Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN
Til sölu
Stórt sófaborð til sölu. Upplýsingar í
síma 681333 til kl. 13.00 og 31197
eftir hádegi.
Tímaritið Satt
til sölu, 13 innbundnar bækur. Upp-
lýsingar í síma 672215.
Til söju
svefnbekkur, skrifborð, stólar, nátt-
borð, skápur og þvottavél, ódýrt.
Upplýsingar í síma 33266 eftir kl.
20.30
Kettlingur óskast (kvenkyns)
Sími 13297 í hádeginu eða á kvöld-
in.
Óskast gefins eða
fyrir lítinn pening
Fataskápur, kókosmotta á gang,
útidyramotta, notaðar tuskumottur,
gamaldags miðstöðvarofn. Upplýs-
ingar í síma 13297 í hádeginu eða á
kvöldin.
íbúð óskast
Reglusöm stúlka óskar eftir íbúð til
leigu í miðbænum eða nágrenni
Háskólans. Upplýsingar í síma
73628 eftir kl. 19.00.
Vetrardekk
Vantar vetrardekk undir Skoda.
Upplýsingar í síma 73311.
MMC Lancer
árg. '80 í toppstandi, til sölu. Áhvíl-
andi skuldabréf getur fylgt. Vetrar-
dekk. Upplýsingar í síma 24769 og
22188.
Óska eftir að kaupa
notaðar Beta-myndbandssnældur.
Upplýsingar í síma 12014.
Herbergi til leigu
Lítið herbergi með aðgangi að baði
til leigu nálægt Háskólanum. Upp-
lýsingar í síma 27411.
Til sölu
Silver Cross barnavagn, verð ca.
10.000 kr. og Chicco baðborð, verð
kr. 5.000. Einnig til sölu 5 vetra
hestur. Upplýsingar í síma 46108
eftir kl. 19.00.
Til sölu
nýlegur, vel með farinn Yamaha
RBX 5,5, strengjabassi sem selst á
góðu verði. Einnig ódýr Roland PR
100 sequencer með diskadrifi. Á
sama stað óskast ódýr trompett.
Upplýsingar í síma 40460 á daginn
og 623692 á kvöldin.
Kojur óskast
keyptar eða gefins. Heimasími
15708 eftir kl. 16.30.
Barnagæsfa
Gæsla óskast fyrir 10 mánaða
gamalt barn eftir hádegi. Sími
18681.
Vil kaupa statív
fyrir umbúðapappír. Upplýsingar í
síma 23218 og 29474.
Seðlaveski tapaðíst
Bleikt seðlaveski tapaðist í Kringl-
unni síðastliðinn laugardag 5. nóv-
ember. í veskinu eru skólaskilríki
með nafni eiganda, peningar, Ijós-
akort og fleira sem eiganda er óljúft
að tapa. Skilvís finnandi vinsam-
legast hringi í síma 681333 á dag-
inn, Olga.
Til sölu
unglingakoja með skrifborði, 2
tepparenningar, 3 og 4 metrar, loft-
Ijós, sófaborð og spegill. Gefins á
sama stað dýnulaust hjónarúm.
Upplýsingar í síma 612315.
Til sölu
Lada Lux árg. ’88. Ekinn 8.000 km.
Hliðarlistar, sílsalistar, lakkvernd,
lugtargvendur, grjótvarnargrind, út-
varp. Verð kr. 290.000. Upplýsing-
ar í síma 18866 (símsvari) á kvöld-
in.
Römer Peggy barnabílstóli
til söiu
barnakerra án skerms með grind
og vindgalla, 2 springdýnur, lítið
notaðar, 195x75 sm, ömmustangir
140x258 sm, 2 stk. ídökkum við,40
sm. Upplýsingar í síma 32178.
78 snúninga plötur
óskast keyptar
ódýrt eða á flóamarkaðsverði.
Helst vel með farnar. Upplýsingar í
síma 91-42768.
Til sölu
toppgrind á Colt á kr. 2.000, IKEA
borð/barnastóll á kr. 1.500, tvennir
hjólaskautar, sem nýir, nr. 41 -42 og
31-32. Verð kr. 1.800. Upplýsingar í
síma 611354.
