Þjóðviljinn - 28.12.1988, Síða 4

Þjóðviljinn - 28.12.1988, Síða 4
þj ÓÐVILJIN N Malgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Hvað gerir Kvenna- listinn? Ríkisstjórnin sem var mynduö í september hefur nú lifaö ein jól og staðist fyrstu prófraun sína á þingi. Hún hefur ekki staðið nema þrjá mánuði, og ekki fyrirfram að búast við miklum tíðindum. Ef menn líta í kringum sig og svo um öxl verður því þó ekki neitað að aðgerðir hennar í efnahagsmálum hafa skilað árangri. Verðbólga er mæld með brotatölum aftanvið kommu. Vextir hafa lækkað umtalsvert og líkur á frekari vaxtalækkun á næstunni. Atvinnutryggingasjóður hefur vakið nýjar vonir í atvinnulífi með lánveitingum og orðið til þess jafnframt að stuðla að aukinni hagræðingu og skynsemi í rekstri. Eftir helgi verða samþykkt á þinginu fjárlög þarsem stefn- an er- að skila tekjuafgangi í staðinn fyrir botnlausan halla- rekstur undanfarin ár. I samþykktum tekjuöflunarfrumvörp- um er gert ráð fyrir talsverðum fórnum til að rétta ríkissjóð við, en jafnframt hafa verið lagðar nýjar línur um skattheimtu og gert ráð fyrir að þeir sem breiðust hafa bökin standi undir meginhluta kostnaðar. Starf að skattheimtu á fjármagns- hagnað er komið í fullan gang. I menntamálum hefur verið snúið við blaðinu eftir fimm ára tilraunir Sjálfstæðismanna til frjálshyggjuinnrætingar í skólakerfinu og þrátt fyrir krappan fjárhag hafa fjárveitingar verið auknar til menningarlífsins. Allt annar andi en áður ríkir í samgöngumálum. Þar er nú hugað að því að bæta lífskjör og vaxtarmegn á landsbyggð- inni í stað þess að fleygja miljörðum í flugstöð og væla á varaflugvöll frá Kananum. Og auðvitað mætti nefna fleiri dæmi. Ríkisstjórnin er samsett úr þremur flokkum, og ber þess ýmis merki að styrkur vinstrimanna og félagslegra viðhorfa er þar minni en skyldi. Þar má til dæmis nefna stefnuna í sjávarútvegsmálum, og þó einkum stefnu hins nýja utan- ríkisráðherra, sem fær þá einkunn í Valhöll að Sjálfstæðis- menn hefðu ekki getað betur. Stjórnin kom málum sínum gegnum þingið með beinum og óbeinum stuðningi meirihluta þingmanna úr Borgara- flokki. Þeir hafa lýst yfir að þeir sjái ekki annan kost betri en að stjórnin sitji, og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir segir um tekjuöflunarfrumvörpin að hún hafi talið sjálfsagt að styðja þau þarsem andstæðingar þeirra hafi ekki bent á betri leiðir. Borgaraflokksmenn hafa. sýnt pólitíska ábyrgð, og þarf ekkert að draga úr þeirri staðreynd, þótt afstaða þeirra hafi einnig stjórnast af pólitískum aðstæðum flokksins. Hinsveg- ar búast fáir við því að beinn eða óbeinn stuðningur Borg- araflokksins auki veg félagslegra viðhorfa í stjórnarsam- starfinu eða dragi úr kaldastríðsdaðri utanríkisráðherra. Meðal annars þessvegna hafa Alþýðubandalagsmenn lýst því yfir ítrekað síðustu vikur að flokkurinn vilji kanna alvarlega vilja Kvennalistans til stuðnings við ríkisstjórnina eða þátttöku í henni. Forystumenn Kvennalistans hafa hingaðtil ekki svarað nema tvist og bast og lái þeim hver sem vill í hringiðunni á þingi vikurnar fyrir jól. Nú á næstu vikum hljóta landsmenn hinsvegar að hafa rétt til þess að vita hver afstaða Kvenna- listans er í þessu efni. Kvennalistinn verður að tala hátt og skýrt. Ef hann er á móti ríkisstjórninni á hann að segja hvers vegna. Hann verður að segja fólki hvað hann vill og hvemig það á að verða. Kvennalistinn verður til dæmis að svara til um það hvort hann stendur við nefndarálit sem fulltrúar hans og Sjálfstæðisflokksins sömdu á þinginu og kröfðust gengis- fellingar án þess minnst væri á meðfylgjandi kjaraskerð- ingu. Það eru ekki alltaf jólin og ekki alltaf þjóðstjórn og kosn- ingar. -m KLIPPT OG SKORIÐ Á sjónvarpsjólum Þetta ætla að verða mikil sjón- varpsjól - með öðrum orðum: ís- landsbúar kærir hafa úr tölverðu að moða næstu daga yfir sínum kaffibollum þar sem er íslenskt sjónvarpsefni eða íslandi tengt. Hvernig skyldu menn til dæmis bregðast við því fjölþjóðlega púkki sem í hefur verið lagt í þátt- unum um Nonna og Manna? Hætt er við að margir sakni vinar í stað þegar búið er til morðmál til að reka áfram söguþráð sem spunninn er um persónur Jóns Sveinssonar, sem var, eins og menn vita, í bókum sínum afar frábitinn því illa í þessum heimi. En sem sagt: þetta er rétt að fara af stað og enn vitum við ekki hvernig takast muni sambýli slíkrar hasarsögu við sakleysisæv- intýri norðlenskra drengja fyrir meira en öld. En hitt er strax ljóst: að eftir að þeir Nonni og Manni eru komnir inn fyrir dyr hjá Evrópubandalaginu getum við litlu ráðið um það hvað er látið yfir þá elskulegu drengi ganga. Halldor Laxness og kvikyndin Það er líka fullsnemmt