Þjóðviljinn - 22.10.1988, Page 10

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Page 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Keflavík og Njarðvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Keflavík og Njarðvík verður haldinn laugardaginn 22. október kl. 15 í Iðnmeistarafélagshúsinu, Tjarnargötu 7. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. AB Ólafsvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagins í Ólafsvík verður haldinn sunnu- daginn 23. okt. í Mettubúð og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Almennar umræður. r Stjórnin AB Akranesi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn laugar- daginn 22. október kl. 14.00 í Rein. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. e*iA,r.ir, 2) Önnur mál. StJórmn Ritstjórn Birtis Birtisnefnd heldur vinnufund n.k. laugardag í húsakynnum Þjóðviljans, Síðumúla 6, kl. 13. Hvalamálið Starfshópur Alþýðubandalagsins um umhverfismál heldur opinn fund um hvalamálið miðvikudaginn 26. október kl. 20:30 að Hverfisgötu 105, R. - Starfshópur um umhverfismál. Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldinn þriðjudaginn 25. október nk. kl. 20.30 í félagsheimilinu Sellunni, að Urðarkoti 4,3ju hæð. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráöherra ræðir um ríkisstjórnarþátttöku Alþýðubandalagsins. Nýir félagar velkomnir. - Stjórnin. AB Kópavogi Spilakvöld ABK Félagsvist mánudaginn 24. október kl. 20.30 í Þinghóli. Þetta er annað spilakvöldið í vetur. Glæsileg heildarverðlaun. Allir velkomnir. - Stjórnin. ABR Spilakvöld ABR Fyrsta spilakvöld vetrarins verður þriðjudaginn 25. október að Hverfisgötu 105. Byrjað að spila kl. 20.30. Allir velkomnir. Takið með ykkur gesti. - Nefndin. AB Norðuland eystra Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmaráðs AB í Norðurlandi eystra, verður haldinn á Akur- eyri í Lárusarhúsi, sunnudaginn 30. október kl. 10.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Flokksstarf og fjármál. 3) Útgáfu- mál. 4) Ný viðhorf í íslenskum stjórnmálum: Svavar Gestsson menntamála- ráðherra. 5) Önnur mál. Gestir fundarins: Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra. Nánar auglýst síðar. - Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin 50 ára Hver man ekki eftir gömlu skálastemmningunni, Tjarnargöturómantíkinni, Landnemanum, Heimsmótunum og öllu hinu? Nú er allavega tímabært að rifja upp 50 ára sögu í góðum félagsskap. Laugardaginn 5. nóvember nk. verður afmælið haldið hátíðlegt með borð- haldi, upplestri, fjöldasöng og dansi að Hverfisgötu 105. Borðhaldið hefst kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 19.30. Taktu strax frá kvöldið. (Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst v/matar í síma 17500). Afmælisnefndin. FRÉTTIR Sagnfræði Síbería Atvinnubótavinna á kreppuárunum Reykvískir verkamenn voru fluttir austur í Flóa til að vinna við að ræsa fram mýrar. Þetta var liður í atvinnubótavinnu á vegum ríkissjóðs sem komið var á um miðjan fjórða áratuginn. Fljót- lega fóru verkamennimir að kalla mýrarflákana sunnan við Selfoss Síberíu. Jón Gunnar Grjetarsson hefur skrifað ritgerð um þessa íslensku Síberíu og gert þar grein fyrir merkum þætti í íslenskri verka- lýðssögu. Jón Gunnar hefur skrifað ýmsar greinar um íslenska verkalýðssögu og hefur unnið að dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið frá 1986. Ritgerð hans heitir „Síbería, atvinnubótavinna á kreppuárunum" og hefur nú ver- ið gefin út sem 24. hefti f ritröð Sagnfræðistofnunar Háskóla ís- lands. Bókin skiptist í fjóra megin- kafla: Kreppan, Vinnumarkað- urinn, Flóinn og Síberíuvinnan. Hún er 108 blaðsíður. Um sölu á bókinni sér Sögufélagið, Garða- stræti 13 b, Reykjavík. Lögfræðingur Lögfræðingur óskast til starfa hjá skattadeild ríkisskattstjóra. í starfinu felst vinna við úrlausn ýmissa verkefna á vett- vangi skattalagafram- kvæmdar, meðal ann- ars úrskurðir um skatta- leg málefni, upplýsinga- gjöf um lögfræðileg efni varðandi skattarétt, svo og afgreiðsla ýmissa er- inda og umsagna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinþór Haraldsson yfirlögfræð- ingur, í símí 623300. Umsóknir er greini aldur, menntun, fyrri störf og annað er máli kann að skipta sendist skattadeild ríkisskatt- stjóra, Skúlagötu 57, Reykjavík, fyrir 7. nóv- ember 1988. