Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 12
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Innritun nema
á vorönn 1989
Innritun stendur nú yfir og henni lýkur 5. desemb-
er. Þetta nám er í boði:
I. Dagnám
1. Samningsbundið iðnnám
2. Grunndeild í málmiðnum
3. Grunndeild í tréiðnum
4. Grunndeild í rafiðnum
5. Framhaldsdeild í rafvirkjun/rafvélavirkjun
6. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun
7. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði
8. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun
9. Framhaldsdeild í bókiðnum (3. og 5. önn)
10. Framhaldsdeild í hárgreiðslu
II. Framhaldsdeild í húsasmíði
12. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði
13. Framhaldsdeild í véismíði og rennismíði
14. Fornám
15. Almennt nám
16. Tækniteiknun
17. Rafsuða
18. Tölvubraut
19. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi)
11. Meistaranám
III. Öldungadeild:
1. Grunndeild í rafiðnum
2. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun
Fyrri umsóknir, sem ekki hafa verið staðfestar
með skólagjöldum, þarf að endurnýja.
Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstofu
skólans.
Innritun í einstakar deildir er með fyrirvara um
næga þátttöku.
Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 09.30 -
15.00, sími 26240.
Iðnskólinn í Reykjavík
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Reykjanesi
Aðalfundur kjördæmaráðs
Aðalfundur kjördæmaráðs AB á Reykjanesi verður
haldinn 12. nóvember nk. í Félagsheimilinu Festi I
Grindavík og hefst kl. 10.00
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf.
2) Skýrsla kosningastjórnar: Valþór Hlöðversson.
Matarhlé.
3) Ólafur Ragnar Grímsson form. AB og fjármálaráð-
herra: Alþýðubandalagið í ríkisstjórn - verkefnin
framundan.
4) Almennar umræður.
Ólafur Ragnar
Stjórnin
Margrét Jónas Steingrímur
Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum
Aðalfundur og árshátíð
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum verður haldinn laugar-
daginn 12. nóvember kl. 13.30 í Alþýðuhúsinu Vestmannaeyjum. Venjuleg
aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Margrét Frímannsdóttir alþingis-
maður og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngumálaráð-
herra. Félagar hvattir til að mæta og nýir félagar eru velkomnir.
Um kvöldið verður árshátíð Alþýðubandalagsfólagsins í Alþýðuhúsinu.
Húsið oþnað kl. 19.30. Skemmtunin hefst með borðhaldi kl. 20 og heldur
áfram með fjölbreyttum skemmtiatriðum fram eftir kvöldi. Gestir hátíðarinn-
ar verða Margrét Frímannsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og hinn þjóð-
kunni Jónas Árnason. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjóm-
in.
Alþýðubandalagið Reykjavík
Spilakvöld ABR
Spilakvöld að Hverfisgötu 105, þriðjudagskvöldið 8. nóvember kl. 20.30.
Umsjón: Steinar og Dagný. Allir velkomnír.
ERLENDAR FRÉTTIR
Filippseyjar
„Herínn burt“
innan fárra ára?
Megn óánœgja á báðar hliðar með síðasta herstöðvasamning
Bandaríkjamanna og Filippseyinga
Asamt herstöðvum Banda-
ríkjamanna í Japan hafa her-
stöðvar þeirra á Filippseyjum
verið taldar þær mikilvægustu í
herstöðvaneti þeirra Asíu- og
Eyjaálfumegin á Kyrrahafssvæð-
inu. Hér er um að ræða tvær stór-
ar bækistöðvar, Clarkflugvöli og
flotastöð við Subicflóa. Síðast var
samningur Bandaríkjanna og Fil-
ippseyja um stöðvar þessar
endurnýjaður í okt. s.l. Það tókst
aðeins með harmkvælum og
herkjum og þar á ofan eru báðir
aðilar sáróánægðir með útkom-
una.
Samningaumleitanir um end-
urnýjun samningsins höfðu þá
staðið síðan í apríl. Niðurstöður
urðu að Bandaríkjamenn sam-
þykktu að greiða Filippseyingum
481 miljón dollara í aðstöðugjald
árlega fyrir stöðvarnar næstu tvö
árin, og er þar um að ræða þre-
falda hækkun frá síðasta samn-
ingstímabili viðvíkjandi stöðvun-
um.
En Corazon Aquino, Filipps-
eyjaforseti, og utanríkisráðherra
hennar Raul Manglapus virðast
hafa verið á báðum áttum í þessu
máli alveg fram á þá stund er
samningurinn var undirritaður,
og þau hafa síðan látið á sér skilja
að þau hyggist ekki láta við svo
búið sitja. Og þau þurfa ekki
lengi að bíða tækifæra til frekari
tilþrifa í málinu, því að hinn ný-
undirritaði samningur gildir ekki
nema til 1991. Viðræður um
framlengingu hans - eða trúlega
réttara sagt hvort hann skuli
framlengdur eður ei - hefjast ef
til vill á komandi ári.
Óánægja Filippseyinga með
MácArthur reistur við eftir
sprenginguna - óvíst hvort her-
stöðvasamningurinn verður
framlengdur oftar.
samninginn stafar öðrum þræði
af því, að næstu tvö árin fá þeir
meira en helmingi minna fyrir
stöðvarnar en þeir höfðu farið
fram á. Manglapus hafði lýst því
yfir heima fyrir að miljarður doll-
ara á ári væri algert lágmark og
það kvisaðist að Filippseyja-
stjórn myndi krefjast allt að fjór-
um miljörðum dollara í ársleigu.