að segja margt um heimildarmyndina um Halldór Laxness sem Stöð 2 hef- ur látið gera. En fyrri hlutinn leyfir þó að draga þá ályktun, að þar sé fremur skynsamlega að verki staðið, ekki farið með fleipur, ekki syndgað gegn smekkvísinni. Að sönnu þykjast þeir sem lengi hafa setið yfir bókum Halldórs og skrifum um hann vita þetta allt saman og miklu meira - en vel má slíkur þáttur duga þeim til fróðleiks sem yngri eru og ekki eins bóksæknir. I þættinum er minnst á þann draum ungs íslensks rithöfundar að leggja undir sig heiminn með því að ná tökum á tiltölulega ung- um og feiknaöflugum miðli,kvik- myndinni: Halldór Laxness ætl- aði að leggja Hollywood að fót- um sér. Þegar hann fór svo að skoða dýrðina leist honum ekkert á blikuna - vegna þess að honum skildist að í kvikmyndaheimi gilda peningalögmál sem eru oft- ast nær eitur í beinum frelsis og listar. í grein í Alþýðubókinni skrifar hann um mikilleik kvik- myndarinnar og þær ógöngur sem hún hefur í ratað með eftir- minnilegum hætti: „Ég sé ekki hvernig hægt er að neita því að kvikmyndin, og þá ekki síst hin talandi kvikmynd, sé sem tjáningarmiðill einhver fullkomnasta uppgötvun menn- ingar vorrar; hún er hvorki meira né minna en sameining ljósmynd- ar og leiklistar í eitt höfuðform, og það svo að þanþolið að hæfi- leikum þess virðast engin tak- mörk sett. Hitt gegnir öðru máli, enda má síst gleyma því þegar tal- að er um kvikmyndina amerísku, að hún hefur orðið fyrir því hlut- skipti að lenda með húð og hári í klónum á andlega steingeldu verslunarvaldi, og er þannig orð- in eitt ljósasta dæmi þess menn- ingarfyrirbæris sem Upton Sinc- lair nefnir listir andskotans, „mammonart“... Vilji svo slysa- lega til að snillingar flækist inn í þessa framleiðslu þá er þeim fljótlega kennt að að beygja sig undir skilning verslunarvaldsins á markaðskröfum ellegar sagt að hypja sig.“ Djákninn spýtir í En því miður: það er fleira að varast en markaðskröfurnar. Um það sást glöggt dæmi í fyrrakvöld þegar sýnd var í Sjónvarpinu mynd Egills Eðvarðssonar Djákninn, þar sem byggt er á al- þekktri þjóðsögu. Egill sagði í forspjalli að hann hefði einmitt fengið frjálsar hendur til að semja handrit og leikstýra og gera hvað sem honum sýndist. Hann tók það sérstaklega fram að slíkt frelsi gætu menn varla einu sinni keypt sér erlendis. Hvað varð svo úr því frelsi sem rigndi yfir kvikmyndamanninn eins og náð af himni? (Það var tekið skýrt fram að hugmyndina átti Hrafn Gunnlaugsson.) Því miður fengum við enn eitt dæmi þess að lagt er upp með afar rýrt kvikmyndahandrit, líklega í þeirri von að almenn kunnátta vinnuhópsins í meðferð kvik- myndavéla, leik og fleiru dragi verkið að (andi. Við vitum að ís- lenskir listamenn kunna ýmislegt fyrir sér, en nú er að spyrja eins og Guðbergur Bergsson í nýlegu viðtali: hvað um innihaldið? Hvað ætla menn að gera við sína kunnáttu, sína bragðvísi? Skapa fullgildar persónur og koma þeim fyrir innan ramma frægrar þjóð- sögu? Sú viðleitni var mjög hálf- volg og tónmleg. Höfundur myndarinnar sagðist ekki vera að búa til hrollvekju, en þó komst myndin einna næst því að vera fálm í þá átt. Hann sagðist svo sjálfur í forspjalli vilja leggja nokkra áherslu á það í myndinni að sér fyndist það mjög fallegt að ástin sigrar dauðann eitt andar- tak - en sá sigur var reyndar hvergi sýnilegur. Öðru nær. Davíðsvals Á undan Djáknanum var flutt- ur þáttur um heimsókn ágæts söngvara og ljóðasmiðs, Leon- ards Cohens, til íslands. Og eins og vænta mátti var ágætt að heyra manninn syngja og tala. En undir lok þáttarins brá höfuðsmiður hans, Hrafn Gunnlaugsson, á það ráð að sanna landslýð síðustu viðbótina við fagnaðarerindið: Sælir eru þeir sem kvikmyndavél- um ráða. Við höfðum staðið í þeirri meiningu að Leonard Co- hen hefði tileinkað sitt fræga lag, Taktu við þessum valsi, spænska skáldinu Frederico García Lorca, sema fasistar drápu. Með klipp- ingu sinni sýndi Hrafn svo fram á það með óviðjafnanlegri smekk- vísi sinni að þetta er eitthvað mál- um blandið, valsinn hans Cohens er að því er best verður séð saminn sem partímúsík fyrir Hrafn sjálfan og Davíð Oddsson borgarstjóra svo og hvern þann sem ljós þessara mikilmenna tveggja skín á í bráð og lengd. Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður A. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.),SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrita-ogprófarkalestur: ElíasMar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson FramkvæmdastjórLHallurPállJónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setníng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Askriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.