Þjóðviljinn - 03.12.1988, Page 6
þJÓÐVILJINNM/ sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Skilið
víninu!
Nú hefur verið skilað skýrslu um vínkaup á vegum
handhafa forsetavalds nokkur ár aftur í tímann.
Augljóst er á þeirri skýrslu að enginn þeirra sem þar eru
nefndir hafa verið jafn stórtækir í áfengisinnkaupum sín-
um og síðasti forseti Hæstaréttar, sem nú hefur verið
vikið frá embætti til að höfðað verði gegn honum
dómsmál.
Hinsvegar er birgðaöflun ýmissa þeirra sem í skýrsl-
unni eru nefndir undarlega mikilfengleg. Þarna kemur til
dæmis í Ijós að síðasti forseti sameinaðs þings hefur
keypt sem svarar einni flösku á dag þau tvö ár sem
tilgreind eru, og þekkir hann þó enginn að öðru en þar fari
mikill reglumaður sem ekki megi vamm sitt vita, maður
sem einmitt hefur talið sig geta sest í dómarasæti um
meint vömm annarra.
Það kemur einnig í Ijós að aðrir Hæstaréttarforsetar
hafa sótt sér allþokkalegan slurk í vínkjallarana meðan
þeir gegndu því embætti.
Það kemur ennfremur í Ijós, og vert að geta þess sér-
staklega að forsætisráðherrarnir Steingrímur Hermanns-
son og Þorsteinn Pálsson eru ekki á meðal þeirra hand-
hafa sem notfærðu sér forsetavaldið til að fá afslátt í
ríkinu. Það gerði ekki heldur Jón Helgason þegar hann
var forseti sameinaðs alþingis, og ekki Guðrún Helga-
dóttir.
Dæmi bindindismannsins Jóns Helgasonar sýnir
kjarna þessa máls í réttri hnotskurn. Hann kaupir ekki vín
vegna þess að þær embættisskyldur hans að vera hand-
hafi forsetavalds kröfðust þess aldrei af honum að hann
skenkti í glös. Dæmi Jóns bendir til þeSs að mikill meiri-
hluti þeirra birgða sem aðrir handhafar sönkuðu að sér
hafi verið ætlaður eingöngu til einkaneyslu.
Það er munur á kaupum síðasta Hæstaréttarforseta og
þeirra annarra sem nýja skýrslan fjallar um. En það er
bitamunur og ekki fjár. Það sem nú blasir við er að þessir
fyrrverandi vínkaupendur geri sér fulla grein fyrir opinber-
um þörfum á neyslu fengsins en borgi vín sitt ella. Með
skömm.
Hlutverk vinstrimanna
Vinstrimenn á Vesturlöndum hafa mikilvægu hlutverki
að sinna fyrir austan tjald. Það er skoðun tékkneska
útlagans Jici Pelikans sem heimsækir ísland þessa helgi.
í viðtali við Þjóðviljann í dag segir Pelikan að vinstri-
menn á Vesturlöndum þurfi að kynna sér sem allra best
andófshreyfingarnar í ríkjum Austur-Evrópu og hafa sem
nánust tengsl við hina sósíalísku og lýðræðislegu stjórn-
arandstöðu í þessum ríkjum.
„Þessar sjálfstæðu umbótahreyfingar eru hinir raun-
verulegu bandamenn vinstrihreyfingarinnar á vestur-
löndum" segir Pelikan. „Þær eru að berjast fyrir raun-
verulegu lýðræði eystra, og aðeins virk þátttaka þeirra
getur tryggt að ekki verði snúið aftur þeirri efnahagslegu
og pólitísku umbótaþróun sem nú er hafin.“
Þetta er þörf ræða.
En íslenskir vinstrimenn eru sem betur fer ekki sofandi
á þessum verði. Það sýnir til dæmis ályktun sem Alþýðu-
bandalagið gerði á síðasta miðstjórnarfundi sínum, álykt-
un sem formaður flokksins afhenti Jici Pelikan í gær. Þar
er lýst samstöðu við stjórnarandstöðuna í Tékkóslóvakíu
og lögð áhersla á að á ýmsan hátt fer saman barátta
hennar þar og vinstrimanna hér, - til dæmis í því að
berjast gegn allri hersetu stórvelda í okkar löndum.
-m
KLIPPT OG SKORIÐ
Bandarískir og sovéskir sérfræðingar vinna saman að því að reisa við
örkumla hermenn úr stríðinu í Afganistan.
Afganistan
og Vietnam
Skömmu eftir að Sovétmenn
sendu her inn í Afganistan fóru
fréttaskýrendur að draga fram
hliðstæður milli þess stríðs og Vi-
etnamstríðsins sem Bandaríkja-
menn höfðu þá tapað nokkrum
árum fyrr. Pessi samanburðar-
fræði voru ekki vinsæl. Til voru
þeir vinstrisinnar sem töldu sig að
vísu lítt hrifna af hernaði Sovét-
manna í Afganistan, en þeim
fannst samt ótækt að hugsa sér að
þeir væru að vasast í svipuðum
málum og bandarískir heims-
valdasinnar. Og vinir Bandaríkj-
anna voru líka lítt fegnir hlið-
stæðunum - m.a. sögðu þeir að
það væri sá mikli munur á Banda-
ríkjunum og Sovétmönnum að
Bandaríkjamenn gætu hætt við
misheppnað stríð en Rússar
mundu aldrei hætta að berjast í
Afganistan fyrr en þar stæði ekki
steinn yfir steini. Síðan mundu
þeir halda áfram suður að Ind-
landshafi.
