Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 10
Fyrstu tvo mánuði ársins hefur bílainnflutningur dregist saman um þriðjung miðað við sama tíma í fyrra sem er al- gjört hrun í innflutningnum. Á þessum tíma voru fluttir inn aðeins 753 nýir bílar og 132 notaðir eða alls 885 bílar. Á sama tíma fyrir ári voru fluttir inn 2602 nýir og 574 notaðir eða alls 3176 bílar. Þá er sal- an fyrstu tvo mánuði ársins aðeins rúmlega fjórðungur af sölunni sem var í janúar og febrúar 1988. Fari svo að bif- reiðainnflutningurinn verði svipaður það sem eftir er árs- ins verður hann minni en nokkurn tíma áður síðan 1976. Þá voru fluttir inn 4095 nýir bílar og 382 notaðir eða samtals 4477. Samkvæmt yf- irliti Bílgreinasambandsins um bílainnflutning frá 1971- 1989 hefur hann á þessu tímabili aðeins einu sinni verið minni og það var árið 1975 þegar fluttir voru inn 3146 nýir og 348 notaðir bílar eða sam- tals 3494. Geysileg umskipti Þetta eru geysileg umskipti til hins verra fyrir bifreiðaumboöin frá því sem var næstu ár á undan þegar hvert innflutningsmetið var slegið á fætur öðru. Árið 1986 voru fluttir inn 13837 nýir bílar og 1789 notaðir eða samtals 15626. Árið eftir 1987 jókst innflutning- urinn enn meir og varð þá meiri en hann hefur nokkurn tíma ver- ið áður. Þá voru fluttir inn 18605 nýir bflar og hvorki meira né minna en 4854 notaðir eða sam- tals 23459. Að auki voru á því ári flutt inn 1026 létt fjórhjóla öku- tæki sem var nýlunda í innflutn- ingnum. í byrjun síðasta árs varð ljóst að bflainnflutningurinn yrði mun minni en á metárinu á undan en þó varð hann litlu minni en 1986 eða 12727 af nýjum og 2351 af notuðum bflum eða alls 15078. Skýringin á þessum mikla sam- drætti sem orðið hefur í bílainn- flutningnum eru fyrst og fremst almennar þrengingarm sem orðið hafa í íslensku efnahagslífi eftir nýliðið góðæri til lands og sjávar. Að auki hefur bílverð almennt hækkað að meðaltali um 60%- 70% frá hausti 1987. Þessar hækkanir eru afleiðingar þeirra NJÓTTU ÞESSBESTA — EIGNASTU BMW. Einstakur bill fyrir kröfuharða. tíær*" Gefum okkur tíma. í umferðinni. Leggjum tímanlega af stað! BILAR Fjöidi 4000 3000 2000 1000 Bifreiðainnflutningur 1988-1989 janúar og febrúar 1988 1989 3.176 Samtals Nýir Aörir Notaðir fólksb. bílar bílar Samtals Nýir Aðrir Notaðir fólksb. bílar bílar Bílgreinasambandið Algjört hrun í bílainnflutningi Hefur dregist saman um þriðjung miðað við sama tíma ífyrra og sala á nýjum bílum aðeins rúmlegafjórðungur afþvísem hún var íjanúar og febrúar 1988. Tekjur ríkisins af aðflutningsgjöldum og söluskatti aðeins 300 miljónir. Hefði numið einum miljarði efsalan vœri álíka nú og hún var á sama tímafyrir ári tíðu gengisfellinga sem orðið hafa á tímabilinu en einnig hefur ríkið hækkað til muna skatta og aðrar álögur á bifreiðainnflutn- inginn. Því til viðbótar hefur allur rekstrarkostnaður bíla verið hækkaður ss. tryggingar, bensín og viðgerðir. 