Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 11
_____________________ERLENDAR FRÉTTIR______________________ Bandaríkin/Panama Bush forseti hótar hemaðarárás Flest rómanskamerísk ríki munu vera mótsnúin slíkri aðgerð. Sterkar líkur á að Noriega sé sekur um kosningasvindl Forsetakosningar fóru fram í Panama á sunnudag en endan- legar niðurstöður þeirra hafa ekki enn verið opinberlega til- kynntar. Þjóðfreisisbandalagið, flokkur sem þekktastur er undir skammstöfuninni COLINA og lýtur boði og banni Manuels Ant- onios Noriega, herstjóra og aðal- valdsmanns þarlendis, hefur þó þegar af yfirvöldum verið til- kynntur sigurvegari, en stjórnar- andstæðingar, sameinaðir í Lýðræðislega andstöðubanda- laginu svokallaða, saka Noriega um stórfelld kosningasvik. Stjórnarandstæðingar benda á niðurstöður óháðra skoðana- könnuða máli sínu til stuðnings og telja sig hafa fengið þrefalt fleiri atkvæði en hinir. Undir það hafa tekið Bandaríkjastjórn og stjórnir margra annarra Amerík- uríkja, þar á meðal Kostaríku, Perú og Venesúelu. Bandaríkja- stjórn hefur skorað á Noriega að segja af sér og gefið í skyn að gripið verði að öðrum kosti til harðra efnahagslegra refsiað- gerða gegn Panama, komið í kring pólitískri einangrun ríkisins og jafnvel sendur gegn því banda- rískur her. Pessi hótun er ekki nema í fullu samræmi við hefðbundna stefnu Bandaríkjanna gagnvart smáríkj- um Vestur-Indía og Mið- Ameríku, enda ber ekki á því að hún hafi vakið neina furðu. Um hitt er helst bollalagt hvort gerð verði alvara úr hótuninni, ef Nor- iega þverskast. Bandaríkin hafa þegar talsvert herlið við Panama- skurð og auðvelt væri fyrir þau að senda þangað liðsauka í snar- hasti. Þau gætu að líkindum unn- ið skjótan sigur á Panamaher, ef til vill þó ekki án snarprar viður- eignar. Þar að auki býr fjöldi Bandaríkjamanna í Panamaborg og annarsstaðar í grennd við Pan- amaskurð, og þeim yrði varla óhætt fyrir stuðningsmönnum Noriega, ef innrás yrði gerð. Ennfremur er á það að líta að bandarísk innrás í Panama myndi mælast illa fyrir í Rómönsku Am- eríku yfirleitt, einnig meðal þeirra ráðamanna þar sem hafa lítinn þokka á Noriega. Fyrri hernaðaríhlutanir Bandaríkj- anna þar, dulbúnar eða ekki, eru mönnum í fersku minni og flestir rómanskamerískir valdhafar eru sammála um að svoleiðis nokkru eigi að vera lokið, þótt þá kunni að greina á um margt annað. Auk þess yrði innrás Bandaríkjanna í Panama þeim áreiðanlega til verulegs áiitshnekkis í heiminum yfirleitt. Út af fyrir sig er ekki nema sennilegt að Noriega sé sekur um kosningasvindlið, sem á hann er borið, en annað eins hefur nú stundum skeð í Rómönsku Am- eríku, bæði fyrr og nú, án þess að Bandaríkin hafi hótað innrás. Til dæmis er Rodriguez sá, sem steypti Stroessner í Paragvæ á dögunum, grunaður um svindl í kosningum þar nýverið, í hverj- um hann var kosinn forseti. En frá Washington bárust að því sinni ekki annað en hamingju- óskir. Noriega vilja bandarískir ráða- menn hinsvegar koma frá völd- um, hvað sem kosningum og kosningasvindli líður. Hann hafði lengi það orð á sér að vera allra vinur en engum trúr og var reiðubúinn til samstarfs jafnt við bandarísku leyniþjónustuna