Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR
HúsnœMslán
Breytt vinnubrögö
Tveir miljarðarfarið í greiðsluerfiðleikalán frá 1985.
Félagsmálaráðherra: Efekki verður gripið til ráðstafana verðurþörfin
fyrir greiðsluerfiðleikalán viðvarandi
Frá árinu 1985 hafa 2 miljarðar
verið lánaðir í gegnum hús-
næðislánakerfið til fólks í greiðs-
luerfiðleikum. - Það sem af er
þessu ári hafa 300 miljónir verið
lánaðar með þessum hætti til 626
einstaklinga en 245 umsóknum
hefur verið hafnað. Húsnæðis-
stofnun hefur borist 150 umsókn-
ir frá því 15. september vegna
greiðsluerfiðleika. Fél-
agsmálaráðherra fékk tillögur
um úrbætur samþykktar á fundi
ríkisstjórnarinnar á þriðjudag.
Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri Húsnæðis-
stofnunar ríkisins sagði Þjóðvilj-
anum að það væri alls ekki alltaf
sama fólkið sem væri að fá lán
vegna greiðsluerfiðleika þó
Alþýðusambandið
Breytingum
hafnað
Miðstjórnin leggstgegn
öllum aðsendum
lagabreytingatillögum
fyrir ASI-þingið
Miðstjórn Alþýðusambandsins
leggst gegn öllum þeim laga-
breytingatillögum sem lagðar
hafa verið fram og kynntar verða
á 36. þingi sambandsins sem hefst
í Kópavogi 21. nóvember n.k.,
nema tiliögum laganefndar sam-
bandsins. Þetta kemur fram í
drögum að ályktunum og
greinargerðum fyrir þingið sem
send hafa verið þingfulltrúum.
Meðal þeirra breytingatillagna
á lögum Alþýðusambandsins sem
lagðar voru fram, er tillaga frá
Kristbirni Árnasyni formanni Fé-
lags starfsfólks í húsgagnaiðnaði,
um kynjakvóta við kosningar í
miðstjórn. Miðstjórnin leggur til
að lagagreinin orðist á þann hátt
að leitast skuli við, þegar mið-
stjórn ASÍ er kosin, að hlutföll
kynja verði sem jöfnust í mið-
stjórn.
Kristbjörn leggur líka til að
forsetar ASÍ sitji hámark tvö
kjörtímabil samfellt, eða í 6 ár og
miðstjórnarmenn í þrjú kjörtím-
abil eða 9 ár. Miðstjórnin segir í
umsögn sinni að „óeðlilegt sé að
setja slíkar skorður á kjörgengi
manna“.
Þá leggur Kristbjörn einnig til
að rétt til setu í miðstjórn ASÍ
geti þeir einir átt, sem eru í full-
um réttindum í einhverju aðildar-
félagi sambandsins og að þeir
hinir sömu eigi ekki sæti í stjórn
eða varastjórn atvinnufyrirtækis
sem ekki er annað hvort í eigu
ASÍ eða aðildarfélaga þess.
í frávfsun miðstjórnar við þess-
ari tillögu segir'að lög einstakra
félaga kveði á um takmarkanir
félagsmanna verkalýðsfélaganna
til atvinnurekstrar. Eins og til-
lagan sé orðuð brjóti hún í bága
við hugmyndir um atvinnulýðr-
æði. Menn geti átt sæti í stjórn
fyrirtækis, án þess að vera at-
vinnurekendur.
Auk þessara tillagna leggst
miðstjórn ASÍ gegn samþykkt til-
lagna frá Alþýðusambandi Norð-
urlands um stofnun framkvæmd-
anefndar og fækkun þingfulltrúa
stærstu félaganna. Einnig fjöl-
mörgum tillögum frá stjórn Fé-
lags starfsfólks í veitingahúsum
m.a. um breytt fundarfyrirkomu-
lag sambandsins og breytingar á
kosningu stjórnar. _j
nokkur brögð væru að því. Það
væri ekki út í bláinn að Húsnæðis-
stofnun veitti þessi lán, ástandið
hjá fólki hefði verið og væri þann-
ig að stofnunin yrði einfaldlega
að veita þessi lán. „Við höfum
lagt áherslu á að varanleg lausn
fáist á málinu svo þessum
greiðsluerfiðleikatímum linni,“
sagði Sigurður. Bankar og spari-
sjóðir hefðu átt að vera búnir að
taka upp ráðgjafarþjónustu lán-
þega fyrir áratugum.
