Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 6
# Kvótaskerðingar í upphafi árs samhliða gjöfulli bátaver- tíð hefur gert það að verkum að eftirspurn eftir aflakvóta er mun meiri en framboðið. Af leiðingin er stighækkandi markaðsverð á óveiddum fiski í sjónum. Fiskurinn í sjónum er sameign þjóð- arinnar. Kvótahandhafar hagnast þó grimmt á kvótasölu í stað þess að skila honum aftur til sjávarútvegs- ráðuneytisins. Eru útgerðarmenn á mála hjá erlendum fiskkaupendum? Fjársterkar útgerðir sprengja upp kvótaverð. Kílóið af þorskígildi komið í 15 krónur og á eftir að hækka til muna þegar líða tekur á árið Braskað með þjóðareign Svo virðist sem lítið framboð sé af veiðikvótum tii sölu um þessar mundir sem í sjálfu sér kemur ekki á óvart. í upphafi árs- ins voru aflaheimildir skertar allverulega frá síðasta ári og svo náðu margir vertíðabátar að veiða upp í kvóta sína á vertíðinni sem var ein sú besta sem komið hefur frá 1982. Aftur á móti hefur eftirspurn eftir veiðiheimildum sjaldan eða aldrei verið meiri frá því kvótakerfið var sett á laggirn- ar 1984. Það hefur leitt til þess að núna er kílóið af þorskígildinu selt á 15 krónur eða meira sem er töluverð hækkun frá því í fyrra þegar kílóið fór á 8 - 10 krónur. Sameign þjóðarinnar Frá því Alþingi samþykkti lög um stjómun fiskveiða hefur sala og brask útgerðarmanna með óveiddan físk verið hitamál svo ekki sé talað um þegar kvótar hafa verið seldir úr einum stað í annan. Hafa margir bent á þá staðreynd að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar en ekki viðkomandi útgerða þó svo að þeim sé úthlutað svo og svo miklu af kvóta á hverju ári. Þær eru að- eins handhafar kvótans og ef þær treysta sér ekki einhverra hluta vegna að veiða það sem þeim er úthlutað eigi þær að skila honum aftur til sjávarútvegsráðuneytis- ins sem getur þá úthlutað honum til útgerða sem þörf hafa fyrir hann. Útgerðarmenn segja hins vegar með réttu að það sé ekkert í kvótalögunum sem banni kvóta- sölu og svo selji enginn kvóta nema því aðeins að viðkomandi telji það hagkvæmara en að veiða hann sjálfur. Þá benda þeir einn- ig á að kvótasala auðveldi útgerð- armönnum að hætta útgerð og stuðli þar með að fækkun veiði- skipa. Engu að síður hefur versl- un með kvóta orðið til að fjár- sterkar útgerðir hafa sölsað undir sig kvóta frá útgerðum sem minna mega sín. Sem dæmi um það má nefna nýafstaðin kaup útgerðar frysti- togarans Siglfirðings SI frá Siglu- firði sem keypti Bjarnarvík ÁR 13 sem er 52 tonna eikarbátur smíðaður í Hafnarfirði 1943 og síðan endurnýjaður 1978. I þorskígildum nemur kvótinn sem keyptur var um 400 tonnum. Með kaupum sem þessum fækkar væntanlega um einn bát í flotan- um en er nokkur hemja að þeir sem selja geti grætt á úthlutuðum kvóta sem þeir eiga ekkert í. Mörg önnur dæmi er hægt að tí- unda um kaup á kvótabátum og nægir í því sambandi að nefna kvótakaup útgerðarfélagsins Hrannar hf. á ísafirði sem gerir út ísfisktogarann Guðbjörgu ÍS 46. Á síðasta ári keypti útgerðin nokkra slíka kvótabáta fyrir tugi miljóna króna og væntanlega hafa þeir kvótahandhafar hagn- ast vel á þeim viðskiptum. Á mála hjá útlendingum En það sem hefur vakið hvað einna mesta athygli að undan- förnu eru óstaðfestar sögusagnir að erlendir aðilar hafi innlendar útgerðir á mála með því að dæla í þær fjármagni. Að vísu vill eng- inn kannast við að vera á mála hjá erlendum aðilum í útvegun fisics en þegar greiðsla fyrir gámafisk berst inn á bankareikning við- komandi útgerðar áður en hann hefur verið veiddur hljóta það að teljast alvarleg tíðindi. Ef það er reyndin að erlendir aðilar séu komnir með gullfótinn milli stafs og hurðar í íslenskum sjávarútvegi þegar við sjálfir höf- um ekki nóg fyrir eigin fisk- vinnslu í landi er orðið tímabært að spyrna