En jafnframt þessu virðist her-
stöðvaandstaða fara vaxandi á
eyjunum. Þær voru undir yfir-
ráðum Bandaríkjanna frá því um
aldamót, er Bandaríkjamenn
tóku þær af Spánverjum og börðu
síðan niður sjálfstæðishreyfingu
eyjaskeggja, til 1946, er þær
Kanada
hlutu sjálfstæði. En ítök Banda-
ríkjanna þar voru áfram mikil.
Filippseyingar eru greinilega
teknir að þreytast á því ástandi og
víðtæk óánægja út af kjaramálum
og öðru fær útrás í þjóðernis-
hyggju, sem beinist gegn Banda-
ríkjunum. Táknrænt fyrir það
hugarfar má kalla að um svipað
leyti og samningurinn var undir-
ritaður var myndastytta mikil af
Douglas MacArthur hershöfð-
ingja, sem stjórnaði þeim herjum
Bandaríkjanna er sigruðu Japani
á Filippseyjum í heimsstyrjöld-
inni síðari, sprengd af stalli.
Meðal ráðamanna í Washing-
ton virðist sú skoðun njóta vax-
andi fylgis, að Filippseyingar séu
að verða of dýrkeyptir, hvað her-
stöðvunum viðvíkur. Lengi vel
stóðu bandarískir ráðamenn um
hermál á því fastar en fótunum,
að herstöðvarnar á Filippseyjum
væru algerlega ómissandi og að
kostnaður við að leggj a þær niður
og koma upp stöðvum í staðinn
annarsstaðar myndi þar að auki
ekki verða undir 20 miljörðum
dollara. En nú eru þeir í Pen-
tagon allt í einu komnir á þá
skoðun, að Filippseyjar séu eftir
allt saman ekki svo hernaðarlega
mikilvægar, eins og venjan er að
orða það, og þar að auki myndi
það ekki kosta nema svo sem
fimm miljarða dollara að koma
upp stöðvum í stað hinna til dæm-
is á Maríaneyjum eða Paláeyjum.
Nauðsyn á sparnaði vegna mikils
halla á ríkisfjárlögum Bandaríkj-
anna, sem og breytt viðhorf í
heimsmálum, eiga efalaust drjúg-
an þátt í þessum sinnaskiptum.
dþ.
Þingkjör um fullveldi
Fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og Kanada eru mál málanna
og undirrótþess að boðað var tilþingkosninga
að er alkunna að Bandaríkja-
menn kjósa sér forseta í dag
en það er ekki á allra vitorði að
grannar þeirra í norðri ganga að
kjörborði eftir tvær vikur. Þó
tengjast þessir tveir atburðir
traustum taugum.
Brian Mulroney forsætisráð-
herra er af sama sauðahúsi og
George Bush. Víst er að vara-
forsetinn biður og vonar að leið-
togi kanadískra íhaldsmanna
standist atlögu hins frjálslynda
Johns Turners. Enda er talsvert í
húfi fyrir Bandaríkjamenn. En
fylgiskannanir eru samdóma í því
að Mulroney standi höllum fæti.
Kanadísku kosningarnar snú-
ast um viðskiptin við stóra bróður
í suðri, fullveldi Kanada og frí-
verslunarsamning Bandaríkj-
anna og Kanada.
Þannig er mál með vexti að um
iandamæri grannríkjanna eru
rekin blómlegustu milliríkjavið-
skipti á byggðu bóli, vörur sem
selfluttar eru upp og niður kosta
árlega um 150 miljarða dollara.
En ekki þótti þeim Mulroney
og Ronaldi Reagan nóg að gert. í
júlímánuði í hittiðfyrra hófu þeir
viðræður um fríverslunarsamn-
ing sem stórauka skyldi kaup-
skapinn. Eftir 18 mánaða barning
var pappírinn til reiðu. Fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings lét ekki á
sér standa að fullkomna verk
sinna manna en þegar forsætis-
ráðherra Kanada hugðist láta
þingið í Ottawa leggja blessun
sína yfir samkomulagið kom
babb í bátinn.
Þingliðar undir forystu Turn-
ers sneru umræðunni uppí rök-
ræður um samskipti ríkjanna
tveggja og hvort Kandamenn
væru með samningagjörð þessari
að afsala sér efnahagslegu
fullveldi, selja Bandaríkjamönn-
um fjöregg sitt fyrir dollarafúlgu.
Turner gekk og gengur jafnvel
svo langt að fullyrða að staðfest-
ing fríverslunarsamningsins jafn-
gildi því að gera Kanada að 51.
ríki Bandaríkjanna.
Þetta er afar, afar viðkvæmt
málíKanada. Frjálslyndum tókst
að hindra afgreiðslu samningsins
í Öldungadeild þingsins og
neyddu Mulroney til þess að efna
til kosninga. Og fylgiskannanir
benda til síaukinna vinsælda
Turners.
En Mulroney lætur ekki deigan
síga og fullyrðir að fríverslunar-
samningurinn sé lykillinn að betri
tíð með blóm í haga, hann yrði
rosaleg lyftistöng fyrir kanadísk-
an iðnað; hugsið ykkur að fá
óheftan aðgang að markaðstorgi
auðugustu eyðsluseggja heims!
Turner blæs á þetta hjal: „Ég tel
fullvíst að þú hafir boðið okkur
upp!“
Reuter/-ks.
12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 8. nóvember 1988