Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 14
Þegar ég var að alast upp í
Skagafirðinum voru prestarnir
þar svo sannarlega engir meðal-
menn, Sumir þeirra voru
hreinustu skörungar bæði utan
kirkjuoginnan.
í Hvammi í Laxárdal sat séra
Arnór Árnason, með sitt mikla og
snjóhvíta alskegg, sem náði nið-
ur á bringu svo að hvergi sást í
prestakragann. Flóðmælskurog
félagssinnaður framfaramaður.
Séra Hálfdan Guðjónsson á
Sauðárkróki, vinsæll maður og
virtur. SéraHallgrímurThorlaci-
us í Glaumbæ, allstór vexti og
mikilúðlegur, seinmælturog
fastmæltur, forn í öllum háttum.
SéraTryggvi H. Kvaran áMæli-
felli, mikill að vallarsýn og höfð-
inglegur, rómaður ræöumaður
og skáldmæltur vel. Séra Lárus
Arnórsson á Miklabæ, lítill vexti
en hvatlegur, ræðurmaðurágæt-
urog létsérfáttóviðkomandi.
Séra Guðbrandur Björnsson í
Viðvík, hlýr maður og yfirlætis-
laus, vinsæll og virtur. Séra
Pálmi Þóroddsson í Hofsósi og
séra Guðmundur Benediktsson
á Barði í Fljótum. Þá þekkti ég lítið
en heyrði að þeir hefðu á sér al-
menningsorð fyrir mannkosti.
Segja mátti að þarna væri valinn
maðuríhverju rúmi, þóttólíkir
væru um margt.
Ástæðan til þess að ég minnist
þessaraprestanúersú, aðég
hef nokkuð fylgst með umræðum
þeim, sem fram hafa farið á
Kirkjuþingi, sem nú er nýlokið.
Mér þóttu þær fróðlegar um
margt. Þarvorujöfnum höndum
rædd innri málefni kirkjunnarog
hvort hún ætti að fjalla um og
taka afstöðu til mála, sem fra-
mundir þetta hefur ekki beinlínis
verið talið i hennar verkahring að
fjallaum. Má þart.d. nefna bar-
áttu fyrir hagsmunamálum fatl-
aðra, umhverfis- og náttúru-
vernd, stofnun þjóðmálaráðs o.fl.
Hver hefði afstaða gömlu prest-
anna minna verið til afskipta kirkj-
unnar af þessum málum? Um
það þori ég auðvitað ekkert að
fullyrða því við lifum nú á öðrum
tímum, og raunar að ýmsu leyti í
öðrum heimi en þá og viðhorf
manna hafa breyst um margt.
Þessirprestarvoru flestirmjög
ákveðnirflokksmenn og ég held
allir, utan einn, í sama stjórn-
málaflokknum. Fyrir kom að þeir
viku aðflokkspólitískum málum í
stólræðum án þess þó að blanda
þeim saman við trúmálin eða
skipa Guði almáttugum beinlínis í
ákveðinn stjórnmálaflokk. Þeir
voru börn síns tíma og pólitíkin
var nærgöngul í þá daga. Samt er
ég ekki frá því, að sumir þeirra
a.m.k. hefðu kunnað vel þeim
anda f rjálslyndis og víðsýnis,
sem sveif yfir síðasta Kirkjuþingi
því, eins og ég heyrði einn þeirra
eitt sinn segja: „Kirkjunni er ekk-
ert mannlegt óviðkomandi". mhg
ÍDAG
er8. nóvember, þriðjudagur í þriðju
viku vetrar, átjándi dagur gormán-
aðar, 313. dagur ársins. Sól kemur
upp í Reykjavík kl. 9.34 en sest kl.
16.48. Tungl minnkandi á fjórða
kvartili.
ÞJÓÐVILJINN
FYRIR50ÁRUM
Allsherjaratkvæðagreiðslan í
Dagsbrún: Skjaldborgin bíður
ósigur í höfuðorustu. Atvinnuleysis-
kröfurnar: 902 já, 285 nei. Laga-
breytingarnar: 735 já, 475 nei.
Skjaldborgin fyrirgerir með fram-
komu sinni síðustu leifunum af
trausti verkalýðsins.
Búizterviðað21 maðurhafifarizt
með togaranum Ólafi. Skipsins hef-
ir ekki orðið vart siðan á aðfaranótt
miðvikudags og var hætt að leita í
gær.
