Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 8
Samvinna við bændur, ekki stríð
Jón Gunnar Ottósson, líffræðingur: Verðum að vinna því viðhorfi fylgi að gróðurlendin séu nýtanleg auðlind og að búskap verði hagað í samræmi við landgæði
í rauninni er þaö ekki fjöldi
sauðfjárins sem skiptir máli;
það sem skiptir máli er að
skipuleggja beitina. Málið er
alltaf sett upp þannig að það
verði að skjóta þessar rollur
og í framhaldinu er svo and-
skotast gegn bændum og
mátti heyra óm af þessu sjón-
armiði á Alþingi fyrir
skemmstu í máli viðskiptaráð-
herra eins og kunnugt er. En
öllu skiptir að skipuleggja
sauðfjárbúskapinn þannig að
hann verði í samræmi við
gæði landsins, og um það
þarf samvinnu en ekki stríð
við bændur, sagði Jón Gunn-
ar Ottósson, líffræðingur, í
samtali við blaðið nú í vikunni,
en á haustfundi miðstjórnar
Alþýðubandalagsins um síð-
ustu helgi var gerð ítarleg
samþykkt um nýtt landnám og
endurheimt landgæða. Þessi
samþykkt er birt hér á opn-
unni, en Jón Gunnar á veg og
vanda af henni.
Alvarlegasta umhverfis-
vandamálið hér á landi er
vafalítið rýrnun landgæða
vegna gróður- og jarðvegs-
eyðingar segir í plagginu, og
að mati Jóns Gunnars er það
einkum þrennt sem skiptir
máli þegar tekist er á við
þennan vanda; skipulag
beitar, fræðsla og upp-
græðslustarf. „Maður gerir
ósköp lítið í dag meðan ekki er
komið skipulagi á beitarmálin,
en þau eru aftur mjög háð ríkj-
andi viðhorfum, ekki síst land-
eigendanna, bændanna, og
því er fræðsluþátturinn ekki
síður mikilvægur," sagði
hann.
Skipulag
á beitina
Ákveðin svæði þola mjög illa
beit eins og ástatt er um þau
núna. Þau þarf að friða varanlega
og finna þá aðra atvinnustarfsemi
fyrir þá sem þar búa. Önnur
svæði þarf að friða tímabundið,
og í þriðja lagi eru svo þau svæði
þar sem nægir að skipuleggja
beitina. Sem betur fer er ástandið
gott víða á landinu í þessum efn-
um og þar þolir landið beit, en
hún þarf þá líka að vera í sam-
ræmi við beitarþolið.
I samþykktinni segir að
lausafjárgöngu þurfi að tak-
marka sem víðast; sérðu fyrir þér
að bændur hætti að reka á fjall?
Málið snýst um að koma skipu-
lagi á sauðfjárbeit um allt land og
að eigendurnir beri fulla ábyrgð
og vörsluskyldu á búfénaði sínum
í samræmi við það skipulag sem á
verður komið. Útfærslan getur
náttúrlega verið mismunandi
eftir landssvæðum, en það er
hreint ekki meiningin að allar
rollur þurfi að girða af. Og það
má ekki gleymast í þessu sam-
bandi að skipulagning af þessu
tagi er ekki síst í þágu bænda.
Hún miðar að því að gera bænd-
um sem leggja fyrir sig sauðfjár-
rækt kleift að lifa sómasamlega af
vinnu sinni í stað þess að draga
fram lífið á einhverjum kotbú-
skap eins og núna, þar sem allir
hanga á horriminni.
í þessum efnum virðist alltaf
vera nærtækt að rífast um hver
beri sökina á því hvernig komið
er: maðurinn, eldgosin eða tíð-
arfarið, en í raun og veru skiptir
það engu máli. Við ráðum ekki
við náttúruöflin og það sem snýr
að okkur er að viðurkenna á-
standið og bregðast síðan við því,
og þar eru beitarmálin efst á
blaði. Það má heita að landbún-
aðarráðuneytið sé búið að vera
óslitið í höndunum á sjálfstæðis-
og þó einkum framsóknar-
mönnum allt frá upphafi, en allan
þennan tíma hefur enginn verið
tilbúinn til að koma skipulagi á
beitina í samræmi við búskapar-
hætti og landgæði. Því er stund-
um haldið fram að erfitt sé við að
eiga vegna hagsmuna bænda, en
það er mikill misskilningur að
halda að þessi stefna sem rekin
hefur verið sé í þeirra þágu.
