Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1989, Blaðsíða 7
BILAR Framboö af not- uöum bílum á bíl- asölum borgar- innarhefuraldrei veriömeira enum þessarmundirog gengursölu- mönnumafar misjafnlega að selja á vel mettum markaönum. Mynd:Sig.Mar. Bílasala Utlitið og keyrslan skipta mestu máli Mikið framboð hefur verið að undanförnu af notuðum bílum á bílasölum borgarinnar og ætti það í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart. Hinn almenni samdráttur sem verið hefur í efnahagslífi íslendinga kemur m.a. fram í því að þeir sem átt hafa 2 bíla eða fleiri hafa verið að minnka við sig og ekki óalgengt að frúarbíl- linn sé settur á sölu. Þrátt fyrir samdráttinn kvarta bílasalar ekki yfir sölu á notuðum bílum og bera sig mannalega þó að bílastæði þeirra séu yfirfull af óseldum bílum. í núverandi markaðsástandi þegar fram- boðið er meira en eftirspurnin skiptir það mestu fyrir þann sem vill selja bílinn sinn fyrir gott verð að útlit bílsins sé gott og hann sé lítið keyrður. Ef svo er ekki er hætt við að við- komandi finni ekki kaupanda að bílnum nema þá fyrir svo lágt verð að það svari varla kostnaði að selja hann. Salan í hámarki vor og haust Pó að margt hafi tekið breytingum í þjóðfélaginu að undanförnu bæði til góðs og ills hefur þó eitt ekki breyst og það er aðal sölu- og kauptími á notuðum bifreiðum sem er á vorin og á haustin. í ár má búast við að bíl- asalan taki kipp að lokinni einni bestu vertíð sem komið hefur hérlendis í mörg ár. Þá munu vertíðajaxlarnir koma loðnir um lófana á bflasölurnar í von um að gera góð kaup. Hið sama gildir um haustin þegar sumarvinnu er lokið og viðkomandi hefur safn- ast dágóður skildingur sem ætl- unin er að fjárfesta í bfl fyrir vet- urinn. Sagt hefur verið með nokkrum sanni að bílakaup séu næstmesta fjárfesting sem einstaklingurinn gerir fyrir utan að sjálfsögðu að kaupa sér fbúð. Því er það nauðsynlegt fyrir þann sem hefur hug á að fjárfesta í notuðum bfl að fara að öllu með mestu gát og ekki flana að neinu, jafnvel þó að gripurinn sé girnilegur og líti vel út að öllu leyti. Það hefur nefni- lega viljað brenna við að viðkom- andi gripur sé ekki allur þar sem hann er séður, og þeir eru ófáir sem hafa keypt köttinn í sek- knum með tilheyrandi óþægind- um og kostnaðarauka sem því hefur fylgt. Það er því brýnt fyrir alla bfla- kaupendur að ráðfæra sig við ein- hvern sem þekkir til bíla áður en skrifað er undir kaupsamning. Best af öllu er að hafa aðgang að bifreiðaverkstæði og fagmanni sem getur skoðað viðkomandi bíl hátt og lágt til að ganga úr skugga um að búnaði hans sé ekki áfátt; jafnvel þó að hann sé nýskoðað- ur. Gömlum bílum úthýst Fyrir þann sem á 10 ára gamlan bfl og hefur hug á að selja hann á bílasölu er eins gott að hætta við þá hugmynd svo framarlega sem bíllinn er ekki í því betra ástandi. Þeim hinum sama er þá ráðlagt af bflasölumönnum að auglýsa í blöðum eftir kaupanda, fremur en að reyna að selja hann á bíla- sölu. Sem dæmi má nefna að Mazda árgerð 1979 sem sett er á 70 - 80 þúsund krónur selst á 40 þúsund sé bíllinn staðgreiddur. Þar af tekur bflasalan í sölulaun 10 þúsund krónur og jafnframt þarf að greiða 12% í söluskatt. Eftirstöðvarnar eru því orðnar fremur rýrar fyrir seljandann og koma að litlum notum hafi hann hugsað sér að nota söluverðið upp í kaup á nýrri árgerð. Sé bflinn aftur á móti lítið keyrður með gott útlit þó gamall