Tillaga Jóhönnu Sigurðardótt-
ur félagsmálaráðherra er í 4 lið-
um. Sérstakur starfshópur með
aðild félagsmála-, viðskipta-,
fjármála- og dómsmálaráðuneyt-
is ásamt fulltrúum Sambands ís-
lenskra viðskiptabanka og Sam-
bands íslenskra sparisjóða skili
niðurstöðum fyrir21. nóvember.
Hópurinn á að gera tillögur um
breytt vinnubrögð hjá lánastofn-
unum sem miði að því að
greiðslugeta lántakenda verði
borin saman við greiðslubyrði
lána þeirra. Niðurstaða þessa
ráði upphæð lána og lánstíma.
Starfshópurinn á einnig að
leggja fram tillögur um hvernig
megi koma því við að bankar og
sparisjóðir kaupi skuldabréf af
Húsnæðisstofnun til að fjár-
magna aðstoð við fólk í greiðslu-
erfiðleikum. Móta úthlutunar-
reglur fyrir það fjármagn sem
ríkisstjórnin ákveður að setja í
þennan málaflokk og fyrir það
fjármagn sem fæst með skulda-
bréfakaupum. Nefndin á einnig
að leggja fram tillögur um hvern-
ig hægt verði að breyta lögum og
reglugerðum um nauðungarupp-
boð íbúðarhúsnæðis, þannig að
hægt verði að tryggja skuldurum
meira svigrúm til samninga og
rétt ef til nauðungarsölu kemur.
Ríkisstjórnin hefur þegar
ákveðið að setja 150 miljónir í lán
til fólks í greiðsluerfiðleikum
vegna íbúðarkaupa. Þær raddir
hafa heyrst að minna fjármagni
sé veitt til húsnæðislána í fjárlag-
afrumvarpi fyrir næsta ár. Sigurð-
ur E. Guðmundsson sagði þetta
ekki rétt. Heildarframlag til
stofnunarinnar hefði ekki lækkað
þó einhver breyting hefði etv. átt
sér stað á milli sjóða hennar, það
væri engin nýlunda.
-hmp
Á ráðstefnu Blaðamannafélagsins um fjölmiölakennslu. Frá vinstri: Lúðvík Geirsson formaöur félagsins,
Gjjðmundur Hermannsson varaformaður, Svavar Gestsson menntamálaráðherra. Mynd: Þóm.
Fjölmiðlar
Atak í menntamálum
Menntamálaráðherra hyggstskipa nefnd til að undirbúafjðlmiðlanám
í Háskólanum og móta slíkt nám á öðrum skólastigum
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra, hefur lýst því yfir
að hann muni fljótlega skipa
nefnd til að leggja drög að námi í
fjölmiðlastörfum við Háskóla ís-
lands og skipuleggja frekari fjöl-
miðlakennslu á öðrum skólastig-
um.
Þetta kom fram á fjölsóttri ráð-
stefnu Blaðamannafélagsins sl.
sunnudag um framtíðaruppbygg-
ingu í fjölmiðlakennslu hér-
lendis. Þar fluttu m.a. erindi,
fulltrúar blaðamanna og útgef-
enda og kennarar í fjölmiðlun við
framhaldsskóla og í Háskólan-
um.
Almennur áhugi og vilji var
meðal ráðstefnugesta að koma á
virkara samstarfi þeirra aðila sem
tengjast fjölmiðlakennslu og
starfa á fjölmiðlum og jafnframt
skipulegri uppbyggingu fjölmiðl-
anáms, bæði hvað snertir faglegt
grunnnám og sér- og endur-
menntun starfandi blaðamanna.
-sáf.
Austurland
Nefnd
jarðgöng
Samgönguráðherra:
Gertað ósk Sambands
sveitarfélaga á
Austurlandi. A að vinna
aðframgangi
jarðgangagerðar í
fjórðungnum oggera
tillögur umfjármögnun
þeirra
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra hefur að ósk Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlandi
skipað sérstaka samstarfsnefnd
til að vinna að framgangi jarð-
gangagerðar í Ijórðungnum og til
að gera tillögur um fjármögnun
þeirra.