U mhverfismálin
Sérstakt ráðuneyti
Á haustfundi miðstjórnar Al-
þýðubandalagsins um síðustu
helgi var ítrekuð sú stefna flokks-
ins að stofna beri sérstakt ráðu-
neyti umhverfismála, en Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur
vilja setja þennan málaflokk
undir félagsmálaráðuneytið.
Á fundinum voru niðurstöður
starfshóps hér að lútandi lagðar
fram með greinargerð og skipu-
riti, en þar kemur fram að um-
hverfismálin hafa í rauninni verið
munaðarlaus í stjórnkerfinu;
heyrt undir mörg ráðuneyti og
stofnanir, og þegar til hagsmuna-
árekstra hefur komið hefur um-
hverfisverndin einatt lotið í lægra
haldi.
HS
Fjöldi bænda stendur mjög
höllum fæti um þessar mundir
eins og við vitum, og orsakanna
er ekki síst að leita þarna. Ég geri
mér góðar vonir um að nýr land-
búnaðarráðherra Alþýðubanda-
lagsins breyti þessu.
Tungllandslag
Það sem snýr að fræðslumál-
unum; verður ekki erfítt að kljást
við það viðhorf margra að hér
eigi að vera einhvers konar gróð-
urvana tungllandslag og að tré
„passi“ ekki? Það er t.d. ekki svo
óralangt síðan Helgi Sæm. líkti
trjágróðri hér á landi við skegg-
hýjung í andliti ungrar konu ef ég
man rétt...
Ja, menn eru aldir upp við
þetta gróðureyðingarástand og
eiga erfitt með að gera sér grein
fyrir því hvað það er í rauninni
óeðlilegt. Ég get nefnt sem dæmi
að það er fjögurra metra há gróð-
urtorfa inni á miðjum Sprengi-
sandi og af því má sjá að það er
ekki svo langt síðan bæði var
gróður og jarðvegur á þessu
svæði sem núna er eins og hver
önnur eyðimörk. Það mætti líka
taka byggðasögulegt dæmi af
Tungnaafrétt þar sem gróður-
eyðing hefur verið mjög ör, en í
eina tíð átti kirkjan á Torfastöð-
um skógarítök þar sem núna er
bara grjót. Og þannig má áfram
telja: það eru ótal dæmi um að
ekki er langt síðan ástandið var
allt annað en núna.
Þá er gróðurfarið ekki í neinu
samræmi við loftslagið. Við get-
um sagt að á þúsund árum ís-
landsbyggðar höfum við tapað
80% þeirra landgæða sem fólust í
gróðri og jarðvegi við landnám,
Jón Gunnar Ottósson: Umhverf-
ismálin hafa verið munaðarlaus í
íslenska stjórnkerfinu. Mynd:
ÞÓM.
og eigum því ekki nema 20% eftir
af þessari auðlind. Og fólk vetður
að venja sig á að horfa á gróður-
lendin sem nýtanlega auðlind.
Það er að vísu vonlaust verk að
ætla sér að ná sama stigi og var
fyrir þúsund árum að þessu leyti
þar sem svo mikill hluti jarðvegs-
ins er hreinlega fokinn, en við
getum engu að síður aukið við
gróðurlendið og nýtt síðan til
margvíslegra hluta; útivistar,
beitar, skógarhöggs með tíð og
tíma, o.s.frv.
Fræðslan þarf svo að verða
fastur þáttur í skólastarfinu, ekki
síst í grunnskólunum, og þá er ég
að tala um skipulega fræðslu um
íslenska náttúru og gróðurfar.
Markvissa fræðslu þar sem því er
haldið til haga sem vel er gert í
þessum efnum en ekki einblínt á
rofabörðin ef svo mætti segja.
Við verðum að sjá til þess að það
viðhorf komist til skila að búset-
an í landinu samrýmist landgæð-
unum. HS
Samþykkt miðstjórnar Alþýðubandalagsins
Nýtt landnám — endurheimt landgæöa
80% landgæða við landnám hafa tapast. Við getum endurheimt stóran hluta þessara landgæða að nýju. Bent á raunhæfar og bráðnauðsynlegar aðgerðir til úrbóta
Rýrnun landgæða vegna gróður- og jarðvegs-
eyðingar er vafalítið alvarlegasta umhverfis-
vandamálið hér á landi. Nú er talið að 80%
þeirra landgæða sem fólust í gróðri og jarðvegi
við landnám hafi tapast. Skóg- og kjarrlendi hef-
ur minnkað úr 25 til 35 þúsund ferkílómetrum í.
