Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 16
SPURNINGIN Hvernig líst þér á Albert Guömundsson sem sendiherra íslands í Frakklandi? Sigrún Hilmarsdóttir: Mér líst ágætlega á það, hann hlýtur að standa sig í því. Inga Ásgeirsdóttir: Mér líst ekkert illa á hann þannig og hef trú á því að hann standi sig. Margeir Sigurðarson: Sem sendiherra í París? Ég held að hann sé best geymdur þar sem hann gerir ekkert stórt af sér. Gísli Jóhannesson: Mér líst bara mjög vel á það. Garðar Einarsson: Prýðilega, hann er vel þekktur í Frakklandi þó ekki séu allir sam- mála honum. bjómnuiNN Priðjudagur 8. nóvember 242. tölublað 53. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN CQ4Q^Q ÁLAUGARDÖGUM 681663 Kaþólska kirkjan Kærieik á ísafold Hans ágœti Alexandre do Nascimento kardínáli er alþjóðaforseti Caritas, hjálparstofnunar kaþólsku kirkjunnar Hans ágæti Alexandre do Nasc- imento er oddviti kaþólskra íbúa Angólu sem hann segir sjálf- ur að séu rúmur helmingur þjóð- arinnar. Hann ber titilinn erkibiskup Lúanda og hefur auk þess verið kardínáli um fímm ára skeið. Hann var kjörinn forseti Hjálparstofnunar kaþólsku kirkjunnar, Caritas Internati- onalis, í maí árið 1983. Kardínál- inn sótti okkur Islendinga heim um helgina. Höfuðmarkmið hans með komu sinni hingað var að kanna möguleikana á og búa í haginn fyrir stofnun Islands- deildar Caritas. Hans ágæti er afar viðkunnan- legur maður, glaðlegur og alþýð- legur í bragði. Hann hefur reynt sitt af hverju á viðburðaríkum ferli og lagt gjörva hönd á margt, sinnt blaðamennsku, kennt guð- fræði, numið lögfræði, unnið með fátækum og réttlitlum verkalýð á heimaslóðum. Árið 1961 skarst alvarlega í odda með porúgölsku nýlendu- herrunum og skipasmiðum í Angólu. Þá var do Nascimento prestur hinna síðarnefndu og studdi þá íbaráttunni. Fyrirvikið var hann sendur í útlegð til Lissa- bonar. Hans ágæti svaraði góðfúslega spurningum undiritaðs í vist- legum húsakynnum kaþólskra að Hávallagötu 14. í fyrstu barst tal- ið vitaskuld að orsök heimsókn- arinnar, Caritas. „Hjálparstofnunin Caritas er ekki aldin að árum. Það var við lok síðari heimsstyrjaldar að hópur guðsmanna frá Italíu, Frakklandi og Þýskalandi ákvað að stofna samtök í því augnamiði að liðsinna þeim hundruðum þúsunda manna . sem áttu um sárt að binda, flótta- mönnum, munaðarlausum, hungruðum og heimilislausum og fleiri og fleiri. Það var sama hvar stigið var niður fœti, hvarvetna blasti við eymd og eyðilegging, hvarvetna voru menn sem sárlega þörfnuðust líknar og kœrleika. Síðan hefur Caritas Internati- onalis vaxið fiskur um hrygg og vart liðið svo ár að stofnunin hafi ekki fcert út kvíarnar. Páll páfi VI var mjög áfram um að efla starf Caritas og stuðlaði að útbreiðslu hennar. Nú er svo komið að stofn- unin skiptist í 125 deildir sem starfa um allan heim. Caritas er náttúrlega fyrst og fremst hjálparstofnun en hún er líka kcerleiksskóli. Starfið er innt af hendi í anda fagnaðarboð- skapar Heilagrar ritningar. Carit- as er efnahagslega sjálfstœð stofn- un og afar lýðrœðisleg. Lcerðir og leikir starfa saman í bróðerni og eru jafnréttháir þegar kemur að því að velja einstaklinga til forystu- starfa. Stofnunin er afar lítt mið- stýrð, deildirnar ácetla starf og móta stefnu sjálfar, allt fer eftir þörfum og kringumsteeðum á hverjum stað.“ Kardínálinn er inntur eftir stöðu kirkjunnar í Angólu og samstarfi við ráðamenn sem í ' orði kveðnu aðhyllast einhvers konar sósíalisma. „Saga kaþólsku kirkjunnar í Angólu spannarfimm síðustu aldir og lcetur nœrri að nú sé rúmur helmingur landsmanna kristinn. Kirkjan annast að miklum hluta menntun og heilsugœslu ílandinu, börn lcera mörg hver að lesa og draga til stafs í skólum kirkjunnar og í afar mörgum sjúkrahúsum og -skýlum annast nunnur hjúkrun- arstörf. I þessum efnum er sam- starf við ráðamenn prýðilegt.“ í fréttatilkynningu kaþólikka um hingaðkomu hans ágætis er greint frá því að skæruliðar rændu honum þann 15. október árið 1982 og héldu honum föngn- um í mánuð. Do Nascimento kar- dínáli svarar játandi þegar hann er inntur eftir því hvort þetta hafi verið uppreisnarmenn UNITA- hreyfingarinnar. „Satt best að segja veit ég ekki enn þann dag í dag hví þeir tóku mig höndum. Þegar þeir létu mig lausan var ég ekki í ósvipuðum sporum og Lazarus þegar hann reis upp frá dauðum. Hann skýrði aldrei frá reynslu sinni af dauðan- um. En án gamans. Vitaskuld var þetta mikil og merkileg reynsla. Og það er afar brýnt að viðrceður um scettir og frið hefjist á milli stjórnvalda og skœruliða. Kirkjan er reiðubúin að ganga á milli og miðla málum. Það er bceði köllun hennar og skylda. Þótt borgara- stríðið íAngólu komi umheiminum máski fyrir sjónir sem vopnaskak hermanna þá er það blekking vegna þess að í búðum beggja, eld- línunni, erfjöldi kvenna og barna. Það er gömul saga og ný að varg- öld einsog sú sem nú ríkir íAngólu bitnar fyrst og fremst á þeim sem síst skyldi.“ -ks. Hans ágæti Alexandre do Nascimento, kardínáli í Angólu og alþjóöa- forseti hjálparstofnunarinnar Caritas. Mynd: James Robert Smart.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.