Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Kvennalistinn Guðrún stöðvar okkur ekki Guðrún Helgadóttir: Hugmyndir um að þingmenn Kvennalistans víki afþingi um tíma og varaþingmenn komi hvaðan sem er aflista ekki í samrœmi við þingsköp Kvennalistakonur telja að Guð- rún Hclgadóttir, forseti sam- einaðs Alþingis geti ekki komið í veg fyrir þær hugmyndir Kvennalistans sem samþykktar voru á landsfundi samtakanna, þess efnis að „allar konur á listum kjörinna fulltrúa á þingi séu vara- þingkonur“, og að „stefnt skuli að því að hver þingkona fari a.m.k. hálfan mánuð út af þingi,“ verði að raunveruleika á yfirstandandi Alþingi. Guðrún Helgadóttir hef- ur lýst þessum hugmyndum sem vanvirðingu við Alþingi og telur að auk þess væri um brot á lögum og þingsköpum að ræða. „Það stendur í þingsköpunum að það sé heimilt að kalla inn var- aþingmenn. Þetta er engin breyting og hefur verið stundað í fimm ár, svo við skiljum ekki hvaða uppistand þetta er, en á hinn bóginn hefur Guðrún Helg- adóttir alltaf verið þessarar skoð- unar og er því sjálfri sér sam- kvæm,“ sagði Kristín Einarsdótt- ir á blaðamannafundi sem Kvennalistinn hélt í tilefni af ný- loknum landsfundi samtakanna. Kom þar fram að kvennalista- konur hafa hugsað sér að það verði ákveðið fyrir 15. september hvert ár hvaða konur verði „virk- ar varakonur“ og fylgdust þær betur með störfum þingflokksins. Það yrðu angarnir sem ákveða hverjar yrðu í þeim hópi. Sagði Ingibjörg Sólrún að svip- að kerfi væri virkt í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem allir á lista væru gjaldgengir varamenn eins og Guðrún Helgadóttir ætti að vita kvenna best og þó talaði eng- inn þar um óvirðingu fyrir borg- arstjórn. Sögðu fulltrúar Kvennalistans að þetta væri gert til að þær konur sem hefðu áhuga á að koma málum að á þingi fengu til þess tækifæri. Þær viður- kenndu þó að þetta gæti haft nokkra truflun í för með sér á störfum nefnda, þó reynt væri að búa þannig um hnútanna að þær yrðu sem minnstar. Aðspurðar um núgildandi reglur um hvaða ástæður þurfi að liggja fyrir svo þingmaður teljist löglega forfall- aður, sagði Kristín Jónsdóttir að meðal þeirra væru „persónulegar aðstæður og það er ekki farið ofan í það hvaða ástæður það eru“. Aðspurð jánkaði Kristín því að meðal þeirra persónulegu ástæðna gæti verið löngun sitj- andi þingmanns að hleypa flokks- systur sinni að á Alþingi með sitt mál. -phh Forystumenn Kvennalistans á blaðamannafundi í gær. Mynd: Þóm. . Kvennalistinn Gnindvallarspumingum ósvarað Kristín Ástgeirsdóttir: „Samtökin hafa ekki tekið afstöðu til breytinga á stjórnkerfinu, eignarhalds áfyrirtœkjum, ríkisafskipta ogfleiri grundvallarmála Það sem ég átti við þegar ég sagði á Lýsuhóli að margt í vinnubrögðum Kvennalistans væri fyrir neðan allar hellur, var að ég tel að við höfum ekki sýnt nægilega mikla fyrirhyggju og ég var mjög óhress yfir því að við vorum ekki nógu vel undirbúnar undir þau átök sem mátti sjá að voru framundan, þegar stjórnin féll, sagði Krístín Astgeirsdóttir á blaðamannafundi. „Mín skoðun er sú að það sé ansi mörgum grundvallarspurn- ingum ósvarað, eins og hvað varðar afstöðu til breytinga á stjórnkerfinu, afstöðu til at- vinnulífsins, eignarhalds á fyrir- tækjum, hversu langt á að ganga í sambandi við ríkisrekstur o.fl. Mál eins og