Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 7
Kynlegur kvistur og háskagripur Samtök LaRouche spruttu úr hinu „nýj a vinstri“ sj öunda áratugar en urðu að hægriöfgasamtökum með nokkuð sérstökum einkennum, höfðu t.d. að sögn sambönd við bæði CIA og KGB Ijan. s.l. var maður að nafni Lyndon LaRouche dæmdur til fimm til fimmtán ára fangelsis- vistar fyrir fjársvik af ýmsu tagi, þar á meðal skattsvindl, vestur í Bandaríkjum. Er þar með ef til vill lokið nokkuð sérkennilegum ferli þessa manns, því að hann er 66 ára að aldri og verður orðinn 71 árs, er fyrst kemur til greina að hann verði látinn laus til reynslu. LaRouche var foringi og „hug- myjidafræðingur" einskonar stjórnmálasamtaka, er í Evrópu urðu þekkt undir nafninu Evrópski verkamannaflokkurinn og gengu í Bandaríkjunum undir ýmsum nöfnum. Á árunum kringum 1980 bar allverulega á þessu fólki í stórborgum Evrópu, þar sem það var með fundahöld og rak áróður. Margir héldu að þarna væri á kreiki einhver vinstrikantsgrúppan frá 68-tíma- bilinu, þar eð fólk á þessum fund- um var yfirleitt klætt og hært og flutti áróður sinn að nokkru eftir fyrirmyndum frá því tímabili. Úr því voru samtökin líka sprottin, en ræturnar lágu dýpra og eftir að því lauk höfðu þau í flestu farið allt aðrar leiðir en þær, sem þau upphaflega héldu sig við. Kvekari og trotskisti Lyndon LaRouche fæddist árið 1922 í Rochester í New Hampshire, Bandarfkjunum. Foreldrar hans voru heittrúaðir kvekarar og ólst hann upp í þeirri trú. Faðirinn, sem rak lítið fyrir- tæki, virðist hafa verið þrætu- gjarn nokkuð og langrækinn, og þeir eiginleikar gengu í arf til son- arins. LaRouche eldri var mikill andkommúnisti og hafði komm- únista grunaða um að hafa grafið um sig í kvekarahreyfingunni. í heimsstyrjöldinni síðari var Lyndon LaRouche kallaður í herinn, en neitaði sem sanntrú- aður kvekari að gegna herþjón- ustu og sat þessvegna um hríð í fangabúðum, sem yfirvöld höfðu fyrir þá, er voru með þesskonar mótþróa. Þar komst hann í kynni við marxískar hugmyndir og höfðu þær slík áhrif á hann, að hann 1948 gekk í Sósíalíska verkamannaflokkinn (Socialist Workers Party, SWP), trotskista- flokk Bandaríkjanna. Þar hélt hann sig í 17 ár, nefndist þá um skeið Lyn Marcus (eftir þeim Lenín og Marx) og réðí sig til starfa í verksmiðju í því skyni að fá starfsmenn þar til liðs við flokkinn. skilning á öflum sögunnar“. Hóp- ar, sem gæddir væru slíkum „skilningi“, gætu haft mikil áhrif á gang mála, hversu fáliðaðir sem þeir væru. Þetta var skoðun, sem LaRouche hafði síðan alltaf hug- fasta. SWP var ofan á allt annað sí- hrjáður af innbyrðis erjum og þar kom að LaRouche var rekinn úr flokknum. En einmitt þá, á síðari hluta sjöunda áratugar, var nýja vinstrið svokallaða í örum vexti og þar varð LaRouche fljótlega eins og fiskur í vatni. Hann réðist til liðs við Students for a Demo- cratic Society (SDS), náms- mannasamtök er mikið kvað að á þeim árum, og varð sjálfur fork- ólfur hóps innan þeirra, SDS La- bor Committee. Yfir á hægri kant Þessi hópur hafði að vísu sinn stórasannleik eins og margar aðr- ar grúppur nýja vinstrisins, en var tiltölulega hófsamur og beitti sér gegn ofbeldistilhneigingum af hálfu Veðramanna, Svartra pan- þera o.fl. Ýmislegt bendir til að erjur við þessháttar hópa hafi leitt til þess, að aftur vöknuðu hjá LaRouche hugmyndir frá hægri kanti stjórnmálanna, sem hann hafði drukkið í sig í föðurhúsum. 