Mikki mús, mótív til að festa á
barnaföt, fæst í Vestu, Laugaveg
40.
m^TVARP&SJÓNVARP^f
Dægurmálaútvarpið
Með vetrarkomunni verða
ýmsar breytingar á dægurmálaút-
varpi Rásar 2. Miða þær að bættri
þjónustu við hlustendur og
aukinni fjölbreytni, enda hafa
nýir liðsmenn bæst í þann hóp,
sem þarna sér um „matreiðsl-
una“. Til dæmis mun Ólöf Rún
Skúladóttir sjá um morgunút-
varpið með Leifi Haukssyni.
í fyrra gat höfundur Jónsbók-
ar, Jón Órn Marinósson, sér
ágætt orð. Nú verður hann á vett-
vangi á ný, kl. 7.45 á föstu-
dagsmorgnum. Að þessu sinni
nefnir Jón pistla sína „Ódáins-
vallasögur" og munu margir
þykjast kenna ýmsar helstu per-
sónur þeirra sagna. - Guðmund-
ur Ólafsson verður áfram í morg-
unútvarpinu á mánudögum kl.
8.30. - Töluvert tognar úr Dag-
skrárþættinum. Stendur hann frá
kl. 16.00-19.00. Umsjónarmenn
hans eru þau Stefán Jón Hafstein
og Guðrún Gunnarsdóttir. Efni
þáttarins kemur úr ýmsum áttum
svo sem frá dagskrárgerðar-
mönnunum Ævari Kjartanssyni
og Sigurði Þór Salvarssyni, svæð-
isstöðvum RÚV úti á landi og
fréttamönnum og fréttariturum
erlendis.
Hlustendaþjónustan hefur nú
fengið inni hjá Lísu Páls, sem er
með þátt sinn, „Undraland" í há-
deginu alla virka daga. Sími
hlustendaþjónustunnar er 69-36-
61. Þá er sérstakur liður í síð-
degisþættinum Dagskrá, kl.
16.45, helgaður málefnum sem
hlustendur bera upp. - Pétur
Gunnarsson rithöfundur rabbar
við hlustendur kl. 17.00 alla mán-
Jón Örn Marinósson flytur að þessu sinni sagnabálkinn um Ódáins-
velli.
udaga. Andrea Jónsdóttir sér um
plötudóma milli kl. 16.00 og
17.00. Þáttur um hagfræðileg
málefni, í umsjá Ingva Arnar
Kristinssonar, er á dagskrá eftir
kl. 17.00 á þriðjudögum. Bréf frá
landsbyggðinni berast að jafnaði
eftir kl. 17.00 á miðvikudögum.
Þar rabba valinkunnir pistlahöf-
undar utan af landi við hlustend-
ur um það, sem hæst ber í hverju
byggðarlagi. Svo er það náttúr-
lega Meinhornið kl. 17.30 á
fimmtudögum. Síðdegis á föstu-
dögum fáum við svo væntanlega
að heyra í Arthuri Björgvin
Bollasyni segja frá mannlífi ytra,
oft á léttum nótum.
Fyrir hádegi eru að jafnaði
endurteknir pistlar fréttaritara
erlendis frá því kl. 7.00 um morg-
uninn. Um kl. 13.00 kemur Sig-
urður Þór með hlustendaþjónust-
una, tekur við ábendingum og at-
hugasemdum hlustenda og ræðir
við fólk. Á miðvikudögum ræðir
Hafsteinn Hafliðason um gróður
og garða. Á fimmtudögum er
kvikmyndagagnrýni og á föstu-
dögum gefur sá kunni mat-
reiðslumeistari, Hilmar B. Jóns-*
son, góð ráð um helgarmatinn.
Allir hádegispistlarnir verða
svo endurteknir í dagsyfirliti dæg-
urmálaútvarpsins (nýmæli), sem
hefst alla daga kl. 18.30. Þar
verður rifjað upp það helsta í
dægurmálaútvarpi dagsins, kynnt
það sem er að gerast í menning-
arlífinu og horft fram til kvölds-
ins, hvað svo sem líður spakmæl-
inu: „lítið sjáum aftur en ekki
fram“.
- mhg
GARPURINN
KALLI OG KOBBI
FOLDA
SKRIUIT
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. nóvember 1988