Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 3
Hjálpartæki uppanna Nú geta þeir uppar sem ekki hafa gras af seðlum á milli handanna andað léttar. Komið er á markað tæki sem aðstoðar þá í klifrinu upp hinn grýtta og bratta veg metorð- anna. Ef metorð skyldi kalla. Það er nefnilega bílasími, en samt alls enginn venjulegur bílasími. Málið er nefnilega að venjulegur bílasími kostar for- múgu, og ekki minna að reka hann. Slíku hefur venjulegur launamaður i uppaleik ekki efni á. Nú getur hann keypt sér tæki sem lítur út eins og bílasími, en er bara plat. Síminn virkar þannig að ef einhver er í bílnum með upp- anum, er hægt að ýta á takka á símanum sem síðan hringir eftir stutta stund. Uppinn get- ur þá þóst tala í símann, en vitaskuld er enginn í honum. Ef viðkomandi farþegi vill fá að hringja úr símanum, er það ekkert mál, uppinn stimplar inn númerið fyrir farþegann (uppar eru kurteisir), en því miður, það er alltaf á tali. Stór- kostlegt hjálpartæki. ■ Tilviljun eða hvað? Bolvíkingar eru eins og kunnugt er afspyrnu þolin- móðir þegar því er að skipta en nú er þolinmæði þeirra á þrotum í samskiptum þeirra við utanríkisráðuneytið og hefur heilbrigðisnefnd bæjar- ins ákveðið að loka svonefnd- um Kanavegi sem liggur framhjá vatnsöflunarkerfi bæjarins og uppá Bolafjall út af þeirri rykmengun sem af honum stafar en hann er ekki bundinn slitlagi. Til þess að reyna að settla málin vestra hefur Þorsteinn Ingólfsson forstöðumaður varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytis- ins tilkynnt heimamönnum komu sína á þriðjudaginn. I sjálfu sér er ekkert nema gott um það að segja að hinir háu herrar hér syðra bregði sér bæjarleið annað slagið nema hvað hér hittir svo á að næsti þriðjudagur ber upp á 4. júlí sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Hvort hér er um tilviljun að ræða eða ekki þá hefur komið dálítið hik á herstöövarsinna í Bolungar- vík hvort þeir eigi að halda daginn hátíðlegan eins og 17. júní eða ekki. ■ Hvað er á seyði Kína? Á morgun verður haldinn fundur um atburði þá sem gerst hafa í Kína að undan- förnu. Emil Bóasson formað- ur Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins mun flytja er- indi á fundinum, Steingrímur Þorbjarnarson sem stundað hefur nám í Kína í tvö ár og fleiri sem vel þekkja til að- stæðna í Kína munu einnig mæta á fundinn. Emil hefur fylgst náið með gangi mála ( Kína síðastliðna tvo áratugi og er sá íslending- ur sem einna gleggst getur greint frá því sem þar er að gerast. Eftir erindi Emils gefst fólki kostur á að spjalla saman og bera fram spurningar yfir kaffibolla. Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskólan- um, stendur að fundinum en hann er öllum opinn og að- gangur er ókeypis. Fundurinn hefst klukkan 4 og er haldinn í Stúdentakjallaranum í Fé- lagsstofnun stúdenta við Hringbraut. ■ phh í Bankamanna- skólann Páll H. Hannesson hefur ver- ið ráðinn sem skólastjóri £0$áo°N /\]Q » % » t netp -tHe crtiURerJ StnrJLe. Hjálpum börnunum að brosa! ALÞJÓÐLEG TEIKNIMYNDASAMKEPPNI Bresk hönnunarfyrirtæki í samvinnu við Svissneska Rauða Krossinn hefur beytt sér fyrir alþjóðlegri teikni- myndasamkeppni meðal 7-14 ára barna um allan heim. Tilgangurinn er að safna fé til hjalpar börnum í Súdan. Leitað er eftir góðum hugmyndum um fyndnar persónur eða dýr eins og í teiknimyndasögunum. Hér er því um að ræða teikningar sem fá fólk til að brosa. „Hjálpum börnunum að brosa“ (fáum börnin til að brosa) eru slagorð sem nefnd hafa verið fyrir keppnina. Bestu teikningunum verður safnað saman í bók og hún seld til ágóða