Þjóðviljinn - 03.12.1988, Page 13
ERLENDAR FRETTIR
Pakistan
55
.sver og sárt
við legg“
Benazír Bhutto tekur við stjórnartaumum ííslamabad
Benazír Bhutto sór embættiseið
sem forsætisráðherra Paki-
stans í gær og hét við það tækifæri
að græða hin fjölmörgu sár á
þjóðarlíkamanum sem 11 ára
herforingjagerræði færði henni í
arf. Bhutto er 35 ára gömul og
sem kunnugt er fyrsta konan scm
hefst til æðstu valda í ríki mú-
hameðstrúarmanna.
Eiðinn sór hún forseta Iands-
ins, Ghulam Ishaq Khan, í aug-
sýn fjölda fyrirmanna úr her og
pólitík auk erlendra gesta. At-
höfnin þótti látlaus og virðuleg.
„Þetta eru merk tímamót fyrir
konur, stór stund fyrir æskulýð-
inn en umfram allt eru þetta tíma-
mót í sögu Pakistans," sagði for-
sætisráðherrann við fréttamenn
eftir svardagann.
Skömmu síðar ávarpaði hún
landsmenn um sjónvarp og hét
því að tryggja prentfrelsi og mál-
frelsi í hvívetna og sjálfstæði fjöl-
miðla, stuðla að afnámi allra
lögfestra ranginda í garð kvenna
og lausn samviskufanga.
Hún sat undir risastórri vegg-
mynd af föður sínum heitnum og
forvera í embætti. Kvaðst hún
vera staðráðin í því að reisa „písl-
arvottum lýðræðisins" minnis-
merki og greiða öllum skaðabæt-
ur sem ættu um sárt að binda eftir
valdníðslu Zía ul-Haqs. „Við
hyggjumst græða sár og vinna
bug á hverskyns erfiðleikum af
þolinmæði og umburðarlyndi
gagnvart náunganum og hafa vin-
áttu og bræðralag manna að
leiðarljósi."
Árla í gær varð Bhutto fyrir
pólitískum skakkaföllum sem
vörpuðu skugga á þennan merk-
isdag í lífi hennar. Helsti fjándi
hennar, Nawaz Sharif, náði yfir-
ráðum á löggjafarsamkundu
Punjabfylkis sem er stærst fjög-
urra héraðsþinga í Pakistan. I
Afganistan
Sovétmenn ræða við
skæmliða
Fyrstu opinberu viðrœðurþeirra á millifrá stríðsbyrjun
Tilkynnt hefur verið af hálfu
sovéskra stjórnarvalda að Júlí
Vorontsov, fyrsti aðstoðarutan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna og
ambassador þeirra í Afganistan,
muni í dag leggja af stað til Saudi-
Arabíu til viðræðna við leiðtoga
afganskra uppreisnarmanna, í
von um að „finna lausn á vanda-
málum Afganistans,“ eins og það
er orðað.
Þetta eru fyrstu milliliðalausu
og opinberu viðræðurnar milli
Sovétmanna og afganskra upp-
reisnarmanna, frá því að stríðið
hófst í Afganistan fyrir tíu árum.
Fara þær fram í Taif, suðaustur af
Mekku. Til viðræðna við Vor-
ontsov kemur þangað þriggja
manna sendinefnd frá bandalagi
sjö afganskra uppreisnarsamtaka
undir forustu Burhanuddins Ra-
bani, formanns bandalagsins. Að
sögn sovésks talsmanns er til við-
ræðnanna stofnað með fullu sam-
þykki afgönsku Kabúlstjórnar-
innar, sem Sovétmenn styðja.
Gulbuddin Hekmatjar, leiðtogi
strangtrúarsamtakanna Hezb-i-
Islami, segir þetta hinsvegar
merkja að Sovétmenn hafi nú
gefið Kabúlstjórnina upp á bát-
inn og viðurkennt forustumenn
uppreisnarmanna sem hina eigin-
legu fulltrúa afgönsku þjóðarinn-
ar. Hekmatjar kveður það af og
frá að uppreisnarmenn myndi
samsteypustjórn með Kabúl-
stjórninni, enda höfnuðu þeir í
s.l. mánuði tilboði Najibullah,
forseta þeirrar stjórnar, um
samningaviðræður.
