Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Grasrótarlýðræði í Kvennalistanum Tíðindi af landsfundi Kvennalistans síðastliðna helgi hafa verið túlkuð á þann veg að talið sé tímabært að taka upp ný vinnubrögð í starfi flokksins. Kvennalistinn hefur löngum státað af því að innan hans ríkti svokallað grasrótarlýðræði, að það séu ekki aðeins nokkrir útvaldir forystumenn sem móti stefnuna og að ákvarðanir séu lýðræðisleg niðurstaða af umræðum sem farið hafi fram meðal stórs hluta flokks- manna. Nú er eins og dregið sé í efa að þessi lýsing sé rétt. Á landsfundinum var mikið um það rætt hvort flokkurinn hefði brugðist rangt við í viðræðum um myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Hvað sem líður einstökum áherslupunktum Kvennalistans í þeim umræðum, þá telja mjög margir að afstaða hans hafi fyrst og fremst ráðist af því að flokkurinn hafði um hríð komið mjög vel út úr skoðanakönnunum. Kvennalistinn hafi viljað kosningar til að geta nýtt þann byr og þess vegna hafi forsvarsmenn hans ekki verið til viðtals um annað en kosningar nú í haust eða þá ríkisstjórn allra flokka sem sæti ekki nema fram að kosningum sem fram færu að vori. Meðan á stjórnarmyndunarviðræðum stóð var haft eftir oddvitum Kvennalistans að afstaða hans byggðist á víð- tæku samráði innan flokksins. í Reykjavík hefðu verið haldn- ir margir og fjölmennir fundir og stöðugt símsamband verið haft við félaga úti á landi. Nú bendir margt til að vinnubrögð flokksins hafi ekki verið nægjanlega skilvirk, að megingall- inn við þau sé kannski ekki fyrst og fremst hversu tímafrek þau eru, heldur hitt að niðurstaðan sé ekki endilega í sam- ræmi við vilja meirihluta flokksmanna. Ljóst er að stór hluti Kvennalistans telur að flokkurinn hafi gert skyssu með því að reyna ekki til þrautar hverju unnt hefði verið að fá framgengt með því að taka þátt í ríkisstjórn. Ekki fer milli mála að flokkurinn átti möguleika á að setja mark sitt á málefnasamning slíkrar stjórnar og ráðherrar úr Kvennalistanum ættu að geta gefið flokknum færi á daglegri stjórnun og stefnumörkun í veigamiklum málum. En Kvennalistinn gat að sjálfsögðu ekki vitað hvort þau völd og ábyrgð, sem þátttaka í ríkisstjórn hefðu færtflokknum, væru í reynd eftirsóknarverð ef fyrirfram var tekin sú stefna að hafna stjórnaraðild. Kvennalistinn hefur tekið upp ný og fersk vinnubrögð á ýmsum sviðum. Látið hefur verið í veðri vaka að þar hafi ráðið ferðinni kvenlegt innsæi og að meðvitað hafi verið sprengdur upp sá rammi sem forræði karlmanna á að hafa sett um félagsstarfsemi. Þó er eins líklegt að tilraunir með nýjar starfsaðferðir séu óháðar kynferði flokksmanna en hafi það markmið fyrst og fremst að auka almenna þátttöku í ákvarðanatöku og þar með að efla lýðræði innan flokksins. Það er reyndar harla ólíklegt að konum sé áskapað að beita þeim vinnubrögðum sem uppi hafa verið í Kvennalistanum. í öllum flokkum hafa menn verið meðvitaðir um hættuna á því að áhrif pólitískra atvinnumanna yrðu of mikil og að raddir almennra flokksmanna heyrðust ekki eða þá að ekki væri eftir þeim hlustað. Það segir sig sjálft að þeir, sem taka að sér að sitja á alþingi, hafa atvinnu sinnar vegna nokkurt forskot í umræðu um stjórnmál. í stjórnmálaflokkum er reynt að tryggja áhrif almennra flokksmanna með því að leggja mál fyrir fundi í þartilkjörnum nefndum og stjórnum. Liggi ekki Ijóst fyrir hverjir eiga setu- og atkvæðisrétt á slíkum fundum, hlýtur að vera hætta á að ákvarðanir séu teknar af þeim sem fundaglaðastir eru eða hafa flest tækifæri til að liggja í símanum. Tilraunum Kvennalistans við að efla lýðræði innan flokks- ins er ekki lokið og verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni á þeim vettvangi. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ Morgunblaiii 75 ára Morgunblaðið átti sjötíu og fimm ára afmæli á dögunum og það má ekki minna vera en einn þeirra sem var ekki staddur ná- Íægt því góða gamni óski til ham- ingju með svo stóran dag. Morgunblaðið er til þess að gera stærsta blað heimsins, eng- inn veit önnur dæmi um að eitt dagblað nái neitt svipaðri út- breiðslu í sínu samfélagi. Vitan- iega er slík útbreiðsla aðeins möguleg í litlu samfélagi, en engu að síður er hér um merkilegt heimsmet að ræða og hafa menn oft verið stoltir og vel með sig af minna tilefni. Fordæmi storblaðsins Það er svosem óþarft að taka það fram að við Þjóðviljamenn höfum fyrr og síðar haft margt og mikið við Morgunblaðið og boð- skap þess að athuga. Hitt er svo annað mál, að það er ekki hlaupið að því að bera í fljótheit- um fram einhverja haldbæra alhæfingu um stöðu og eiginleika og áhrif Morgunblaðsins. Við