Sófaborð óskast
Óska eftir háu, gamaldags sófa-
borði, ekki lægra en 65 sm. Upplýs-
ingar í síma 611354.
Myntsafnarar
Gömul mynt til sölu, 6 kíló, selst í
einu lagi ódýrt. Upplýsingar í síma
681455.
Gefins
Svefnsófi fyrir einn í góðu ásig-
komulagi fæst gefins. Sími 28372.
Oyrasfma- og rafvirkjaþjónusta
Set upp og geri við dyrasíma ásamt
almennri rafvirkjaþjónustu. Upplýs-
ingar í síma 686645.
Bill til sölu
Daihatsu Charade '80 til sölu.
Skoðaður ’88, ný snjódekk, útvarp
og segulband. Verð kr. 60.000. Á
sama stað óskast notaður ís-
skápur, helst gefins. Vinsamlegast
leggíð inn nafn og símanúmer á
auglýsingadeild í síma 681310 eða
681333.
Húsnæði óskast
Óskum eftir lítilli íbúð eða rúmgóðu
herbergi með sérinngangi og snyrt-
ingu. Erum 2 í heimili. Meðmæli ef
óskað er, Reglusemi og skilvísum
greiðslum heitið. Vinsamlegast
skiljið eftir nafn og símanúmer hjá
auglýsingadeild í síma 681310 eða
681331.
Nett hjónarúm
með góðri dýnu til sölu ódýrt. Sími
i70C0 J
Ökukennsla
Kenni á Lada Samara ’89. Valur
Haraldsson, sími 28852.
Til sölu Peugeot 205
árgerð 87, ekinn 15 þús. km. Góður
bíll í toppstandi.l Vetrardekk fylgja.
Upplýsingar í síma 29819.
Hafnarfjörður
Verkakvennafélagið
Framtíðin
Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs félags-
ins, um stjórn og aðrar trúnaðarstöður, fyrir árið
1988, liggja frammi á skrifstofu félagsins, Strand-
götu 11, frá og með þriðjudeginum 8. nóvember
til föstudagsins 11. nóvember, til kl. 16.00. Öðr-
um tillögum ber að skila fyrir kl. 16.00 föstudag-
inn 11. nóvember og er þá framboðsfrestur út-
runninn. Tillögum ber að fylgja meðmæli 20
fullgildra félagsmanna.
Verkakvennafélagið Framtíðin
Auglýsið í Þjóðviljanum
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. nóvember 1988
tíTTA
jjjjSKKIHÆÖ*
VINNUR ÞU
Á LAUGARDÖGUM?
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
VIÐHORF
Framhald af bls. 5
Fyrst hann tók upp á þessum
fjára gat hann þó sýnt að hann
tæki a.m.k. alvarlega ákvæði
stjórnarsáttmála nýsoðið og enn
glóandi heitt um eflingu Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra.
Aður en ég vissi um happ-
drættissýkina hafði ég sagt Ólafi
það beint að svartalágmarkið í
sjóðinn væri 200 miljónir, og
hefði bætt þar við 20 sem öðru
svartalágmarki, ef mig hefði órað
fyrir hinum ósköpunum. Og þá
var ég og er að tala í takt við allan
sönginn um erfiðu tímana og taka
þau fölsku tónbrigði inn í mynd-
ina.
Nú, framkvæmdasjóðurinn
margsvikni er því miður auðvitað
svikinn af Ólafi eins og öðrum, en
það er sýnu alvarlegra vegna þess
sem ríkið ætlar að hirða af
ágóðahlut öryrkja af lottóinu.
Svo einfalt er það og ekki getur
það verið hluti af félagslegu um-
byltingunni, sem gumað hefur
verið af - alveg sérstaklega af
Ólafi Ragnari sjálfum. En Ólafur
Ragnar á enn leið sér til afbötun-
ar og yrði honum þá ýmislegt
fyrirgefið og ég bið hann opinber-
lega hér um.
