Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 8
IÞROTTIR
Handbolti
Lánsamir FH-ingar tryggöu sér
sigurinn á elleftu shindu
Guðjón Árnason skoraði úrslitamarkið úr hraðaupphlaupi réttáður en leiktíminn rann út.
FH-ingar komast áframí keppninni á fleiri mörkum skoruðum á útivelli
Það er vart hægt að hugsa sér
meiri spennu á handboltaleik en
fyrirfannst í Hafnafirði á sunnu-
dagskvðidið þegar FH lék síðari
leik sinn gegn norska liðinu
Fredensborg/Ski í Evrópukeppni
félagsiiða. FH-ingar þurftu að
vinna með a.m.k. fimm marka
mun til að öðlast áframhaldandi
þátttökurétt í keppninni. Fyrri
leikinn unnu Norðmennirnir 30-
25 og því nægði FH-ingum fímrn
marka sigur aðeins ef færri mörk
yrðu skoruð heldur en í leiknum
ytra. Það tókst á eins knappan
máta og mögulegt var, en Guðjón
Árnason skoraði 29. mark FH á
síðustu ósekúndu ieiksins en
Norðmönnunum tókst aðeins að
skora 24 mörk. FH heldur því
áfram í keppninni á fleiri mörk-
um skoruðum á útivelli en
Fredensborg/Ski er úr leik.
Leikurinn var mjög spennandi
allan tímann. FH náði forystu
snemma í fyrri hálfleik og var hún
á bilinu 2-4 mörk. Munurinn á
liðunum var aðeins tvö mörk í
leikhléi, 15-13, og staðan því
mjög tæp, sérstaklega vegna þess
hve mörg mörk voru þegar skor-
uð í leiknum.
FH náði aftur fjögurra marka
forystu, 20-16, í upphafi síðari
hálfleiks en Norðmennirnir voru
ekki af baki dottnir og minnkuðu
muninn í 25-23 þegar um sex mín-
útur voru til leiksloka. FH-ingar
sýndu fádæma baráttu með því að
ná í fyrsta skipti í leiknum lang-
þráðri fimm marka forystu, 28-
23.
En Norðmenn skoruðu næsta
mark og síðan brást Þorgils Ótt-
ari Mathiesen skotfimin í línunni
á síðustu mínútunni.
Fredensborg/Ski fór í sókn og
höfðu sigurinn í sfnum höndum,
ef þeir hefðu bara reynt að halda
boltanum út leiktímann. Þegar
um tíu sekúndur voru eftir á
klukkunni reyndu þeir hins vegar
skot sem Magnús Árnason varði.
Hann var mjög fljótur að átta sig
og sendi langa sendingu á Þorgils
Ottar sem blakaði boltanum yfir
til Guðjóns Ámasonar. Hann
stóðst pressuna á örlagastundu
og skoraði með góðu skoti efst í
fjærhornið. Það þarf varla að
minnast á hvernig stemmning var
í Firðinum, það ætlaði hreinlega
allt um koll að keyra.
FH lék þennan leik af mikilli
baráttu og eiga allir leikmenn
liðsins hrós skilið. Það er erfitt að
vinna upp fimm marka mun en
áhorfendur áttu eflaust stóran
þátt í því. Óskar Ármannsson var
mjög góður í liði FH, svo og Héð-
inn Gilsson, Þorgils Óttar
Mathiesen að ógleymdum Guð-
jóni Árnasyni. Það sem vantaði
helst í liðið var betri varnarleikur
og markvarslan var einnig mis-
jöfn. En glæsilegur sigur FH er
staðreynd og voru þessir leikir ef-
laust góður skóli fyrir hina hörðu
1. deildarkeppni sem framundan
er.
Mörk FH: Óskar 10/5, Guðjón
6/1, Héðinn 5, Gunnar 4, Óskar
H. 2 og Þorgils Óttar 2.
akh/þóm
Guðjón Árnason var sannkölluð hetja FH-inga gegn Fredensborg/Ski í Evrópukeppninni á sunnudags-
kvöld. Hann skoraði úrslitamarkið á síðustu sekúndunni og fimm mörk að auki en Gunnar Beinteinsson
skoraði fjögur mörk.
Karfa
Stólamir
unnu
Kefhríkinga
KR sigraði ÍR
„Stólarnir“ frá Sauðárkróki
sigruðu Keflvikinga í íslandsmót-
inu í körfuknattleik á sunnudag
en Keflavík er efst í þeirra riðli.
Tindastóll vann þarna sinn fyrsta
sigur á einu af stórliðunum og er
greinilegt að allir geta unnið alla í
B-riðli.
Leiknum lauk með níu stiga
sigri Tindastóls, 85-76, og voru
Valur Ingimundarson og Eyjólf-
ur Sverrisson að vanda atkvæð-
amestir en þeir skoruðu 20 stig
hvor.
KR sigraði ÍR í miklum bar-
áttuleik, 93-85, og geta þeir öðr-
um fremur þakkað Jóhannesi
Kristbjörnssyni sigurinn en hann
skoraði 32 stig. Þá skorarði Matt-
hías Einarsson 25 stig og Birgir
Mikhaelsson 20 stig en stiga-
hæstir ÍR-inga voru þeir Jóhann-
es Sveinsson og Karl Guðlaugs-
son með 22 stig hvor.
Þór og Grindavík léku á Akur-
eyri og sigruðu Suðurnesjarmenn
með 78 stigum gegn 68. Þá léku
Stúdentar gegn Val og töpuðu
þeir einum leiknum en með 62
stigum gegn 87.
Staðan
A-riðill
Njarðvík ...9 9 1 818-666 18
Valur 10 7 3 869-765 14
Grindavík .... 10 4 6 798-766 8
Þór 10 1 9 768-957 2
fs 10 010 637-1007 0
B-riðill
Keflavík 10 8 2 866-739 16
KR 10 8 2 838-740 16
Haukar ..9 5 4 854-762 10
IR 10 4 6 757-748 8
Tindastóll .... 10 3 7 840-895 6
Handbolti
Staðan í 2. deild
Haukar ...5 5 0 0 135-94 10
Ármann ...5 4 0 1 120-114 8
IR ..5 3 1 1 125-99 7
HK ..4 3 0 1 103-75 6
UMFN ...5 2 1 2 123-107 5
Selfoss ..4 2 0 2 100-98 4
(BK ..5 1 0 4 104-115 2
UMFA ..5 1 0 4 114-129 2
Þór ..5 1 0 4 95-127 2
fH ..5 1 0 4 78-139 2
8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN | Þriðjudagur 8. nóvember 1988