2 um hvern bíl Þessi gegndarlausi bifreiðainn- flutningur hefur gert það að verk- um að íslendingar eiga núorðið einn yngsta bflaflota sem um get- ur meðal annarra þjóða. í árslok 1988 var heildarbílaeign lands- manna 142.628 bflar og þar af voru fólksbílar 130.240. Þá voru 517,4 fólksbílar á hverja þúsund íbúa en alls voru 566,6 bílar á hverja þúsund íbúa séu allar teg- undir bifreiða taldar með. Þetta þýðir að við síðustu áramót voru 1,9 íbúar á hvern fólksbfl, en séu allir bifreiðategundir taldar með eru 1,8 íbúar á hvern bfl. í árslok 1986 var meðalaldur skráðra bfla 9 ár en meðalaldur afskráðra bfla við sömu áramót var um 13,7 ár. 300 miljónir í stað 1000 Áhrif bifreiðainnflutnings á tekjur ríkissjóðs eru veruleg og samkvæmt upplýsingum frá Bfl- greinasambandinu má áætla að tekjur ríkisins af aðflutnings- gjöldum og söluskatti af bifreiða- innflutningi fyrstu tvo mánuði þessa árs hafi verið um 300 milj- ónir króna. Aftur á móti hefðu tekjur ríkisins numið einum milj- arði króna ef bifreiðainnflutning- urinn hefði verið álíka og á sama tíma í fyrra. Svipaður bifreiðainnflutningur allt árið og í janúar-febrúar 1989 þýðir um helmingi minni inn- flutning en gert var ráð fyrir í for- sendum fjárlaga eða tæplega 2 miljörðum minni tekjur af að- flutningsgjöldum og söluskatti innfluttra bifreiða. En á sl. einu og hálfu ári hefur þó sérstakt innflutningsgjald af bifreiðum hækkað úr því að vera á bilinu 0%-32% eftir vélastærð bifreiða í það að vera 16%-66% eftir vél- astærð. Góðærinu sóað Þegar góðærið var í bílainn- flutningnum þurftu bflasölumenn ekki að hafa neitt fyrir sölunni heldur stóðu sveittir við það eitt að afgreiða viðskiptavinina sem biðu nánast í röðum eftir að kom- ast að. Þessari uppsveiflu fylgdu misvitrar fjárfestingar hjá inn- flytjendum sem þurftu að koma gróðanum fyrir með einhverju móti. Margir þeirra komu honum fyrir í steinsteypu sem síðar kom á daginn að engin not voru fyrir. Afleiðingin varð síðan sú að lausafjárstaða fyrirtækjanna varð mjög slæm því allt fjármagnið var orðið bundið í steypu sem skilaði engum arði en þeim mun meiri skuldum. Þeir sem brugðu á það ráð að slá rándýr rekstrarlán til að geta haldið rekstrinum gang- andi ýmist hjá gráa markaðnum eða hjá bankakerfinu, urðu síðan að greiða okurvexti af lánunum í vaxtafrelsinu sem varð þeim mörgum ofviða. Þegar síðan tók að hrikta í undirstöðuatvinnu- greinum landsmanna vegna minni tekna út af fastgengisstefn- unni og aukinni verðbólgu innan- lands með tilheyrandi kostnaðar- hækkunum var ævintýrið úti í bili að minnsta kosti og almennt sam- dráttarskeið í efnahagslífinu tók við. Hræringar hjá bílaumboðum Á síðasta ári urðu miklar hrær- ingar hjá innflytjendafyrirtækj- um bifreiða þegar séð varð hvert stefndi. Sum þeirra voru í augum almennings þekkt fyrir stöðug- leika og ráðvendni á ytra borði ss. Veltir hf. og Kristinn Guðnason hf. En allt er í heiminum hverfult og allt í einu kom það á daginn að Veltir hf. var kominn í þrot vegna offjárfestingar. Lyktir málsins urðu þær að Brimborg hf. keypti fyrirtækið og Bílaumboðið keypti Kristin Guðnason hf. Þá þreifuðu Bflaborg og Sveinn Egilsson hf. fyrir sér um sameiningu en sú til- raun fór út um þúfur. Önnur fyrirtæki hafa mætt samdrættinum í bflainnflutningn- um