við þeirri þróun af alefli. Tilgangurinn með útfærslu landhelginnar og þeirri baráttu sem hún hafði í för með sér er farin fyrir lítið ef ekkert verður að gert. Að hinu leytinu hljóta þær spurningar að vakna hvort þeir útgerðarmenn sem þennan leik stunda séu ekki þar með bún- ir að fyrirgera sér öllum rétti að fá úthlutað veiðiheimildum?. Kvótaviöskipti og flokkun þeirra f grófum dráttum virðist mega greina kvótaviðskipti í þrjá aðal- flokka. f fyrsta lagi er um að ræða tilfærslu kvóta á milli skipa hjá sömu útgerð þar sem tilgangur- inn er yfirleitt sá að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri með því að taka úthlutaðan afla með hæfilegum skipakosti. Venju- legast eiga þessar tilfærslur sér stað snemma árs og eru einatt stórar í sniðum. í öðru lagi eru það viðskipti með kvóta á milli mismunandi út- gerða. Þessi viðskipti eru oft áberandi þegar líða tekur á vetrarvertíð þegar viðkomandi útgerðir hafa áttað sig betur á aflabrögðum og þeim mögu- leikum sem eru til útgerðar á þeim tima með tilliti til þess kvóta sem þeim hefur verið úthlutað. Iðulega eru þessar kvótasölur á milli landshluta og á árunum 1984 - 1985 voru aflakvótar fluttir í umtalsverðum mæli frá Suðvest- urlandi til Norðvesturlands. Hins vegar snerist þessi þróun við 1986. Ástæðan er talin sú að þá jókst rækjuveiði mjög mikið fyrir Norðurlandi. Þá varð það skyndi- lega hagkvæmara fyrir hluta fisk- veiðiflotans að gera út á rækju en að veiða botnfisk og voru þá botnfiskkvótar seldir hæstbjóð- endum. Að margra áliti er þetta dæmi um hagkvæma verkaskipt- ingu en spurningin er hvort það sé ekki hægt án beinna peninga- viðskipta og þá með því að við- komandi kvóta sé skilað til ráðu- neytisins og síðan útdeilt áfram til þeirra sem þörf hafa fyrir botnfiskkvóta í skiptum fyrir rækju. í þriðja lagi er það sem nefnt hefur verið uppgjörsviðskipti með kvóta. Um er að ræða að ýmis útgerðarfyrirtæki standa frammi fyrir þeirri staðreynd undir lok ársins að afli þeirra af sumum tegundum hefur farið eða mun fara fram úr úthlutuðum kvóta. Hins vegar kann afli þeirra af öðrum tegundum að vera minni en veiðiheimildin segir til um. Eins geta aðrir útgerðar- menn verið í þeirri aðstöðu að hafa ekki nýtt kvóta sína til fulls. Viðskipti af þessum toga eru því gjarnan líflegust undir lok hvers árs og geta verið með margvís- legu móti. Innan sömu útgerðar, á milli útgerða í sömu verstöð og milli byggðarlaga. Kvótatilfærslur tvöfölduðust 1987 - 1988 Sé tekið mið af tilfærslum á aflakvótum milli skipa 1987 og 1988 þá tvöfölduðust þær á milli þessara ára. í fyrra nam heildar- flutningur á botnfisktegundum tæplega 65 þúsund þorskígildis- tonnum á móti aðeins 27 þúsund tonnum 1987. Helmingurinn var í þorski eða 36 þúsund tonn sem lætur nærri að vera um 10% af heildarþorskaflanum á því ári. Séu þessar tilfærslur sundurliðað- ar kemur í ljós að um þriðjungur þeirra voru á milli skipa sem gerð eru út frá ólíkum verstöðvum eða 21.200 þorskígildi á móti 10.600 tonnum 1987. Um 14.300 þorsk- ígildi voru flutt á milli skipa sem gerð eru út frá sömu verstöð 1988 á móti 8.400 tonnum árið á undan. Flutningur á aflakvótum milli skipa í eigu sama útgerðar- aðila nam 18.200 þorskfgildum á móti 8 þúsund tonnum 1987. Aflaskipti sem grundvölluðust á jöfnum verðmætum nam um 11 þúsund þorskígildistonnum en voru aðeins 500 tonn árið á undan. Þessi mikla aukning var talin stafa einkum af því að út- hafsrækja var sett undir kvóta og var því mikið um að á henni væri skipt fyrir aðrar tegundir. Þá voru humar og síld einnig notuð í jöfnum skiptum í auknum mæli. En aðalástæðan fyrir þessari tvö- földun í kvótatilfærslum var að einstakt kvótahungur var 1988 enda kláruðu útgerðarmenn kvóta sína mun fyrr en árið á undan. Fyrstu sex mánuði