Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Forkönnun vegna varaflugvallar Athugasemd frá utanríkisráðuneytinu Þjóðviljanum barst fyrir nokkru athugasemd frá utan- ríkisráðuneytinu um fréttagrein í blaðinu 5.4., og fylgdi henni þetta bréf frá Þórði Ægi Óskarssyni í upplýsinga- og fjölmiðladeild ráðuneytisins: „Ágæti ritstjóri. f ljós hefur komið að ekki er farið rétt með í grein undir heitinu „Áform um varaflugvöll - Engin ákvörðun hjá NATO“, sem birtist í blaði þínu, Þjóðviljanum, 5. þ.m. Þar sem rangfærslur og mistúlkanir koma engum málstað til góða, þá fer upplýsingadeild utanríkisráð- uneytisins fram á það við þig að hjálögð leiðrétting verði birt á fréttasíðu í Þjóðviljanum hið fyrsta." Athugasemd ráðuneytisins hljóðar svo: í Þjóðviljanum 5. apríl er á bls. 2 heilsíðugrein undir fyrirsögn- inni „Áformin um varaflugvöll - Engin ákvörðun hjá NATO“. Igreininni er fullyrt að upplýs- ingar blaðafulltrúa varnarliðsins og svör hans við spurningum blaðamanns Þjóðviljans stangist á við upplýsingar sem utanríkis- ráðherra og ráðuneyti hafi áður gefið. Þetta er alrangt. Varnarmálaskrifstofa hefur aflað upplýsinga frá blaðafulltrúa varnarliðsins um svör þau er hann gaf við spurningum Vigfús- ar Geirdal, blaðamanns Þjóðvilj- ans. Stangast þær í engu á við þær upplýsingar, sem utanríkisráð- herra hefur gefið, né þær upplýs- ingar, sem skrifstofustjóri varn- armálaskrifstofu gaf blaða- mönnum Þjóðviljans og birtust í viðtali í Þjóðviljanum 10. mars s.l. Meginatriði, sem utanríkisráð- herra og ráðuneyti hafa upplýst, eru þessi: 1. Óskað hefur verið eftir af Atl- antshafsbandalaginu að for- könnun fari fram á íslandi á hugsanlegum varaflugvelli hér álandi. Fjárveiting hefurverið samþykkt af Atlantshafs- bandalaginu til að kosta þá forkönnun. Samskonar for- könnun er þegar hafin á Græn- landi á kostnað Atlantshafs- bandalagsins. 2. Engin endanleg ákvörðun hef- ur verið tekin af Atlantshafs- bandalaginu um byggingu var- aflugvallar og fjárveiting til byggingar varaflugvallar hefur ekki verið afgreidd, enda er forkönnun málsins forsenda þess að hægt sé að gera kostn- aðaráætlanir. 3. Aðalframkvæmdastjóri At- lantshafsbandalagsins hefur í bréfi til utanríkisráðherra staðfest að varaflugvöllur kostaður af Atlantshafsbanda- laginu myndi ekki gegna neinu hernaðarhlutverki á friðartím- um. Rangfærslur þjóna engum tilgangi Um athugasemdir utanríkisráðuneytisins Vigfús Geirdal sagnfræðingur var aðstoðarmaður Þjóðviljans við vinnslu efnis um varaflugvöll í hernaðarskyni, og annaðist fyrir blaðið samskipti við fulltrúa hersins á Keflavíkurvelli og Atl- antshafsherstjórn Nató. Þjóðviij- inn bar bréf upplýsinga- og fjöl- miðladeildar utanríkisráðuneyt- ins undir Vigfús, og svarar hann fullyrðingum ráðuneytisins fyrir sína hönd og Þjóðviljans með eftirfarandi athugasemd: í grein þeirri sem utanríkis- ráðuneytið vitnar var birt yfirlýs- ing Atlantshafsherstjórnar Nató, SACLANT, um fyrirhugaðan varaflugvöll bandalagsins á norðanverðu íslandi og forkönn- un (feasibility