1200 ferkílómetra frá því land byggðist. Á sama
tíma hefur gróður- og jarðvegsþekjan minnkað
úr liðlega 60 þúsund ferkílómetrum í 25 þúsund-
um ferkílómetra. Jafnframt þessu beina tapi hef-
ur gróðurfar og uppskerugeta þess lands, sem
enn er gróið, rýrnað mjög mikið og nú er aðeins
lítill hluti þess í samræmi við ríkjandi loftslag. Lítill
vafi leikur á því að unnt er að endurheimta mik-
inn hluta þessara landgæða að nýju.
Gróður og jarðvegur er enn að eyðast á
landinu, og í sumum landshlutum er eyðingin
mjög hröð. Ekki er vitað hvað mikið eyðist ár-
lega, enda er það breytilegt eftir árferði og land-
svæðum. Á hinn bóginn er heldur ekki vitað hve
mikið land grær upp árlega, sjálfkrafa eða af
manna völdum. Ólíklegt er þó talið að jafnvægi
hafi náðst eða að „vörn hafi verið snúið í sókn“.
Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að ekki
fara saman þau svæði sem nú hafa mestu gróður-
og jarðvegseyðinguna og hin sem eru í framför.
Astand gróðurlanda, og möguleiki á að græða
upp örfoka og gróðursnauð lönd, ræðst að veru-
legu leyti af meðferð lands og skiptir beitarálag
þar mestu. Það er hægt að stjórna beit og nýta
landið skipulega í samræmi við ástand einstakra
svæða. Ef það er gert, og í kjölfarið koma að-
gerðir sem miða að því að stöðva eyðingu, flýta
uppgræðslu og styrkja gróðurlendi, má heimta
aftur mikinn hluta þeirra landgæða sem tapast
hafa frá landnámi.
Markmiö og leiöir til
úrbóta
Nokkur atriði sem áherslu ber að leggja á til að
ná árangri í landvernd og landgræðslu.
Aukin stjórn á beit búfjár er hagkvæmasta
leiðin til að varðveita og bæta ástand gróður-
lenda. Hér er ekki átt við fækkun búfjár á lands-
vísu, heldur er verið að fjalla um skipulagningu
og stjórn á beit í samræmi við landgæði og fyrir-
hugaða landnýtingu. Þar þarf margt að koma til:
1. Skipuleggja þarf búfjárbeit í samræmi við
landgæði. Minnka þarf beitarálag þar sem gróð-
urfar er í óviðunandi ástandi, og friða gróður-
lendi fyrir beit þar sem gróður og jarðvegur er
sérstaklega viðkvæmur fyrir hverskonar álagi.
Takmarka þarf lausafjárgöngu sem víðast, og
gera eigendum búfjár að bera fulla ábyrgð og
vörsluskyldu á fénaði sínum í samræmi við það
skipulag sem á verður komið.
Til að unnt verði að skipuleggja og stjórna
búfjárbeit þannig að hún sé í samræmi við land-
gæði þarf að endurskoða löggjöf er varðar
beitar- og landnýtingarmál, og breyta henni.
2. Skipuleggja þarf landbúnaðarframleiðslu
með tilliti til landgæða. Nauðsynlegt getur reynst
að draga með búháttabreytingum úr sauðfjár-
rækt á viðkvæmum/illa förnum svæðum, og
tryggja verður að fjöldi búfjár á einstökum jörð-
um sé innan hæfilegra marka.
3. Ljúka þarf grunn-, gróður- og jarðakortum
af landinu, því þau eru grundvöllur fyrir skipu-
lega landnýtingu.
4. Meta þarf reglulega ástand beitilanda, og
haga búfjárbeit í samræmi við niðurstöður.
5. Efla þarf rannsóknir á nýtingarþoli beiti-
landa og hvernig beitarskipulagi verði best hátt-
að.
6. Afla þarf víðtækra upplýsinga um beiti-
löndin m.a. um nýtingu þeirra og kortleggja þarf
jarðvegseyðingu.
