Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.10.1988, Blaðsíða 4
Efnafræðingur Staða efnafræðings á rannsóknastofu íslenska járnblendifélagsins er laus til umsóknar. Um er að ræða framleiðslu- og gæðaeftirlit auk sérverk- efna undir stjórn forstöðumanns rannsókna. Nánari upplýsingar veitir dr. Jón Hálfdánarson í síma 93-13344. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember n.k. Rannsóknamaður Rannsóknamaðuróskast til starfa á rannsókna- stofu íslenska járnblendifélagsins hf. að Grund- artanga. Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin. Upplýsingar veitir ÁsgeirKristjánsson í síma 93- 13344. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsins Síðumúla 1, Reykjavík og í Bókaverslun Andrés- ar Níelssonar, Akranesi. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Húsbyggjendur Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagns- heimtaug að halda í hús sín í haust eða vetur, er vinsamlegast bent á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess að unnt sé að leggja heimtaugina áður en frost er komið í jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eða ann- að hindri ekki lagningu hennar. Heimtaugar verða ekki lagðar, ef frost er komið í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því hlýst. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaaf- greiðslu Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut 34, í síma 686222. ............ "" N Útboð Snjómokstur í Vestur-Skafta- j fellssýslu veturinn 1988-1989 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjó- mokstur með vörubílum á Suðurlandsvegi frá Skógum að sýslumörkum á Skeiðarársandi (254 km) og Klausturvegi (1,4 km). i Utboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins I á Selfossi og í vík í Mýrdal frá og með 18. þ.m. t Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 '• þann 31. október 1988. Vegamálastjóri v j Útboð Byggingarnefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti óskar eftir tilboðum í gerð sökkla, lagna í grunn og botnplötu íþróttahúss Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Grunnflatarmál hússins er 2140 m2. Greftri og fyllingu er lokið. Útboðsgögn eru afhent á Teiknistofunni Óðins- torgi, Óðinsgötu 7, 2. h. til hægri, gegn 5.000 kr. skilaryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. nóvember n.k. kl. 11.00. Skólaskrifstofa Reykjavíkur, Tjarnargötu 12. FRÉTTIR Aðstandendur og hluti þeirra listamanna sem sýna verk sín á afmælissýningu Gallerí Grjóts við Skóla- vörðustíg. Mynd-EÓI. Gallerí Grjót 5 ara afmælissýning Gallerí Grjót við Skólavörðu- stíg sem er elsta starfandi gall- erí í landinu heldur nú upp á 5 ára afmæli sitt með fjölskrúðugri sýningu 9 þekktra listamanna og félaga í galleríinu. Þau sem sýna eru; Gestur Þor- grímsson sem sýnir skúlptúr, Jón- ína Guðnadóttir með leirlist, Magnús Tómasson olíumálverk, Ófeigur Björnsson járnskúlptúr, Páll Guðmundsson sýnir högg- myndir og olíumálverk, Ragn- heiður Jónsdóttir sýnir teikning- ar, Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna) sýnir teikningar og postulíns- myndir, Þorbjörg Höskuldsdóttir olíumálverk og Om Þorsteinsson sýnir steinskúlptúr. Öll verkin á sýningunni em til sölu en sýningin stendur til 28. október og er opin virka daga frá 12 - 18 og um helgar frá 14 - 18. Gallerí Grjót var stofnað árið 1983 af 7 listamönnum en nokkr- ar mannabreytingar hafa orðið á þessum tíma og eru listamennirn- ir nú 9 talsins sem standa að gall- eríinu. .jg. 15. október Alþjóðadagur hvíta stafsins Hvíti stafurinn er aðalhjálpar- tæki blindra við að komast leiðar sinnar jafnt utan húss sem innan. Hann er jafnframt forgangsmerki þeirra í umferðinni. Það krefst langrar þjálfunar að læra að nota hvíta stafinn svo hann komi að sem mestum not- um. Þjálfunin er fólgin í að læra að beita stafnum á réttan hátt, læra ákveðnar leiðir og að þekkja kennileiti. Mikilvægt er að hlusta eftir umhverfishljóðum, t.d. eru fjölfarnar umferðargötur gott kennileiti. Þegar blindur maður þarf að komast yfir götu heldur hann stafnum skáhallt fyrir fram- an sig. Ökumenn og aðrir vegfarend- ur taka í ríkara mæli tillit til blindra og sjónskertra sem nota hvíta stafinn. Eitt aðalvandamál þess sem ferðast um með hjálp hvíta stafsins eru kyrrstæðir bílar á gangstéttunum. Þessir bflar geta valdið stórhættu, sérstak- lega vörubflar og aðrir háir bílar. Stafurinn lendir undir bflnum og sá blindi verður ekki var við hann fyrr en hann rekst sjálfur á hann. til að sýna blindum og sjón- Skorað er á ökumenn að virða skertum fyllstu tilitssemi í um- hvíta stafinn sem stöðvunar- ferðinni og að bjóða fram aðstoð merki. Vegfarendur eru hvattir sína ef þurfa þykir. Afmœli 90 ára Erlendur Indriðason fyrrver- andi fisksali í Hafnarfirði varð ní- Erlendur hefur alla tíð verið ræður 11. október sl. Hann dvel- dyggur stuðningsmaður sósíalista ur nú sem vistmaður á Sólvangi í og sendir Þjóðviljinn honum Hafnarfirði. bestu kveðjur í tilefni afmælisins. Svavar Ólafur Steingrímur Ný ríkisstjóm - ný stjómarstefna! Ráðherrar Alþýðubandalagsins kynna stefnu flokksins og nýrrar ríkisstjórnar á opnum fundi í Safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ (vio nýja miðbæinn), laugardaginn 15. október kl. 15.00. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra flytja stuttar framsögur og svara fyrirspurnum fundar- manna. Fundarstjóri Hilmar Ingólfsson bæjarfulltrúi. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Alþýðubandalagið Garðabæ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.