þessi hafa einfaldlega ekki komist hér á dagskrá, en sem stjórnmálasamtök verðum við að útfæra hugmyndir okkar að þessu leyti,“ sagði Kristín. Aðspurð um það með hvaða hætti hún teldi að ríkið ætti að koma inn í fyrirtækjarekstur, sagði Kristín að ríkið ætti að ann- ast félagslega þjónustu og svo að halda uppi nauðsynlegum rekstri sem tryggir byggð í landinu. Hins vegar væri margs.konar rekstur sem ríkið ætti að 'sleppa og tók Kristín sem dæmi embætti Húsa- meistara ríkisins, „sem mér finnst að mætti leggja niður“. Kom fram að þröngur hópur kvennal- istakvenna hefðu rætt þessi mál og var á þeim að skilja að „það yrði lítið eftir af sumum ráðun- eytunum", þegar þær væru búnar að fara um þau höndum. - phh Keflavík Grunur um íkveikju Pví er ekki að neita að ummcrki benda til að brotist hafi verið inn í Kaupfélag Suðurnesja áður en kviknaði í því að morgni sl. sunnudags. En hvort upptök brunans sé af þess völdum, vilj- andi eða óviljandi er ekki hægt að fullyrða neitt um á þessu stigi málsins á meðan eldsupptök eru ókunn, sagði Víkingur Sveinsson rannsóknarlögreglumaður í Kefl- avík. Ljóst þykir að tugmiljóna tjón hafi orðið þegar Kaupfélag Suðurnesja að Hafnarbraut 30 í Keflavík varð eldi að bráð sl. sunnudagsmorgun. Húsið sem byggt var 1942 var forskalað timburhús og eyðilagðist kjöt- verslun þess alveg og miklar skemmdir urðu á vinnufataversl- uninni. -grh ísfiskútflutningur Breytinga er þörf Fiskiþing: Útflutningur ísfisks verði kvótaskiptur í hlutfalli við aflakvóta Fiskiþing sem lauk sl. föstudag telur sterklega koma til greina að útflutningur ísfisks verði kvóta- skiptur í hlutfalli við aflakvóta skipa á meðan núverandi kvóta- kerfi er við lýði. Jafnframt var tekið undir þá gagnrýni að núver- andi úthlutun væri óeðlileg. Mjög skiptar skoðanir voru meðal þingfulltrúa um þessa til- lögu sem borin var fram af full- trúum Vestfirðinga sem sést best á því að ályktunin var samþykkt með aðeins 18 atkvæðum gegn 11. í umræðum um tillöguna sagði Soffanías Cecilsson frá Grundar- firði að ef tillagan næði fram að ganga myndi öll spámennska um kaup og sölu á ísfiski erlendis hverfa og væri mikið vinnandi til að ná því markmiði. Af þeim sökum styddi hann tillöguna. En obbinn af stuðningsmönnum hennar voru þeir sem hingað til hafa ekki fengið leyfi fyrir mikl- um útflutningi vegna lítillar sölu á síðasta ári og vilja auka hana til að fá hærra verð fyrir sinn fisk en þeir fá fyrir hann í hefðbundinni fiskvinnslu hérlendis. Á móti voru þeir sem hingað til hafa einokað ísfiskútflutninginn vegna mikillar sölu erlendis á síð- asta ári og hafa því há miðviðun- armörk. Þeir sem hafa ætlað sér að vera með og fá úthlutað leyfum hafa orðið að tjalda til fleiri en einnar nætur í bókstaf- legri merkingu til að fá leyfi fyrir sölu erlendis. Að sögn Stefáns Gunnlaugs- sonar hjá viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins er ekki enn farið að ræða þessa ályktun Fiskiþings en hann bjóst við að það yrði gert mjög fljótlega. Hvort breytingar yrðu gerðar á úthlutunarreglunum vildi Stefán hins vegar ekki ræða að svo stöddu. -grh Happdrætti ÁSKRIFENDUR! Greiðið heimsenda gíróseðla sem fyrst. Dregið 10. nóvember um glæsilega vinninga Þjóðviljans Þátttaka allra tryggirstórátak

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.