Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsls og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Rltstjóri: Ámi Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla: ® 681333 Auglýslngadeild: ® 681310 - 681331 Verð: 140 krónur Hver á fiskinn í sjónum? Öll höfum viö heyrt þaö og samþykkt þaö þúsund sinn- um, aö sjávarútvegur sé undirstaða lífskjara okkar og sjálfstæöis, þar veröa til þau verðmæti sem um munar í þjóðarbúskapnum flest annað er smátt. Viö þykjumst líka vita þaö vel aö skakkaföll í sjávarútvegi - hvort sem um er að ræöa aflabrest eða verðfall á erlendum mörkuðum, hafa meiri áhrif á afkomu fólks en aögeröir eöa aðgerðar- leysi ríkisstjórna. Og samt bregður svo við, aö pólitík í landinu, ekki síst sú sem rekin er af flokkum, verður einhvernveginn utan- gátta í sjávarútvegsmálum - þaö er sem hún hafi týnt þar áttum og fótfestu. Við höfum, eins og allir vita, þurft aö viðurkenna þaö í verki að auðlindir fiskimiðanna eru tak- markaðar með því að taka upp stjórnun á fiskveiðum. Siðan hafa allir gengist, að minnsta kosti í orði kveðnu, undir nauðsyn slíkrar stjórnunar - um leið og flestir eru hundóánægðir með það kerfi sem til hefur orðið. Sú óánægja er reyndar ofur skiljanleg: Við höfum gefið okkur þá sjálfsögðu forsendu að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. En í reynd var þeim úthlutað að léni til þeirra manna, sem margskonar tilviljanir höfðu sett til að stunda útgerð á frægum viðmiðunarárum. Það „lénsveldi" hefur svo verið að þokast yfir í kapítalisma með kaupum og sölu á kvóta (eða skipa vegna kvóta þeirra). Ekki verður betur séð en gleymst hafi þegar af stað var farið að gera ráð fyrir slíku - eins þótt þau viðskipti séu nú farin að ráða meiru um afkomu og lífsmöguleika heilla byggðarlaga og landshluta en flest annað. íslendingar hafa eins og hrakist í háifgerðu meðvitund- arleysi inn í kerfi fiskveiðistýringar, sem aldrei hefur verið hugsað til langframa og þróast hefur áfram með við- brögðum við tilteknum uppákomum frekar en stefnu- mótun sem undir nafni fær risið. Og ágreiningurinn um þessa stýringu hefur ekki fundið sér pólitískan farveg með svipuðum hætti og flest mál önnur- menn skiptast í flokka í afstöðu til kvótamála og einstakra hliða þeirra fyrst og fremst eftir búsetu en ekki eftir neinni þekkjanlegri skiptingu í hægri og vinstri. Einmitt þetta var staðfest eina ferðina enn í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins svo dæmi sé nefnt. Það er því Ijóst, að mikið starf er óunnið, bæði innan stjórnmálaflokka og á þingi, að bræða saman fiskveiði- stefnu sem heldur til langframa og sameinar landsmenn með sæmilega viðunandi hætti. Það er ekki síður Ijóst, að það er ekki hlaupið að því að bræða saman slíka stefnu og ekki ætlum við okkur þá dul að fara að stika hana út í einstökum dráttum í þessum pistli hér. Ætti þó að vera óhætt að slá því föstu, að slík stefna þarf að taka mið af nokkrum meginþörfum: hún þarf í senn að greiða fyrir minnkun flotans og koma í veg fyrir að í stýringarkerfinu væru þættirsem gætu kippt sjálfum tilverugrundvellinum undan heilum plássum og landshlutum. Hún þarf í senn að koma í veg fyrir smáfiskadráp, útflutning fullvinnslu til annarra ríkja - og svo það að fjársterkir aðilar í Evrópu- bandalaginu geti komist inn í íslenskan sjávarútveg bak- dyramegin. Og sölsað til sín drjúgt forræði yfir honum - hvað sem liði afdrifum tilmæla um ÁB Saumað aö manni. Þessi vel útlítandi maður er breskur leikari sem staddur er hér á landi vegna kvikmyndar sem tekin er upp að hluta á fslandi. Það er Channel 4 sem stendur fyrir myndinni og fjallar hún um mann sem þarf, vegna misferla ýmiskonar, að breyta útliti sínu og flýja land. Andlitslyftingin hefur ekki tekist sem skyldi, en hann flýrtil íslands. í einu atriðinu fer hann inn í apótek til að fá sér smyrsl á andlitið, en engum sögum fer af viöbrögðum afgreiðslufólksins. Mynd: Jim Smart. Líkan af Tónlistarhúsinu. Óvissa um Tónlistarhúsið „Almenningur hefur sýnt Tón- listarhúsinu mikinn áhuga og tekið því vel þegar við höfum ver- ið að safna fyrir byggingu þess. Það sama verður hinsvegar ekki sagt um stjórnvöld, hjá þeim hef- ur ekki fengist sú fyrirgreiðsla sem við höfum farið fram á. Hins- vegar hefur Reykjavíkurborg tekið vel í málaleitun okkar og t.d. hefur verið fallið frá lóða- gjöldum,“ sagði Gunnar S. Björnsson, formaður bygging- arnefndar Tónlistarhússins. Núverandi kostnaðaráætlun við byggingu Tónlistarhússins hljóðar upp á einn miljarð. Þar af segjast aðstandendur byggingar- innar geta safnað hálfum miljarði ef ríkið kemur á móti með hinn helminginn. Gunnar sagði að næsta skrefið við bygginguna yrði að gera endanlega hönnun á húsinu og er áætlaður hönnunarkostnaður um 70-80 miljónir króna en sú ákvörðun hefði verið tekin að fara ekki út í þá vinnu fyrr en séð yrði með fjármögnun. „Við vorum komnir með vil- yrði frá fyrri stjórn en núverandi fjármálaráðherra hefur staðið gegn þessu og borið því við að ríkið væri á kafi í viðgerðum á ýmsum byggingum einsog t.d. Þjóðleikhúsi,“ sagði Gunnar. Fyrst var farið fram á að fá 40 miljónir á fjárlög þessa árs en þegar ljóst var að af því yrði ekki var farið fram á 40 miljónir á fjár- lögum næsta árs, en því hefur ekki verið vel tekið. „Almenningur hefur tekið mjög vel í þetta en við getum ekk- ert sagt um það hvenær þetta hús yfir tónlistina verður að veruleika fyrr en liggur fyrir að stjórnvöld eru tilbúin að taka þátt í þessu með okkur.“ -Sáf Vígreifirstuðn- ingsmennTón- listarhússins þegar lagt var af stað með hjól- börurnar í stór- sláttinn. Nú virð- * isthinsvegar komið bakslag í seglin. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. júnf 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.