Ekki skal Útvegsbankaóáránin
upprifjuð hér, en í Kópavogi var
húseign nokkur og er enn, sem
þessi glæsibanki gulli rúinn átti.
Nú ákvað ríkið það að kaupa (af
sjálfu sér) þessa húseign að miklu
fyrir ágæta starfsemi Greiningar-
stöðvar ríkisins - lykilstofnunar í
málefnum fatlaðra.
Greiðsla skyldi fara fram á 10
árum, en það snjallræði fundið
upp, að af því fé sem fram-
kvæmdasjóði fatlaðra væri út-
hlutað árlega skyldi greiðslan
koma, þ.e. af því að ríkið er nú
þama yfir og allt umkring, þá
skyldi framkvæmdafé sjóðsins
næstu 10 ár skerðast sem næmi
afborgunum og vöxtum af öllu
saman.
Framkvæmdasjóður fatlaðra
átti sem sé sérlega að blæða fyrir
Útvegsbanka - Hafskipsóreiðu-
sukkið. Þetta er upphæð, sem
nálgast að nægja fyrir einu sam-
býli á ári -10 sambýli fyrir fatlaða
töpuð, þegar Hafskipstollurinn
hefur að fullu verið greiddur.
Þessu afléttir Ólafur Ragnar
einfaldlega af Framkvæmdasjóði
fatlaðra og ákveður að framlag til
sjóðsins skerðist ekki um þetta,
hvorki í ár né á næstu árum.
Og svona í leiðinni og ekki
síðra þá bið ég þess að lagt verði
fram nægilegt fé úr ríkissjóði á
móti framkvæmdasjóðnum á
næsta ári í vist- og hjúkrunar-
heimili fyrir þá sem mest hafa
skaðast í slysum, því komi helm-
ingsframlag til þess úr ríkissjóði,
mun reynt úr rýrum Fram-
kvæmdasjóði fatlaðra að sjá um
hitt. Og við skulum gæta þess að
þetta hvoru tveggja er nú ekki
nema svo sem tæp 10% af því sem
ætlað er til „uppáhaldsins" okkar
beggja - flugstöðvar okkar og
Kanans á Miðnesheiði.
Og þá verður sagt um höfund
Ólafsbókar hinnar nýju á beztu
bæjum:
Svona eiga sýslumenn að vera.
Helgi Seljan
Helgi er félagsmálafulltrúi hjá
Öryrkjabandalaginu og forðum
þingmaður að austan.
200 á dag
Verulegur samdráttur í innflutningi nýrra bíla
í september og október skiptu
rúmiega 200 bílar um eigendur
daglega. Þannig voru sendar inn
til Bifreiðaeftirlits ríkisins í sept-
ember 212 sölutilkynningar á
dag. í alit bárust 4460 sölutil-
kynningar í þeim mánuði. í októ-
ber bárust 4280 tilkynningar eða
204 á dag.
Verulegur samdráttur er í bíla-
innflutningi til landsins. Þannig
var skráður 721 bíll hjá Bifreiða-
eftirliti rfkisins í október í ár, en
1.886 bílar í fyrra. Þetta er fækk-
un um 1165 bíla.
Á fyrstu tíu mánuðum ársins
hefur nýskráningum fækkað um
6.780 miðað við sama tímabil í
fyrra. Þá voru fluttir inn rúmlega
tuttugu þúsund bílar en í ár voru
fluttir inn rúmlega þrettán þús-
und. 1. október voru 140.294 bíl-
ar á skrá hér á landi.
-*g
VINNUR ÞÚ
X Íaugardogum-
29
33
I’
I
✓
Vinningstölurnar 5. nóvember 1988
Heildarvinningsupphæð: Kr. 8.882.920,-
Fimm tölur réttar kr. 5.094.750,-
Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur.
BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 561.232,- skiptast á 2
vinningshafa, kr. 280.616,- á mann.
Fjórar tölur réttar kr. 968.058,- skiptast á 117 vinningshafa,
kr. 8.274,- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 2.258.880,- skiptast á 4706 vinningshafa,
kr. 480,- á mann.