Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 1
Fjárlagqfrumvarp Unnið eftir samkomulagi Ólafur Ragnar Grímsson: Kannast ekki við neina andstöðu við happdrœttisskatt nema það sem ég hefheyrt haft eftir GuðmundiG. Þórarinssyni. Steingrímur Hermannsson: Ekkert samkomulag Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segist ekki kannast við neina andstöðu við söluskatt á happdrætti, nema það sem hann hafi heyrt haft eftir Guðm- undi G. Þórarinssyni þingmanni Framsóknarflokksins. En Guð- mundur hefur lýst því yfir að hann telji sig bundinn af sam- þykkt Framsóknarfélags Reykja- víkur þar sem lagst er gegn sölu- skatti á happdrætti. Ólafur segir að samkomulag hafi verið gert um þetta mál á milli stjórnar- flokkanna og Framsóknarflokk- urinn verði að standa við það. Alþingi Lands sala ÁsgeirHannes Eiríksson vill taka leigugjaldaf hernum Ásgeir Hannes Eiríksson Borg- araflokki mælti í gær fyrir þings- ályktunartillögu á Alþingi um að „varnarsamningurinn" við Bandaríkin verði endurskoðað- ur. Ásgeir segir ákvæði samn- ingsins um varnir íslands vera loðið og ekki hægt að sjá að Bandaríkjamenn séu skuldbund- ir til að verja þjóðina árásum. Hjörleifur Guttormsson Alþýðu- bandalagi segir óhuggulegt að kraflst sé endurskoðunar þessa samnings til að hægt verði að setja landið á uppboðsmarkað með opnum hætti, falbjóða landið. í umræðum á þingi í gær sagði Ásgeir tíma til kominn að íslend- ingar hættu að blekkja sig í utan- ríkismálum, þar hefðum við sýnt allt of mikla undanlátssemi. Við ættum að horfast eins og menn í augu við Bandarfkjamenn og gera við þá tvfhliða samning. Annars vegar samning sem tryggði varnir þjóðarinnar, ekki bara landsins og hins vegar samn- ing sem tryggði efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Herinn væri hér til að verja vígstöðu Bandaríkjanna í heiminum en kærði sig lítið um stöðu íslands. Ef herinn greiddi fyrir aðstöðu sína sem samsvaraði 10% af kostnaði við að halda starfsemi hans úti á höfunum, dygði það til að greiða skuldir þjóðarinnar. Hjörleifur Guttormsson sagði íslendinga hafa lifað við þá smán sem þessi samningur væri f 37 ár. Engum hefði dulist allan þann tíma að efnahagsleg ítök Banda- ríkjamanna væru mikil hér á landi og færu vaxandi. Það væri kannski gott að menn kæmu út úr skúmaskotum og hulunni yrði svipt af þessum ítökum. Tillagan fæli í sér að ísland yrði falboðið. -hmp Fjármálaráðherra sagði í gær að hann ætti ekki von á öðru en Framsóknarflokkurinn stæði við þetta samkomulag. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það var gert samkomulag á milli flokkanna um að þetta væri ein af þeim til- lögum sem við værum að vinna að," sagði Ólafur. En Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra segist ekki kannast við sam- komulag í þessum efnum, þetta hafi veríð ein hugmynd sem menn hefðu skoðað. Ef þessi tekjuliður kæmi ekki til yrði að afla peninganna með öðrum hætti. Sighvatur Björgvinsson þing- maður Alþýðuflokksins og for- maður fjárveitinganefndar, sagði í eldhúsdagsumræðum á fimmtudag að Alþýðuflokkurinn hefði ýmsar athugasemdir fram að færa um tekjuhlið fjárlaga- frumvarpsins. Hann sagði Þjóð- viljanum að í greinargerð með frumvarpinu væri rætt um ýmsar framkvæmdir tekjuöflunar sem væru til skoðunar í stjórnarflokk- unum en hefðu ekki verið af- greiddar. Alþýðuflokkurinn gæti ekki samþykkt framkvæmd hækkunar tekjuskatts sem leiddi til 50% tekjuskattsheimtu. Þar sem tekjuskattur legðist á heildarlaunatekjur gæti hækkun skattþreps