1973 var hópur hans, sem þáorð- ið nefndist National Caucus of Labor Committees (NCLC), far- inn að fá á sig nýnasistasvip og hvatti foringinn liðsmenn til of- beldis gegn kommúnistum, trotskistum og blökkumönnum. Sumir rekja þessa breytingu á LaRouche til vandræða í einka- lífi, er leitt hafi til geðrænnar truflunar. Kona, sem hann hafði búið með í áratug, yfirgaf hann og tók upp samband við einn fé- laga hans, Englending að nafni Chris White. 1975 var LaRouche kominn í slagtog við Ku-Klux- Klan og nýnasistahópa og farinn að boða gyðingahatur. Næstu árin kom LaRouche sér upp til viðbótar fámennum en ofstækisfullum hópum stuðnings- manna víða í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Sem fyrr er að vikið hélt hann að nokkru ytri stíl nýja vinstrisins, er þá var að mestu búið spil, en kenningin var orðin að mestu önnur og kom mörgum furðulega fyrir sjónir. Marx hafði LaRouche nú vísað á bug, en tekið í staðinn upp átrún- að á Prótokoll síonsöldunga (al- ræmt falsrit um meint heimssam- særi gyðinga), Alfred Rosen- berg, „hugmyndafræðing" þýska nasistaflokksins og Houston Stewart Chamberlain, læriföður Hitlers. Taumlaus leiðtogadýrk- un einkenndi hópa þessa, eins og mörg önnur og margvísleg samtök af pólitískum og trúar- legum toga, sem upp spruttu eða efldust á sjöunda og áttunda ára- tug. LaRouche og liðsmenn hans héldu því fram að stofnað hefði verið til heimssamsæris með aðild gyðinga, heimskommúnismans, bresku konungsfjölskyldunnar (sem sögð var í bandalagi við gyð- ingdóminn, fyrir áhrif Rotsc- hildfjölskyldunnar), jafnaðar- manna o.fl. Hér fóru saman gam- alkunnar grillur hægriöfgamanna og ýmislegar nýstárlegar uppá- finningar, t.d. varþví haldið fram að sovéski kommúnistaflokkur- inn væri kominn undir yfirráð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunn- ar. Þetta meinta heimssamsæri var sagt vinna markvisst að því að eyðileggja heiminn með eiturlyfj- um og voru menn eins og Henry Kissinger og Olof Palme tilnefnd- ir sem sérlega hættulegir for - kólfar við þá iðju. í Svíþjóð vakti Evrópski verkamannaflokkurinn I liði nýja vinstrisins f því mun hann ekki hafa haft erindi sem erfiði. SWP var dvergsmár og áhrif hans lítil sem engin, síst meðal verkalýðsins sem hann kenndi sig við. Kröftum sínum eyddi hann þar að auki mikið til í erjur við hinn stalínska kommúnistaflokk Bandaríkjanna, sem var álíka snauður að fylgi. Flokksmenn hughreystu sig með átrúnaði á bá meginreglu, að fjöldafylgi væri hégómi hjá því að hafa „réttan Danskirliðsmenn LaRouche-þeirog félagarþeirravíðarí Norður-Evrópu fela sig á bakvið svo- kallaða „Schiller- stofnun". LaRouche - „réttur skilningur" á sögunni grundvallaratriði. AÐUTAN DAGUR ÞORLEIFSSON sérstaklega á sér athygli með hat- ursáróðri gegn Palme, og varð það til þess að flokksmenn urðu meðal jjeirra, sem komust undir grun viðvíkjandi morðinu á sænska forsætisráðherranum. Drottnunar- hneigð