fyrir hjálparstarfið í Súdan sem framkvæmt er af Alþjóða Rauða Krossinum. Teikningarnar eiga að vera í stærðinni A4, á hvítum pappír annað hvort í lit eða svart/hvítar. Texti má fylgja teikningunum en best er teikningar sjálfar tala sínu máli. Teikningunum skal skilað fyrir 1. ágúst 1989 til: Rauði Kross Islands, Alþjóða teiknimyndasamkeppnin Rauðarárstig 18, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Oddsson á skrifstofu RKÍ í sima 26722 frá kl. 8.00-16.00 virka daga. Bankamannaskólans. Páll hefur að undanförnu starfað sem blaðamaður við Þjóðvilj- ann en þar áður starfaði hann | við Helgarpóstinn sáluga. Páll !■ tekur við af Reyni Daníel;1 Gunnarssyni, sem hefur verið ráðinn sem skólastjóri Öldu- selsskóla. ■ Af matar- og kaffitímum Ófáar sögur eru til af matar- og kaffitímum starfsmanna hins opinbera sem og þeirra sem vinna hjá einkaframtak- inu. Þær fregnir berast innan úr utanríkisráðuneytinu að I þar f ari topparnir í hádegismat þegar klukkan er langt gengin í tólf og komi aftur til vinnuil þegar stutt er í miðdegiskaff-if ið. Þegar því lýkur er langt lið- ið á starfsdaginn og vegna niðurskurðar ráðuneytisins á yfirvinnu, þykir vænlegra að I fresta því sem lá fyrir þann daginn til þess næsta. ■ Ríkissjónvarpið íhaldsklúbbur? Það hefur löngum verið haft á orði um þá viðleitni Ríkis- sjónvarpsins að gæta fyllsta hlutleysis að hallast fremur til hægri en gott þykir. Eftir þær miklu uppstokkanir sem þar hafa orðið í mannahaldi að undanförnu velta menn því fyrir sér hvort Ríkissjónvarpið sé orðinn einhver klúbbur fyrir unga íhaldsmenn á frama- braut. ■ Sitt sýnist hverjum Eins og flestum er enn ferskt í minni ætlaði allt af göflunum að ganga þegar innheimtumenn ríkissjóðs innsigluðu skrifstofur verk- takafyrirtækisins Hagvirkis út af meintri söluskattsskuld uppá litlar 153 miljónir króna. Sérstaklega fór íhaldspress- an hamförum sem má ekki vamm sitt vita eins og venju- lega og taldi þetta embættis- verk hina mestu ósvinnu enda í húfi atvinna 300 manna. Eftir þessu vartekið ma. á Þingeyri en þar var Kaupfélag Dýrf- irðinga innsiglað síðastliðið sumar vegna vangoldinna op- inberra gjalda. Þá fór lítið fyrir samúð hægri pressunar í garð íbúanna þegar búið var að loka burðarás atvinnulífs- ins ( þorpinu, né heldur heyrðist neitt frá samtökum atvinnurekenda. Kannski var það út af því að Kaupfélagið er Sambandsfyrirtæki og kemur ekki einkaframtakinu við nema ef vera skyldi það viðhorf hinna nýríku: hverju skiptir þó eitt sjávarútvegs- þorp rúlli yfirum fyrir vestan. ■ STAÐGREIÐSLA 1989 | ^BREYTTUR PERSÓNUAFSLÁ TTUR FRÁ IJÚLÍ ---r— PERSÓNUAFSIÁTTUR VEí 19.419 KR. Á MÁNUÐI _ - SJÓMANNAAFSLÁTTUR VERÐUR 535 KR. Á DAG Þann 1. júlí nk. hækkar persónu- afsláttur í 19.419 kr. á mánuði og sjó- mannaafsláttur í 535 kr. á dag. Hækk- unin nemur8.84%. Hækkunin nær ekki til launa- greiðslna vegna júní og hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Ekki skal breyta upphæð per- sónuafsláttar launamanns þegar um eraðræða: • Persónuafslátt samkvæmt náms- mannaskattkorti 1989. • Persónuafslátt samkvæmt skatt- korti með uppsöfnuðum persónu- afslætti 1989. Ónýttur uppsafnaður persónu- afsláttur sem myndast hefur á tímabil- inu 1. janúar til 30. júní 1989 og sem verður millifærður síðar hækkar ekki. Á sama hátt gildir hækkun sjó- mannaafsláttar ekki um millifærslu á uppsöfnuðum ónýttum sjómanna- afslætti sem myndast hefur á tímabil- inu 1. janúar til 30. júní 1989. Launogreiðendur munið að hœkka persónuafslátt vegnajúlílauna. RSK RtKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.