Þjóðviljinn - 22.10.1988, Side 8
y Kjarvalsstaðir
Ahrif náttúmnnar
máluð og ofin
Guðrún Gunnarsdóttir og Sigrún Eldjárn: Er það ekki einmitt þannig í raunveruleikanum?
Guðrún Gunnarsdóttir: „Ég er ánægð með að hafa gert eitthvað sem
fólk tekur afstöðu til“.
se:
Alþingi
ÍSLENDINGA
Skrifstofa Alþingis
óskar að ráða starfsmann til að annast
reikningshald og hafa umsjón með starfs-
mannamálum skrifstofunnar. Háskóla-
menntun æskileg. Framtíðarstaða.
Umsóknir sendist til skrifstofu Alþingis fyrir 1.
nóvember n.k.
AlíÍngi
ÍSLENDINGA
Skrifstofa Alþingis
óskar að ráða starfsmann til að vinna
fyrir nefndir þingsins. Háskólamennt-
un æskileg. Framtíðarstarf. Um-
sóknarfrestur er til 1. nóvember nk.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd
Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í ryð-
frítt stálefni fyrir Nesjavallavirkjun. Útboðsgögn
verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað
miðvikudaginn 23. nóvember nk. kl. 14.00.
Nú um helgina er síðasta
tækifærið að sjá sýningarnar
þrjár sem verið hafa á Kjar-
valsstöðum undanfarinn hálf-
an mánuð, sýningu Sverris
Ólafssonar myndhöggvara í
Austursalnum, og sýningar
Sigrúnar Eldjárn og Guðrúnar
Gunnarsdóttur í Vestursaln-
um.
Öðru megin í Vestursalnum
eru málverk Sigrúnar Eldjárn,
sem heldur sína fyrstu „eigin-
legu“ málverkasýningu. - Ég
hef aldrei sýnt svona stórar
myndir, - segir hún, ég hef
áður sýnt málverk og
teikningar, en ekkert sem lík-
ist þessu.
- Ég hef svosem ekkert annað
um þessi málverk að segja, þetta
er bara svona, og hverjum frjálst
að túlka þessar myndir á sinn
hátt. Þetta eru myndir unnar
undir áhrifum frá lands-
lagsformum, aðallega frá klett-
unum á Sveaborg í Finnlandi þar
sem ég byrjaði að vinna þessar
myndir, og dröngunum við Arn-
arstapa á Snæfellsnesi. En þetta
er alls ekki Iandslagið þaðan,
heldur formin eins og þau birtast
mér.
- Svo hef ég málað þetta pínu-
litla fólk inn í formin á myndun-
um, og er það ekki einmitt þannig
í raunveruleikanum? Lítið fólk í
stórum heimi.
Ég vildi gera
textilverkin
nútímalegri
- Ég vinn aðallega með liti og
form, - segir Guðrún, sem sýnir
textilverk í hinum hluta salarins.
- í þessum verkum reyni ég að
gera þessi hefðbundnu form text-
ilverksins víðari með papp-
írsformum til hliðar og fyrir aftan
verkin.
- Ég geri þetta vegna þess að ég
er orðin þreytt á þessum fer-
köntuðu formum. Ég vildi gera
téxtilverkin nútímalegri því mér
finnst þau bjóða upp á svo tak-
markað frjálsræði eins og þau
eru.
Getur vefurinn ekki verið
öðruvísi en ferkantaður?
- Jú, að vísu, en það sem gerist
mjög oft þegar reynt er að vefa í
öðrum formum er að verkið verð-
ur hreinlega ljótt. Virkar viðvan-
ingslegt. Þannig áhrif hefur það
að minnsta kosti á mig, því mér
finnst vera mjög mjótt bil á milli
þess sem virkar viðvaningslegt og
verks sem er greinilega verk at-
vinnuvefara, og er þess vegna
mjög viðkvæm fyrir því.
- í þessum verkum er ég að
leitast við að ná fram því ein-
falda, það er að segja að verkin
virðist einföld þó þau séu það alls
ekki í raun og veru. Þessi einfald-
leiki sem virðist blasa við í fjar-
lægð er eiginlega bara blekking,
þegar komið er nær kemur í ljós
að verkið er mjög flókið.
Samlíkingin sést
oft eftir á
- Ég get tekið undir það með
Sigrúnu að áhrif frá náttúrunni
séu ráðandi í mínum verkum, þó
ég sé ekki endilega að reyna að
lýsa henni eða hugsi um eitthvað
ákveðið mótíf í byrjun.
- Maður sér samlíkinguna oft
eftir á, - segir Sigrún, - ég er
kannski byrjuð á einhverju og allt
í einu fer ég að taka eftir svipuð-
um formum út um allt. Eftir að ég
fór að mála þetta litla fólk í lands-
lagsformin sá ég til dæmis mótífið
út um allt þegar ég ferðaðist um
landið í sumar.
- Ég er mjög hrifin af söndun-
um, - segir Guðrún, - og eftir að
ég fór að gera þessi verk tók ég
meira og meira eftir þeim, þess-
um víðáttumiklu svörtu auðnum
þar sem nokkur grasstrá á stangli
berjast fyrir tilveru sinni.
Nú sýnist sitt hverjum um sýn-
inguna. Hvað flnnst þér um við-
brögðin?
- Ég er mjög ánægð með þau,
því mér hefur greinilega tekist að
gera eitthvað sem fólk tekur af-
stöðu til og vekur upp spurning-
ar. Mér finnst mjög spennandi að
hafa gert eitthvað sem vekur til-
finningar.
- Það var alls ekki ætlun mín að
hneyksla, en ég var sem sagt að
reyna að komast frá hefðbundn-
um textíl og gera tilraunir með
formin, og viðbrögðin sanna að
mér hefur þó tekist að gera
eitthvað sem er öðruvísi. Hvort
sú breyting er góð eða hvort ná-
kvæmlega þessi leið hentar mér á
svo tíminn eftir að Ieiða í Ijós. Ég
er ekki viss um að ég haldi endi-
lega áfram með þennan stíl þó ég
haldi örugglega áfram að gera til-
raunir með formin.
- Það sem hefur ráðið mestu
um að ég geri þetta núna er bæði
það að ég hef aldrei haft eins góð-
an tíma til að vinna eins og núna,
og eins hef ég haft mjög góða
vinnustofu undanfarið ár. Við
það að hafa góðan tíma til að
sinna hlutunum verður þróunin
hraðari, hlutirnir gerast hægar
þegar maður hefur lítinn tíma.
- Þeir möguleikar sem ég hef
fengið með vinnustofunni skipta
líka miklu máli. Ég hefði aldrei
getað gert þessar tilraunir án
þessarar góðu aðstöðu, þar er
hátt til lofts svo ég get gert stærri
verk og svo hef ég heilan vegg þar
sem ég get hengt verkin upp til að
skoða þau og ákveða hvað ég vilji
gera við þau. Breytt vinnuað-
staða hefur sömu áhrif og nýtt
umhverfi, maður sér hlutina í
öðru ljósi og það fæðast nýjar
hugmyndir.
Sýningum þeirra Sigrúnar,
Guðrúnar og Sverris lýkur á
sunnudagskvöld. í Austur- og
Vestur- forsal er sýning á verkum
barna frá 61 dagvistunarheimili í
Reykjavík, og stendur hún til
þriðjudags. Kjarvalsstaðir eru
opnir daglega kl. 14-22. LG
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. október 1988