7. Koma þarf á fót ábyrgum héraðsnefndum til
að fylgjast með ástandi og nýtingu beitilanda líkt
og gert hefur verið í mörgum löndum.
Friöun lands fyrir beit
Áætlun verði gerð um landsvæði sem friða
þarf fyrir beit: Annars vegar verði svæði á há-
lendi og láglendi, þar sem gróður og j arð vegur er
viðkvæmastur og ástand verst, friðuð tíma-
bundið fýrir beit á meðan verið er að stöðva
eyðingu og bæta ástand gróðurs. Hins vegar
svæði sem verði friðuð varanlega vegna annarra
landnýtingaráforma, s.s. til skógræktar, útivistar
og náttúruverndar. Stefna ber að eftirfarandi
atriðum:
1. Gera þarf langtíma landgræðslu-, gróður-
verndar- og skógræktaráætlun fyrir einstök
landssvæði. Áhersla verði lögð á skýrt af-
markaða og tímasetta áfanga.
2. Grípa þarf strax til aðgerða á þeim svæðum
á hálendi og láglendi þar sem ástand er verst, t.d.
í Þingeyjarsýslum og afréttum á Suðurlandi.
3. Friða strax svæði þar sem því verður við
komið og búfjárbeit er talin óæskileg vegna ann-
arra nýtingaráforma t.d. Reykjanesskaga.
4. Leita þarf leiða til að létta beit af við-
kvæmum afréttum, t.d. með því að auka beit í
heimalöndum með hagabótum og skipu-
lagningu.
5. Gera þarf sveitarfélögum og þeim stofnun-
um ríkisins sem vinna að gróðurverndarmálum
kleift að friða einstök svæði telji þau brýna nauð-
syn bera til þess. Lagabreytingar þarf til.
6. Styrkja þarf rétt yfirvalda, Landgræðslu- og
Skógræktar ríkisins, til að úrskurða um ástand
tiltekinna svæða, og raunverulega möguleika
þeirra til að grípa til nauðsynlegra aðgerða.
Lagabreytingar þarf til.
Uppgræösla lands
Gróður er að eyðast víða um land, og víðáttu-
mikil svæði bíða þess að vera grædd upp að nýju.
Allt of hægt hefur gengið að stöðva eyðinguna og
hefja uppgræðslu vegna þess að fjárveitingar
hafa ekki verið í neinu samræmi við stærð vanda-
málsins. Leiðir til úrbóta:
1. Brýnt er að sá melfræi í auknum mæli til að
stöðva sandfok, og efla aðrar aðgerðir sem miða
að því að loka sárum í gróðurþekju sem jarðveg-
ur eyðist úr.
2. Á mestu uppblásturssvæðunum verður
eyðing ekki stöðvuð nema til komi stórfelld sán-
ing og áburðardreifing auk annarra. aðgerða.
3. Uppgræðsla á örfoka landi getur verið tor-
veld vegna þess hve næringarsnautt það er. Sjálf-
græðsla slíks lands getur tekið áratugi eða aldir
nema framvindu gróðurs sé hjálpað af stað með
sáningu og áburðardreifingu eða með því að
gróðursetja niturbindandi plöntur.
4. Þörf er á að rækta sérstaklega beitilönd til
að geta létt á viðkvæmu eða illa förnu landi, og til
að geta stjórnað betur dreifingu búfjár um haga.
5. Stefna ber að því að árið 2000 verði búið að
efla landgræðslustarfið það mikið að stærð þess
lands sem árlega er klætt gróðri að nýju samsvari
ekki minna en einum hundraðshluta af flatar-
máli þess gróðurlendis sem eyðst hefur frá land-
námi. Þessu takmarki verði m.a. náð með auknu
fjármagni til landgræðsluverkefna, viðtækri
notkun sjálfbjarga plöntutegunda og markvissri
stjórn á búfjárbeit.
Gróöurbætur
skóglendi
og
Skógur og kjarr er betur til þess fajttð að hind-
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugárdagur 3. desember 1988
ra jarðvegseyðingu, en nokkur annar gróður.