CIA, sandinista í Níkaragva, kontrana féndur þeirra og kóka- ínbaróna Kólombíu. Hann ann- aðist skemmdarverk í Níkaragva fyrir Bandaríkin og bauð meira að segja bandarískum erindrek- um að láta myrða helstu forustu- menn sandinista. Því var hafnað, þar eð of mikið þótti vera í húfi ef upp kæmist. En Noriega var sandinistum einnig innanhandar um ýmislegt og vakti með því reiði Bandaríkjanna, og einnig gramdist þeim aðstoð sem hann veitti kólombískum kókaínbar- ónum við að smygla eiturlyfjum til Bandaríkjanna. Snemma á s.l. ári var hann sekur fundinn um hlutdeild í eiturlyfjasmygli fyrir bandarískum dómstóli. Mestallt s.l. ár stóð Reagan- stjórnin í ströngu við að reyna að koma Noriega frá völdum, en honum tókst að virkja andbanda- ríska þjóðernishyggju Panama- manna sér í hag og situr enn sem fastast, Bandaríkjamönnum til mikils ergelsis. dþ. Hrannvíg á Senegölum íMáritaníu og Máritönum íSenegal. Ævaforn fjandskapur annarsvegar eyðimerkurhirðingja og hinsvegar blökkumanna savanna- og frumskógasvœða liggur að baki Þann 9. aprfl s.l. kom til blóð- ugra illinda á stað nokkrum á landamærum tveggja Vestur- Afríkuríkja, Máritaníu og Seneg- als. Höfðu máritanskir hirðingj- ar og senegalskir bændur orðið ósáttir út af afnotum af beitilandi. Að sumra sögn höfðu máritanskir landamæraverðir afskipti af þrætunni. Þetta fór svo að tveir Senegalar voru skotnir til bana. Við þetta magnaðist milli grannríkja þessara slíkur fjand- skapur, að áður en varði voru Máritanar farnir að strádrepa Senegala í Máritaníu og Senegal- ar Máritana í Senegal. Fólk var brytjað niður með öxum og sveðjum, skorið undan karl- mönnum og á einum degi voru 13 Máritanar grýttir í hel í Dakar, höfuðborg Senegals. Máritanar flýðu frá Senegal hver sem betur gat og Senegalar frá Máritaníu. Frakkland, Spánn og Marokkó sendu flugvélar til að forða Már- itönum og Senegölum hverjum undan öðrum. Mörg hundruð manna hafa verið drepin, enginn veit töluna nákvæmlega, en svo er að heyra að Senegalar hafi orð- ið fyrir meiri mannskaða. Kynþáttahatur Ráðamenn ríkjanna senda hverjir öðrum nú óspart tóninn út af hryllingsatburðum þessum og er jafnvel talin viss hætta á að til stríðs komi milli þeirra. Senegal- ar saka granna sína um kynþátta- hatur og segja þá ekkert betri en apartheid-stjórn Suður-Afríku. Og efalaust gengur vofa kynþátt- ahyggjunnar hér ljósum logum, eins og yfirleitt þar sem fólki af tveimur eða fleiri kynþáttum lýst- ur saman. Trúin ætti hinsvegar ekki að vera til sundrungar í þessu tilfelli, þar eð þorri fólks í báðum löndum játar íslam. En íbúar Sahararíkisins Máritaníu, sem eru aðeins um hálf önnur miljón talsins í landi sem er fjór- falt stærra en Vestur-Þýskaland, eru að meirihluta til arabískrar og berbneskrar ættar, ljósari á bjór- inn en grannar þeirra í suðri og líkir Norður-Afríku- og Evrópu- Drepnir Máritanar í Senegal - tiltölulega lítilvægt atvik varð til að rótgróið hatur braust út í Ijósum loga. mönnum í andlitsfalli. Ibúar Sen- egals, um sjö miljónir í landi sem er tæplega tvöfalt stærra en ís- land, eru hinsvegar flestir blökkumenn. Á mörkum ríkjanna rennur Senegalfljót, sem annað þeirra er við kennt, en