study) sem farið hefur verið fram á að verði gerð af þeim sökum. Yfirlýsing þessi birtist í framhaldi af ýtarlegri um- fjöllun Nýs Helgarblaðs Þjóðvilj- ans um varaflugvallarmálið 10. mars sl. í yfirlýsingu SACLANT komu fram upplýsingar sem stönguðust að verulegu leyti á við þær full- yrðingar sem utanríkisráðuneyt- ið og þó einkum utanrfkisráð- herra hafa haldið á lofti að und- anförnu. Reynt var að gera skil- merkilega grein fyrir þessum mun í fréttaskýringu Þjóðviljans. Stangast ekkert á? Varnarmálaskrifstofa utan- ríkisráðuneytisins hefur hins veg- ar að sögn aflað upplýsinga frá Scott Wilson blaðafulltrúa Bandaríkjahers á Keflavíkurflug- velli „um svör þau er hann gaf við spurningum Vigfúsar Geirdal, blaðamanns Þjóðviljans. Stang- ast þær í engu á við þær upplýs- ingar, sem utanríkisráðherra hef- ur gefið, ne þær upplýsingar, sem skrifstofustjóri varnarmálaskrif- stofu gaf blaðamönnum Þjóðvilj- ans og birtust í viðtali í Þjóðvilj- anum 10. mars sl.“ Hvorki Scott Wilson né aðrir fulltrúar Bandaríkjahers hafa gert neina athugasemd við þýð- ingu Þjóðviljans á yfirlýsingu SACLÁNT né önnur þau svör sem Wilson gaf við spurningum sem ég lagði fram fyrir hönd Þjóðviljans til að fá nánari skýr- ingar á nokkrum atriðum í yfir- lýsingunni. Rétt er að vekja at- hygli á því að í athugasemdum utanríkisráðuneytisins er því hvergi haldið fram með rökum að farið sé efnislega rangt með yfir- lýsingu herstjórnar Nató. Þar er aðeins fullyrt að svör blaðafulltrúans komi í öllum at- riðum heim og saman við upplýs- ingar ráðuneytisins og utanríkis- ráðherra. Síðan eru talin upp þrjú „meginatriði" þessara upp- lýsinga. Það er athyglisvert að í þessa upptalningu vantar alveg nokkur atriði sem utanríkisráð- herra hefur lagt áherslu á þegar hann hefur talað fyrir nauðsyn þess að gera varaflugvöll. En ekki einu sinni þessi „megin- atriði" eru samhljóða svörum blaðafulltrúa Bandaríkjahers svo sem nú skal sýnt fram á. Rétt er að árétta að það sem utanríkisráðuneytið kallar „svör blaðafulltrúa varnarliðsins“ við spurningum Þjóðviljans eru alls ekki persónuleg sjónarmið hans heldur formleg yfirlýsing frá SACLANT, æðstu herstjórn Nató á Atlantshafi. Eric McVa- don, yfirmaður bandaríska herl- iðisins á Keflavíkurflugvelli, hafði einnig lesið þessa yfirlýs- ingu og lagt blessun sína yfir hana áður en Scott Wilson las hana upp fyrir mér. Yfirlýsing SACLANT stangast á við fullyrðingar utanríkisráð- herra og ráðuneytisins í eftirfar- andi atriðum. „Við væntum þess að I athugasemdum utanríkisráð- uneytisins segir: Fjárveiting hef- ur verið samþykkt af Atlantshafs- bandalaginu til að kosta forkönn- un. Yfirlýsing herstjórnar Nató hefst hins vegar á orðunum: „Our expectations are that the funding for the feasibility study and the construction for the NATO Alternative Airfield on the north coast of Iceland would be borne in part if not all by NATO funds." í íslenskri þýðingu var þetta svona: „Við væntum þess að kostnaður við forkönnun og gerð varaflugvallar Nató á norður- strönd Islands verði að hluta ef ekki að öllu leyti greiddur úr sjóðum Atlantshafsbandalags- ins.