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI 10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN q| j Hundahald í Reykjavík - skoðanakönnun Dagana 24. - 30. október n.k. fer fram skoðanakönn- un um hundahald í Reykjavík. Kjörstaður er í anddyri Laugardalshallar og verður opinn mánudag 24. til föstudags 28. kl. 16.00 til 19.00 og laugardag 29. og sunnudag 30. frá kl. 14.00 til 20.00 Kjörskrá er sú sama og gilti við forsetakosningar 25. júní s.l. Atkvæðisrétt hafa þeir, sem á kjörskránni eru og eru orðnir 18 ára 30. október n.k. Vakin er athygli á, að kjörskráin miðast við lögheimili 1. desember 1987. Allar upplýsingar um kjörskrá gefur Manntalsskrif- stofa Reykjavíkur, Skúlatúni 2, sími 18000. Símar Manntalsskrifstofu og kjörstjórnar á kjörstað eru 27880 og 27288. Spurningin á kjörseðlinum er þessi: Viljið þér leyfa hundahald í Reykjavík með þeim skilyrðum, sem gilt hafa síðustu fjögur ár? Helstu skilyrði eru eftirfarandi: 1. Leyfi til hundahalds er bundið við nafn og heimilis- fang eiganda og er óheimilt að framselja það. Sé um að ræða leyfi fyrir hund í sambýlishúsi þarf skriflegt samþykki sameigenda. 2. Skylt er að ábyrgðartryggja hunda fyrir tjóni, sem þeir kunna að valda. 3. Hundar eru færðir árlega til hreinsunar. 4. Hundurinn skal vera merktur, m.a. með heimilis- fangi eiganda. 5. Bannað er að hleypa hundum inn á tiltekin svæði, svo sem leikvelli, svo og í almenningsfarartæki, samkomuhús og fleira. Sá sem leyfi hefur skal sjá um að hundurinn valdi ekki óþægindum eða óþrifn- aði. 6. Ef sá, sem leyfi hefur, brýtur gegn reglum um hund- ahald getur borgarráð svipt hann leyfi. 7. Hunda, sem valda hættu, óleyfilega hunda eða hunda sem ganga lausir utanhúss, skal taka úr umferð og heimilt að lóga hættulegum hundum þegar í stað. Að öðru leyti er vísað til samþykktar um hundahald í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur nr. 385/1984, sem liggur frammi á Borgarskrifstofum, Austurstræti 16, hjá Heilbrigðiseftirliti, Drápuhlíð 14, og á kjörstað í anddyri Laugardalshallar, meðan kosning stendur yfir. Kjörstjórn Ráðstefna um meðferð ávana- og fíkniefnaneyt- enda Haldin veröur ráöstefna um meðferðarúrræði fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 26. október næstkomandi að Borgartúni 6,4. hæð og stendur frá kl. 13- 17. Dagskrá: 1. Erindi: Hver er núverandi þörf fyrir meðferðar- úrræði fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur? Frummælendur: Einar Gylfi Jónsson forstöðu- maður Unglingaheimilis ríkisins. Sigurlína Da- víðsdóttir, formaður Krísuvíkursamtakanna. 2. Erindi: Ný viðhorf varðandi meðferðarúrræði fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur. Frummælendur: Hrafn Pálsson deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Þórar- inn Tyrfingsson, formaður S.Á.Á. 3. Pallborðsumræður Ráðstefnustjóri verður Ólafur Ólafsson land- læknir. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttaka tilkynnist af- greiðslu félagsmálaráðuneytisins í síma 91- 25000 fyrir kl. 17.00, þriðjudaginn 25. október næstkomandi. 20. október 1988 Samstarfsnefnd ráðuneyta um ávana- og fíkniefnamál Fótaaðgerðastofa Guðríður Jóelsdóttir, fótaaðgerðasérfræðingur, hefur opnað fótaaðgerðastofu að Borgartúni 31, 2. hæð. Tímapantanir alla virka daga kl. 9.30- 10.30 í síma 623501.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.