Ljóst er að til viðræðnanna er
stofnað með milligöngu saúdiar-
abískra valdhafa, sem styðja af-
ganska uppreisnarmenn dyggi-
lega á vettvangi alþjóðastjórn-
mála og með fjárframlögum.
Samkvæmt samkomulagi gerðu
milli Kabúlstjórnarinnar og Paki-
stans í apríl s.l. á allur sovéskur
her að vera farinn frá Afganistan
í síðasta lagi í febr. n.k., en und-
anfarið hafa Sovétmenn sakað
Pakistan um brot á samningnum
með beinum herstuðningi við
uppreisnarmenn. Hafa Sovét-
menn gefið í skyn, að þetta geti
orðið til þess að þeir fresti brott-
kvaðningu hersveita sinna.
Reuter/-dþ.
Angóla/S. -Afríka
Snurða hljóp á þráðinn
Malan og Botha komu til Brazzaville með nýjar
kröfur
Einsog kunnugt er úr fréttuin
hafði samkomulag tekist með
fulltrúum stjórna Angólu, Suður-
Afríku, Kúbu, Bandaríkjanna
þess efnis að erlendur hyrfi á
brott úr fyrstnefnda ríkinu og
Pretóríustjórnin virti fullveldi
Namibíu. Allt var „klappað og
klárt“ og komu fulltrúarnir til
Brazzaville, höfuðborgar Kong-
ós, í því skyni að undirrita skjal-
festa útgáfu munnlegs samnings.
En þá kom babb í bátinn.
Skyndilega skutu þeir Pik Botha
og Magnus Malan upp kollinum,
utanríkis- og varnarmálaráðherr-
ar hvítra Suður-Afríkumanna.
Kváðust þeir vera komnir til við-
ræðna um ný og „afar viðkvæm“
málsefni.
Þar með er allt komið í óvissu
að nýju. Oddviti Angólumanna,
Antonio dos Santos Franca hers-
höfðingi, segir þá tvímenninga
krefjast traustra trygginga fyrir
brottför kúbansks herliðs úr
föðurlandi sínu og skýrslu um til-
högun heimflutninganna. En það
sé ekki þeirra mál, heimför Kú-
bana verði skipulögð af þeim
sjálfum í samræmi við samkomu-
lag. Með efndum fylgist fulltrúar
Sameinuðu þjóðanna og alþjóð-
legar eftirlitssveitir.
Reuter/-ks.
Argentína
Uppreisn í hemum
Deildir nokkrar í argcntínska
hernum gerðu í gærmorgun
uppreisn og tóku á vald sitt stær-
stu herbækistöð landsins, Campo
de Mayo. Fyrir uppreisnar-
mönnum er ofursti nokkur, Mo-
hamcd Ali Seineldin að nafni, sem
reiddist Jose Dente Caridi, yfir-
hershöfðingja landhersins, vegna
brostinnar vonar um hækkunar í
tign.
Seineldin þessi er sagður vin-
Forystusveit Pakistanska alþýðuflokksins. í forgrunni situr nýskipaður
forsætisráðherra, röggsamur leiðtogi og fríður sínum.
Punjab býr rúmur helmingur
landsmanna, 55 miljónir af 104.
Fréttaskýrendur brugðu skjótt
við og spáðu því að fyrstu valda-
dagar forsætisráðherrans nýja
myndu einkennast af togstreitu
hans og Punjabþings.
Reuter-ks.
veittur undirofursta að nafni
Aldo Rico, sem stóð fyrir
tveimur uppþotum í hernum í
apríl 1987 og í jan. 1988. Pau upp-
þot stöfuðu af gremju herforingja
út af því að vera sóttir til saka
vegna hryðjuverka hersins á tíð
hershöfðingj astj órnarinnar 1976-
83.. Yfirstjórn Argentínuhers hef-
ur sent hersveitir á vettvang til að
bæla niður uppreisn Seineldins.
