Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 6
Fósturfjölskyldur óskast Óskum eftir aö komast í samband viö fjölskyldur sem vilja taka aö sér börn í skamman tíma vegna erfiðleika á heimilum. Viökomandi fjölskylda gæti þurft að taka barn á heimili sitt meö stuttum fyrir- vara. Laun samkomulag. Einnig viljum við gjarnan komast í samband við fjölskyldur sem óska eftir aö taka börn í fóstur til langs tíma. Upplýsingar gefa félagsráðgjafar í síma 45700 kl. 9 - 15 daglega. Félagsmálastofnun Kópavogs RER rafmagnseftirl.it ríkisins Rafvirkjar - Rafverktakar Próf í þeim áföngum, sem kenndir hafa veriö á námskeiöum Rafiðnaðarskólans til löggildingar í rafvirkjun, veröa haldin í Tækniskóla Islands og Verkmenntaskólanum á Akureyri, fimmtudaginn 5. janúar 1989 kl. 13.00 - 14.30. Þátttakendur leggi fram staðfest gögn um aö þeir hafi lokið námskeiðunum, eöa sambærilegu námi. Rafmagnseftirlit ríkisins Lausar stöður heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsu- gæslulækna. 1. Patreksfjörður H2, önnur læknisstaða frá 1. júlí 1989. 2. Þingeyri H1, staða læknis frá 1. mars 1989. 3. Siglufjörður H2, önnur staða læknis frá 1. júlí 1989. 4. Akureyri H2, ein staða læknis frá 1. apríl 1989. 5. Þórshöfn H1, staða læknis frá 1. mars 1989. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðuneyt- inu fyrir 1. febrúar 1989 á sérstökum eyðu- blöðum, sem þar fást og hjá landlækni. í umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræði- leyfi í heimilislækningum. Upplýsingar um stöðuna veita ráðuneytið og landlæknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 23. desember 1988. Ingibjörg Vestmann Hringbraut 24, Reykjavík sem andaðist 22. desember síðastliðinn verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfé- lagið Stefán Bjarnason Elsa Stefánsdóttir Birgir Sigurðsson Anna St. Ágústsdóttir Kjartan Bjargmundsson Einar Ingi Agústsson Elías Halldór Ágústsson Eva Ágústsdóttir og barnabarnabörn FRETTIR Menningarsjóður útvarpsstöðva Stöðvamar eiga ekki sjóðinn Kvikmyndagerðarmenn skora á menntamálaráðherra að leggja ekki niður Menningarsjóð útvarpsstöðva Það er rétt að breyta rekstrar- formi Menningarsjóðs útvarps- stöðva, en fráleitt að leggja hann niður, segja stjórnarmenn i' Fé- lagi kvikmyndagerðarmanna í opnu bréfí til menntamálaráð- herra, og fullyrða að talsverður hluti gagnrýni útvarpsmanna á sjóðinn stafí af því að þeir líti á hann sem sína eign, sem hafí alls ekki verið hugmyndin í upphafí. Bréf þeirra er svohljóðandi: Hr. menntamálaráðherra Svavar Gestsson, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4, 101 R. Tilgangurinn með Menningar- sjóði útvarpsstöðva var að hvetja til framleiðslu menningarlegs dagskrárefnis. Menn höfðu áhyggjur af því að einkastöðvar myndu útvarpa mest erlendu létt- meti, nema þær fengju hvatningu til að framleiða innlend verk. Þess vegna var Menningarsjóður- inn stofnaður um leið og útvarp var gefíð frjálst. Tekjur Menningarsjóðsins voru sérstakt gjald á auglýsinga- tekjur stöðvanna. Gjaldið var ekki tekið af þeim auglýsinga- tekjum sem stöðvarnar höfðu fyrir. Menningarsjóðurinn hefur út- hlutað fé til flestra metnaðar- fyllstu verka sem stöðvarnar hafa framleitt eða sýnt undanfarið. Eigendur einkastöðvanna og fjármáiastjóri Ríkisútvarpsins hafa gagnrýnt Menningarsjóð- inn. Gagnrýnin byggist á því að þeir vilja ekki utanaðkomandi af- skipti af dagskrárgerð stöðvanna. En sannleikurinn er sá, að Mmenningarsjóðurinn hefur hvatt þá til að auka og bæta inn- lenda dagskrá. Menningarsjóðn- um hefur verið lýst sem óþarfri millifærslu, því stöðvarnar virð- ast gera þá kröfu til sjóðsins, að þær fái svipaða upphæð til baka og þær greiða til hans. En til þess að fá fé úr sjóðnum, hafa stöðv- arnar orðið að leggja fram hug- myndir að verðugum verkefnum. Annars hefðu þessir peningar farið í almennan rekstur hjá þess- um stofnunum. Þessi