þessa árs 1989 nam heildarflutningur á aflakvóta tæpum 14 þúsund þorskígildistonnum og þar af var þorskur tæp 9.400 tonn. Athygli vekur hversu stór hlutur rækj- unnar er í þessum kvótatilfærsl- um eða tæp tvö þúsund tonn. Það kann að vera út af því að of marg- ir eru með of lítið. Af 250 skipum og bátum sem leyfi hafa til út- hafsrækjuveiða á yfirstandandi vertíð eru 52% þeirra með 50 tonna kvóta og minna. Af öðrum kvótatilfærslum eru tæp 6 þúsund þorskígildistonn þar sem útgerð flytur kvóta á milli eigin skipa eftir því hvað hagkvæmast er að gera út á. Á milli útgerða í sama plássinu nam kvótatilfærslan tæp- um 3.600 þorskígildistonnum. Kvótasala í beinhörðum pening- um og milli landshluta nam 3.149.5 þorskígildistonnum og þar af var þorskur 2.379.8 tonn. Þá voru seld 686 tonn af rækju- kvóta sem er seldur hæstbjóð- anda á sama verði og greitt er fyrir kílóið af þorski eða 15 krón- ur og meira. Tilfærslur á milli landshluta Þau kvótaviðskipti sem skipta mestu máli frá sjónarmiði atvinnumála og byggðastefnu eru þau sem fela í sér tilfærslu afla- kvóta á milli landshluta. Á fimm ára tímabili kvótans hefur hallað verulega á hlut Suðurlands í aflaheimildum og einna best hef- ur þessi þróun sést á Suðurnesj- um. Kaupendur eru og hafa verið fjársterkar útgerðir frystitogara fyrir norðan og ísfisktogara fyrir vestan. Samkvæmt kvótaúthlut- un sjávarútvegsráðuneytisins fyrir árið 1989 sést að af ísfisktog- urum er Guðbjörg ÍS 46 með stærsta kvótann eða 4.171 þorsk- ígildistonn og þar af er þorskur 2.674 tonn. Þá Páll Pálsson ÍS 102 með 3.228 tonn og þar af 2.134 tonn af þorski. 1 þriðja sæti er Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10 með 3.035 þorskígildistonn og 1.416 tonn af þorski. Af frystitogurum er Örvar HU 21 með mestan kvóta eða 4.024 þorskígildistonn og þar af er þorskkvótinn 2.473 tonn. Þá er Akureyrin EA 10 með 3.235 tonn og 1.728 tonn af þorski. í þriðja sæti yfir kvótastærstu frystitogar- ana er svo Sigurbjörg ÓF 1 með 2.544 þorskígildistonn og 1.720 tonn af þorski. Þróun markaðs- verðs aflakvóta Þó að viðskipti með aflakvóta hafi verið blómleg á þeim tíma sem kvótinn hefur verið við lýði hefur gangverð kvóta þó aldrei verið opinberlega skráð. Á með- al útvegsmanna og annarra sem tengdir eru sjávarútvegi eru þau eins og nærri má geta ekkert leyndarmál nema síður sé. Kvótaverðin eru hinsvegar samn- ingsatriði viðskiptaaðila og breytileg frá einum viðskiptum til annarra. Þá hefur gangverð kvóta tekið jafnan breytingum yfir árið og þá væntanlega í sam- ræmi við þróun aflabragða, fisk- verðs og annarra skilyrða í útgerð hverju sinni. Þær kvótaskerðingar sem ákveðnar voru í upphafi ársins samhliða rífandi áfla á nýafstað- inni vertíð hefur gert það að verk- um að mun minna er af afgangs- kvóta nú en oft áður. Það hefur leitt til þess að markaðsverðið hefur hækkað til muna frá því sem það var fyrir ári. Þegar litið er til baka til upp- hafsdaga kvótans kemur í ljós að þá var gangverð aflakvóta lítið en hefur síðan farið stighækkandi eftir því sem harnað hefur á daln- um. En einnig hafa þær útgerðir sem keypt hafa ný skip fyrir gömul orðið að kaupa viðbótar- kvóta til að geta nýtt afraksturs- getu nýju skipanna sem er oft á tíðum mun meiri en þess gamla. Á fyrsta ári kvótans 1984 var algengt markaðsverð fyrir aflak- vóta frá 1,75 til 2,75 krónur fyrir kílóið af þorskígildinu. Ári seinna var markaðsverðið fyrir kílóið af þorskígildinu komið upp í 3,50 til 5,25 krónur. 1986 var það hinsvegar komið uppí 7,25 krónur og 1987 hækkaði það í 8 krónur, 1988 var kílóið af þorsk- ígildinu nálægt 10 krónum og í ár er það komið í 15 krónur og meira og á trúlega eftir að hækka enn meir þegar líða tekur á árið. -grh 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.