Svipuð lífsreynsla
Nú hefur margt snúist á annan
veg en menn ætluðu, og ræður
þar um miklu sú merkilega
breyting sem orðið hefur á sam-
skiptum Bandaríkjanna og So-
vétríkjanna. Sú breyting verður
ekki aðeins til þess að það tekst
visst samstarf milli þeirra um að
bæla niður staðbundin stríð og
átök - og þá í Afgansitan þótt
oftar en ekki reyni mjög á þanþol
samkomulagsinS um það stríð og
brottflutning sovésksherliðs. Við
verðum með ýmsum móti varir
við það, að það verður góð latína
hjá þessum fjandvinum að leggja
æ sterkari áherslu á vissar hlið-
stæður í sögu þeirra og framferði.
Og þá verður það líka sjálfsagður
hlutur að bera saman hlutskipti
hins sovéska hermanns sem barð-
ist í Afganistan og hins banda-
ríska í Víetnam. Meira en svo:
uppgjafarhermenn úr báðum
þessum styrjöldum hafa tekið
upp samstarf sín í milli.
Niðurbrotnir
menn
Frá þessu segir í nýlegu hefti
sovéska vikublaðsins Novoje
vremja. Upphaf málsins er það,
að Danny Reed, atkvæðamaður í
samtökum uppfjafarhermanna
úr Vietnamstríðinu, kom á fram-
færi við sovéska blaðamenn bréfi
þar sem hann leggur til að Banda-
ríkjamenn hjálpi sovéskum her-
mönnum sem heim snúa frá Af-
ganistan. Miðli þeim af reynslu
sinni við að yfirstíga fordóma al-
mennings, eiturlyfjaneyslu, ör-
kuml og fleira.
„Ég réttlæti ekki stríðið," sagði
Danny Reed, „heldur hermann-
inn. f>ið vitið að Vietnamstríðið
var mjög óvinsælt meðal banda-
rísku þjóðarinnar. Af þeim
sökum sýndu Bandaríkjamenn
einatt vanþóknun sína á stríðinu
annaðhvort með því að hundsa
þá hermenn sem heim sneru eða
kenna þeim um stríðið... Við
lentum einatt í fjandsamlegu um-
hverfi og það gat leitt til ein-
semdar, einangrunar, tortryggni
og reiði ... Margir leituðu hugg-
unar í eiturlyfjum, áfengi, gerð-
ust brotlegir við lög. Margir trufl-
uðust á geði og frömdu sjálfs-
morð“.
Hann segir ennfremur:
„Sem gamall hermaður og
meðvitaður íbúi þessa hnattar
finnst mér ég sjá mikinn skyld-
leika milli minna sovésku bræðra
og okkar. Við eigum það sam-
eiginlegt að land okkar kvaddi
okkur til að gegna skyldu okkar
og við hlýddum og gerðum eins
og við best gáturn".
Við töldum þá
morðingja
Fyrst var bréfi þessu lítt sinnt,
segir Novoje Vremja. Sovéskir
embættismenn vísuðu þessu frá
sér og sögðu: Þetta er allt öðru-
vísi með okkar stráka, það er vel
hugsað um þá. En svonefndur
„Sjóður um félagslegt frum-
kvæði“ sem dagblaðið Kom-
somolskaja pravda rekur, tók
málið upp. Og síðan hafa sendin-
efndir bandarískra uppgjafarher-
manna heimsótt Sovétríkin. Þeir
hafa komið með sálfræðiráðjöf
og þeir hafa ekki síst haft með sér
sérfræðinga í gerð gervilima og
hjálpartækja fyrir örkumla her-
menn. Og rússneskir uppgjafar-
hermenn skýra frá því í saman-
tekt Novoje vremja, að þeir hafi
fyrir sitt leyti fundið til nýrrar
samstöðu með bandarískum
kollegum.
Nikolaj Tsjúvanov (einn þeirra
sem lenti illilega í brennivíni og
eiturlyfjum) segir t.d.:
„Mig hafði lengi langað til að
hitta þessa menn. Áður en ég fór
til Afganistan hafði ég mestu
skömm á þeim. Taldi þá morð-
ingja og villimenn. Eftir að ég
lenti í stríði sjálfur gerði ég mér
grein fyrir því að margir þeirra
voru blátt áfram hermenn sem
gerðu eins og þeim var sagt.“
Og sovéska blaðakonan Ga-
lina Sidorova segir:
„Hver sem verið gæti munur á
markmiðum Sovétríkjanna í Af-
ganistan og Bandaríkjamanna í
Vietnam, þá hafa bæði ríkin lært
sínar allsherjarlexíur. Pær neyða
okkur til að hafa það stranglega
hugfast, að það er ekki leyfilegt
að heyja stríð á erlendri grund -
hvað svo sem menn finna því til
réttlætingar“
Hvað finnst ykkur?
Ekki er nú ástæða til að segj a j á
og amen við þessu öllu. Pað er
alltaf einhver ónotakeimur af
þeirri réttlætingu hermannsins að
hann hafi „barasta" verið að
hlýða skipunum. Og það getur
eins og breitt yfir pólitíska ábyrgð
á Vietnamstríði og Afganistan-
stríði að hamra mjög á þessum
tónum hér: allir höfum við mis-
tök framið, allir erum við að ein-
hverju leyti í sama báti. En samt
er í þessari þróun meira en drjúg-
ur skerfur til þolanlegra sambýlis
í heiminum, og það ber síst að
vanmeta.
Þjóðviljinn
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pétursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer
Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur
Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður A. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs
Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Omarsson (íþr.).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur ómarsson.
Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristberguró.Pétursson
Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson.
Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Simavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir
Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn IngiRafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. .
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 70 kr.
Nýtthelgarblað: 100kr.
Áskriftarverð á mánuði: 800 kr.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. desember 1988