Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Lög ern útilokuð Það er leiður plagsiður að þegar erfiðlega gengur að ná saman í kjaradeilum fara íhaldsöfl af ýmsu tæi að hrópa um lagavopn til að berja niður fólk í kjarabaráttu. Nú skal því ekki mótmælt að sérstakar neyðarástæður geti réttlætt lagasetningu á kjaradeilur sem allra síðasta úrræði í alvarlegum samfélagsvanda, og það mun hægt að finna slíks dæmi í íslandssögu síðari áratuga. Hitt er Ijóst að alltof oft hefur lögum verið beitt sem rudda- legu valdatæki gegn verkafólki án tillits til annars en fjár- hagslegra hagsmuna atvinnurekenda eða pólitískrar stöðu löggjafans, - sem oftast hefur birst í líki ríkisstjórna og ráð- herra sveiflandi bráðabirgðalögum. Samtök launamanna hafa ítrekað mótmælt þessari mis- beitingu löggjafarvaldsins og lagt áherslu á þá grundvallar- forsendu fyrir þokkalega eðlilegum samskiptum launa- manns og atvinnurekanda að samningar þeirra séu frjálsir, og ítök hjá ríkisvaldi og pólitískum flokkum verði ekki notuð til að veita úrslitahöggið í vopnaviðskiptunum. Þeirstjórnmála- flokkar sem tengjast samtökum launamanna hafa að sínu leyti talið sér skylt að standa þétt við hlið launafólks í þessum efnum. Og þess er vænst að þeir haldi vöku sinni. Jafnvel þótt aðstæður frá degi til dags hafi neytt menn til ýmissa fleiri verka en hugur stóð til, og má þar til dæmis nefna þátttöku Alþýðubandalagsins að framlengingu samningabannsins síðasta haust. Kjaradeila BHMR og ríkisins er orðin miklu harkalegri en nokkur gerði ráð fyrir, og nú þegar fimm vikur eru liðnar af verkfalli heyrast hávær óp um að öxin og jörðin verði að geyma þessa deilu, það verði að setja lög á deiluna. í leiðara DV í gær er æpt á gerðardóm, og vitað er að það er vilji áhrifamikilla stjórnmálamanna að þvinga fram slíkar niður- stöður. Þetta er fráleitt. Ríkisstjórn sem kennir sig við félags- hyggju og jafnrétti og inniheldur tvo alþýðu-flokka getur ekki staðið að slíkum lögum án þess að bíða mikinn hnekki, - sem raunar hefði sennilega í för með sér slit stjórnarinnar. Raunar mundi BHMR einnig setja ofan við slík lög, ekki einungis vegna þess fordæmis sem þau gæfu í kjaramálum bandalagsins, heldur einnig vegna þess gruns að samtökin hefðu gert út á lagasetningu og þessvegna ekki viljað slaka á kröfum sínum. Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa lýst því yfir að títt- nefnd lög séu ekki á dagskrá og ekki til umræðu meðan þeir vermi valdastóla. Þarmeð ættu umræður um lög að vera úr sögunni meðan þessi ríkisstjórn situr, og væri þarft að fá ámóta yfirlýsingar frá öðrum stjórnarflokkum. í kjaradeilunni er ekki nema einn kostur: að ganga til samninga einsog menn, og gera sér grein fyrir því að samn- ingar eru erfiðisverk unnið af tveimur aðilum og ekki draumur þarsem óskir allar rætast. Þess var óskað á þessum stað í Þjóðviljanum þegar hálfur mánuður var af verkfalli að veruleikinn fengi málfrelsi í BHMR-deilunni. Einsog staðan er nú í deilunni er full ástæða til að biðja einnig um tillögurétt þeim sama veruleika til handa. Til að draumurinn verði ekki að martröð. Siglóskandallinn Hin sérkennilega tilfinningasemi sem einkennir ræðustíl Þorsteins Pálssonar komst á hástig á þingi um daginn þegar hann kvartaði sáran yfir þeirri svívirðu að talað væri um Sjálfstæðisflokkinn í sömu mund og Sigló-skandalinn svo- kallaða. Bæði hefði flokkurinn hvergi komið nærri og síðan væri skandallinn enginn skandall. í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar er felldur sá dómur um afskipti Þorsteins Pálssonar sem fjármálaráðherra af mál- inu, að samningar hans við „eigendur" fyrirtækisins hafi verið „afar sérstæðir í viðskiptum" og eigi sér „vart hlið- stæðu hjá ríkissjóði". Verður fróðlegt fyrir áhugamenn um tilfinningar í ræðustól að heyra útskýringar Þorsteins á þing- inu í dag. -m Stúdentar og lögregla á Tiananmentorgi: Á hvaöa leið erum við? Allt er dýru verði keypt Það er ekki margt sem menn vita fyrir víst um stjórnmál og efnahagsmál. Eitt er það samt sem ekki verður um deilt: auðveldar lausnir eru ekki til. Sá sem tekur upp breytta stefnu leysir ef til vill viss vandamál, en hann má bóka það að hann fær ný í staðinn. Þetta þýðir náttúrlega ekki að menn eigi að leggja árar í bát og iáta allt danka, hvernig sem ástandið er. En sem fyrr segir: sá á kvölina sem á völina. Þessi hundgömlu sannindi rifj- ast upp nú þegar kínverskir stúd- entar fara í fjöldagöngur og beina mótmælum sínum ekki síst gegn hinum aldna höfðingja „perest- rojkunnar" í Kína, Deng Xiaop- ing. Og fá lof í lófa fyrir hjá al- menningi í Peking. í þeim mót- mælum kemur margt saman - m.a. það að Deng og hans menn hafa víst leyft minna „glasnost“, minna málfrelsi en Gorbatsjov. Meir hugsað um skref til mark- aðsbúskapar og blandaðs hag- kerfis en um umbætur á hinu pól- itíska kerfi. En mótmælin í Pek- ing eru og tengd miklum timbur- mönnum eftir