Forsögu nefndarskipunarinnar
má rekja til ráðstefnu Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi sem
haldin var sl. sumar á Seyðisfirði
um jarðgangagerð í fjórðung-
num. í lok ráðstefnunnar var
samþykkt tillaga þar sem að
stjórn SSA var falið að hlutast til
um að sett yrði á fót samstarfs-
nefnd með fulltrúum sveitar-
stjórna, Vegagerðar ríkisins,
Byggðastofnunar og samgöngu-
ráðuneytisins til að vinna að fra-
mgangi jarðgangagerðar á
Austurlandi.
Formaður samstarfsnefndar-
innar verður Helgi Hallgrímsson
aðstoðarvegamálastjóri en auk
hans verða í henni bæjarstjórarn-
ir Ásgeir Magnússon frá Nes-
kaupstað og Þorvaldur Jóhanns-
son frá Seyðisfirði, Sveinn Guð-
mundsson sveitarstjóri á Vopna-
firði, Benedikt Bogason fulltrúi
forstjóra Byggðastofnunar og
Ólafur S. Valdimarsson ráðu-
neytisstjóri í samgönguráðu-
neytinu.
Ákveðið hefur verið að byrja
jarðgangagerð á Austurlandi
eftir að gerð hafa verið jarðgöng
á Vestfjörðum í gegnum
Breiðadals- og Botnsheiði þegar
lokið verður við gerð jarðganga í
gegnum Ólafsfjarðarmúla sem
þegar eru vel á veg komin. Á gerð
þeirra var byrjað í haust og var
eitt fyrsta embættisverk hins nýja
samgönguráðherra að ýta á
sprengihnappinn þegar byrjað
var að sprengja fyrir jarðganga-
munnanum Ölafsfjarðarmegin.
-grh
Kvótinn
Brýn þörf á endurskoðun
Landssamband smábátaeigenda: Fiskveiðistefnan hefur valdið
vonbrigðum og ekki skilað þeim árangri sem ætlast var til. Sjálfvirkur
sleppibúnaður virkar aðeins í20-60% tilvika
Anýafstöðnum aðalfundi
Landssambands smábáta-
eigenda var samþykkt harðorð
ályktun um stjórn fiskveiða og
skorað á ríkisstjórnina að endur-
skoða hana og brjóta upp til
mergjar þar hún hafi ekki skilað
þeim árangri sem til hennar var
gert í upphafi.
Jafnframt var þess krafist að
verði föst prósentutala notuð
þegar samdráttur þorskveiða
verður ákveðinn verði hún lægri
hjá smábátum en öðrum. Það er
rökstutt með því að enginn hluti
flotans sé jafn háður þorsk-
veiðum og smábátar sem geti
ekki skipt jafn auðveldlega yfir í
veiðar á öðrum fisktegundum og
aðrir.
Meðal annarra ályktana sem
aðalfundurinn samþykkti var að
öngulveiðar verði alfarið undan-
þegnar veiðitakmörkunum
sökum hagkvæmni og gæða þess
hráefnis sem sú veiðiaðferð hefur
í för með sér.
Þá fordæmdi aðalfundurinn
þær villandi upplýsingar sem
fram komu í ársskýrslu
Rannsóknarnefndar sjóslysa
1987 varðandi þá 6 smábáta sem
sukku á árinu. Jafnframt er
skorað á Siglingamálastofnun
ríkisins að kynntar verði fyrir
þjóðinni niðurstöður rannsókna
um virkni sjálfvirks sleppibúnað-
ar, sem reyndist vera óvirkur í
20-60% tilvika.
Fjölmargar aðrar ályktanir
voru samþykktar á aðalfundinum
um málefni smábátaeigenda ss.
um skipstjórnarréttindi. Þar er
lagt til við stjórnvöld að þeir sem
hafi stýrt bát farsællega í 12 ár eða
meir fái starfsreynslu sína metna
að verðleikum. Ennfremur var
ályktað um tryggingarmál smá-
báta, grásleppumál, lánamál
Fiskveiðasjóðs og þess krafist að
smábátaeigendur fái að sitja þar
við sama borð og aðrir. Þá voru
dragnótaveiðar stórra báta harð-
lega gagnrýndar og hömlulausar
leyfisveitingar sj ávarútvegsráðu-
neytisins í þeim efnum. -grh
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. nóvember 1988