leitt til svo hárrar skattheimtu. Alþýðuflokkurinn væri ekki til viðræðu um hækkun orkuverðs á sama tíma og fólk byggi við misjafnt orkuverð. Al- þýðuflokkurinn væri hins vegar til viðræðu um orkuskatt til jöfnunar orkuverðs. „Það er ekki ágreiningur um meginstefnuna í tekjuöflun fjár- lagafrumvarpsins," sagði Sig- hvatur. Athugasemdir Alþýðu- flokksins snéru eingöngu að framkvæmdinni. Sighvatur sagði Alþýðuflokkinn sammála því að setja tekjuskatt á happdrætti og tók undir sjónarmið fjármálaráð- herrans í þeim efnum. Hvað at- hugasemdir Sighvats um tekjusk- attinn varðar, sagði Ólafur að skýrt væri tekið fram í frumvarp- inu að verið væri að kanna mögu- leikann á hátekjuskatti. Niður- staða athugunar lægi ekki fyrir en þegar hún gerði það yrði hún kynnt stjórnarflokkunum. -hmp Æskulýðsfylkingin hélt glæsilega afmælishátíð um helgina, þar sem þess var minnst að 50 ár eru nú liðin frá stofnun Æskulýðs- fylkingar sósíalista. Núverandi og fyrrverandi Fylkingarfélagar fjölmenntu í afmælisveisluna og hér sést Nóvukórinn, skipaður félögum á öllum aldri, syngja baráttusöngva fyrir aðra afmælisgesti. Nánar verður sagt frá hátíðinni síðar í vikunni. Mynd-Jim. Suðurnes Vinnsla á hverfanda hveli Tugurfiskvinnslufyrirtœkja hefur á skömmum tíma ýmist orðið gjald- þrota, hœtt starfsemi eða lentítímabundinnigreiðslustöðvun. Um 11 þúsund tonna kvóti hefur horfið á braut með bátum og skipum Svo virðist sem fiskvinnsla á Suðurnesjum sé á hverfanda hveli og ef ekkert verður að gert gæti svo farið að þessi fyrrum að- alatvinnuvegur Suðurnesja heyri fortíðinni til. Bátar og togarar eru keyptir í burtu með kvóta og Iætur nærri að 11 þúsund tonna kvóti hafi horfið af svæðinu með þeim hætti á undanförnum árum. Samkvæmt samantekt Fiski- frétta hafa yfir 10 fiskvinnslufyr- irtæki á hálfu öðru ári ýmist hætt starfsemi, orðið gjaldþrota eða fengið tímabundna greiðslust- öðvun. Þau fyrirtæki sem lýst hafa verið gjaldþrota eru Annes hf., Ásgeir hf. í Garði, Frystihús Hafna í Höfnum, R. A. Péturs- son hf., Sjöstjarnan hf. og Stokk- avör hf. Þá hefur Fisktorg hf. í Vogum fengið greiðslustöðvun og Hrað- frystistöð Keflavíkur er lokuð. Óvíst er hvort þar hefst nokkurn tíma fiskvinnsla að nýju ef báðir togarar fyrirtækisins verða seldir til Sauðárkróks fyrir Drangey sem verður útbúin flakafrysti- tækjum. Þá eru tvö frystihús í Grindavík óstarfhæf vegna skulda, Hraðfrystihús Þórkötlu- staða og Hraðfrystihús Grinda- víkur sem bæði hafa neyðst til að selja báta sína til að geta minnkað eilítið skuldastöðuna. Að sögn Eiríks Alexanders- sonar framkvæmdastjóra Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesj- um hafa sveitarfélögin ekki bol- magn til að veita fyrirtækjunum aðstoð vegna slæmrar fjárhagss- töðu þeirra. Viðræður fóru á milli þingmanna . kjördæmisins og sveitarstjórnarmanna sl. föstu- dag vegna atvinnuþróunarinnar en þó aðallega vegna fyrirhug- aðra togaraskipta við Sauðkræklinga án þess að lausn fyndist á því máli. Almennt eru sveitastjórnar- menn á þeirrri skoðun að það gæti orðið leið til bjargar fisk- vinnslu á Suðurnesjum ef kvóti hætti að fylgja bát og ef opinberir sjóðir hætti að mismuna fyrir- tækjum um lánafyrirgreiðslu eftir því hvar þau eru í sveit sett. „Flestir virðast ekki eiga í neinum erfiðleikum með að fá lán til að kaupa báta og skip frá okkur, en ef á að kaupa þessi fra- mleiðslutæki hingað virðast engir peningar vera til," sagði Eiríkur Alexandersson. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.