Mikill hluti birkiskóganna sem enn eru í landinu,
er í lélegu ástandi og mjög víða í afturför vegna
beitar og slæmrar meðferðar. Leggja þarf
áherslu á að varðveita birkiskóga landsins og á
' ræktun nýrra skóga. í þeim tilgangi þarf m.a. að:
1. Friða strax fyrir beit þá birkiskóga sem nú
eru í mestri afturför.
2. Ljúka við að kortleggja öll birkiskóglendi
landsins og kanna vistfræði þeirra og ástand.
3. Gera áætlun um nýtingu, meðferð og varð-
veislu allra birkiskóglenda landsins.
4. Vinna markvisst að ræktun og stækkun
birkiskóga og hafa það fyrir meginreglu að nýta
ekki birkiskóga til skjóls fyrir innfluttar trjá-
tegundir.
5. Auka stuðning við ræktun nytjaviða og
skjólbelta. Bændum verði gert kleift að stunda
slíka ræktun á jörðum sínum.
6. Auka þarf notkun trjá- og runnagróðurs til
gróðurbóta og jarðvegsverndunar, m.a. til að
verja byggð fyrir skriðuföllum og til að styrkja
viðkvæm gróðurlendi.
7. Markvisst verði unnið að ræktun fjölbreytts
og aðlaðandi gróðurs til útivistar, bæði sem
aukabúgrein hjá bændum og á vegum hins opin-
bera. Einstaklingar, félagasamtök og sveitarfé-
lög verði styrkt til að taka land í fóstur.
8. Aukin verði ræktun trjágróðurs á gróður-
snauðum friðuðum löndum og verði friðun lands
aukin í þessu skyni. Einnig verði stefnt að því að
skilgreina stór samfelld svæði til skógræktar.
Tegundafæð íslenska gróðurríkisins hefur tak-
markað möguleika í landgræðslustarfi. Leita
þarf að fleiri landgræðsluplöntum, reyna þær og
nýta. Hér er m.a. átt við tegundir sem vaxa vel
án áburðargjafar t.d. smára, lerki, elri og lúpínu.
Víðir og birki dafna vel í sambýli við nitur-
bindandi plöntur.
Fræösla og leiöbeiningar
Mikið skortir á skilning og þekkingu almenn-
ings og forystumanna þjóðarinnar á því hve
mikið vandamál gróður- og jarðvegseyðingin er.
Og hvað endurheimt landgæða hafa mikla þýð-
ingu fyrir búskap um land allt. Þess vegna er
mikilvægt að leggja áherslu á fræðslu og um- *
fjöllun um gróðurverndarmál, umgengni við
móður jörð og samskipti og samvinnu fólks til að
vernda líf og land.
Með samstilltu átaki og markvissri fræðslu er
hægt að ná miklum árangri. Til þess að koma
þessum málum áleiðis þarf m.a. að:
1. Stórauka fræðslu, leiðbeiningar og kynn-
ingarstarfsemi á sviði landgræðslu og skógrækt-
ar.
2. Efla fræðslu í skólastarfinu almennt þannig
að nemendur á öllum skólastigum fái árlega
fræðslu og taki þátt í einhverju starfi sem tengist
þessum málefnum.
3. Leita eftir samstarfi við fjölmiðla um miðl-
un upplýsinga í formi fræðsluþátta og auglýs-
inga.
4. Skipuleggja árlegt landgræðsluátak í grunn-
skólum landsins á vegum einstakra fræðsluum-
dæma í samvinnu við foreldrasamtök og áhuga-
mannasamtök.
5. Taka saman fræðsluefni fyrir nemendur á
mismunandi skólastigum, bæði myndefni og rit-
að mál.
6. Auka fjárstuðning við áhugasamtök á sviði
gróðurverndar, landgræðslu og skógræktar.
7. Auka ráðgjöf og leiðbeiningar um hina
ýmsu þætti landnýtingar.
Laugardagur 3. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Ástogskuggar
eftir Isabel Allende
og menning
Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Síðumúla 7-9. Sími 688577.
SdUCI
ende
Önnur bókin frá höfundinum sem sló í
gegn með Húsi andanna. Full af kátleg-
um atvikum, skrautlegum karakterum, ást
og grimmd. Isabel Allende er sá suður-
ameríski höfundur sem einna mesta
athygli hefur vakið á vesturlöndum á síð-
ustu árum. Það er ekki að ósekju, því í
bókum sínum sameinar hún á eftirminni-
legan hátt frásagnarsnilli og félagslegt
raunsæi.