og sölu á nýjum bflum með því að hagræða og endurskipu- leggja hjá sér reksturinn frá grunni. Japanskir bílar vinsælastir Sé litið á yfirlit Bflgreinasam- bandsins um nýskráningu nýrra fólksbifreiða fyrstu þrjá mánuði 1989 eftir tegund og gerð kemur í ljós að japanskir bflar hafa selst betur en aðrir. í öðru sætinu eru bflar framleiddir í Sovétríkjun- um. Skýringarnar eru fyrst og fremst þær að þessir bflar þykja hentugir fyrir íslenskar aðstæður auk þess að vera á verði sem hinn almenni launamaður ræður við. Samkvæmt yfirlitinu um ný- skráningar er bflavinsældalistinn þannig að langmest hefur verið keypt af Toyota Corolla eða 88 bflar. Að öðru leyti er listinn eftirfarandi og er fjöldi seldra innan sviga: 2. Subaru 1800 (69), 3.-4. Daihatsu Charade (53) og MMC Pajero (53), 5. AE - Lada Sport (48), 6. MMC Galant (47), 7. MMC Lancer (46), 8. AE - Lada 2104 (43), 9. Mazda 626 (42) og í 10. sæti er svo Nissan Sunny en af þeirri tegund hafa selst 35 bflar. Á þessum tíma hafa verið ný- skráðir samtals 1189 fólksbflar. Af þeim eru 712 japanskir eða 59,9%, 170 rússneskir, 14,3%, 68 bandarískir, 5,1%, 35 frá Brasil- íu, 2,9%, 32 franskir, 2,7%, 26 sænskir bflar eða 2,2%, 23 ítalsk- ir, 1,9%, 2 bflar frá Kóreu og 1 spænskur bíll hefur verið seldur hérlendis það sem af er árinu. -erh Frakkland Tölvustýrð fjöðrun í Citroén Citroén BXfjórhjóladrifinn með tölvu sem stjórnar fjöðrun bílsins. Hæðfrá jörðu allt að 25 cm. Ný árgerð á markaðinn í haust Citroén XM í haust er væntanlegur á bílamarkaðinn hér á landi Citroén XM árgerð 1990 sem er í senn bæði sport- og fjöl- skyldubíll. Þessi nýja tegund af Citroén er sá bíll sem fram- leiðendur binda miklar vonir við en auk þess hafa þeir frön- sku framleitt Citroén BX sem er fjórhjóladrifinn. Að sögn Barkar Árnasonar framkvæmdastjóra hjá Glóbusi hf. er BX-inn búinn ýmsum nýj- ungum ss. tölvu sem stýrir alfarið fjöðrun bílsins og jafnframt er hún svo næm að hún breytir still- ingu þeirra á broti úr sekúndu. Þá er hægt að lyfta þessum fjórhjól- adrifna Citroén BX allt að 25 cm frá jörðu sem gerir það að verk- um að hægt er að ferðast um á honum á vegslóðum sem hingað til hafa nánast aðeins verið á færi jeppa-bifreiða. Þeir hjá Glóbusi hf. hafa ekki farið varhluta fremur en aðrir bifreiðainnflytjendur af þeim samdrætti sem verið hefur í inn- flutningi sem og í sölu nýrra bif- reiða. Að sögn Barkar er bif- reiðainnflutningurinn mjög sveiflukenndur, en hjá fyrirtæk- inu nemur hann aðeins um 10% af veltu fyrirtæksins þar sem það hefur fleiri járn í eldinum ss. bú- véladeild, heildsölu auk þess að reka verkstæði og varhlutaversl- un. - Því er ekki að neita að við verðum áþreifanlega varir við að það er mun léttara í pyngju fólks núna en áður sem kemur niður á sölu nýrra bifreiða. Jafnframt finnst manni að hugarfarið sé einnig að breytast í þá veru að núna hugsar fólk meira um hvað sé að fá fyrir krónuna og veltir verðinu meira fyrir sér en það gerði á meðan á ^óðærinu stóð, sagði Börkur Arnason fram- kvæmdastjóri hjá Glóbus.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.