þá hagvaxtarvímu sem rann á Kína síðasta áratug, þeim félagslegu afleiðingum sem það hefur haft að hverfa frá „jafnaðarstefnu" tíma Maós þeg- ar það var dyggð að vera fátækur og éta úr sama potti og aðrir í nafni fagurrar framtíðar. Uppsveifla í Kína Það er engum blöðum um það að fletta, að Kínverjar hafa á síð- astliðnum áratug endurskoðunar og breytinga náð miklum árangri í hagvexti. Framleiðslan hefur stóraukist. Viðskipti við útlönd hafa margfaldast. Bændur hafa stóraukið framboð á kjöti, græn- meti og ávöxtum frá sínum fjöl- skyldubúum eftir að kommún- urnar stóru og miðstýrðu voru leystar upp. Bændur eru líka komnir á hreyfingu - blandaða hagkerfið hefur leitt til þess að til verður mikill fjöldi fyrirtækja í smáiðnaði, sem um 80 miljónir manna úr sveitum hafa fundið vinnu við. Erlent fjármagn hefur komið inn í landið, m.a. í formi um 1600 blandaðra kínversk- erlendra fyrirtækja, með saman- lagt hlutafé um 1500 miljarði króna. Lífskjör hafa batnað veru- lega þegar á heildina er litið - meðaltekjur eru ekki háar, en hafa þó þrefaldast á tíu árum. Fjölskyldur sem áður spöruðu fyrir reiðhjóli, kaupa nú kæli- skápa, litasjónvarp og stereó- græjur. Hin hliðin á myntinni En sem fyrr segir: ekkert fæst ókeypis. Hagvöxturinn og aukin velmegun hafa sínar skuggahlið- ar sem allar eru vel kunnar: atvinnuleysi, verðbólga, vaxandi munur á kjörum þeirra best settu og þeirra sem lakast eru settir. Og allt dregur þetta á eftir sér langan hala félagslegra vanda- mála. Atvinnuleysi átti ekki að vera til í sósíalísku ríki. En þegar ríkis- fyrirtæki sem ekki bera sig fá að fara á hausinn, eða þá fyrirtæki loka um lengri eða skemmri tíma vegna skots á hráefnum eða lán- um, þá kemur upp atvinnuleysi sem er áreiðanlega miklu alvar- legra en sem svarar þeim tveim prósentum sem opinberar skýrsl- ur gefa upp. Þrjátíu prósent verð- bólga er allsstaðar alvörumál - ekki síst í Kína þar sem eldra fólk og opinberir starfsmenn dragast aftur úr í kaupmætti meðan aðrir finna sér kjarasmugur. Sam- kvæmt opinberum tölum hafa lífskjör um þriðjungs Kínverja versnað vegna verðlagsþróunar- innar. Spilling, efnishyggja Meiri kjaramunur dregur svo langan slóða á eftir sér. Mútu- þægni og önnur spilling er stór- vaxandi vandamál (einkageirinn hefur næga peninga til að kaupa sér allskonar fyrirgreiðslu hjá embættismönnum). Glæpum hefur fjölgað - ekki síst þjófnuð- um (64%). Þeim sem eldri eru og á sínum tíma hrifust af hugsjóna- boðskap Maótímans blöskrar efnishyggja þeirra yngri og laus- læti. Menntaðir Kínverjar, sem urðu reyndar harkalega fyrir barðinu á „menningarbyltingu“ Maós formanns sem litillækkaði þá á margan hátt, þeim er nú skratti kalt í skugga markaðslög- málanna. Ekki að furða reyndar þótt stúdentar láti til sín heyra í þjóðfélagi, þar sem læknir fær kannski fimmtán sinnum minna í kaup en götusali hefur upp úr sinni iðju. Á krossgötum Vafalaust leiðir þessi þróun til þess, að einhverjir Kínverjar gleyma hrellingum Menningar- byltingarinnar og líta með sökn- uði til þess tíma, þegar allir áttu að stunda pólitískan rétttrúnað og lásu saman litla rauða kverið hans Maós og bjuggu við jöfnuð í fátækt. Enginn veit þó hve sterk- ur sá söknuður kann að vera - eða hvernig hann blandast saman við jafnt almenna óánægju með fjármálaspillingu og kröfur um pólitískar umbætur, sem eru vissulega langt frá þeirri dýrkun eins sannleika sem stunduð var á dögum Maós. Hitt er ljóst: það er einskonar millibilsástand í Kína, ráðamenn eru eins og í óvissu um næstu skref, þeir hafa stöðvað ýmsar breytingar, dregið úr þenslu með minnkandi lánveit- ingum, tekið upp aftur opinbert verðlagseftirlit með ýmsum nauðsynjavörum hinum lakast settu til verndar. Allt þetta verð- ur fróðlegt fyrir Míkhaíl Gorbat- sjov að skoða þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Kína nú um miðjan mánuð: í Kína getur hann fengið skýr dæmi um ýmsan þann félagslegan kostnað sem perestrojkan hans, sem byrjað var á nokkrum árum eftir að Kín- verjar fóru af stað - getur haft í för með sér. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁmason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ólafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnur Ómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Augl ýslngast jór i: Olga Clausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. ; Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bllstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiftslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaöur: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiftsla, ritstjórn: Síftumula 6, Reykjavlk, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verft f lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblaft: 110 kr. Áskriftarverft á mánufti: 900 kr. H 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 11. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.