti fara forgörðum, hvort heldur þorpin væru byggð Rúmenum, Ungverjum eða Þjóðverjum. Ekki myndi þessi nýskipan held- ur efla efnahag Rúmeníu, heldur þvert á móti gera hana enn fátæk- ari. Þar sem Rúmenía væri Evr- ópuland, væri þetta mál sem allir Ceausescu sýnir þjóðemis- minnihlutum tennumar. Evrópumenn ættu að láta til sín taka. Meðal þeirra sem undirrita mótmælabréfið má nefna hinn fræga sovéska vísindamann og fyrrum andófsmann Andrej Sak- En nú snýst Sakharov gegn hon- um. harov, vesturþýska rithöfundinn Gunter Grass, fransk-rúmenska leikritahöfundinn Eugene Ion- esco, breska fiðluleikarann Ye- hudi Menuhin og Sadruddin Aga Khan prins, fyrrum forstjóra Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna. í bréfinu segir ennfremur, að af hálfu Rúmeníustjórnar sé hér um brot á mannréttindum að ræða, og hvetja höfundar bréfs- ins Sameinuðu þjóðiraar til þess að láta málið til sín taka. Téðar fyrirætlanir Rúmeníustjórnar virðast einkum beinast að þorp- um í Transsylvaníu, þar sem fjöl- mennir ungverskir og þýskir þjóðernisminnihlutar hafa búið frá fomu fari. Talið er að þessi nýskipan Ceausescus muni verða mikið áfall fyrir sérmenningu þjóðernisminnihlutanna, ef hún kemst í framkvæmd, og hefur þetta því valdið harðri deilu milli Rúmeníu og Ungverjalands. Vestur-Þýskaland hefur einnig mótmælt téðri nýskipan, ekki þó mjög harðlega og í staðinn leitast við að greiða fyrir því fólki af þýska þjóðernisminnihlutanum í Rúmeníu, sem flytjast vill til Þýskalands. Reuter/-dþ. Ítalíuþing Leynilegar atkvæðagreiðslur afnumdar Laugardagur 15. október 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.