Reuter/-dþ.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Laugardagur 3. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Menningarmálanefnd AB
Munið
fundinn þriðjudaginn 6. desember kl. 17.00. - Þórunn.
AB Kópavogi
Spilakvöld í Þinghóli
Munið síðasta spilakvöldið í Þinghóli, Hamraborg 11, mánudaginn 5. des-
ember kl. 20.30.
Allir velkomnir. - Stjórnin
AB Akureyri
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur í Lárusarhúsi, mánudaginn 5. desember kl. 20.30.
Fundarefni: Dagskrá bæjarstjórnarfundar 6. des.
Önnur mál. - Stjórnin
Alþýöubandalagid Vesturlandi
Kjördæmisráð
Ráðstefna með stjórnum félaganna verður haldin í Rein laugardaginn 3.
desember n.k. kl. 14.00.
Dagskrá: 1) Flokksstarfið í vetur. 2) Útgáfumál. Allir félagar velkomnir.
Stjórnin
Alþýöubandalagiö í Reykjavík
Spilakvöld
Þriðja og síðasta spilakvöldið í þriggja kvölda keppninni verður á þriðjudag-
inn kemur, 6. desember, á Hverfisgötu 105 og hefst klukkan 20.30. Þrig-
gjakvöldakeppninni haldiö áfram en einnig sjálfstæð keppni þetta eina
kvöld.
Allir velkomnir. - Stjórnin.
Alþýðubandalagid í Kópavogi
Morgunkaffi
Laugardaginn 3. desember frá 10-12. Bæjarfulltrúarnir Heimir Pálsson og
Valþór Hlöðversson hella uppá könnuna ásamt Snorra S. Konráðssyni fulltrúa í
íþróttanefnd og Lovísu Hannesdóttur í stjórn sjúkrasamlagsins. Allir velkomnir.
Stjórnin
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Listakvöld
Á laugardagskvöldið 3. desember verður haldiö listakvöld í Þinghól, Hamra-
borg 11, Kópavogi. Kynnt verða verk eftir Eyvind P. Eiríksson, Guðmund Andra
Thorsson og Herdísi Hallvarðsdóttur.
Komið og kynnist nýjum bókum, tónlist og Ijóðum. Kaffi og léttar veitingar á
boðstólum fram eftir kvöldi. Öllum heimill ókeypis aðgangur. Stjórnin
ÆSKULYÐSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin
Fulltrúaráðsfundur
Fulltrúaráðsfundur verður hjá Æskulýðsfylkingunni 3. desember nk. kl.
14 að Hverfisgötu 105.
Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Starfsáætlun vetrarins. 3.
Stjórnmálaviðhorfið. 4. Kosning í nefndir og í framkvæmdastjórn. 5. Önnur
mál.
Stjórnin.
Æskulýðsfylkingin
Vestnorræn sjávarútvegsráðstefna
Æskulýðsfylkingin í samvinnu við sósíalísk æskulýössamtök í Noregi, Fær-
eyjum og Grænlandi, gengst fyrir ráðstefnu um sjávarútvegsmál, laugardaginn
3. desember nk.
Ráðstefnan verður haldin í Vitanum, Strandgötu 1, Hafnarfirði og hefst kl
14.00.
Dagskrá: 1) Setning. 2) Þorketl Helgason prófessor fjallar um stöðu sjávarút-
vegs á íslandi. 3) Kristinn H. Einarsson fjallar um sósíalíska stefnu í sjávarút-
vegsmálum. 4) Gísli Pálsson mannfræðingur fjallar um samspil sjávarútvegs
og menningar. 5) Gunnar Ágústsson deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun
fjallar um mengunarhættu á NV-Atlantshafi. 6) Almennar umræður.
Allt áhugafólk um sjávarútvegsmál er hvatt til að mæta á ráðstefnuna. ÆFAB
__________________________________