jafnframt eru land- amærin ekki fjarri því að falla saman við mörk tveggja gróður- belta, er liggja þvert yfir Afríku, á milli hálf- eða heileyðimerkur norðan þessara marka og gróð- ursælla lands, savanna og regn- skóga, í suðri. Norðan markanna hafa menn í aldanna rás einkum stundað hirðingjabúskap, en haft fasta búsetu og stundað akur- yrkju, kvikfjárrækt og handiðnað sunnan þeirra. Þessi mörk hafa jafnframt - þó ekki einhliða - verið kynþáttamörk. Hirðingj- arnir eru yfirleitt evrópídar (,,hvítir“) en hinir blökkumenn. Enn logar í gömlum glæðum Samkomulagið hefur verið upp og niður á milli þessara tveggja heima í aldanna rás, eins og gengur. Menn stunduðu mikil verslunarviðskipti yfir mörkin og lærðu sitthvað hver af öðrum, en áttust einnig oft illt við. Vegna meiri reiðdýraeignar voru hirð- ingjar lengi hvatari í förum en hinir og þar af leiðandi skæðari hermenn. Þeir stunduðu frá alda öðli verslun á svörtum þrælum, sem þeir ýmist keyptu eða rændu af blökkumönnum grönnum sín- um, og seldu norður til Miðjarð- arhafslanda. Ennþá logar í glæðum þessa ævaforna fjandskapar íbúa ann- arsvegar auðna og hinsvegar sá- ins lands. Þær andstæður eiga þannig drjúgan þátt í borgara- stríðunum langdregnu í Chad og Súdan. Og í þeim er að finna undirrætur illindanna nú í Márit- aníu og Senegal. Þrælahald Burtséð frá þeim djúplægu rót- um eru ágreiningsefni, sem liggja fremur í augum uppi. I Máritaníu er fjölmennur minnihluti blökku- manna, margir af sömu þjóð- flokkum og byggja Senegal. Þeir eru lágstétt í Máritaníu og sumir í raun þrælar. Evrópumenn bönnuðu þrælahald, er þeir réðu ríkjum þar í álfu, og stjórn Márit- aníu hefur gert slíkt hið sama þrí- vegis, síðast 1980, en ekki hefur þessum ævaforna sið samt verið útrýmt þar að fullu. Senegalar, sem tugþúsundum saman hafa flust til Máritaníu í atvinnuleit, sæta þar engu betri kjörum. Hinsvegar höfðu Máritanar í hundruðþúsunda tali sest að í Senegal, þar sem atvinnulíf hefur verið með blómlegra móti eftir því sem gerist í Afríku, og hefur smásöluverslunin þarlendis að mestu komist í þeirra hendur. Þessir máritönsku kaupahéðnar hafa búið við góðan hag, miðað við mikinn þorra innfæddra, og það hefur vakið öfund gagnvart þessum innflytjendum úr norðri. Enda voru ofsóknirnar gegn Máritönum í Senegal á dögunum ekki einungis manndráp og meiðingar, heldur og rán og rupl í verslunum og á heimilum Márit- ananna. Frakkland, sem áður var ný- lenduveldi yfir svæðum þeim báðum, er nú eru ríkin Máritanía og Senegal, hefur nú boðist til að miðla málum. Liður í viðleitni Frakklands til að halda í eitthvað af stórveldisdýrð sinni frá fyrri dögum er að reyna að hafa vissa forsjá fyrir frönskumælandi Afr- íkuríkjum. Og ef það á að ganga verða þau ríki helst að sitja á sátts höfði innbyrðis. Mitterrand kvað hafa sent son sinn á vettvang til málamiðlunar, sennilega til að sýna ættræknum Afríkumönnum fram á hve mjög þeir séu honum hjartfólgnir. dþ. Síðustu forvöð að panta Macintosh tölvur skv. 2. afgreiðslu ríkissamningins, er 18. maf Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sími 26844 Fimmtudagur 11. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.