sé er hægt að selja hann með lítilli fyrirhöfn. Nýlega var komið með 8 ára gamla Mözdu á eina bílasöl- una sem var keyrð aðeins 50 þús- und kflómetra. Hún stoppaði að- eins í 2 tíma á bílasölunni þar til kaupandi var fundinn. Að prútta um verðið Það er ekki aðeins á mörkuð- um suðrænna ferðamannastaða sem það getur komið að gagni við kaup að kunna þá list að prútta um verðið. í því mikla framboði sem er á notuðum bílum á mark- aðnum hér geta kaupendur oft á tíðum gert mjög hagstæð kaup með því að prútta um kaupverðið og algengt að það lækki allveru- lega frá því sem það var upphaf- lega. Þá fæst verulegur afsláttur með staðgreiðslu og sem dæmi um það má nefna að aigengt er að slíkur afsláttur á verði 5 ára bíls sé um 20% og allt upp í 45% sem er þó einsdæmi. Eðlilegur stað- greiðsluafsláttur á eins til tveggja ára gömlum bíl er 10% - 15%. En það sem einkennir bíla- markaðinn á notuðum bílum er hinn mikli munur sem er á verði eins til tveggja ára bíla á bílasöl- unum og því verði sem er hjá um- boðunum. Sem dæmi má nefna að 1988 árgerð af Daihatsu Char- ade er verðlögð hjá bflasölum á um 500 þúsund krónur en sams- konar tegund hjá umboðinu kost- ar um 800 þúsund. Þá er enn- fremur allur gangur á hvernig semst um greiðslu á kaupverði bfla. Til dæmis er það algengt að bfll sem seldur er á 500 þúsund krónur að útborgun sé 200 þús- und og eftirstöðvarnar greiddar á jöfnum afborgunum. En hag- kvæmast er fyrir eiganda eldri bfls að skipta á honum og nýrri bfl og greiða mismuninn í stað þess að reyna að selja hann á bílasölu. Gæðingarnir að norðan Það hefur löngum verið þekkt staðreynd að hin gegndarlausa saltdreifing starfsmanna gatna- málastjóra í Reykjavík á götur borgarinnar yfir vetrartímann hefur mjög slæm áhrif á ytra útlit reykvískra bíla. Afleiðingarnar eftir veturinn eru ryðblettir út um allan bílinn sem rýrir endursölu- verð hans til muna. Þetta verða bíleigendur svo sannarlega varir við þegar þeir koma með bílinn á bílasölu. Þetta fer alveg sérstak- lega fyrir brjóstið á höfuðborgar- búanum þegar samskonar árgerð er til sölu á sömu bílasölunni, en hefur verið ekið á götum Akur- eyrar. Niðurstaðan er oftast sú að sá norðlenski er ekki í neinum vandræðum með að selja bílinn sinn sem sjaldnast stoppar lengi á bílasölunni, en höfuðborgarbú- inn verður að slá af söluverðinu fái hann tilboð í bflinn, jafnframt sem það tekur hann mun lengri tíma að selja. Þar fyrir utan er sú þjóðtrú harla lífseig meðal bílasölu- manna að Akureyringar um- gangist bfla sína mun betur að öllu leyti en höfuðborgarbúar. Að vísu hefur aldrei svo vitað sé verið gerð vísindaleg úttekt á þessum mun en á meðan hagnast þeir norðlensku á kostnað höfuð- borgarbúa. -grh Sumir spara sér leígubíl aörir taka enga áhættu! Eftir einn -ei aki neinn VEISTU . . að aftursætið fer jafnhratt og framsætið SFENNUM BELTIN tivar sem við sitjum í bilnum ÚUMfEROAH HAO © VÆNLEGUR KOSTUR Nissan Vanette er vænlegur kostur fyrir sendibílstjóra og verktaka. Ef boriö er saman verðið á Nissan Vanette og öðrum sambæri- legum þá hefur Nissan Vanette vinninginn eins og á öðrum sviðum. Okkar verð: 840.000.- Greiðslukjör sniðin að þínum þörfum. Sýningarbíll á staðnum. 3ja ára ábyrgð. Sýningarsalurinn v/Sævarhöfða opinn frá kl. 14-17 laugardag og sunnudag Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 67-4000

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.