Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Orðsending til höfundar Ólafsbókar hinnar nýju Helgi Seljan skrifar Þaö kemur ýmislegt upp í hug- ann, þegar gluggað er í fjárlaga- frumvarpið nýja og máske sækja gamlar minningar á frá þeim tíma, þegar það var helztur jóla- glaðningur eða aðventuglaðn- ingur réttara sagt að kljást við og koma saman öllum þeim tölum, sem þar er að finna og skipta marga svo miklu. Auðvitað eru það stóru upp- hæðirnar, sem mest munar um fýrir heildarsummuna, en oft munar það þarfa starfsemi eða góða framkvæmd miklu, hvort upphæðin er einni miljón - eða miijónatug minni eða meiri. Eg hefi áður lýst þeirri skoðun að útdeiling t.d. 200 miljóna í 50- 80 staði, jafnvel 100, gæti gjör- breytt dæmi þessara 100 liða - þann veg að virkilega sæist úti í þjóðfélaginu, að virkilega beri árangur til farsældar og góðs - umfram sömu 200 miljónir í ein- hvern stórliðinn. Ég gæti farið yfir frumvarpið og bent á liði, sem ég þekki vel til og miljón til eða frá gæti áorkað miku til góðs - skipt jafnvel sköpum, en það gætu eflaust fleiri, ef þeir fengju óskastöðu til slíks og þyrftu ekki einnig að huga að öllum stóru upphæðunum. Þaö er hins vegar oft meiri spurning um skiptingu, um röðun, um misþörf verkefni, mis- munandi áherzlur, þar sem duttl- ungar t.d. ýmissa stofnana- manna, alveg sér í lagi alls kyns fræðinga, ráða meiru en skynsamlegt mat - að ógleymdri ráðdeildinni. Annars er það einkenni allrar fjárlagagerðarinnar, að allir sem þar koma „brauðs og biðja“ virð- ast lifa í afar litlum og lokuðum heimi eigin óska og virðast alltaf jafn undrandi, þegar gæluverk- efnin þeirra eru ekki sett efst og fremst. Ég held ég hafi aldrei heyrt fjálglegri lýsingar og útlistanir á nokkru eins og þegar hinir ótrú- Iegustu aðilar upphófu lofsöng inni í fjárveitinganefnd um alveg sérstakt ágæti þess sem þeir voru við að fást, gott ef við áttum ekki að skilja að þar við lægi þjóðar- sómi að ítrustu óskum og kröfum yrði fullnægt. Stundum lentu menn raunar innbyrðis í hár saman af því að ein deildin hefði verið dregin fram yfir hina - yfirtoppur hafði gleymt hliðartoppi eða eitthvað svoleiðis. Þó held ég að læknarnir bless- aðir hafi slegið öll met í grátbros- legum skemmtilegheitum sínum, þegar þeir voru að leggja til röðun framkvæmda á vegum Landspítala og ekki batnaði á- standið, þegar hinir komu, sem líka þurftu að fá sitt og allt var svo lffsnauðsynlegt að maður óttaðist það helzt að „vakna dauður að morgni" eins og karlinn sagði og það úr flestum þeim mein- semdum sameinuðum, sem mannskepnuna hrjá. En ekki ætlaði ég nú að drepa málinu svo á dreif, því af ærnu er að taka við yfirlestur Ólafsbókar hinnar nýju. Öfundsvert mun það ekki að koma að þeim flór fullum sem fullhugar ætluðu að moka tandurhreinan og ekki öfunda ég heldur þá Sjálfstæðismenn að líta til bústarfa sinna á liðinni tíð bæði í æðstu forystu og fjármálaleið- sögn áður. Hygg ég þó að þeim ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 verði hauspokinn tamur til nota, fremur en að samvizkan muni ó- náða þá mjög, hvað þá æra sem skyldi. Ekki dettur mér í hug að gerast svo djarfur gagnrýnir, að ég ætli að taka fyrir öll efnistök Olafs eða stílbrögð í hinni nýju bók hans, en freistandi er að staldra við og huga að þeim mál- um, sem mér standa næst nú um stundir. Það kemur mér á óvart að í leit sinni að fólgnu fé þeirra sem breiðu bökin hafa skuli Ólafur Ragnar hafa fengið þessa herfi- legu happdrættisglýju í augun. Ég er nefnilega sannfærður um að vandleg athugun þessa alls hefði þurft að vera nauðsynlegur undanfari þessarar skattlagning- ar. Það er full ástæða til þess að fara ofan í saumana á -ráðstöfun fjár, sem er í kringum fjóra milj- arða króna eins og segir í