“ Við sem skrifaðir erum fyrir fréttaskýringu Þjóðviljans um þetta mál 5. apríl sl. verðum báð- ir að teljast sæmilega að okkur í merkingarfræði og okkur er gjörsamlega ómögulegt að lesa það út úr yfirlýsingu SACLANT að Nató hafi samþykkt að kosta forkönnunina - þvert á móti. Yfirlýsing herstjórnar Nató ber það með sér að bandalagið hefur á þessu stigi málsins hvorki samþykkt fjárveitingu til for- könnunar né gerðar flugvallar- ins; hún gefur til kynna að Bandaríkjaher ætli sér að greiða („prefinance") framkvæmdina fyrirfram og geri sér síðan vonir um að Natóríkin í Evrópu fáist eftir á til að taka þátt í kostnaði að einhverju eða öllu leyti. Það er reyndar merkileg orða- lagsbreyting að í athugasemdum utanríkisráðuneytisins segir nú aðeins að Nató hafi samþykkt að Fimmtudagur 11. maí 1989 þjóðvILJINN - SÍÐA 5 kosta forkönnunina en á uppiýs- ingablaði sem utanríkisráðherra dreifði í febrúar sl. sagði að Mannvirkjasjóður Atlantshafs- bandalagsins hefði samþykkt fjárveitingu til forkönnunar. E.t.v. hefur ráðuneytið gert sér grein fyrir að fullyrðing sem þessi stangast að öllu leyti á við það hvernig ákvarðanir eru teknar á vettvangi Nató um að standa sameiginlega straum af kostnaði við mannvirkjagerð. Enda er ekki til nein formleg framkvæmd- astofnun innan Nató sem heitir Mannvirkjasjóður Nató og sam- þykkir fjárveitingar til fram- kvæmda á vegum bandalagsins. Nató hefur ekkert samþykkt f umræddri grein Þjóðviljans var það hvergi borið á utanríkis- ráðuneytið að hafa haldið því fram að Nató hafi þegar tekið ákvörðun um varaflugvöllinn. Hins vegar hafa bæði utanríkis- ráðherra og flugmálastjóri haldið því fram að Nató hafi tilbúið fé til að borga gerð varaflugvallarins. Þær fullyrðingar stangast vissu- lega á við yfirlýsinguna frá Nor- folk. Þorsteinn Ingólfsson, skrif- stofustjóri varnarmálaskrifstof- unnar, svarar því reyndar játandi í viðtali við Nýtt Helgarblað Þjóðviljans 10. mars sl. að mælt hafi verið með flugvallargerðinni innan Nató, m.ö.o. að hún hafi verið tekin inn á lista sem á máli Nató kallast „reccommended slice“. f yfirlýsingu Natóher- stjórnarinnar kemur skýrt fram að ekki hefur verið mælt með þessari framkvæmd. Þar segir orðrétt: „After the feasibility stu- dy is completed, the NATO Mil- itary Commander, who is the Supreme Allied Commandei Atlantic, located in Norfolk, Virginia, will decide if the airfield is desireable and feasible." Ef búið hefði verið að mæla með varaflugvellinum þá hefði jafnframt legið fyrir fyrsta kostn- aðaráætlun, eins og utanríkisráð- herra hefur reyndar haldið fram og ekki hikað við að nefna tölur í því sambandi. Bæði Þorsteinn Ingólfsson og yfirlýsing SAC- LANT eru sammála um það að engin kostnaðaráætlun liggur fyrir. Þegar yfirlýsingin er borin saman við ítarlega skýrslu Ríkis- endurskoðunar Bandaríkjanna um mannvirkjasjóð Natö kemur í ljós að markmið forkönnunar- innar er m.a. að gera grófa kostn- aðaráætlun, svokallað „Type ‘A‘ Cost Estimate", skilgreina hern- aðarlega þörf fyrir flugvöllinn og afla annarra upplýsinga sem nauðsynlegar eru taldar til að æðsti yfirmaður Atlantshafsher- stjórnar Nató geti mælt með flug- vallargerðinni og lagt hana í til- löguformi fyrir Varnaráætlana- nefnd bandalagsins til samþykkt- ar. Þegar það hefur verið gert má ætla að nær útilokað verði fyrir ríkisstjórn íslands að hafna gerð varaflugvallarins. í athugasemdum utanríkisráð- uneytisins segir að engin „endan- leg ákvörðun“ hafi verið tekin af Atlantshafsbandalaginu um byggingu varaflugvallar. Nató hefur blátt áfram enga ákvörðun tekið um þetta mál því að það er á algeru frumstigi. Ennfremur er sagt að fjárveiting hafi ekki verið „afgreidd“ til byggingar varaflug- vallar. Það hefur engin fjár- veiting verið samþykkt innan Nató, hvorki til ílugvallargerðar- innar né forkönnunarinnar, eins skýrt kemur fram í yfirlýsingu SACLANT. Hvað var hlægilegt? Bréf til Eiríks framhaldsskólakennara frá Margréti rœstingakonu Ég hef litið svo á Eiríkur að við værum sósíalistar. Þess vegna skrifa ég þér þetta bréf eftir að hafa lesið skrif þín í Þjóðviljanum í dag. Það er ágætt að vita að þú hlóst ekki að okkur Sóknarkon- um. Þú segir orðrétt: „Ég hló að Ólafi Ragnari Grímssyni af því hann lagðist svo lágt að hreykja sér af því að hafa gert við Sókn- arkonur kjarasamning sem færði þeim nánast ekki neitt.“ Skoðum þetta nánar. Kjara- samningur Sóknar var samþykkt- ur með 387 atkvæðum gegn 20. Hann færði þeim sem lægst höfðu launin mestar kjarabætur, en þeim sem höfðu náð öllum þrepa- hækkunum minnstar launahækk- anir. Samningarnir gilda frá 1. apríl og mesta kauphækkun er 10.568 krónur, en minnsta hækk- un 2.000 kr. fyrir utan hækkanir síðar á árinu. Þetta finnst ykkur háskólamenntuðum hlægilegt. Þú segist hafa hlegið að Ólafi Ragnari þegar hann hafi sagt að Sóknarkonur gerðu sig ánægðar með lélegt kaup og litla kauphækkun. En þetta sagði Ólafur aldrei. Það ert þú sem hlóst og þú sem kemur þessu á prent. Og þú heldur áfram: „Ég hló að Ólafi Ragnari Grímssyni þeg- ar hann sýndi afstöðu sína til launafólks með því að reyna að etja saman hópum launamanna." Er það nú orðið hlægilegt að etja saman hópum launamanna? Þið háskólamenntaðir ættuð nú að fara að athuga ykkar gang. Þið hlóguð líka þegar Ólafur minntist á formann BSRB. Þið hlóguð af því að ykkur finnst hlægilegt að þið háskólamennt- aðir gerið kjarasamninga sem eru í líkingu við kjarasamninga ann- arra sem vinna hjá ríkinu. Hvers vegna? Þið viljið markaðslaun, á það að vera stefna íslenskra sósíalista að markaðurinn eigi að ráða öllu? Hverju á markaðurinn að ráða og hverju ekki? Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að taka tillit til menntunar, ábyrgðar og erfiðis í störfum þeg- ar samið er um launakjör al- mennt. En burt með allan menntunarhroka, og sameinumst í því að byggja upp réttlátt þjóðfélag. Reykjavík 9. maí, Margrét Björnsdóttir Margrét starfar á Landspítalanum og er félagi í Sókn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.