og of- sóknarbrjálsemi Áróður LaRouche var í senn fáránlegur og útsmoginn. Liðs- menn hans földu sig gjarnan á bakvið stofnanir með sakleysis- legum nöfnum, sem þóttust starfa að menningarmálum o.fl. Þeir brugðu stundum fyrir sig vinstrikenndum málflutningi, sem gerði að verkum að menn áttu erfitt með að átta sig á, hvað þeir stóðu í pólitík. Þeir laumuðu sér inn í aðra stjórnmálaflokka og reyndu að vinna sig upp í gegnum þá og náðu stundum í því nokkr- um árangri, einkum í demókrat- aflokknum í Bandaríkjunum. Fjármagn skorti lið þetta ekki, því að LaRouche náði miklum ár- angri sem athafnamaður í fjár- málum og atvinnulífi, auk þess sem hann og menn hans stund- uðu fjárglæfra í stórum stfl. Það varð þeim um síðir að fótakefli. Heilmikið hefur verið skrifað og skrafað um LaRouche og greinir menn á um ýmislegt við- víkjandi persónu hans. Enginn vafi er á að hann er ofstækismað- ur með sinn eigin „stórasann- leik“, haldinn drottnunarhneigð og ofsóknarbrjálsemi. Sumir telja geggjun hans með meira móti og kenna henni um mörg undarlegheit í áróðri hans, en aðrir eru þeirrar skoðunar að þetta sé allt úthugsað til að vekja athygli og höfða til fólks með ýmis viðhorf. Sammæli er að hann sé miklum gáfum gæddurog vel heima um margt, enda veit hann af því. Hann og liðsmenn hans í innsta hring töldu sig hátt hafna yfir það að hlíta siðgæði „venjulegra" manna. Söguburður um Dukakis Þeir voru einkar snjallir við að koma áróðri sínum í fjölmiðla og höfðu greinilega skipulagt sig og þjálfað vel í þeim tilgangi. Not- færðu þeir sér þetta oft til að breiða út róg um menn, sem þeir höfðu á hornum sér, stundum með nokkrum árangri. í kosning- abaráttunni í Bandaríkjunum s.l. ár komu þeir þannig á kreik sögu- sögn um að Dukakis frambjóð- andi demókrata væri miður heill á geði. Aðspurður um þetta svar- aði Reagan, þáverandi forseti: „Ekki ætla ég að fara að ráðast á veikan mann!“ Það kann að hafa haft sín áhrif til þess að þá fór sem fór. Á fyrri hluta Reagansáranna náði gengi LaRouche líklega há- marki. Menn frá CIA og Þjóðar- öryggisráði Bandaríkjanna voru þá í sambandi við hann, þar eð stofnanir þessar gerðu ráð fyrir, að liðsmenn hans víða um lönd söfnuðu í hendur honum mikil- vægum upplýsingum. NCLC hafði einnig talsverð áhrif í áróð- ursherferðinni fyrir því að Reag- an færi af stað með „stjörnu- stríðsáætlunina". Eigi að síður fullyrðir Dennis King, bandarísk- ur blaðamaður sem skrifað hefur ævisögu LaRouches, að á síðustu árum s.l. áratugar hafi menn frá honum verið í Moskvu í sam- bandi við KGB og lofað að taka að sér ýmis verkefni fyrir þá stofnun. Getur þetta líklega talist eitt dæmanna um hve óútreikn- anlegur LaRouche er. Sumir telja að með dóminum yfir honum hafi flokkur hans ver- ið svo afhjúpaður sem samtök siðlausra ofstækismanna og grillufangara að saga hans sé senn öll. Aðrir telja að átrúnaður manna LaRouche á honum sé svo alger að þeir muni ekki láta þetta áfall á sig fá og ef til vill á næst- unni færa sér í nyt þann byr, sem hægriöfgatilhneigingar á Vestur- löndum virðast nú hafa í seglin. Föstudagur 30. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.