skulum láfa okkur nægja þetta hér að sinni: Morgunblaðið hefur áreiðanlega með sínu daglega fordæmi haft veruleg áhrif á það að íslensk blaðamennska er ekki lakari en raun ber vitni. Hér er átt við það, að íslensk blöð eru hvorki „vönduð" blöð fyrir til- tölulega þröngan hóp „úrvalsles- enda“ né heldur hafa þau færst niður á hina stöðluðu lágkúru gulu pressunnar svonefndu. fs- lensk blöð reika einhvernveginn á milli þessara tilverustiga - og sem fyrr segir, það er að verulegu leyti Morgunblaðinu að þakka að þyngdarlögmál hinnar freku sölumennsku (markaðssjónar- miða) dregur íslensk blöð ekki oftar og lengra niður í fúla pytti. Hvað sem síðar verður þegar nýjar kynslóðir fjölmiðlara hafa stigið ný skref í þá átt að vera ágengir og „afhjúpandi" í þeim persónubundna slúðuranda sem tröllríður fjölmiðlum í mörgum stað. Hví fór sem fór? f pistli sem Jón Baldvin Hanni- balsson skrifaði í nýuppgert sunnudagsblað Morgunblaðsins minnist hann þeirra daga þegar litlu mátti muna hver hefði betur í dagblaðaslagnum á íslandi. Hann segir m.a.: „Fyrir hálfri öld storkaði hann (Finnbogi Rútur Valdimarsson) þeim Moggamönnum með því að gera Alþýðublaðið jafn stórt og Morgunblaðið að útbreiðslu og mun heimsborgaralegra í snið- um.“ Og þá mætti spyrja: Hvers vegna varð framvindan sú að Al- þýðublaðið minnkaði stórlega en Morgunblaðið stórefldist? Það var ekki vegna þess að Morgunblaðið væri betra blað en vinstrimannablaðið, Alþýðu- blaðið í þessu dæmi. Beinast lægi við að ætla, að það hefði mestu ráðið í þessu dæmi, að fyrir rösk- lega fimmtíu árum klofnaði sú pólitíska fylking sem stóð undir Alþýðublaðinu og helft hennar fór að reka Þjóðviljann. Vissu- iega gerðu þau tíðindi keppinaut- um Morgunblaðsins erfitt fyrir. En Alþýðublaðið hefði ekki haft betur í samkeppninni, hvernig sem allt hefði annars velst. Það sýnir þróun kratablaða á Norður- löndum, þar sem Sósíaldemó- krataflokkar klofnuðu ekki og blöð þeirra nutu margskonar stuðnings verklýðsfélaga. Þess- um blöðum hnignaði og ýmis þeirra hurfu af vettvangi blátt áfram vegna þess að þau áttu ekki þá velvild auglýsenda sem sköpum ræður um það hvort stór- blöð verða til eða ekki. Eftir því sem auglýsingar greiddu meira niður verð fjölmiðla, þeim mun erfiðara áttu öll blöð uppdráttar önnur en þau sem sameinuðu þetta tvennt: borgaraleg viðhorf og visst lágmarksforskot í út- breiðslu sem gátu svo rekið áfram þróunina: meiri auglýsingar, stærra blað, dýrara efni, meiri út- breiðsla, enn meiri auglýsing- ar.... Pólitískar meiningar í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins um helgina var mikið um það talað, að Morgunblaðið hefði verið að losa sig úr tengsl- um við ■stjórnmála- og hagsmunaöfl eins og það er orð- að. Það er rétt að flokkssvipur er ekki á Morgunblaðinu með sama hætti og áður, og það sama á reyndar við um önnur blöð nema helst Tímann. En vitanlega er Morgunblaðið pólitískt málgagn, þótt það eigi auðveldara en önnur blöð með að láta fólk gleyma hinum pólitíska lit bæði með sínum mikla síðufjölda sem rúmar allt mögulegt og með því, að viðhorf blaðsins eru í stórum dráttum þau sem ríkjandi eru í þjóðfélaginu. Mönnum finnst einatt sem ríkjandi viðhorf séu hreinleg og ópólitísk, en minni- hlutasjónarmið útbíuð í pólitík. Helvíti - það eru hinir, stendur þar. Menn átta sig reyndar of sjald- an á því, að svo mikið geta menn reynt að vera ópólitískir eða ,',yfir pólitík hafnir" að útkoman verð- ur fyrst og síðast leiðindi og skoðanaleysi. Sunnudagsblað Morgunblaðsins hið nýja er stút- fullt af dálkahöfundum, kannski svo út úr flóir og enginn nær at- hygli - en það er ekki okkar höf- uðverkur. Hinsvegar er það ekki ólíklegt að jafnvel vel meinandi lesari dasist eftir því sem hann skoðar dálkana lengur og spyrji: Væri ekki ráð að fækka þessu liði og veðja þá fremur á þá sem liggur eitthvað á hjarta? Ef slíka menn er enn að finna... ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útg«fandi: Útgáf ufélag Þjóöviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Ottar Proppó. Frétta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ölafur Gíslason, Páll Hannesson, Siguröur Á. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guöbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ómarsson. Útlit8telknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlf8tof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiösla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Báröardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt holgarblað: 100 kr. Askriftarvorð ó mánuði: 800 kr. 4 SlÐA - ÞJÖÐVILJINN : Þriðjudagur 8. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.