gagnrýni stafar aðallega af því að stöðvarnar sjálfar hafa of mikil afskipti af stefnu sjóðsins og líta á hann sem sína eign. Menningarsjóður útvarps- stöðva getur, ef rétt er á málum haldið, orðið öflugur farvegur við hlið Kvikmyndasjóðs til gerðar kvikmyndafyrirsjónvarp. Iraun- inni mælir ekkert gegn samvinnu þesara sjóða við fjármögnun ein- stakra kvikmynda. Sjóðimir tveir gætu sameinast í átaki til að bjarga íslenskri tungu og menn- ingu á tímum þegar heimurinn er að verða einlitt alþjóðlegt menn- ingarsvæði. Kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndaframleiðendur áttu hugmyndina að Menningar- sjóðnum og hún hlaut strax stuðning þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. Nú má ekki Iáta skammsýna forráðamenn stöðvanna rýra möguleika sjóðsins með einhvers konar hrossakaupastefnu, þar sem þeir eru að skipta sjóðnum á milli sín eftir hlutfallsreglum. Verðleikar verkefna eiga auðvit- að að ráða styrkveitingum. Þessvegna er augljóst, að Menningarsjóðnum þarf að setja óháða stjórn og gera honum kleift að reka menningarlega stefnu. Ef skortur er á hugmynd- um hjá stöðvunum, er eðlilegt að kvikmyndagerðarmönnum verði leyft að sækja beint í sjóðinn, án milligöngu stöðvanna. Einnig væri rétt að finna Sin- fóníuhljómsveitinni annan tekju- stofn, til þess að Menningarsjóð- urinn geti nýtt fé sitt betur. Enda er óeðlilegt að hljómsveitin, þó hún sé góðra gjalda verð, fái reikninga sína greidda hjá Menn- ingarsjóðnum áður en hann getur byrjað að sinna aðalhlutverki sínu. Þetta fyrirkomulag stuðlar einnig að óréttlæti í viðskiptum við hljómsveitina, þar sem Ríkis- útvarpið hefur meiri rétt á af- rakstri sveitarinnar en aðrir sem í sjóðinn borga. Stjórn FK lýsir fullum stuðn- ingi við Menningarsjóðinn en heitir á þig, menntamálaráð- herra, að beita þér fyrir nauðsyn- legum breytingum á rekstrar- formi hans, svo hann geti sinnt hlutverki sínu eins og best verður á kotið. Þorsteinn Jónsson, Þorgeir Gunnarsson, Vilhjálmur Ragn- arsson, Ari Kristinsson, Hjálm- týr Heiðdal. Afengisböl Fríðindi verði afnumin Landssamband gegn áfengisböl- inu vill að ríkissjóður leggi fram á næsta ári að minnsta kosti 100 miljónir til áfengisvarna og bindindisfræðslu. Þá skorar 1$. þing sambandsins á Alþingi að af- nema öll fríðindi í sambandi við áfengiskaup. „18. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu samþykkir að beina því til stjórnvalda að láta gera úttekt á þeim kostnaði sem neysla áfengis veldur í þjóðfé- laginu. Fram komi: 1. Kostnaður ríkissjóðs. 2. Kostnaður sveitarfélaga. 3. Annar kostnaður. 18. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu beinir þeim eindregnu tilmælum til yfirvalda að veita aðeins óáfenga drykki í opinberum veislum. 18. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu samþykkir að beina því til stjórnvalda að áfengi og tóbak verði tekið út úr vísitölu framfærslukostnaðar. Með því Hið íslenska Biblíufélag hefur hafíð útgáfu á Biblíunni á hljóð- böndum. Út eru komin þessi rit: Lúkasarguðspjall lesið af dr. theol Sigurbirni Einarssyni bisk- upi. Erþaðá4snældumísnoturri öskju. Postulasagan lesin af Helgu Stephensen, leikkonu. Postulasagan er einnig á 4 snæld- um í sérstakri öskju. Þá er mjög fljótlega væntanlegt Markúsarguðspjall, sem lesið er af Pétri Sigurgeirssyni, biskupi. yrði unnt að beita virkari verð- stýringu í þeim tilgangi að draga úr tjóni af völdum neyslu þessara efna.“ Það verður á 3 snældum í ser- stakri öskju. Tvö fyrstu ritin voru tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði af tækni- mönnunum Baldri Má Arngríms- syni og Gunnari Árnasyni. En það þriðja var tekið upp í hinu nýja hijóðveri Blindrafé- lagsins og var Gísli Helgason tæknimaður. Öllum upptökunum stjórnaði Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona. Biblíufélagið Biblían á hljóðböndum 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.