Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 10
Sól á klakanum Eftir einhvern mesta snjó- og frostavetur í manna minnum hefur heldur betur rofað til að undanförnu. Vorið í höfuðborginni hefur einkennst af kuldaog trekki en geislar sólar hafa leikið við hvern sinn fingursíðustu daga. Einstök veðurblíða hefurverið þessa daga, ekki bara í Reykjavík þarsem þessar sumarmyndir voru teknar, heldur um allt land. En sólargeislarnir staldra að líkindum stutt við sunnanlands því gert er ráð fyrir rigningu strax um helgina. íbúar á norður- og austurlandi munu þó varla kvarta yfir veðri helgarinnar því þar verður áframhaldandi veðurblíða. Mynd-þóm. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Forstöðumaður Vegna skipulagsbreytinga óskar Svæðisstjórn eftir að ráða 3 forstöðumenn að sambýlum fyrir fatlaða á Akureyri. Á hverju þessara sambýla eru 8 íbúar og eru þeir í vinnu utan heimilis yfir daginn. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Svæðis- stjórnar á Akureyri, sími 96-26960, kl. 9-16. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum skulu sendar til Svæðisstjórnar málefna fatl- aðra Stórholti 1, 603 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 7. júlí nk. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Suðurlandi Sumarferð Sumarferð Ab. Suðurlandi verður farin til Vestmannaeyja dagana 30. júnf til 2. júli nk. Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi á fimmtudag 29. júni til Sigurðar Randvers í síma 21714. Félagar fjölmennum til Eyja. Ferða- og undirbúnlngsnefnd Kjördœmlsráðs Ab. Suðurlandl Vantar skattadómstól Söluskattsmál Hagvirkis hafa dregið athygli manna að1 ríkisskattanefnd. Samkvæmt venjum tslenskrar réttarsögu er ekki hægt að reka einkamál um ágreining í skattamálum fyrr en ríkisskattanefnd hefur úrskurðað í málinu. Sýslu- maður Rangárvallasýslu hóf lögtaksmál gegn Hagvirki 28. desember síðast liðinn. Lög- menn Hagvirkis mótmæltu fyrir dómi í Hafnarfirði og sögðust hafa vísað ágrein- ingnum til ríkisskattanefndar ásamt gögnum. Sfðan hefur málinu verið frestað þrisvar, fyrst til 30. apríl, svo til 3. maí en þá var því frestað ótíma- bundið á meðan beðið væri úrskurðar ríkisskattanefndar. Nú ræða sýslumenn og lög- menn alvarlega, hvort ekki sé orðið tímabært að stofna sér- stakan skattadómstól, þar sem ágreiningsmálum vegna álagðra skatta hefur fjölgað mikið og orðið flóknari. Ríkis- skattanefnd er nú skiþuð fimm mönnum sem hafa þann starfa sem aukastarf, ef frá er talinn formaður nefndarinnar. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi: Um söguslóðir á Fljótsdalshéraði laugardaginn 8. júlí 1989. Farið verður í rútum kl. 9 frá Söluskála KHB á Egilsstöðum og ekið um Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austur yfir hjá Lagarfossi til baka í Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eftir þátttöku. Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fornminjar á gömlum þingstöðum, kirkjur og bæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg skógræktarsvæði á Héraði. Meðal leiðsögumanna verða Guörún Kristinsdóttir minjavörður, Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Jón Loftsson skógarvörður, Páll Páls- son fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphéðlnn Þórisson líffræðingur. Far- arstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Tilkynniö þátttöku sem fyrst til Feröamiöstöövar Austurlands, Eglls- stööum, síml (97)1 20 00. öllum heimil þátttaka. - Alþýöubandalaglð - kjördæmlsráö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.