frum- varpinu. Það er líka rétt að það hlýtur að þurfa að setja spurningarmerki við fjárfestingar af happdrættis- fé, sem ríkið verður svo að taka að sér reksturinn á. Það má ekki vera tilviljun ein sem þar ræður. Hitt vita menn svo, Ólafur Ragnar líka, að ef ekki væri aflað fjár með happdrættum til fjöl- margra nytsamra verka og bráð- brýnna framkvæmda, þá kæmi fyrr eða síðar að ríkisins hlut - síðar auðvitað algengast en þá oft til illbætanlegs tjóns. Happdrætti eru eflaust misjöfn og til mis- jafnra hluta notaður sá ávinning- ur, sem af þeim kemur, en ég hygg við Ólafur séum sammála um að að yfirgnægandi hluta fer ávinningurinn til góðra hluta og nytsamlegra fyrir framtíðina. Þetta þekki ég bezt hið næsta mér, þar sem ágóðahlutur Ör- yrkjabandalagsins af lottófé fer að 4/5 til þess að byggja og kaupa húsnæði fyrir öryrkja, verkefni sem ríkisvaldið hefur vanrækt herfilega, og þeir sem njóta eru margir í neyð og lífsafkoma þeirra í raun undir því komin að húsnæðisbyrðin sligi þá ekki eins og er á hinum „frjálsa“ markaði. Og 1/5 fer að mestu í það að styrkja aðildarfélög Öryrkja- bandalagsins til þarfra sérverk- efna, sem þau annars ekki gætu sinnt fyrir félaga sína. Nú, innan sviga fer eitthvað innan við 1% til að launa undirritaðan og við get- um sjálfsagt báðir verið sammála um að sleppa þessum 0.7% sem þar eru, þegar ég hefi goldið Ólafi „keisara“ það sem hans er. Farið hefur fé betra! En án gamans þá hefði t.d. ver- ið þarft fyrir ráðherra að rölta við hjá framkvæmdastjóra okkar og líta rétt á biðlistana sem neyðin einkennir í of ríkum mæli áður en hann tók ákvörðun um að skerða þessi framlög almennings til þessa nauðsynjaverks, því auðvitað er verið að því, spurn- ingin um 12% - 10% eða 6% skiptir ekki öllu. Ég vildi sem sagt óska þess að Ólafur minn Ragnar hefði ekki farið að „grufla“ út í þennan happdrættis„gróða“ án þess að grunda hann þá um leið. Framhald á bls. 6 „Framkvœmdasjóðurinn margsvikni er því miður auðvitað svikinn afÓlafi eins og öðrum, en það ersýnu alvarlegra vegna þess sem ríkið œtlar aðhirða af ágóðahlut öryrkja aflottóinu... En Ólafur Ragnar á enn leið sér til afbötunar og yrði honum þá ýmislegt fyrirgefið... “ Leián að dýragarðinum „Leitin að dýragarðinum" heitir sjöunda bók Einars Más Guð- mundssonar sem Almenna bókafélagið er að senda frá sér þessa dagana. Hún er samnefnd einni sögunni í bókinni - en efni hennar er lýst á þessa leið hér: „Ungur og andlega sinnaður Fransmaður kemst að þeirri niðurstöðu að eyja úti í hafi með rúmlega 200 þúsund íbúa hljóti að vera stærsti dýragarður i heimi". Lýsingin sjálf minnir á ýmis sterkustu höfundareinkenni Ein- ars Más: hann gerir sér mat úr ýmsum furðum veraldar, ekki síst til að fara með eitthvað háðslegt. Og við munum hitt af skáld- sögum hans þrem (og ijóðabók- um þrem) sem áður eru komnar, að þessi undur þurfa ekki að sæta stórtíðindum samkvæmt einhverju allsherjarsamkomulagi - Einar Már hefur hinsvegar þann höfundarpersónuleika til listar sinnar að bera að hann get- ur gert hvaðeina að skoplegu eða Ijóðrænu undri, nema hvortt- veggja sé. Einn danskur gagnrýnandi var að fagna þess- um galdri á dögunum í Informati- on og sagði á þá leið, aö ef hann væri maður íslenskur þá væri hann stoltur niður í klettarætur yfir þessum höfundi. Ein sagan í bókinni hefur áður séð dagsins Ijós í tímariti: hún fjallar um unga menn af 68 kyn- slóð sem ætla að vekja verkalýð- inn af vitundarsvefni. Eins og vænta mátti fór það mjög á ann- an veg en ráð hafði verið fyrir gert. Einar Már Guðmundsson Utgefandi: Almenna bókafélagið Ver6 kr. 2.150,- (verft út úr búð kr. 2.670,-) BOKAKLUBBUR áskrífenda Þjóðviljans Tilboð vikuna 8. nóv.— 14. nóv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.